Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1992, Blaðsíða 2
ANNA MARÍA JÓNSDÓTTIR Ferðalag um lífið / einlægrí trú við fetum okkur áfram á lífsins grýttu braut vonum eilífíega að um okkur sé farið mjúkum höndum í blindrí trú þreifum okkur áfram á lífsins bugðóttu leið treystum stöðugt að hver hrösun sé sú síðasta í hæfílegrí trú tökumst á við duttlunga lífsins lærum að þekkja hvassa odda þýðar öldur vitum að ganga um stórbrotið landslag er margbrotin aldrei eins Bið mannsins Maður stendur í skugga sígandi vona Bíður eftir björtu vorinu bærír ekki á sér Andsnúið umhverfí eysyfírhann aur skilur ekki tilkomu efans mikilvægi vorkomunnar Maður skimar til sólar svíðandi augum Heldur að sér höndum hefur ennþá trú Skilningsvana samfélag sendir illt auga ViII ekkert vita um vanbúnað annarra Maður hvílist í húsasundi hreyfíst ekki meir Augun starahdi af angist Vorið kom of seint... Höfundur er nemi í Kennaraháskóla íslands. GUÐJÓN SVEINSSON Börnin í Sarajevo Meðan byssumar gelta gráta börnin í Sarajevó blóð þeirra fellur yfír heimsbyggðina — vaka hvalajóð. Meðan Ieiðtogar funda um frelsið eru bömin bútuð í Sarajevó. — leika hvalajóð. Meðan lýðirnir horfa á imbann kaffærír kúlnahríðin í Sarajevó orð mannssonarins: — Leyfíð börnunum að koma til mín ... —- sofa hvalajóð. Höfundur býr á Breiðdalsvík. KARLUNGA R OG KONUN GSVELDI Karlamagnús saga ok kappa hans“ gefin út af Unger, Kristiania 1860. Þetta er safn þýðinga, frásagnir sem eiga sér upphaf í frönskum söguljóðum „chansons de geste“, nokkur hluti er úr latneskum heimildum. Handrit sögunnar eru tvö íslensk handrit frá því um 1400 og tvö pappírshandrit frá lokum 17. aldar. Karl mikli var fyrirmynd annarra kon- unga í Evrópu og því var unnið að þýðing- um söguljóða og sagna um hann við hirð Hákonar Hákonarsonar og þaðan mun ísl. gerðin eða gerðimar vera runnar að Karla- magnús sögu. Rekja má þýðingamar til nokkurra frumheimilda, en aðrar frum- heimildir em glataðar. Þetta er eitt dæmið um varðveislu miðaldabókverka og saman- tekt þeirra hér á landi. Rollant og aðrir kappar svo sem Olgeir danski koma við sögu og síðan vom ortar rímur um vinsæl- ustu sögurpersónurhar og þannig héldust miðaldahugmyndir í íslenskri meðvitund langt fram eftir öldum. Sú bókagerðariðja sem stunduð var hér á miðöldum líklega einstök í veröldinni þá. Allar miðaldir vom skrifaðar upp bækur eða framsamdar og með þessu móti varð- veittist saga þjóðarinnar og einnig hluti sögu nágrannaþjóðanna. Bókagerðarstarf- ið við hirð Hákonar Hákonarsonar hefur orðið hvatning til bókagerðar og hingað var leitað þegar skrifa þurfti konungaævir norskra konunga. Og bókagerðin hélst áfram allar aldir og nú á dögum er hvergi í heiminum gefíð út slíkt magn bóka. Þegar leitað er kveikjunnar að íslenskri bókagerð og söguritun virðist frumkveikj- an vera meðal Engilsaxa og í ríkjum Karl- unga á meginlandi Evrópu. Menningar- heild og pólitísk heild tekur að mótast á meginlandi Evrópu á dögum konungsætta þeirra sem runnar em frá Karli mikla og hefst með mótun ríkis hans. Pierre Riché prófessor í miðaldafræðum í Paris skrifar ritið: „Die Karolinger. Eine Familie formt Europa“ dtv. þýsk þýðing 1991. Saga Evrópu á sér ekki upphaf í stofnun hins heilaga rómverska ríkis þý- skra þjóða né heldur í útþenslu Vestur-Evr- ópu á hámiðöldum, heldur er vísinn og upphafíð að fínna í ríki Karls mikla og eftirmanna hans. Ritið er því öðmm þræði ættarsaga Karlunga og sambandsliða þeirra. Forfeður ættarinnar unnu að því að ná völdum yfír Gallíu, og síðan á dögum Karlunga, að ná undir sig meginhluta Evrópu. Þetta