Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1994, Blaðsíða 2
til að leggja jámbrautir um ofannefndar sýsi- ur utan takmarka löggiltra kauptúna næstu 15 ár eptir að þessi lög öðiast gildi, Hafi fje- lagið eigi áður 5 ár sjeu liðin frá því, er lög þessi öðlast gildi, lagt járn- eða stálbraut, er nái frá Reykjavík til bygða Árnessýslu, hefur það fyrirgjört þessum ijetti sínum.“5 Aðrar greinar þessa kafla voru nánari út- færsla á réttindunum, sem kveðið var á um í 3. grein. Annar kafli frumvarpsins fallaði um réttindi félagsins til skipaútgerðar og hófst á þessum orðum: „Fjelagið hefur fullt leyfl og vald til að láta byggja, kaupa og eiga gufuskip og segl- skip til ferða milli íslands og útlanda og til strandferða kringum ísland. Enn fremur hvers konar skip, feijur og báta til samgöngu- nota á öllum flóum, íjörðum, víkum, höfnum, stöðuvötnum og ám kring um ísland og á íslandi, og má fjelagið seija skip, leigja og taka á leigu, og breyta og endurbæta."6 Með þessum ákvæðum var óneitanlega reynt að tryggja hinu fýrirhugaða félagi giska mikil réttindi og mátti vissulega færa rök fyrir því að þau væru nauðsynleg forsenda starfseminnar, eins og höfundar frumvarpsins hugsuðu sér hana. í 20. grein frumvarpsins var hlutafé þess ákveðið fjórar milljónir króna og mátti auka það í allt að tíu milljónir. Stofn- endurnir, sem taldir voru í 1. grein, áttu að leggja til hlutaféð, auk þess sem hlutabréf yrðu seld á almennum markaði, en upphaf- legt hlutafé skyldi skiptast í fjörutíu þúsund eitt hundrað króna hluti.7 Allt leit þetta vel út og við lestur fyrstu þriggja kafla frum- varpsins gat svo virst sem Sigtryggur Jónas- son og ensku fjármálamennirnir hygðust stofna félagið, leggja fram nauðsynlegt hluta- fé og reyna síðan að láta reksturinn standa undir sér. En svo einfalt var málið vitaskuld ekki. Fjórar milljónir voru að sönnu mikið fé á íslandi árið 1894, og má vera að þær hefðu dugað til að afla skipa og annarra tækja og til þess að leggja jámbraut frá Reykjavik austur í sveitir, jafnvel norður í land. Um þetta verður þó ekkert sagt með vissu. Engar kostnaðaráætlanir fylgdu fmmvarpinu og hafa vísast aldrei verið gerðar. Aðstandendur félagsins fyrirhugaða virðast þannig hafa rennt nokkuð svo blint í sjóinn, en þeim Sig- tryggi og Englendingunum, sem fátt er reynd- ar vitað um, hlýtur að hafa verið ljóst, að jafnvel þótt milljónimar íjórar dygðu til að koma starfsemi félagsins af stað, var borin von að rekstur svo mikils fyrirtækis gæti stað- ið undir sér, hvað þá skilað hagnaði fyrstu árin. Til þess var alltof lítilla flutninga að vænta á Islandi. Þetta vissu þeir, sem stóðu að fmmvarp- inu, og eins og kemur fram í fjórða kafla þess, var það aldrei ætlun þeirra að hætta fé sínu með þessum hætti. Fertugasta og önnur grein framvarpsins hljóðaði þannig: „Landssjóður íslands skal greiða „Hinu íslenzka siglinga- og jámbrautafjelagi: 1. 