Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1994, Blaðsíða 2
Hún og Kurt Schier unnu síðan að því úti í Múnchen að leita að afkomendum Maur- ers ef vera kynni að handrit að ferðasög- unni væri einhversstaðar fólgið hjá þeim. Eftir bendingu Kládíu hélt Kurt Schier á fund lögfræðings í Augsburg, sem reyndist vera sonarsonur Konrads Maurers. Niðri í kjallara í húsi hans fundust skókassar með handritum; þar á meðal var langþráð hand- rit með ferðalýsingunni frá íslandi. Handrit- ið er skrifað á 99 bækur, eða brotnar ark- ir, samtals 394 skrifaðar síður, en vélrituð nemur stærð ferðasögunnar 600 síðum. Ekki var auðhlaupið að því að lesa handrit- ið því Maurer hafði af einhverri ástæðu þann hátt á að skrifa örsmátt; svo smátt segir Kurt Schier að línuhæðin með línubili er vart meir en 2 millimetrar. Eftir því sem líður á verkið hefur skriftin orðið smærri. „Verkið skiptist í tvo hluta“, segir Kurt. „Fyrri hlutinn, „Ferð til íslands“, nær yfir 38 síður en síðari hlutinn, „Ferð um ís- land“, er alls 356 síður. Maurer byggir frá- sögnina upp í nákvæmri tímaröð, skipulega greinir hann dag fyrir dag frá reið sinni, viðkomustöðum og því fólki sem hann hitt- ir. Aðeins stöku sinn'um _er almennari upp- lýsingum skotið inn í. í miðri dagbókar- færslunni fyrir 10. september, gerist það að frásögnin rofnar skyndilega. Maurer er um það leyti kominn til Mosfells í Mosfells- sveit og hyggst ríða út á Kjalames áður en hann snýr aftur til Reykjavíkur. Að öllum líkindum hefur hann aldrei lokið við handrit- ið. Þó má gera ráð fyrir að ekki hafí vant- að mikið uppá að svo yrði, því förinni um ísland var þá að mestu lokið og vitað er að Maurer sigldi frá Reykjavík 16. október. Það er ljóst af breytingum rithandarinnar að Maurer hefur unnið lengi að handritinu. Það er fullvíst að hann studdist við dagbæk- ur sínar, en hann notfærði sér einnig margt annarra bóka; hann vitnar í íslendingasögur og Landnámabók og margháttaðar upplýs- ingar birtir hann, til dæmis um efnahag. Svo farið sé fljótt yfír sögu, var íslands- ferð Konrads Maurers þannig: Hann siglir frá Kaupmannahöfn 17. apríl með fyrsta skipinu sem hóf reglubundnar ferðir til ís- lands. Eftir skamma viðdvöl í Þórshöfn í Færeyjum og Leith í Skotlandi, kemur hann til Reykjavíkur 27. apríl. Hann dvelur þar til 20. júní og undirbýr ferðalag sitt um landið. Hann fer fyrst hina hefðbundnu ferðamannaleið um Þingvöll til Geysis, sem hann sér gjósa. Þaðan ríður hann suður í Skálholt og með nokkrum krókum austur að Odda, Bergþórshvoli og áfram að Skóg- um. Frá Eyvindarmúla í Fljótshlíð fer hann í ævintýralegan reiðtúr inn í Þórsmörk. Lengra heldur Maurer ekki austur á bóg- inn, en ríður nú vestur með viðkomu á Stóra- núpi í Gnúpverjahreppi. Um miðjan júlí leggur hann upp á Sprengisand, kemur að Ljósavatni og Goðafossi og síðan vestur í Eyjafjörð þar sem Grund og Munkaþverá eru viðkomustaðir. Aðeins staldrar hann einn dag á Akureyri, ríður áfram til vest- urs um Öxnadal til Skagafjarðar og undir lok mánaðarins kemur hann að Hólum. Þar dvelur hann í nokkra daga, en ríður að því búnu vestur um Hegranes, til Sauðárkróks og þaðan um Húnavatnssýslur allar götur vestur í Dali. Hann hefur viðkomu í Hjarðar- holti í Laxárdal; heldur þaðan áfram ferð sinni að Skarði á Skarðsströnd, þar sem hann hittir vin sinn, Guðbrand Vigfússon og saman sigla þeir til Flateyjar. Enn heldur Maurer áfram ferð sinni, nú vestur í Þorskafjörð. Eftir ýmsa aukakróka, til dæmis til Hrappseyjar og Stykkishólms, ríður hann suður til Borgarfjarðar og skoð- ar þar fyrst og fremst Borg á Mýrum. í septemberbyrjun er hann kominn að Surts- helli á leið til Reykholts. Þaðan liggur leið hans að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og áfram suður að Mosfelli, þar sem handritið endar. Þegar Maurer kemur á nýja staði, grein- ir hann yfírleitt fyrst frá þeim áhrifum sem