kemur heim og saman við ætthelgina og stigveldið sem mótaðist ein- mitt á þeim öldum sem hér um ræðir. Höfundurinn rekur ættarsöguna frá uppkomu ættarinnar í vesturhlutum Þýskalands (Austrien) til Karls Martels á 7. til 8. öld. Karl Martell réð Frankaríki frá 714 til 741. Fyrir þá daga og ekki síst á 6. öldinni varð menningarhrun í Evrópu, ekkert samtengjandi ríkisvald kom í stað Rómaríkis. Rómaníseraði hluti Evrópu sundraðist, en á 7. öldinni hefst endursköp- un Evrópu og um daga Karlunga var Rómaríki fyrirmynd þeirrar pólitísku stefnu sem Karlungar leituðust við að framfylgja, sem var öðmm þræði endur- reisn Rómaríkis undir frankverskum yfír- ráðum. Löndin umhverfis Miðjarðarhaf voru miðstöðvar menningarinnar fram til láts Justiníanusar I. (565). Hann hafði endur- unnið lönd .Rómveija í Norður-Afríku og unnið sigra á Gotum á Ítalíu. En þremur ámm eftir lát hans höfðu Langbarðar unnið ríki hans á Ítaíu. Langbarðar stofn- uðu ríki á Norður-Ítalíu og völd keisarans í Austur- rómverska ríkinu hrundu á öðrum svæðum skagans. Gregoríus mikli páfí 590 Karl mikli á peningi sem sleginn var eftir 804. - 604 skrifar um hrun ríkisins og það ligg- ur nærri að hann álíti, eins og svo margir um þetta leyti, að heimslok séu hafín. Munurinn á hans tímum og fyrri timum var hrikalegur. Hver á að fylla sæti Róm- ar? spyr hann. Á 7. öld missti Austur-rómverska ríkið Norður-Afríku í hendur araba og síðan hefst sigurför serkja um Spán og menn- ingaríki vestur-gota fellur. Höfundurinn rekur sögu árásarþjóða að austan og stöð- uga baráttu Byzanz-ríkisins fyrir tilvera sinni og hvemig Róm og Konstantínópel fjarlægðust og Róm hóf nýtt landnám um vestur- og norðurhluta Evrópu með kristn- inni og rómverskum rétti, en það hvort tveggDa varð grundvöllur ríkis Karlunga og síðar þjóðríkja Evrópu. Innrás araba var stöðvuð af Karli Martell og þar var Evrópu bjargað undan islömskum trúar- brögðum, sem hefðu fært þjóðir Evrópu undir stöðluð áhrif islamskra stjómarhátta og kyrkt allan vísi að þeirri menningu sem kallast vestræn menning, en einkenni hennar era fmmleiki, andleg fmmkvæði og vídd og fjölbreytileiki. Ríki Karlunga skiptist í Verdun 843 og seint á 9. öld er draumurinn um heildar keisararíki allur í bili. Hið heilaga róm- verska ríki þýskra þjóða var tilraun til endurvakningar. í lokaköflum ritsins er fjalað um konungshugmyndina og menn- ingu Evrópu þegar líður að lokum fyrsta árþúsunds. Kirkjan var skipulög;ð og form- uð hvað snerti veraldleg umsvif af Karl- 'ungum. Á dögum Karls mikla var hirðin gerð að menningarmiðstöð ekki ósvipuð klaustranum. Búskaparhættir tóku mikl- um framfömm, allt skipulag ræktunarinn- ar varð fastara í sniðum og fjölbreytileiki í búskapargreinum jókst. Konungar ráku stórbú vítt um land, og klaustrabúin urðu mörg hver fyrirmyndarbúin á þessum tím- um. Grandvallaratvinnuvegurinn var land- búnaður og þegar fólki fjölgaði þurfti meiri framleiðslu, svo að talsvert var um að stofnað væri til búskapar á svæðum sem höfðu áður ekki verið nýtt, ýmis klaustur stofnuðu útibú og þannig jókst byggðin hægt og sígandi. Konungsvald og kristni voru samtvinnuð, trú, lög og vald, og með aukinni kunnáttu í Róma- rétti og aðlögun hans að aðstæðum á hveij- um tíma og stað varð stigveldið ríkjandi og hver stétt hafði sinn rétt og skyldur. Samkvæmt germönskum kenningum um konungsveldið fylgdi hamingja konungs- ættinni, konungurinn var ábyrgur fyrir velfarnaði ríkisins, honum ber að tryggja árgæsku og frið og halda lögin (Einar Pálsson hefur fjallað um konungsveldið, þ.e. goðaveldið hér á landi í heiðni, í bók