Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1994, Blaðsíða 3
LESBdK ® H1B (H ® ® B13 0 m [S Œ10 [S Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Haustdagar í dag hefjast „Danskir haustdagar", menningar- vika í Reykjavík þar sem víða er komið við. Af því tilefni birtir Lesbók grein Auðar Leifs- dóttur um dönsku skáldkonuna Karen Blixen - sem Auður heldur síðar fyrirlestur um - og Ríkarður Örn Pálsson skrifar um danska tón- skáldið Cat'l Nielsen, sem verður kynntur á menningarvikunni. Veidrfálki Veiðar með fálkum voru eftirlætissport aðals- manna, prinsa og konunga í sumum Evrópu- löndum fyrir um 300 árum og sérstakir fálka- veiðimenn voru þá gerðir út, m.a. til íslands, þar sem lang verðmætasta og eftirsóttasta fálkann var að fá: Hvíta íslandsfálkann, sem nú er fyrir löngu útdauður. Jan Gerritsen, hollensksur blaðamaður, segir hér frá fálka- veiðum Jóhanns Moms á íslandi. Barentshaf Veiðar íslendinga í Barentshafi eru ekki nýtt fyrirbæri. Ásgeir Long var þar á nýsköpunar- togaranum Júlí sumarið 1949, hélt dagbók og tók myndir, sem hér sjást í fyrsta sinn opinber- lega. MATTHÍAS JOCHUMSSON Víg Snorra Sturlu- sonar Þyngdi í lofti þoka dimm. Þrútinn sat með ráðin grimm Gissur á dökkum gjarðaval, greiddi ferð í Reykholtsdal Myrk og ferleg flærðarrún faldaði nú hans ygglibrún. Grimmd og drambi, girnd og þrótt gneistuðu hvarmar þessa nótt. Skorti þó ei skraut né vit, skörungsbragð né fagran lit á við dýrast ættarval áa sinna úr Haukadal. Mál hans rann sem Ránar fjall, rómurinn blíður, hár og snjall. Gnóg var spekt og fræði fróð fólgin djúpt í hyggju sjóð. Gnógur studdi vegur og völd vélaráðum slunginn höld. Hugði hann nú á fé og frægð, fylkis treysti ríki og slægð, ættarlands síns æðstu völd ætlaði víst að fá í gjöld handa sér og sinni ætt, síðan gæti hann yfirbætt vélráð sín og verkin hörð við sinn guð og fósturjörð. Glæfraráða gegnum hjúp grillti hann ei það regindjúp, sem hann gróf og syni hans svalg og fæddi kúgun lands og sem brátt við blóð og morð blettaði sjálfs hans frægðarorð: Vera sverð og svipa Iands sýnast örlög þessa manns. Matthías Jochumsson (1835-1920), prestur í Odda en lengst af á Akureyri, var eitt helzta skáld rómantísku stefnunnar á íslandi, þar sem ættjörðin, náttúran og hetjur frá ýmsum tímum eru yrkisefni. Hann orti mikið af sálmum, tækifæris- og trúarljóðum. Kvæðið um víg Snorra er ekki meðal þeirra sem bezt eru þekkt eftir séra Matthías. B B Að liðsinna svo sem hægt er og láta Skaparann um hitt Kaíróráðstefnunni er lokið fyrir nokkru með sæmi- legu samkomulagi. Flestum er ljóst, einnig talsmönnum Páfagarðs ins og múhameðstrúar- manna, að draga þarf úr mannfjölguninni í heiminum ef ekki á að koma til vandræða. Sú ijölgun verður einkum í þriðja heiminum, þar sem skilningur á þeim málum er hvað minnstur og kunnátta og úrræði til að draga úr fjölguninni eru í lágmarki. Flestir munu sammála um að helsta ráðið til að draga úr henni sé aukin menntun og sjálfstæði kvenna, en úrræði í þá veru eru ekki fljót- fengin enda munu atvinnurekendur, þar sem fátæktin er mest og launin lægst, ekki setja menntun starfsfólks efst á óskalistann. Menn hafa gert mikið veður út af því að kaþólska kirkjan og islam standi gegn hvers- konar