hann verður fyrir af landslaginu og dregur upp landfræðilegt yfirlit. Þvínæst lýsir hann oftast landnáminu og þeim atburðum sem áttu sér stað á söguöld. Hann hefur augu og eyru opin og hlustar eftir því sem munn- leg geymd kann enn að segja um söguöld- ina, en er að jafnaði mjög tortrygginn gagn- vart slíkum frásögnum. Auk þess lætur hann oft greina sér frá aðstæðum líðandi stundar og upplýsir þá um íbúatölu, upp- skeru í landbúnaði og fleira. Maurer er gagnrýninn á samræmið milli sögutexta og staðhátta. Fyrir 130 árum var það þó ekki reglan. Þannig íhugar hann mjög ítarlega hvort för Flosa og manna hans frá Svínafelli til Bergþórshvols, beri saman við staðhætti; einnig hvað varðar Njálsbrennu, og er neikvæður gagnvart lýs- ingu sögunnar. Á ferðum sínum talar Maurer að sjálf- sögu íslenzku við landsmenn, en kvartar oft undan því, að hann tali þetta „allt ann- að en auðvelda mál“ illa, eða meira að segja að hann tali „viðurstyggilega íslenzku" (ein gráuliches Islándisch). Þeim mun leiknari er hann við lestur texta, og athugar gaum- gæfilega hvað sé ekki alíslenzkt, heldur danskt, að hans mati. Á ferð sinni um ísland safnaði Maurer þjóðsögum og gaf þær út síðar, árið 1860. Sú útgáfa átti, eftir því sem Maurer segir í bréfí til Jóns Sigurðssonar í desember 1859, að greiða fyrir umfangsmeiri útgáfu í Þýzkalandi á þjóðsögum Jóns Árnasonar. Eftir íslandsförina skrifaði hann í þýzk blöð um íslenzk málefni, t.d. „Stjórnarskrárbar- áttu íslands gegn Danmörku“. í hið víð- lesna og virta dagblað Allgemeine Zeitung skrifaði hann fjölda greina um íslenzk mál- efni, bókmenntaleg, sagnfræðileg og réttar- stöðuleg. Hann tók algerlega afstöðu með íslendingum og þá gegn Dönum og síðar kom þetta honum í koll. Hann hafði þá sótt um og talið víst að hann fengi prófess- orsstöðu við Kílarháskóla. Skólinn var und- ir danskri stjóm og í Kaupmannahöfn var Maurer „persona non grada“ vegna óvin- samlegra skrifa um Dani. Og stöðuna fékk hann ekki. Engu að síður var Konrad Maurer yfír- hlaðinn störfum.og loks fékk hann því fram- gengt árið 1867, að verksvið hans var tak- markað við norræna réttarsögu. Tveimur árum áður hafði hann verið kosinn félagi í Vísindaakademíunni í Bæjaralandi. Þegar á fyrsta fundinum eftir inngöngu sína, mælti hann með Jóni Sigurðsyni sem „bréf- legum félagsmanni" og fékk það sam- þykkt. Þessi einstæði íslandsvinur var alltaf vakandi og óþreytandi að vinna að hveiju því sem gæti orðið íslenzkum málaefnum til framdráttar. Kurt Schier er fæddur 1929 í Suður- Þýzkalandi og ólst upp í smáþorpi uppi í fjöllum. Eftir menntaskólanám i þeim þekkta bæ, Bayreuth, þar sem Niflunga- hringur Wagners er færður upp ár hvert, lá leið hans í háskólann í Múnchen. Þar innritaðist hann í germönsk fræði og hóf þá strax nám í fom-íslenzku. Jafnframt hafði hann mikinn áhuga á þjóðsögum og ævintýrum og þakkar það gömlum kennara sínum við skólann. Það var til þess að kynna sér íslenzkar þjóðsögur, svo og tungumálið, að Kurt Schi- er fór fyrst til Islands. Það var árið 1951. Hann komst í samband við dr. Brodda Jó- hannesson, sem útvegaði honum vist í Hró- arsdal á Hegranesi í Skagafírði. Kurt var þar í 8 vikur og fannst svo gott að vera á Islandi, að um haustið fór hann ekki heim. Þess í stað innritaðist hann í íslenzkar bók- menntir og sögu í Háskóla íslands og aðal- kennarar hans þar vom Einar Ólafur Sveins- son og Jón Jóhannesson. Og til þess að hin- ir fjárhagslegu endar næðu saman, réði hann sig í vinnu jafnframt náminu hjá O. Johnson & Kaaber. Það er ugglaust mest vegna þess- arar íslandsdvalar fyrir rúmum 40 árum, að Kurt Schier talar íslenzku reiprennandi; „þó ekki nærri eins vel og ég vildi“, segir hann og telur sig eitthvað hafa ryðgað síðan fyrir fjórum áratugum. „Því miður gat ég ekki verið lengur", segir Kurt...