Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 10
Hrolleifur mikli og laxinn í Bræðraá Skagafjarðardalimir em margir. Sumir ná langt inn í hálendið, misjafnlega grösugir, mismun- andi mikið undirlendi og þar eftir fór hversu margir tóku sér bólfestu í dölum þessum. Hver einn dalur á sína á, er rennur og liðast til sjáv- Saga og samtíð verða ekki sundur skilin. Á meðan reynt er að ná vænum lax úr Bræðraá í net rifjast upp sagan um ójafnaðarmanninn Hrolleif, sem var svo gæfusnauður að hann banaði velgjörðarmanni sínum. Eftir SVAN GEIRDAL ar. Sumar eru straumharðar, aðrar líða með lygnum straumi, miskvikar af lífi. Frásögn sú er ég hér færi í letur, með ívafí, gerist á sólbjörtum degi sumarið ’51 í dal þeim er Hrolleifsdalur nefnist. Hrolleifsdalur gengur suðaustur í Skaga- ijarðarhálendið norðan við Höfðaströndina. Ain í dalnum nefnist í dag Bræðraá. En í Grettissögu er taiað um Breiðá, og á dögum Hrolleifs hét hún Hroileifsá. En hver var Hrolleifur er nefndur var hinn mikli? Hann var bróðursonur Sæmundar er nam Sæ- mundarhlíð í Skagafírði, hinn mætasti mað- ur. Er Hrolleifur kom til landsins ásamt móður sinni leitaði hann ásjár Sæmundar um bólfestu. Það orð fór af Hrolleifí og móður hans að þau væru lítt við alþýðuskap og kæmu sér yfirleitt illa. Það var því með hálfum huga að Sæmundur sendi Hroileif til Höfða-Þórðar er bjó að Höfða á Höfða- strönd, en þeir Þórður voru góðir vinir en jafnframt bað Sæmundur Hrolleif þess lengstra orða að reyna að halda frið við sveitunga sína. Hrolleifur vildi engu um það lofa. Höfða-Þórður er nam land á milli Una- dalsár og Hrolleifsár, Höfðaströndina, leyfði Hrolleifí búsetu í Hrolleifsdal og byggði hann þar bæ sinn, sem talinn er að hafí heitið Þverá við mynni Þverárdals er gengur til suðurs í íjailið. Segir nú ekki frekar frá Hrolleifí í bili. Áin Hrolleifsá er breið og nokkuð vatnsmikil, straumlítil, lygn og tær. Nokkur veiði hafði verið í ánni áður fyrr, iax og silungur, en á þeim tíma er saga þessi gerist datt fáum í hug að svipast um eftir físki í ánni. Var talið að minkur hefð- ist við frammi í dalnum og gæti það verið ástæðan fyrir hversu tók fyrir veiði. Bærinn Bræðraá er í mynni dalsins og það var það- an sem að tveir piltar, sögumaður 15 ára og hinn 19 ára kallaður Daddi, fóru í þá ferð í landnámi Hrolleifs hins mikla, er átti eftir að verða þeim minnisstæð. Þó var þetta ferð án fyrirheits. Erindi okkar eða ástæða til ferðarinnar var að smala kindum er höfðu gerst of nærgöngular við heimahaga og reka þær fram í dalinn. Það var sólskin og heitt í veðri, enda júlímánuður og fannst okkur þetta kærkomin tilbreyting, smáhvíld frá heyskapnum. Er við höfðum smalað kindun- um þá var létt verk að reka þær fram dal- inn því að þær fetuðu sínar fornu götur, sjálfsagt aldagamlar, enda orðnar að djúp- um skorningum. Öðru hvoru lá fjárgatan á árbakkanum og þá var að sjálfsögðu rýnt eftir einhveiju kviku því mér fannst það með ólíkindum ef ekki væri til að dreifa nokkrum silungslontum. Þijú eyðibýli voru