50.000 krónur á ári, þangað til árið 1925, með því skilyrði að það byggi stál- eða járn- braut frá Reykjavík að minnsta kosti austur að Þjórsá, og láti lestir, er flutt geti farþega og vömr, ganga eptir jámbrautinni að minnsta kosti sex sinnum á viku, á tímabilinu frá 15. apríl til 15. nóvember ár hvert og hina mánuði ársins eins opt og við verður komið sökum snjóa. Árgjald þetta greiðist þannig: Jafnskjótt og brautinni er komið austur í byggð í Ámessýslu og lestaferð hafin á henni, skal landsstjómin greiða fjelaginu árlega upphæð, er standi í sama hlutfalli við nefnd- ar 50.000 krónur, sem Iengd hinna[r] lögðu brautar við alla hina fyrirhuguðu braut- arlengd allt austur að Þjórsá. En þegar braut- in er fullgjör þangað, greiðist allt hið tiltekna árgjald. Oll skal brautin fullgjör og ferðir hafnar á henni, áður en sjö ár era liðin frá því lög þessi öðlast gildi, ella hefur fjelagið fyrirgjört ijettindum þeim, sem lög þessi heimila því ... 2. 50.000 krónur á ári hin næstu þijátíu ár eptir að lög þessi öðlast gildi, með því skilyrði: a) að fjelagið láti gufuskip, sem sje eigi minna en 800 gross tons ensk, hafi að minnsta kosti rúm fyrir 40 farþega á 1. plássi og 30 farþega á 2. plássi, og geti gengið að minnsta kosti 12 enskar mílur á klukku- stund, fara 2 ferðir á mánuði milli Liverpool og annarrar hafnar á Englandi eða Skot- landi, og Reykjavíkur, á tímabilinu frá 15. apríl til 15. október ár hvert, og milli sömu hafna að minnsta kosti eina ferð á mánuði á tímabilinu frá 15. október til 15. apríl ár hvert, og b) að fjelagið Iáti gufuskip, sem ekki sje minna en 400 gross tons ensk, hafí rúm fyrir að minnsta kosti 20 farþega á 1. plássi og 50 á 2. plássi, sje yfirbyggt og geti gengið að minnsta kosti 10 enskar mílur á klukkustund, ganga stöðugt frá Reykjavík kringum strendur íslands og meðfram þeim, þegar ís ekki hamlar, á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. nóvember ár hvert. Aukist samgöngu- og flutningsþörfín svo mjög með- fram ströndum landsins, að þetta eina skip eigi þyki nægja, getur landsstjórnin að 10 áram liðnum áskilið, að fjelagið láti tvö minni Nítján árum eftir að járnbrautafrum varpið var lagt fram árið 1913, varð fyrst íslenzkajámbrautin að veruleika - en aðeins til að flytja grjót vegna hafnargerðar í Reykjavík. En hugsjón Valtýs Guðmundssonar varð ekki að veruleika. Tryggvi Gunnarsson. Á Alþingi taldi hann hugmyndina að baki frumvarpinu góða, en málið væri illa undirbúið og svo mikil fjárútlát úr landssjóði væru glapræði. Valtýr Guðmundsson. Við umræður á Alþingi sagði hann, að ef þingið hafn- aði þessu máli og neitaði jafnvel að setja nefnd í það, „þá ætla jeg að það muni lengi í minnum haft hve Alþingi 1894 hafi verið mislagðar hendur.“ skip halda uppi þessum ferðum í stað hins ofannefnda strandferðaskips. Verði lands- stjómin og fjelagið eigi á eitt sátt um það, hvort eitt standferðaskip nægi flutningsþörf- inni, skal málið lagt í gerð ... Áður en hvert reglulegt alþingi kemur saman og í fyrsta skipti fyrir alþingi 1895 skal fjelagið setja þá tryggingu, er iandsstjómin álítur nægja fyrir því, að strandferðunum verði haldið uppi á fjárhagstímabili því, sem þá fer í hönd... Þessar samtals 100.000 krónur á ári skal setja útgjaldamegin á fíárlögum íslands."8 Landssjóði var þannig ætlað að leggja fé- laginu til samtais þijár milljónir á þrem ára- tugum og í máli þingmanna, sem mæltu með framvarpinu við 1. umræðu um það í neðri deild, kom fram að þeir litu á þessi fjárfram- lög sem styrk, hliðstæðan þeim sem Samein- aða gufuskipafélaginu danska var greiddur fyrir að halda uppi strandferðum. