Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 6
Götumynd frá París eftir Gustave Caillebotte, hinn gleymda „stórmeistara“ frönsku impressjónistanna frá því lok síðustu aldar. Hvað veldur slíkri gleymsku? Margt er skrýtið í kýrhaus listasögunnar Aþessu ári kom út hjá Máli og Menningu glæsi- leg listaverkabók eftir franska listsagnfræð- inginn Jean-Christophe Bailly og heitir einfald- lega: Að skoða málverk. Undirtitill: 100 meist- araverk myndlistarsögunnar. Sigurður Páls- Hvemig má það vera að helmingurinn af mannfólkinu, öll kvenþjóðin, komist ekki á blað þega gríðarlegir doðrantar um listsögu em gefnir út. Norðurlöndin mega líka heita utan við þessa sögu og þar að auki em ýmsar furðulegar glompur. Eftir GÍSLA SIGURÐSSON son ljóðskáld þýddi textana sem standa við hveija mynd og hefur gert það af stakri prýði. Þegar talað er um 100 meistaraverk myndlistarsögunnar er einungis átt við það sem gerst hefur á agnarlitlum kima í ver- öldinni; nefnilega í gömlu Évrópu og að örlitlu leyti í Bandaríkjunum. Hrokinn er svo grunnmúraður, að ekki þykir taka því að nefna á forsíðu bókarinnar, að hér sé einungis átt við vestræna myndlist. Eftir því að dæma er öll önnur myndlist veraldar- innar utan við hinn þrönga farveg sem kallaður er myndlistarsaga. Miklir menn erum við Hrólfur minn. í bókinni eru dæmi um 100 meistara- verk, allt frá hellamyndunum frá því fyrir 30 þúsund árum til geómetrískar formlistar Jacksons Pollocks. Höfundurinn flækir sig ekki í það net að segja þetta mestu eða beztu meistaraverk listasögunnar og skilur þannig eftir undankomuleið. Úrtak af þessu tagi hlýtur alltaf að vera mjög umdeilan- legt og byggist vitaskuld á persónulegum smekk. Hitt er svo annað mál að sérfræð- ingur sem á að hafa aðra eins verðleika og höfundur bókarinnar, ætti að vera dálít- ið víðsýnni. Að skaðlausu mætti fækka þar um þó nokkra Fransmenn og setja til dæm- is Norðurlandamenn í staðinn, sem ötullega hefur verið haldið utan við þessa umdeilan- legu söguskráningu. Eins og venjulega er það Edvard Munch sem einn Norðurlanda- manna kemst á blað. Og eins og venjulega eru hinir yfirauglýstu og yfirútgefnu frönsku impressjónistar þama hver um annan þveran. Eins og í fjölmörgum bókum af sama tagi er það fyrst og fremst frönsk sýn á listsöguna, sem þama kemur fram; frönsk þjóðremba. Þegar þetta bar á góma þar sem áhuga- menn um myndlist voru og ræddu saman, sagði einn íslenzkur listsagnfræðingur, sem ekki hefur beint verið þekktur fyrir víð- sýni: „Já en það hefur bara verið skrifuð ein listasaga". Það er rétt 'svo langt sem það nær, en sannar ekki nokkurn skapaðan hlut. Sagnfræði listarinnar er nefnilega ekki byggð á því að halda til haga öllum staðreyndum svo sem reynt er í sagnfræði almennt, heldur byggist á vali og mekk og jafnvel einnig á pólitík og þjóðrembu, hveiju er haldið á loft og látið komast á spjöld sögunnar. Að sumu leyti er þetta svipuð sagnfræði og kommarnir stunduðu í Sovétríkjunum sálugu, nefnilega, sú að hagræða staðreyndum, láta sumt hverfa. Eða að minnsta kosti: Láta sumt ekki fyr- ir nokkra muni komast uppá dekk. Þannig hefur saga vestrænnar myndlistar verið skráð og er enn. Þessi saga er vitaskuld rétt í öllum að- alatriðum. Engum kemur til hugar að halda því fram að Rembrandtar og Píkassóar liggi óbættir hjá garði. Allir stórsnillingar þessarar sögu eru á sínum stað og metnir að verðleikum. Annað vekur grunsemdir. Til dæmis það að konur komast ekki á blað. Ekki eitt einasta snifsi er eftir konu í fyrmenfdri bók, nema ef vera kynni að konur hefðu unnið að Bayeaux-reflinum, eða málað hellamyndimar. Um það veit enginn. En kvenþjóðin er þó helmingur mannfólksins á þessu menningarsvæði og það í sögu sem nær yfir margar aldir. Að þessu leyti er umrædd bók Fransar- ans Baillys ekkert einsdæmi. Eg gluggaði í tvær virðulegar listsögubækur og útkom- an var nánast sú sama. Hver listsagnfræð- ingurinn virðist éta eftir öðmm. í þverhand- ar þykkum doðrant, „The History of Art“ sem Qallar um málverk, skúlptúr og arki- tektúr, útgefin fyrst 1985 og skrifuð af sjö listsagnfræðingum er ekki nafn á einni einustu konu í nafnaskránni. Þar era þó nefnd nærri 500 nöfn. Að vísu koma fyrir nöfn einstakra kvenna, en þær hafa þá verið þjóðhöfðingjar eins og Katrín mikla eða Elízabet I. Svo er nafn sem allir þekkja: Mona Lisa, sem sýnir að staða konunnar var löngum sú að sitja fyrir hjá körlunum. í bókinni er ekki hægt að sjá að konur hafí borið við að fást við myndlist, hvað þá að ein og ein hafi staðið jafnfætist körl- unum eins og ég kem að síðar. 