„ég hélt svo áfram námi í Múnc- hen; tók doktorspróf í þjóðfræði, norrænum bókmenntum og miðaldabókmenntum 1955. Að því búnu varð ég aðstoðarmaður við stofnun, sem heitir á þýzku „Institut fúr Nordische Philologie und Germanische Alt- ertumskunde". Samskonar stofnun er ekki til í öðrum, þýzkum háskólum. Doktorspróf hjá okkur er tvískipt. Fyrri doktorsritgerð mín var um það, hvernig ævintýri breytast í munnlegri merðferð. Síð- ari prófritgerðin var hinsvegar um Baldur og fjallar um hugsanlegt samband milli ger- manskrar goðafræði og annarra þjóða goða- fræði. „Ég lauk doktorsprófi 1971 og fimm árum síðar varð ég prófessor við háskólann í Múnchen, en næsta haust læt -ég af því embætti. Fyrir utan mig er þar annar pró- fessor og við erum með 200 stúdenta í nor- rænum fræðum. Við kennurti nútíma ís- lenzku og höfum til þess íslenzkan sendi- kennara. Þar að auki er kennd nútíma sænska, norska og danska. Nemendur geta valið um íslenzku eða Norðurlandamálin. Við viljum helzt að stúdentar læri eitt aðal- mál, en séu vel heima í fleirum. Auk þessa er kennd forn-íslenzka.“ GS. Sjá ennfremur kafla úr ferðabók Konrads Maurers á bls 4. Mynd: Ámi Elfar Fjölmyrðill Örleikrit eftir KJARTAN ÁRNASON Asviðinu er vel tilhöfð brosmild kona með míkrófón. Enn- fremur kvikmyndatökumað- ur og karl í krumpuðum jakkafötum. L: Hæ þetta er á Fréttastöðinni — stöðinni sem skapar fréttirnar! Það er Linda Wendý sem talar í beinni útsend- ingu. (Hún gengur á undan kvik- myndatökumanninum, horfir í mynda- vélina og bendir kringum sig.) Það var hér á þessum stað sem Öm Hængs- son, atvinnu leysingi, kennitala 170644-1999, ókvæntur og barnlaus, búsettur hjá aldraðri rnóður sinni sem enn hefur ekki frétt af örlögum sonar síns en er vonandi að horfa á okkur núna, já það var semsagt hér sem Hængur eða Örn sem mamma hans er vonandi að horfa, fannst liggjandi í blóði sínu nú rétt í þessu. Það var ekkert lífsmark með honum, jafnvel ekki þegar við kynntum okkur og sögð- umst vera frá Fréttastöðinni. Ef móðir hans er að horfa votta ég henni mínar innilegustu samúðaróskir. Leiðinlegt að hann skyldi . .. (hún staðnæmist hjá karlinum íjakkafötunum) já en hjá mér er Harrý Högnason yfirrannsókn- arlögreglumaður, Harrý hvað er langt síðan þetta gerðist? H: Svona hálftími sirka. L: Og hvenær komuð þið á staðinn? H: Við komum bara rétt á eftir ykk- ur. L: Var hinn látni látinn þegar þið komuð á staðinn? H: Já hann var það. L: Er ljóst hvernig dauði hans barst á hendur? H: Ekki á þessu stigi nei. L: Er grunur um að honum hafi verið ... asso að hann hafi verið myrt- ur? H: Það eru vissar grunsemdir um það já. L: Hefur nokkur verið handtekinn vegna þessa máls? H: Ekki enn. L: Nokkur grunaður um verknaðinn? H: Á þessu stigi eru allir grunaðir. L: Hefur morðvopnið fundisí? H: Það hefur ekki gert það ennþá nei. L: Gæti það kannski verið þetta hér? Hún réttir fram blóðugan gaffal. H: Heyrðu! Það gæti nú bara hugs- ast. Hvar fékkstu þetta? L: Þetta stóð bara svona útúr bakinu á honum þegar ég kom og .. . H: Þakka þér vina (tekur við gafflin- um), ég ætla að láta strákana kíkja á þetta. (Talar í míkrófóninn, horfir í myndavélina:) Rannsókninni miðar vel áfram og við búumst við að geta fram- kvæmt fyrstu handtökur fljótlega (hann lítur á úrið), þó ekki fyrren eft- ir mat. L: Harry Högnason yfirransknlögl- umðr þakka þér fyrir. (Brosir í mynda- vélina.) Nú við höldum áfram að fylgj- ast með hér á vettvangi og komum inn í útsendingu um leið og eitthvað nýtt gerist. Strákarnir heima í stúdíói ætla að smella á skjáinn syrpu af íþrótta- myndum á meðan en Örn eða Hængur var víst mikill íþróttaunnandi í lifandi lífí. Síðan auglýsingar. Svo er Ronný að reyna að hafa uppá móður hins myrta í einkaviðtal við Fréttastöðina. Ekki meira í bili. Það er Linda Wendý sem talar, farið ekki langt! Hún veifar brosandi. Tjaldið. Höfundur er rithöfundur í Kópavogi. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.