Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 5
Steinsladir í Öxnadal, þar sem Maurer gisti hjá systur Jónasar Hallgrímssonar. Samferða Maurer var annar þýzkur ferðabókarhöfundur, Winkler að nafni, og er koparstungan sem hér er birt eftir hann. Hólar í Hjaltadal um 1890, eða um 32 árum eftir að Maurer gisti þar hjá séra Benedikt „ríka“, sem átti ekki aðeins fágætt bókasafn, heldur flestar jarðir í Hjaltadal. Á myndinni sést „Nýjabær“ (ofanvert við kirkjuna) sem séra Benedikt Iét byggja yfir einkaerfingjann Jón, sem sólundaði síðar öllum eignunum. Hér er gamli bærinn orðinn all þreytulegur, en hann stóð á sama stað og biskupsgarð- urinn forðum. gnæfir Drangur, einkennilega mjór og odd- hvass klettur, en sagan segir að Grettir Ás- mundarson, uppáhaldshetja íslendinga, hafi klifið hann og skilið belti og hníf eftir uppi til sannindamerkis. Dálítið innar í dalnum er Þverbrekkunúpur, hin fegursta bergsnös, nefndur eftir bænum Þverbrekku. AUt þetta svæði líkist nrjög hádölunum í Tíról sem eru gamlir og góðir kunningjar mínir og að því leyti varð þetta þeim mun meira hrífandi fyrir mig. Reyndar höfðaði landslagið yfir- leitt mjög til mín. En til að láta sér líka að ferðast svona á hestum yfir fjallvegi þarf maður að vera nokkuð harður af sér og auk þess skapgóður, svona almennt. Þannig geta ferðafötin stundum orðið nokkuð rosaleg þannig að maður líði Önn fyrir þó broslegt geti verið. Eg brosti a.m.k. með sjálfum mér þegar ég heimsótti amtmanninn [Pétur Haf- stein á Möðruvöllum í Hörgárdal, föður Hannesar] í úlpu minni, með vaxborinn hatt, í snjáðum og óhreinum leðurbuxum og skít- ugum stígvélum og settist þannig að miðdeg- isbórðinu hjá konu hans. Ýmsum öðrum hefði þótt slíkt óbærilegt. Eftir að við höfðum riðið um stund kvaddi hinn góði umboðsmaður okkur loks. Skömmu síðar mætti ég stúdenti úr Reykjavík, Oddi Gíslasyni, og skiptist á orðum við hann um stund. Hann tjáði mér að Winkler væri ekki langt á undan mér. Ég náði honum við bæ- inn Geirhildargarð. Hann hafði verið á sveimi í fjallinu í þijá tíma og aflað nauðsynlegs efnis. Dálítið atvik ber að nefna sem átti eftir að sýna hve fólkið hér er strangheiðar- legt og er þetta dæmigert fyrir íslendinga. Winkler, sem er mikill neftóbaksmaður, tók eftir því þegar við komum í náttstað að hann hafði týnt neftóbaksdósunum sínum. En hann gat ekki sagt með vissu hvort hann hefði skilið þær eftir á Steinsstöðum eða misst þær á leiðinni. Hann taldi jafnvel ekki útilokað að þær hefðu orðið eftir á Akureyri. Um eftirgrennslan gat ekki verið að ræða úr þessu, Winkler varð að sætta sig við skað- ann, og áfram var haldið. En nokkrum mán- uðum síðar, þegar við vorum komnir aftur til Reykjavíkur, spurði Jón Guðmundsson mig hvort ég hefði nokkru týnt á leiðinni. Ég hugsaði mig um og sagði nei. En hafði Winkler týnt einhveiju? Ég mundi ekki eftir neinu. Þá sagði hann mér að til sín væru komnar tóbaksdósir með þeirri beiðni að þeim yrði komið í mínar hendur af því að við hefð- um senniiega týnt þeim. Nú mundi ég eftir þessu, og það kom í ljós að velviljaður vegfar- andi, sem hafði eins og við áð hjá Geirhildar- görðum, hefði fundið dósirnar í grasinu. Hann hafði spurst fyrir um það á bæ eftir bæ hvort nokkur kannaðist við þær, og Stef- án á Steinsstöðum hafði tekið þær í sína vörslu í þeirri réttu trú að þær tilheyrðu okkur. Og við fyrstu hentugleika sendi hann þennan litla grip yfir þvert landið! Frá Geirhildargörðum ríðum við áfram inn dalinn og förum framhjá bænum Fagranesi en skömmu síðar er farið yfír ána og haldið áfram á vinstri bakkanum. Fljótlega komum við að Gili, fremsta bænum í dalnum, og æjum þar til að seðja hungrið. Magnús Magn- ússon bóndi er ungur, dugandi og geðprúður maður sem gerði hvað hann gat til að gera okkur til hæfis. En hann er fátækur og því voru móttökurnar í samræmi við það. Og hreinlætið var