4- í umfangsmikilli og ítarlegri listasögu, „A History of Western Art“ eftir Michael Levey, forstöðumann National Gallery í London, eru mörg hundruð nöfn á lista- mönnum í nafnaskránni, en aðeins er þar ein kona og mynd eftir hana: Barbara Hepworth, sem er myndhöggvari og að sjálfsögðu ensk eins og höfundurinn. Listasaga kvenna hefur enn ekki verið gefin út svo ég viti, en líklega þyrfti að gera það til mótvægis. Á þessari öld hafa komið fram stórmerkir myndlistarmenn úr röðum kvenna. Nægir að benda á Káte Kollwitz og Gabriele Múnther, þýzkar lista- konur snemma á öldinni, Louisu Nevelson og Georgiu O'Keefe frá Bandaríkjunum og Fridu Kahlo frá Mexíkó. Þá eru einnig í þessum stjörnuflokki Sonia Delaunay frá Frakklandi, Anna Ancher, ein af dönsku Skagamálurunum, og Helene Schjerfbeck frá Finnlandi. Af þeim sem nú ber hæst má til dæmis nefna Niki de Saint Palle, sem er frönsk, og Louisu Bourgeois, banda- rísk, sem er orðin öldruð en vakti samt einna mesta athygfi á síðustu Documenta- sýningu í Kassel. Allar þessar konur, og nokkrar fleiri að sjálfsögðu, eiga sinn örugga sess í listasög- unni, eða svo mætti ætla. En jafnvel þær eru ekki taldar með í yfirlitsbókum eftir virðulega sérfræðinga, sem áður er á minnst. Ekki er svo að skilja að þessar frábæru listakonur hafi orðið fyrstar til að ryðjast fram á sviðið með einhvern nýjan isma. Þann flokk fylla örfáir menn ef grannt er skoðað. Hlutskipti flestra, jafnvel í röðum hinna frægustu, er að vera að stóram hluta sporgöngumenn. Staða fyrrnefndra kvenna í listasögunni helgast hinsvegar af því, að þær náðu því sem allir myndlistarmenn keppa að, en fáir ná: Að höndla þann óút- skýranlega galdur sem veldur því að verk- ið lifir áfram og heldur gildi sínu. Þeir sem eitthvað fylgjast með myndlist þekkja þessi nöfn. Öðru máli gegnir um nokkrar frábærar listakonur frá fyrri öld- um, sem tekizt hefur að láta falla í gleymsku og dá. Um þær er fjallað í athygl- isverðri bók, „The Obstacle Race“ eftir rit- höfundinn Germaine Greer, ástralska konu sem settist að í Bretlandi og varð fræg fyrir bók sína um „Kvengeldinginn" (The Female Eunuch). Bókin kom út 1979. Germaine Greer bendir á að þær konur sem náðu langt á fyrri öldum, hafi yfir- leitt verið dætur málara, eða á einhvern annan hátt verið nátengdar málurum. Þannig var til að mynda um Elisabettu Sirani í Bolognia á Ítalíu. Hún var samtíma- kona Rembrandts og Hallgríms Pétursson- ar á 17. öldinni; faðir hennar var listmál- ari. Hún var orðin fúlbinfarin 18 ára göm- ul, en dó fyrir aldur fram árið 1665 „úr innantökum". Meðal þess sem varðveizt hefur eftir Elisabettu Sirani eru nokkrar madonnumyndir, sem eru hreint ótrúlegar í áhrifamætti sínum og monúmental upp- byggingu. Þær eru mun sterkari myndlist- arverk en madonnumyndir sumra karl- anna, sem uppi voru á undan Sirani og urðu m.a. frægir fyrir þetta yrkisefni. Annað harla athyglisvert dæmi er af Judith Leyster, sem átti heima í hinu blauta Hollandi fyrr á 17. öldinni; fædd 1610, dáin fimmtug árið 1660. Eftir hana eru til meistaraverk sem verðskulda ekki síður en margt annað að komast á spjöld lista- sögunnar. Myndefni hennar er fólk í dag- legu amstri, eða að skemmta sér og hún þykir hafa rutt braut fyrir Ter Borch og fleiri málara sem komu á eftir henni. Hún stendur nærri þeim frábæra málara Frans Hals og nær eins og hann þessum fljúg- andi léttu tökum. Hún var „spontan“ eins og meðfylgjandi mynd ber með sér og kannski var það vegna þess að hún hafði ekki tíma til yfirlegu, þriggja barna móðir og stundaði þar að auki myndlistarkennslu. Eiginmaður hennar eínbeitti sér aftur á móti að knæpum og gleðihúsum í Amsterd- am. I bók Germaine Greer segir að ári eftir að hún deyr, sé hún þegar gleymd og ekki talin með. Snilldin í sumum verka hennar var hinsvegar svo augljós að menn hlutu að taka eftir því og þessvegna hafa þau hafnað á söfnum. Myndin sem hér er sýnd, „Kátir félagar" er varðveitt í Louvre í París, en hún sigldi ekki sléttan sjó þang- að. Verkið hafði verið selt til Englands, en fyrirtæki þar í landi seldi það Schlic- hting barón í París, - ekki sem málverk eftir einhveija Judith Leyster, heldur átti það að vera eftir Frans Hals og meira að segja „eitt það bezta sem eftir hann ligg- ur“. Baróninn var mjög sæll yfir myndinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.