umbótum á þessu sviði, helst vegna íhaldssemi og þvergirðingsháttar, að því manni skilst af lítt grunduðum málflutningi þeirra sem aðrar skoðanir hafa. Það er ein- falt mál að standa frammi fyrir andstæð- ingi með hrópum og ásökunum og telja hann taka að sér hlutverk Satans, eins og tekið var til orða í DV 3. september. En vilji menn standa heiðarlega að málum kynna þeir sér rök þess sem aðra skoðun hefur, fyrst og fremst frá hans sjónarmiði, og taka síðan afstöðu. Ef menn gerðu það yfirleitt kæmust þeir oftast hjá því að við- hafa munnsöfnuð götustráka. Athugum nú hvað það var sem kaþólska kirkjan og islam settu á oddinn í deilunum við þá sem í meirihluta voru. Það voru fóst- ureyðingar. Þeir trúflokkar og mikill mann- fjöldi utan þeirra lítur á fóstureyðingu sem manndráp og því sé ekki hægt að fallast á þær sem „getnaðarvörn eftir á“. Konur í okkar heimsálfu segja gjaman að þær ráði yfir líkama sínum og það er alveg rétt. En þær réðu líka yfir honum þegar getnaður fór fram, hafí þeim ekki verið nauðgað, og með öllum þeim ráðum til getnaðarvarna sem nú eru tiltæk verður ekki séð að þessi röksemd sé veigamikil. Kaþólska kirkjan lítur svo á að nýtt líf hefji göngu sína um leið og getnaður hefur farið fram og það líf sé heilagt eins og allt annað líf. Frá því augnabliki sé mönnum skylt að vernda þetta nýja líf og styðja það þangað til það getur séð sér farborða á eig- in spýtur. Þetta er hið mikla ágreiningsatr- iði milli kirkjunnar og þeirra sem eru kenn- ingum hennar andstæðir. En hvað er fóstur? Mér sýnist að um tvennt sé að ræða. Annaðhvort er það sjálf- stætt líf, sem vex upp í skjóli móðurlíkam- ans, eða það er hluti af líkama móðurinnar. Ég sé ekki að um neinn þriðja möguleika sé að ræða. Sé fóstrið hluti af líkama móður- innar er vitanlega ekkert á móti því að fjar- lægja hann ef þörf er á. Sé það sjálfstætt líf á það heimtingu á allri þeirri vemd sem mannslífí ber frá tilurð til dánardags. Setjum nú svo að sæðisfruma og egg séu sameinuð í tilraunaglasi og hið nýja líf taki að þróast þar, frumurnar fari að skipta sér. Hvað er fóstrið þá? Enn er aðeins um tvo möguleika að ræða. Annaðhvort er það sjálfstætt líf á frumstigi eða — hluti af glasinu? Hvernig sem ég reyni að velta þessu fyr- ir mér sé ég ekki annað en fóstrið sé sjálf- stætt mannlegt líf frá getnaði sem eigi heimtingu á vernd foreldranna frá upphafí. Ég fæ ekki séð að neinn hafi heimild til að ráðast að því lífí og slökkva það frekar en menn hafa heimild til að taka annan mann af lífi og hafa reyndar minni afsökun því fullvaxinn maður gæti verið þeim til bölvun- ar og óþurftar og verið af því tagi að flest- ir væru fegnir að losna við hann. Við höfum bara ekki heimild til að slökkva mannlegt líf, hvort sem það er okkur til óþæginda eða ekki. Að vísu gætum við sagt svo að sumir foreldrar séu ekki færir um að ala upp börn, t.d. vegna eiturlyfjanéyslu, ólæknandi sjúk- dóms eða skorts á almennu siðgæði, svo að barn sem út af þeim fæddist væri dæmt til hins ömurlegasta lífs en það kemur út á eitt: Við megum ekki slökkva mannlegt líf. Höfum hugfast í því sambandi að til er fjöldi barnlausra hjóna sem fúslega vildu taka að sér umkomulaust barn. Eitt viðhorf hinnar taumlausu mannfjölg- unar blasir