sinni „Alþingi hið forna“ „Mímir 1991. Þar telur hann að goðinn hafí verið prest- ur og valdsmaður í senn. „Hann var miðl- ari milli manna og æðri máttarvalda“). Riché telur að mervíkingar hafi litið á hlut- verk konunga á svipaðan hátt og Einar Pálsson heldur fram samkvæmt rannsókn- um á íslenskum heimildum og táknmáli miðalda, tölvísinni. Frá árinu 751 var verðandi Frakkakon- ungur smurður, þ.e. vígður með sakra- menti til konungdóms. Vígslan tengdi kon- ungsveldi og kristni og kirkju. Hann varð „imago Dei“ ímynd Krists, „nýr Kristur“. Konungurinn var friðhelgur, móðganir og árásir á hann og fjölskyldu hans voru dauðasyndir. Karl mikli nefndi sig sem konung „nýjan Davíð“ og einnig „nýjan Jósúa“, eftir þeim konungi Gamla testa- mentisins, sem endurreisti musterið og endurnýjaði sáttmála Móse, skipaði aftur æðstaprest og endumýjaði helgisiðina. Jósúa varð hin mikla konungsfyrirmynd Karls mikla. „Honum bar skylda til þess að halda þegnum ríkis síns við sanna trú, ríkis, sem honum var falið til varðveislu af Guði almáttugum." í Achen reis hið nýja musteri. Helgisiðimir við smurninguna vom sótt- ir í Gamla Testamentið og táknin sömuleið- is, konungstáknin. Og þjóðin var Guðs útvalda þjóð eins og Israelslýður. Rit Riché er ítarleg saga Karlunga og um uppkomu og sundmngu ríkis þeirra en Karlungaríkið varð fyrirmynd konungs- rikja á miðöldum í Evrópu. Um nánara inntak og útlistun konungsveldisins þá og síðar fjallar lykilritið „Die Zwei Körper des Königs" „The Kings Two Bodies" Eine Studie zur politischen Theologie des Mittel- alters eftir Emst H. Kantorowicz. dtv. 1990. Ernst H. Kantorowicz er fæddur í Pos- en, hvarf frá Þýskalandi 1938 til Englands og síðar til Bandaríkjanna þar sem hann hóf störf við háskóla, var áður prófessor í miðaldasögu við háskólann í Frankfurt. Rit hans „The Kings two Bodies" kom út í Bandaríkjunum hjá Princeton 1957 og hefur oft verið endurprentað. Þessi útgáfa er fyrsta þýska útgáfa ritsins. Titillinn að ritinu er fenginn frá lögfræðingum ensku hirðarinnar á dögum Elisabethar I. Sam- kvæmt lagaskýringum þeirra var líkami konungs í senn náttúralegur og dauðlegur og einnig yfírnáttúrulegur, sambærilegur við líkami englanna og deyr því aldrei. Höfundurinn rekur forsendumar fyrir lagaskýringunni til kenninga miðaldaguð- fræðinga og lögfræðinga um konungdæm- ið og eðli þess, andlegt eðli þess: Konung- urinn er fulltrúi Krists hér á jörðu og er jafnframt hluti líkama hans sem hluti Guðs og manns, frá honum er ríkið og rétturinn sem flyst yfír á konungdóminn. Rannsóknin leiðir beint í guðfræði miðalda og guðfræðilegar og lögfræðilegar skýr- ingar og útlistanir falla saman í kenning- unum sem augljóst má vera af sögu mið- alda, helgisiðum og listum. Af þessu leiðir að ritið fjallar einnig um réttlætingu stjómarhátta og stofnajja ríkisvaldsins. Rit þetta er náma og miðaldasagan verður ekki stunduð til neinnar hlítar nema með lestri þessa rits. Tilvitnanir og bókfræðitil- vísanir em í rauninni vart teljanlegar. Myndir fylgja. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON. Leiðrétting I lok síðari greinar Davíðs Erlingsson- ar, dósents, um vandræði kirkjunnar, sem bar yfirskriftina: „Hyrningarstein- ar sem duga ekki“, og birtist í Lesbók 4. júlí sl., urðu þau mistök að helming- urinn af síðustu setningunni féll niður. Rétt er hún þannig: Ef til vi]I bendir það okkur til einhvers um það, á hvern hátt leysast muni fram úr vandræðum trúarbragðastofnana í framtíðinni. Eru höfundur og lesendur beðnir velvirðingar á þessu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.