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu í neðri deild al- þingis og mælti sr. Jens Pálsson fýrir því. Hann lagði í framsöguræðu sinni áherslu á að frumvarpið væri í eðli sínu „hvorki bjóð- andi nje bannandi, heldur leyfandi", og í því fælust miklir möguleikar til samgöngubóta, jafnt innanlands sem milli íslands og annarra landa.9 Að lokinni framsöguræðu sr. Jens tók Magnús Stephensen landshöfðingi til máls. Hann fann framvarpinu ýmislegt til foráttu, taldi það gallað að formi til þar eð félagið hefði enn ekki verið stofnað, auk þess sem miklum réttindum væri afsalað, ef frumvarp- ið yrði að lögum. Þá taldi landshöfðingi að framvarpið fæli enga tryggingu í sér fyrir landssjóð, enda hefðu engar rannsóknir verið gerðar til undirbúnings jámbrautarlagningu, enginn vissi enn hvar brautin ætti að liggja, hvar hagkvæmast væri að leggja hana, né hve langt hún ætti að ná. Taldi hann að svo stórt mál yrði að undirbúa miklum mun bet- ur.10 Tryggvi Gunnarsson tók næstur til máls og tók í sama streng og landshöfðingi. Ilann taldi hugsunina að baki framvarpinu góða, að því leyti að það miðaði að bættum sam- göngum, en á hinn bóginn væri málið allt illa undirbúið og gerði ráð fyrir svo miklum fjárútlátum úr landssjóði að hreint glapræði væri að samþykkja það.11 Er Tryggvi hafði lokið máli sínu var komið að þeim, sem hlynnt- ir voru frumvarpinu, en af þeim töluðu þeir Skúli Thoroddsen og dr. Valtýr Guðmunds- son, auk þess sem sr. Jens Pálsson tók aftur til máls. Skúli og sr. Jens ræddu einstök at- riði frumvarpsins, svöruðu gagnrýni, sem komið hafði fram í máli landshöfðingja og Tryggva Gunnarssonar, og ítrekuðu þá miklu möguleika til samgöngubóta, sem í frumvarp- inu fælust.12 Valtýr ræddi hins vegar málið frá víðara sjónarhomi og sagði m.a.: „Aðaltilgangur framv[arpsins] er að bæta samgöngur hjer á landi og til útlanda. Ef þingið nú hafnaði þessu máli og neitaði jafn- vel að setja nefnd í það, þá ætla jeg, að það mundi lengi vera í minnum haft, hve alþingi 1894 hafí verið mislagðar hendur. Það væri óskandi, að áður en þessi öld rynni til viðar, fengi Island líka einhver not af þeim tveim miklu náttúraöflun, sem á 19. öldinni hafa gjört þjóðirnar svo voldugar: gufuaflið og rafmagnið. Hið fyrra, gufuaflið, er töluvert notað hjer við land, en enn sem komið [er] ekki í landinu, enda er það dýrt; aptur hefír hið síðara alls eigi verið notað hjer, og þó mundi það vera ódýrt einmitt hjer; þar sem til dæmis fjelagið vill fá rjett til að hita og lýsa upp bæi, þá mundu menn óvíða neita slíku boði, einkum þar sem eins vel á stendur og hjer í Reykjavík, að aflið er ijett við hend- ina, en ónotað. Eða gæti eigi Reykjavík notað vatnsaflið í Elliðaánum til að lýsa upp hús og götur, eins og bændur í Svíþjóð geta not- að bæjarlækinn hjá sjer til að Iýsa upp bæi sína?