við okkur öllum í heimi þar sem fjarlægðir eru að verulegu leyti horfnar úr sögunni, en það eru fólksflutningarnir. Fjolgunin í hinum fátækari löndum, ásamt ótrúlegri kúgun og mannréttindabrotum, rekur fólkið á flótta þangað sem rýmra er um það og möguleikarnir á að vinna fyrir sér og sínum eru meiri. Fólksfjölgunin í iðnaðarlöndunum er tiltölulega lítil og þang- að flykkjast hópar innflytjenda með góðu eða illu því hvað gerir fólk ekki til að bjarga lífinu? Menn geta sagt sem svo að þeir verði að hefta þennan innflutning til þess að kom- ast ekki sjálfír niður á hungurstigið, en verður það hægt? Ég hef litla trú á því. Öllum er ljóst hvílíkur vandi er nú á ferð- um í heiminum: Hungur, sjúkdómar, eymd, mannréttindabrot og of mikill mannfjöldi. Við vitum að hægt væri að gefa hungruðu fólki að borða ef matvælum heimsins væri miðlað eftir þörfum, tekið væri af kúfum þeirra sem hafa óþarflega mikið, ef vopna- framleiðslu væri hætt og matvælafram- leiðsla væri aukin, ef hin ævagamla hugsjón um jöfnuð væri framkvæmd. Ég er þó hræddur um að langt verði í land með það. Það er einfalt mál að sitja á þægilegum skrifstofustól með tölvu fyrir framan sig og reikna út hvernig binda mætti endi á hungrið. Vandinn er bara sá að það verður ekki gert. Sumir verða ríkir áfram og sum- ir fátækir og sá vandi eykst eftir því sem mannfólkinu fjölgar, en að þeir ríku fyllist allt í einu mannkærleika og fari að deila eignum meðal fátækra, á því hef ég enga trú og þótt eitthvert nýtt stjórnkerfi verði boðið fram sem stefni að jöfnuði — á því hef ég ekki heldur neina trú. Heimurinn er ekki búinn að ná sér ennþá eftir síðustu tilraunina til þess. Því miður — það eru engin pottþétt ráð til. Það eina sem við getum gert er að reyn- ast þeim vel sem við getum liðsinnt og láta svo Skaparann um hitt. Við skulum að minnsta kosti ekki halda að við getum gert betur en hann og breytt þessu sköpunar- verki hans svo að úr því verði þúsundárarík- ið. Hver einstaklingur getur lagt sitt örsmáa lóð á vogina og því fleiri sem gera það þeim mun meiri von er'til þess að eitthvert lag komist á þennan afmyndaða heim. Að öllu þessu, og fleiru, athuguðu ætti öllum að vera sæmilega ljóst að fólksfjölgun- in er of mikil. En finnst þriðja heims þjóðun- um það? Það er alls ekki víst. Líklega finnst þeim að þar sem Evrópu- og Ameríkumenn hafi hagnast svo vel á ódýru framleiðsluvör- unum þeirra og vinnuaflinu að undanförnu að tími sé til kominn að þeir endurgreiði eitthvað af hagnaðinum, taki á framfæri einhveija af þeim sem ofaukið sé í heima- löndum sínum. Ég sé ekki að önnur og betri leið til auk- ins jafnvægis sé tiltæk en sú sem kaþólska kirkjan hefur bent á: Aukin menntun og hækkað menningarstig kvenna. Það hefur hingað til reynst óbrigðult í heiminum að því betur sem þeim málum er borgið, því betri gát hafa konurnar á því að fjölskyldu- stærð þeirra fari ekki fram úr öllu valdi. Að sjálfsögðu tekur sinn tíma að koma þeirri þróun til leiðar og menn verða áreiðanlega ekki allir ásáttir um þá leið en önnur betri er naumast tiltæk og áreiðanlega engin mannúðlegri. TORFI ÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBtAÐSINS 8. OKTÓBER 1994 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.