ekki beint til fyrirmyndar. Okkur var borin mjólk, en þegar gestgjafinn tók eftir að hár hafði fallið í hana fór hann hiklaust með skítuga lúkuna ofan í mjólkina til að taka það upp. Við fengum skyr, en hornaspænirnir, sem sem borða átti það með, höfðu greinilega ekki verið þvegnir í mörg ár. Þarna var bæði kaffi og smjör en hvorki brauð né harðfiskur sem annars kem- ur oft í stað brauðsins. Ég var vanur þónokkr- um óhreinindum frá hinum strangtrúuðu nágrönnum í Tíról og gat því þolað þetta, þambaði mjólkina og át skyrið til að særa ekki Magnús blessaðan sem greinilega þótti leitt að geta ekki veitt okkur betur. Meira að segja gerði ég undantekningu og þáði staup af brennivíni til að sýna þessum velvilj- aða manni fullan sóma og spjallaði við hann eins glaðlega og ég gat á minni vondu ís- lensku. Þá komst ég að því að hann var ekki fjarskyldur prófessor Pétri Péturssyni í Reykjavík. Auk þess gladdi hann mig með því að skilnaði að hann hefði hitt marga útlendinga, Dani og Svía, Englendinga, Frakka og Hollendinga, en aldrei hefði hann náð eins góðu sambandi við neinn og mig; við Þjóðveijar hlytum að vera sérstaklega dugmikil þjóð. Auk Magnúsar sáum við á bænum annan bónda og eldri, ég held hann hafi heitið Einar, og Bakkasel var bærinn þar sem hann bjó. Maðurinn var dauðadrukk- inn, og hjákátlegt var að sitja undir forvitnis- legum og nærgöngulum spurningum hans. Með hlátrakviðum tókst okkur það, en ég nefni þetta vegna þess að það gerðist mjög sjaldan að við sæjum drukkinn bónda: miklu oftar drukkna presta. RÁÐLEGGINGAR TIL ÚTLENDRA FERÐAMANNA Mjög mikilvægt er að maður temji sér þær siðvenjur sem tíðkast í landinu þegar spurt er almæltra tíðinda. Með því að ferðalög eru fátíð og erfið, hefur frásögn hinna fáu ferða- langa eðlilega heilmikið gildi: hvaðan er hann, hver er hann, hjá hveijum var hann, hvern sá hann; um slíkt er nákvæmlega spurt. Ekki er síður mikilvægt að gesturinn greini frá öllu markverðu sem hann hefur séð, einn- ig verðlagi á vörum á þessum og þessum stað, veðurfari og þvíumlíku. Fólkið Ieggur mjög mikið upp úr því að slíkum spurningum sé svarað hiklaust og dæma verðleika gests síns eftir því. Því skal útlendingum ráðlagt að koma til móts við siði heimamanna í þess- um efnum og auk þess að festa sér vel í minni nöfn og föðurnöfn þess fólks sem þeir hitta, en það er ekki beinlínis auðvelt. Heim Að Hólum Eftir nærri tveggja tíma reið komum við um níuleytið um kvöldið til Hóla þar sem séra Benedikt Vigfússon situr, fullorðinn maður með prófastsnafnbót án þess þó að gegna störfum prófasts. Ég skal viðurkenna að ég var mjög spenntur að vita hvaða mót- tökur ég fengi hjá honum. Ég var löngu búinn að frétta að séra Benedikt væri rík- asti maðurinn á íslandi og ætti besta bóka- og handritasafnið. Mér hafði líka verið sagt að hann væri sérkennilegur og forn í háttum og stoltur, og alls ekki væri gott að nálgast hann. Auk þess var sagt að hann lægi á bókum sínum eins og ormur á gulli og ieyfði engum aðgang að þessum fjársjóði sínum. í Reykjavík hafði ég samviskusamlega orðið mér úti um allmörg meðmælabréf hjá virðing- armönnum, og nú átti að reyna á hvernig gengi. Kristján Kristjánsson sýslumaður í Hofsstaðaseli og. séra Stefán Björnsson í Viðvík, sá síðarnefndi bræðrungur við séra Benedikt og aðstoðarmaður hans í níu ár, höfðu fullvissað mig um að þrátt fyrir vana- lega tregðu myndi sá gamli sýna mér hand- ritasafnið sitt af því að hann hefði álit á mér. Ég setti von mína á þetta og beið þess sem verða vildi. Mjög formlegar reglur gilda um það þegar menn ber að garði á íslandi, og þá gildir einu hvort um er að ræða bændur, presta eða embættismenn. Riðið er í hlað og stigið af baki, og leiðsögumaður látinn beija að dyrum eða guða á glugga. Komi einhver annar en húsbóndinn til dyra er hann beðinn að segja húsbónda að gestur sé kominn sem vilji tala