“18 Eftir ræðu Valtýs tóku þeir Tryggvi Gunn- arsson og sr. Jens Pálsson aftur til máls, en síðan var samþykkt að kjósa sjö manna nefnd til að fjalla um málið og hlutu kosningu þeir sr. Jens Pálsson, Skúli Thoroddsen, Tryggvi Gunnarsson, Jón Jónsson, þingmaður Eyfírð- inga, Jón Jensson, sr. Sigurður Gunnarsson og dr. Valtýr Guðmundsson. Að því búnu var fyrstu umræðu frestað.1* Nefndin skilað áliti hinn 14. ágúst og lagði meirihluti hennar til að framvarpið, í þeirri mynd sem það var fyrst borið fram í, yrði fellt, en kvaðst mundu bera fram nýtt frumvarp, sem hann réð deild- inni til að samþykkja. Minnihlutinn, Tryggvi Gunnarsson og Jón Jónsson, lagði til að frum- varpið yrði ekki samþykkt.16 Nýja frumvarp- ið, sem meirihluti nefndarinnar boðaði, kom aldrei fram. Þegar málið kom úr nefnd, hóf- ust miklar umræður um það, en afdrif máls- ins urðu þau að það dagaði uppi í þinginu og fékkst ekki útrætt. Frumvarpið um löggild- ingu „Hins íslenzka siglinga- og jámbraut- arfjelags" gekk gjaman undir nafninu „stóra málið", enda var það meira rætt á alþingi árið 1894 en nokkurt annað mál, auk þess sem mikið var um það fjallað í blöðum. Fram- varp þetta er óneitanlega eitt sérkennilegasta málið sem kom fyrir alþingi allt landshöfð- ingjatímabilið og nú, nærfellt öld síðar, hlýtur það að vekja ýmsar áleitnar spurningar. Hver var tilgangurinn með frumvarpinu, hveijir stóðu hér að baki? Þessum spurningum er engan veginn auðsvarað. Eins og þegar hefur komið fram var Sigtryggur Jónasson staddur í Reykjavík um þingtímann og hann var tal- inn annar í röð stofnenda félagsins, næstur á eftir David Wilson, „passenger manager“ í Liverpool. Um David þennan Wilson er fátt vitað og í umræðum um málið á alþingi kom fram að engar skriflegar yfírlýsingar um þátttöku í félaginu lágu fyrir af hans hálfu. Við vitum því í rauninni ekki hvað honum kann að hafa gengið til. Var hann efnamaður í leit að heppilegum fjárfestingarmöguleikum, ævintýramaður, sem yar reiðubúinn að taka þátt í áhættusömu fyrirtæki gegn tryggingum frá landssjóði, eða kannski hugsjónamaður, sem vildi styðja fátæka þjóð til bjargálna? Við spurningum sem þessum gefast engin svör, en afar ólíklegt verður að telja að í þessu máli hafi hrein ævintýramennska ráðið för. Sigtryggur Jónasson var, er hér var kom- ið sögu, orðinn einn fremsti forystumaður Vestur-Islendinga og ólíklegt að hann hafí verið reiðubúinn að hætta mannorði sínu í brask, sem hafði þann megintilgang að hafa fé af landssjóði. Hann vissi hins vegar af reynslunni vestanhafs, hve mikinn hag mátti hafa af góðum samgöngum, en samgöngu- leysið var einmitt eitt helsta fótakefli á Islend- inga á framfarabrautinni. Á hinn bóginn leik- ur vart á tvennu, að þeir Wilson hafa báðir haft hug á því að fá sinn skerf af hagnaðin- um, ef einhver yrði, og getur það vart talist tiltökumál. Wilson mun þó hafa verið ætlað að annast útvegun hlutafjár erlendiSj enda lítill „silfur- eða gullhljómur" í nöfnum íslend- inganna, sem skráðir vora meðal stofnenda félagsins, eins og Magnús landshöfðingi komst svo hnyttiega að orði í umræðunum