talin vera í dalnum. Kráksstaðir, Geirmund- arhóll og Þverá þar sem Hrolleifur bjó. Við vorum orðnir þyrstir og sveittir. Fengum okkur að drekka úr lækjarsytrum og er við komum að kumli Þverár ákváðum við að fá okkur smáhvíld. Ég lét hugann reika þúsund ár til baka, til þess tíma er Hrolleif- ur byggði hér bæ. Ekki er minnst á að Hrolleifur hefði hjú sér til aðstoðar. Aðeins móðir hans, öldruð sá um heimilið og því kom að því fljótlega að Hroileifur fór að líta í kringum sig eftir konuefni. Vandi hann komur sínar á bæ Una í Unadal og gerði sér dælt við Hróðnýju dóttur hans. Hvimleiðar fundust Una þessar heimsóknir Hrolleifs og er að því kom að Hrolleifur bað Una að gefa sér Hróðnýju fyrir konu svaraði Uni því til að hann teldi Hrolleif ekki gæfusamlegan sem tengdason „en dóttir mín er eigi ógiftusamleg kona og mun ég synja þér ráðsins". Hrolleifur svaraði: „Hún skal þá vera frilla mín og er henni þó fullkosta.“ Þessu reiddist Hrolleifur mjög og ekki lét hann af heimsóknum sínum til Hróðnýjar. Er talið að hann hafí farið upp úr Þverárdalnum yfír fjallið og er það tiltölulega stutt leið og greiðfær. En þetta tilhugalíf Hrolleifs fékk þann endi, að þegar Una og syni hans Oddi þótti nóg komið, varð það að ráði að Oddur veitti Hrolleifí fyrirsát á fjallinu við fímmta mann, en þeirra viðskiptum lauk svo að Hrolleifur drap Odd og tvo aðra. Og nú var Hrolleifur sem oftar í vondum málum. Varð hann að flýja dalinn sinn og leita á náðir frænda í Sæmundarhlíðinni. En Uni tók bæ hans og búslóð í sonarbætur ásamt því að Hrolleifur var gerður „héraðs- sekur svo víða sem vötn féllu til Skagafjarð- ar“. Mér varð litið til árinnar. Þarna rann hún eins og hún hafði gert um aldir, tær, djúp, lygn og einstaklega hljóðlát. Lygn streymir Don, varð mér á að mæla upphátt. Daddi leit til mín og hváði. Sérðu hvað áin er falleg þar sem hún sker græna bakka sína, sagði ég og bætti við, með sín þijú nöfn og enginn hefur spurt hveiju nafnanna hún vildi helst ganga und- ir. Það er ekki nóg að hún sé falleg ásýnd- um, þegar ekkert veiðist í henni, en þetta hefur varla verið „Death river“ á dögum Hrolleifs, sagði Daddi og stóð á fætur og bætti við, við ættum að halda áfram, mér sýnist hópurinn vera farinn að hægja á sér. Já, örugglega hefur Hrolleifur veitt í ánni, þetta var dugnaðarmaður og hið mesta hörkutól, sagði ég. Þú sérð þama Hrolleifshöfðann niður við sjóinn. Þar geymdi hann sauði sína og sag- an segir að til skamms tíma hafi mátt sjá móta fyrir upphækkuðum vegi eða garði niður eftir dalnum og fram í höfðann og hafi Hrolleifur farið eftir honum er hann vitjaði sauða sinna, enda komið sér vel þar sem þetta er með snjóþyngri byggðarlögum. Einnig hef ég heyrt talað um að til skamms tíma hafí sést móta fyrir leifum af mann- virki, er Hrolleifur á að hafa hlaðið og það kallað Hrolleifsvirki. Þetta er allt tómt kjaft- æði, sagði Daddi. Ja, hann hefur nú ekki verið kallaður Hrolleifur hinn mikli fyrir ekki neitt, sagði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.