Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 5
kosið, m.a. olli sjúkdómurinn því að hún gat aldrei eignast börn. Á löngum og erfiðum veikindatímabilum var bókakosturinn sem hún hafði tekið með sér til Afríku u.þ.b. eini félagsskapurinn sem henni bauðst. Á þessum árum mótaðist tilfinning hennar fyrir ritlistinni sem og víðsýni, því svo dæmi séu tekin las hún allan Kóraninn og kynnti sér múhameðstrú til hlítar. Einnig byijaði hún að reyna fyrir sér með skrifum og flest- ar hugmyndirnar sem unnið er með í fyrstu verkum Karenar Blixen urðu til hér. Nægir þar bara að nefna þau austurlensku áhrif sem eru svo ríkjandi í t.d. „Syv fantastiske Fortællinger". Varla er hægt að komast hjá því að nefna ástarsamband Karenar Blixen við breska aristókratinn Denys Finch-Hatt- on sem var í senn lesandi og gagnrýnandi að þeim sögum sem hún hóf að rita í Afr- íku. Enginn vafi er á að Blixen gerði sér miklar væntingar um sambandið við Finch- Hatton, en hann taldi sig ekki geta orðið við kröfum hennar um fast samband. Denys Finch-Hatton fórst í flugslysi aðeins fáein- um dögum áður en Karen Blixen yfirgaf Afríku og var grafinn rétt hjá búgarðinum við rætur Ngong-fjallsins. Síðustu æviár Karenar Blixen heima á Rungstedlund má segja að kaldhæðni, húm- or og mannlegt innsæi hafi verið afar ein- kénnandi fyrir tengsl hennar við umheim- inn. Á þessum árum átti hún mikil sam- skipti við ung, dönsk skáld, þ. á m. Thork- ild Björnvig sem auk þess að vera ein bjart- asta von þess tíma sem ljóðskáld var magist- er í norrænum bókmenntum. Milli Björnvig og Blixen myndaðist afar sérstakt samband sem Björnvig fjallar um í bók sinni „Pagt- en“, en þar segir hann m.a. frá því þegar að hún kvöld eitt, án nokkurs tilefnis, sagði við hann: „Gætuð þér ekki hugsað yður að setjast eitthvert kvöidið fyrir aftan mig á kústskaftið og fljúga með mér á fund eins besta vinar míns.“ ( T. Bjornvig: Pagten.) Bjornvig sagði hún að sárasóttin hafi verið það verð sem hún greiddi Lúcífer fyrir það, að allt sem hún upplifði gæti orðið að sög- um. Þegar litið er til baka er ekki úr vegi að segja að þetta sé að einhveiju leyti rétt því ef sjúkdómurinn hefði ekki orsakað alla einveruna, sársauka sálarinnar, er alls óvíst að hún hefði orðið sá rithöfundur sem hún varð. Þetta litla dæmi sýnir að þó að Karen Blixen sé goðsögn í heimalandi er hún sem rithöfundur og hugsuður ekki jafn dáð og dýrkuð af öllum. Alla sína ævi, og reyndar enn, hefur hún verið afar umdeild fyrir þau sjónarmið og málefni sem hún gerir að umfjöllunarefni í skrifum sínum. Kona ein er sem barn upplifði hana á sjónvarpsskerm- inum lýsir atburðinum á eftirfarandi hátt: „Gömul, hrukkótt og tilgerðarleg, vafin í pelsa og silki, birtist hún á skjánum og hertók setustofuna með tali sínu og ein- beittu augnaráði. Engum kom til hugar að grípa fram í fyrir henni.“ Svo mikið er víst að oftar en ekki fýllt- ust póstkassar dagblaðanna af lesendabréf- um þegar Karen Blixen hafði tjáð sig um „málið“ á opinberum vettvangi. Nægir þar að nefna „Bálræðuna" sem hún hélt á Jóns- messu eitt sinn og varð til þess að öll kven- réttindahreyfingin fyrirleit hana og afneit- aði verkum hennar um margra ára skeið. I þeirri ræðu segir hún nefnilega að það hafi verið hrapalleg mistök hjá konum að hafna tillögum Lúters um að konan eigi að helga sig káunum þremur; Kinder, Kirche og Kuche. „Hefðum við tekið því værum við með mikilvægustu málaflokka þjóðfélagsins í okkar höndum og hefðum virkileg áhrif á þróun mála.