á alþingi.16 En þótt frumvarpið dagaði uppi á alþingi, dró málið langa drögu. Eins og áður er getið, voru samgöngumál eitt helsta áhuga- mál dr. Valtýs Guðmundssonar er hann var fyrst kjörinn á þing. Á alþingi árið 1894 skip- aði hann sér í fremstu röð stuðningsmanna járnbrautaframvarpsins og árið eftir, 1895, stofnaði hann í Kaupmannahöfn tímaritið Eimreiðina. Það hófst á kvæðinu „Brautin" eftir Þorstein Erlingsson, en síðan tók við löng grein, sem bar yfirskriftina „Járnbrautir og akbrautir“. Fyrri hluti hennar var þýðing á norskri grein um hakvæmni járnbrauta, en síðan spann dr. Valtýr við og skrifaði um nauðsyn bættra samgangna á Islandi, en þær taldi hann meginforsendu efnahagslegra framfara. Þar lýsti hann því hver ætti að vera stefna íslendinga í samgöngumálum og sagði m.a.: „Hin nýja stefna i samgöngumáli voru ætti því að vera þessi: 1) Á landi: 2 aðaljárn- brautir, önnur frá Reykjavík austur í Ámess- og Rangárvallasýsiur, hin norður um land til Akureyrar. Út frá þeim smábrautir, þriðj- ungsbrautir, sporbrautir eða akbrautir. 2) Á sjó: Tíðari skipaferðir milli íslands og út- landa, einkum Englands. Smáskip með ströndum fram, eitt frá Reykjavík til Austur- landsins, annað til Vesturlandsins, en engar hringferðir. Auk þess að minnsta kosti einn gufubátur í hveijum landsfjórðungi, einn á Suðurlandi, annar á Vestfjörðum, þriðji fyrir Norðurlandi, fjórði á Austfjörðum. Þetta er það takmark, sem við ættum að keppa að fyrst um sinn, og þegar því væri náð, mætti fyrst segja, að samgöngur vorar væru komn- ar í viðunanlegt horf. Þá mundi líka auðmagn landsins skjótt aukast svo, að hægt væri að halda lengra áfram í sömu stefnu."17 Þessar hugmyndir dr. Valtýs voru óneitan- lega athyglisverðar, en hann fýlgdi þeim ekki eftir. Skömmu eftir að fyrsti árgangur Eim- reiðarinnar kom út hóf Valtýr baráttu sína fyrir breytingum á íslensku stjórnarskránni. Áð sögn hans sjálfs stafaði það öðru fremur af því að honum þötti íslendingar svo upp- teknir af stjómarskrármálinu að lítil von væri um að þoka öðrum málum fram, nema það yrði leyst fýrst.18 Einkar athyglisvert er, að margir þeirra þingmanna, sem gengu til liðs við dr. Valtý í stjórnarskrármálinu, vora einmitt í hópi þeirra, sem meðmæltir voru jámbrautaframvarpinu á alþingi árið 1894. Ýmsir þeirra höfðu stundað nám við Hafnar- háskóla og höfðu kynnst af eigin raun þeim miklu efnahagslegu framförum, sem urðu í norðan- og vestanverðri Evrópu á síðustu þrem áratugum 19. aldar, og margir tengdu ekki síst járnbrautum og gufuskipum. Þessum mönnum mun flestum hafa verið ljóst, að bættar samgöngur voru forsenda efnahags- legra framfara á íslandi, ekki síður en annar- staðar. Þeir munu hins vegar hafa verið sam- dóma dr. Valtý um það, að fáu yrði til fram- fara þokað nema endi væri bundinn á þrefíð um stjómarskrána. í því efni bauð Valtýr upp á ákveðna lausn og því fylkti hópurinn sér um hann. Má þannig með nokkrum rökum líta á jámbrautarframvarpið 1894 sem eins konar undanfara „Valtýskunnar". 1. Alþ. tíð. 1903 A, 114d. Höfundur er sagnfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.