við hann. Svo er beðið á hlaðinu uns sá birtist sem um var spurt. Ekki er gengið inn fyrr en eftir að heilsað hefur ver- ið og formlega boðið í bæinn. í þetta sinn var séra Stefán sendiboðinn. Brátt birtist tignarlegur, hávaxinn maður, hærugrár og öruggur í fasi. Hann heilsaði mér með skyldu- kurteisi og bauð mér að ganga í bæinn. Það var ekki fyrr en inn var komið að ég var spurður hver ég væri. Þegar ég hafði sagt nafn mitt var spurt hvort ég væri sá sem skrifað hefði með málstað Islendinga gegn Danmörku. Þegar ég hafði svarað þessari spurningu var mér heilsað aftur og nú mun vinsamlegar. Brátt var farið að undirbúa dýrindis kvöldverð. Séra Stefán dró sig í hlé og ég var einn með prófastinum. Ég greindi honum frá að mig langaði að sjá gömlu dóm- kirkjuna, og hann lofaði að sýna mér hana daginn eftir. Ég tjáði honum að ég hefði heyrt af hinu mikla handritasafni hans og myndi mjög gjarnan vilja sjá eitthvað af því. Og ekki stóð á svarinu: „Það er guðvel- komið.“ Nú var mér borgið. Um kvöldið upplifði ég enn eina sérkenni- lega staðfestinu gamallar íslenskrar gestrisni hjá þessum æruverðuga höfðingja. Þegar mér var eftir kvöldverðinn vísað til herberg- is, sem var snoturt og búið öllum þægindum, heimtaði séra Benedikt að gömlum föðurleg- um sið að ég legðist til rekkju í nærveru hans, og ég þurfti að beita lagni til að fá þennan gamla og virðulega herra til að leyfa mér að fara sjálfur úr stígvélum og buxum. Og þrátt fyrir mótmæli var síðan að eldgöml- um sið farið með fötin, sem voru gegnblaut af regni og vatnareið, fram í eldhús til þerr- is. Og það var ekki fyrr en allt var komið fram, jafnvel sokkar og stígvél, að hinn gamli prófastur bauð mér hátíðlega góða nótt og fór. Þessi forni siður hefur sína kosti fyrir ferðalanginn. Hins vegar gelur hann verið. bagalegur þó að vinsamlegan gestgjafa geti ekki grunað það: Sá sem þarf að skrifa á nóttunni það sem hann hefur heyrt og séð að deginum — og þannig var ástatt um mig — hann neyðist til að sitja berfættur í níst- andi kulda nokkra klukkutíma, í þunnum náttfötum einum klæða. Síðari hluti birtist í næstu Lesbók. ERLING ÓLAFSSON Fegurðin og grimmdin Hann hugsaði oft um fegurð og grimmd pessa dagana læiðin lá um gróðurskrýddar hæðir og fjöllin spegluðust í tæru vatninu eins og í draumi eins og í martröð Og mánudagsmorgun stóð hann inni á kaffihússgólfi og horfði á fyrirsögn í dagblaði Blóðbaðið hann las um það hvernig torg hins himneska friðar var málað hjartablóði Hann hlustaði á raddir hefja sig til flugs samflugs tónaflugs Locus iste meðan regnið dansaði á rúðum flug eins og aldrei fyrr aldrei fyrr Hann horfði á Ijósmynd þar sem sýnd var nýjung íkínverskri matar- gerðarlist stappa mannabeina og reiðhjóla framborin að hætti skriðdreka Hann gekk um sali Munchs og horfði á myndir hryllings og unaðar öll þessi dánarbeð litir og stúlkurnar á brúnni á miðju gólfi sýndi gamall maður listir sínar ungum konum með svipu og staf svo viðeigandi á þessum stað svo eðlilegt Hann kom í skóg í rjóðri var tafla með nöfnum fórn- arlamba lengra inn í skóginum blöstu við grafir sem fórnarlömbin grófu sjálf þau grófu sína eigin gröf á meðan mýflugur réðust á þau fullar af heift og reiði eins og menn eins og mannvélar vélbyssuskothríð var eina tónlistin þá og nú _ Fegurðin og grimmdin Hann hugsaði oft um fegurð og grimmd þessa dagana Hann var kominn heim og horfði á trén í garðinum heima sveiflast til i golunni þetta var einn af fáum sólardögum sumarsins hann vaknaði oft upp af angistar- draumum því ætti hann að sleppa því færi ringulreiðin mesta fram hjá honum hann heyrði vélardrunur að ofan úr skýjum leit upp og grúfði sig niður vonaði að hann dreymdi (Júní, júlí 1989) Höfundur er sagnfræðingur og kennari Borgarnesi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1993 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.