“ Átti Blixen að sjálfsögðu við að konur myndu þá sitja .á og að öllu leyti stjórna því er við kæmi þessum málum, þ.e. menntun barna, heilbrigðismálum , jafnrétt- ismálum og þar fram eftir götum. í þessari umfjöllun er leitast við að gefa eilítið frábrugna mynd af skáldkonunni Karen Blixen. í augum íslenskra lesenda er Blixen mun þekktari sem höfundurinn að „Jörð í Afríku" og konan sem bjó á yndis- lega búgarðinum „Rungstedlund“ sem í dag er safn og allt svæðið sem tilheyrir búgarðin- um er friðar- og verndarsvæði fyrir fugla. Sú mynd er sönn og rétt, en þessi kona bjó yfir svo ótal mörgum öðrum hæfileikum og aðrar og í sjálfu sér miklu óvenjulegri og skemmtilegri hliðar persónuleika hennar hafa orðið að víkja fyrir glansmyndinni. Hin góðkunna danska leikkona, Bodil Udsen, mul lesa úr verkum hennar bæði í íslensku óperunni og í Norræna húsinu. Einnig mun undirrituð halda fyrirlestur um skáldkonuna í Norræna húsinu meðan dönsku menningardagarnir standa yfir. Auður Leifsdóttir er cand. mag. í dönsku og kennir við Háskóla Islands og Kennaraháskóla islands. Carl Nielsen - meistari hópsöngs og hljómkviðu Ef draga má líkingu frá bannaðri íþrótt, þá þykja mestu „þungavigtarar“ í hópi tónskálda síðustu alda þau, er hafa samið sinfóníur, æðsta próf- stein faglegrar getu og víðfeðmustu hugsunar. Við íslendingar bíðum enn eftir fyrsta sinfón- m I i tARlcNiasa? Hn,ymwus=wDOR.is íl |i sa.AvsRosroai Nielsen-Sinfóníur á Hljómplötur Seint komast sumir, en koma þó. Hljóm- sveitarverk Nielsens fengust ekki á hljóm- plötu utan heimalandsins fyrr en á 7. ára- tug, og ruddu þar upptökur Leonards Bern- steins brautina að síðbúinni heimsfrægð hans. Sfðan hafa orðið stakkaskipti á hljóm- plötuútgáfunni úr ökkla og nánast í eyra - einkum eftir 1980. Nokkur dæmi: Bernstein: 2.-5. sinfónía með The London Symphony Orchestra (LSO) fyrir CBS (nú Sony) á 7. áratug. E. Ormandy: 1. & 6. sinf. m. hij.sv. í Philadelphia f. CBS (ca. 1980). Ole Schmidt: 1.-6. sinf. m. LSO (Unicorn). Myung-Wliun Chung: 1.-3. & 5. sinf. (m. klarinett-, flautu- & fiðlukonsertana & Aladd- in-svítuna) m. Gautaborgar sinf.hljsv. f. BIS (1983-87). Neemc Jíirvi: 4. & 6. sinf. m. Gautaborg- ar s.f. BIS (198?). Paavo Berglund: 1.-6. sinf. m. Det kong- elige Kapel f. RCA (um 1990). Neeme JSrvi: 1.-6. sinf. m. Gautaborgar sinf.hljsv. f. D.G. (198?). Herbert Bolmstedt: 1.-6. sinf./Aladdin- & Maskaradeforl. (Decca, 1992). Esa-Pekka Salonen: 1.-6. sinf. m. útv.sinf.hljsv. í Stokkh. (Sony). Bryden Thomson: 1.-6. sinf. m. Royal Scottish Orch. (Chandos). Gennady Rozhdestvensky: Aladdin-tón- listin (í fyrsta sinn í heild) ásamt styttri hljómsveitarverkum m. Sinf.hljsv. danskarík- isútvarpsins („SDR“, Chandos 1994). f bígerð: Rozhdestvensky: 1.-6. sinf. (tvær komn- ar) m. SDR f. Chandos. Edvard Serov: do. (2-3 komnar) m. Od- ense Symfoniorkester f. Kontrapunkt. Adrian Leper: do. m. Irish Radio Symp- hony Orch. f. Naxos. Simon Rattle: do. m. Birmingham Symp- hony Orch. f. EMI. Nielsen gerðist ósjálfrátt frumkvöðull þeirra Dana er hafna vildu fegurðarmati ^íðrómantísku stefnunnar. Greinin er birt í tilefni „Danskra haustdaga“, þar sem verða flutt verk eftir Nielsen. Eftir RÍKARÐ ÖRN PÁLSSON ista okkar, enda fámennir og eina sinfón- íuhljómsveit landsins ung að árum. En meðan við bíðum, getum við huggað okkur við þá tilhugsun, að frændur okkar á Norðurlöndum hafa þegar alið margan sinfóníusmiðinn á þeim 150-200 árum sem opinbert tónlistarlíf hefur þekkzt þar - sem sé þrefalt lengur en á íslandi. Þó hafa að- eins tvö sinfóníutónskáld á Norðurlöndum enn sem komið er öðlazt heimsfræg&. Jean Sibelius og Carl Nielsen. Til skamms tíma hefur Sibelius haft vinn- inginn. Enn er dæmigert, að honum er var- ið margfalt rými í alþjóðlegum uppsláttarrit- um á við danskan starfsbróður hans. Niels- en hefur enn ekki hlotið náð fyrir augum hins þýzkumælandi heims, fyrrum háborgar evrópskrar tónlistarmenningar, og í stefja- safni Barlows og Morgensterns (A Diction- ary of Musical Themes) - svo seint sem í 1983-útgáfunni - kemst hann ekki einu sinni á blað. Þannig mætti lengi telja. En ef marka má hljómplötuútgáfu síðustu áratuga, virð- ist loks skriður vera kominn á útbreiðsluna, eins og sjá má af nærverandi upptalningu. LP-breiðskífan var sem kunnugt er ekki komin til skjalanna á tímum Nielsens; í þá daga var það fyrst og fremst áhugi hljóm- sveitarstjóra sem ruddi tónskáldum frægð- arbraut. Þar var Sibelius heppnari. Enskir hljóm- sveitarstjórar tóku fljótlega verk hans upp á sína arma. En nú virðist geisladiskurinn loks ætla að gera Nielsen sama gagn, þótt síðbúið sé. Þeir sem kynnzt hafa hljómsveit- arverkum Nielsens nú á dögum eiga auð- velt með að skilja vonbrigði tónskáldsins á fjórða áratug aldarinnar við að hljóta ekki forundran. Því æ gerist spurningin áleitn- ari, hvorum tónjöfranna tveggja beri „vinn- ingurinn“ í dag. í september sl. var staddur hér á landi í fyrirlestraför góðkunningi íslendinga af sjónvarpsskjánum, Mogens Wenzel Andre- assen, fýrirliði Dana í tónlistarspurninga- keppninni Kontrapunkti. Erindi hans um danska tónlist fjölluðu mörg á einn eða annan hátt um tónlist Carls Nielsens, enda hvort tveggja, að Andreasen er Nielsen- þekkjari góður og hitt, að ekki verður fram hjá Nielsen komizt í danskri tónlistarsögu. Reyndar kvað svo rammt að honum - og einkum áhangendum hans - í dönsku tónlistarlífi, að þarlend samtímatónskáld komust vart eða alls ekki á kortið. Nöfn eins og Enna, Borresen og Bendix gleymd- ust, líkt og þau hefðu aldrei verið til, og verk ef:i' tónskáldin Louis Glass og Rued Langgaard eru loks núna farin að birtast í hljóðriti. Fleiri mætti nefna, enda gegnir fjöldi hljómsveitarhöfunda í Danmörku um 1890-1930 mikilli furðu, ekki sízt ef tekið er tillit til þess, að í litlu landi kemst aðeins einn á pall í senn. Eða svo varð reyndin. Hafi þannig gefízt lítið svigrúm þeim, er þurftu að vera í búð með þvílíkum jötni og Nielsen var, þá mátti skilja á máli Andreas- ens, að þáverandi einokunarstaða Nielsens geri nútímamönnum nánast ókleift að meta snilld hans til fullnustu, meðan lítinn sem engan samanburð er að hafa við landa hans og samtímamenn. Einkum og sér í lagi þeg- ar þar við bætist, að stíll Nielsens gerðist snemma mjög persónulegur, og erlendu áhrifín, ef einhver voru, að sama skapi vand- rekjanleg. Snilld er ætíð torskýrð; umfang snilldar sýnu meir. Engu að síður má með saman- burði við „smærri spámenn" frá sama stað og tíma fá nokkra viðmiðun. Þannig skilst t.d. snilld Mozarts ögn betur, ef hlustað er af athygli á höfunda eins og Monn, Wagen- seil og Dittersdorf, án þess að afgreiða þá fyrir fram sem „peð“ af einskærri hollustu við Meistarann. En eins og fyrr sagði, vant- ar enn viðmiðun við Nielsen. Reyndar dáði Carl Nielsen Mozart allra Carl Nielsen á yngri árum síríum. tónskálda mest, og vissulega má heyra and- legan skyldleika þeirra víða, t.d. í forleiknum að gamanóperunni „Grímudansleik" (Mask- arade, 1905) - sbr. „Brúðkaup Figaros"! - án þess þó að auðvelt sé að greina efnisleg áhrif í smáatriðum. I mesta lagi mætti orða venzlin á almennum nótum og tala t.d. um „innri dýpt, ytri léttleika“, enda fyrirleit Carl Nielsen hátimbraða tilfinningasemi í tónlist almennt og í síðrómantík sérstak- lega. Hið „tragíska", harmræna, fyrirfinnst varla nema í einu verki eftir hann: „Við lík- börur ungs listamanns“. 37 ára gamall setti Carl Nielsen sér það mark, að tónlist hans næði „að kveða eitt- hvað niður af þeirri tilfinningavellu sem nú fer að gæta úti um allt ... Því við erum nú það djúpt sokkin, að ekki aðeins fiestir áheyrenda, heldur einnig starfandi tónlistar- menn skynja og upphefja tónlistina sem neyzluföng, er koma manni í óvirka sælu- vímu af svipuðum toga og þeirri sem ópíum og morfín valda. Mér þætti mest um, ef hlustendur tækju sér tak oghéldu vöku sinni og heilbrigði, jafnvel þegar mest á gengur, en það er víst langt íþað... “ (úr bréfi 1902). Nielsen gerðist ósjálfrátt frumkvöðull þeirra Dana er hafna vildu fegurðarmati síðrómantísku stefnunnar. Hins vegar trúði hann á þróun fremur en á byltingu. Meðan menn eins og Schönberg kollvörpuðu sjálf- um undirstöðum vestrænnar tónlistar, sagði Nielsen skilið við síðrómantíkina á sinn sér- stæða, persónulega hátt, hægt og bítandi, og kærði sig kollóttan um erlendar stefnur og tízkur. Svar hans við kröfum módernism- ans var sjálfsáð, heimaræktað og óháð öðr- um eins og glöggt kemur fram í blásarakon- sertunum hans tveimur og í síðustu fjórum sinfóníum. Eitt af því sem gerir Carl Nielsen sérstæð- an - og um leið „danskan“ í augum Dana - eru meistaraleg tök hans á jafnólíkum tóngreinum og sinfóníunni og hinu einfalda alþýðusönglagi, ætluðu til einradda sam- söngs í skólum og meðal almennings. Hafði hvort áhrif á annað. Þannig má annars veg- ar heyra enduróm af sinfónískri breidd í lagferli og hljómsetningu sönglagsins; hins vegar einfaldleika og styrk alþýðulagsins í meðferð stefja og fruma í hljómsveitarverk- unum. Hin rúmlega 200 sönglög Nielsens handa almenningi koma sjálfsagt óvíða til með að ná sömu lýðhylli og þeirri sem þau njóta í heimalandinu. Til þess eru þau löndum hans of mikil séreign, enda samofin danskri tungu og lund. En dæmi tónskáldsins fyrir einfald- leikanum mun því sterkar birtast heiminum - og íslendingum - í viðameiri tónverkum hans. Þar ljómar kraftur og bjartsýni Fjónbúans „fersk og rauðbirkin" (svo vitnað sé í orðalag úr bréfi). Þar fer alþýðusönglagið í sínu æðsta veldi, kliðmjúkt eða kynngimagnað - en engu öðru líkt. Höfundur er tónlistarmaður A lslandi hafa eftirfarandi hljómsveit- arverk eftir Carl Nielsen verið flutt af Sinf- óníuhljómsveit íslands, einu sinni eða oftar (frumfiutningsár innan sviga): Sinfónia nr. 2 „De Fire Temperamenter" (1958). Sinfónía nr. 5 (1962). Helíos forleikur (1964). Lftil svita fyrir strengi (1964). Sinfónía nr. 3 „Espansiva" (1965). Fiðlukonsert (1975). Sinfónía nr. 4 „Det Uudslukkelige" (1976). Flautukonsert (1984). Klarinettukonsert (1989). LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. OKTÓBER 1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.