Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 9
28. SEPTEMBER 1991 Frá fjallaslóðum Himalaya í Nepal. Filipus með Tamang-fólki í Himalaya- fjöllum. Tveir karlar af Tamang-þjóðflokki í Nepal. Himalaya, Sahara og Fiallabaksleið Hvað gefur jóla- og nýársferð til búddatrúar- lands? k Sjayambunat, tíbönsk stúpa. Philippe Patay hét maðurinn áður og er franskur að upp- runa. Nú er hann íslenski ríkis- borgarinn Filipus Pétursson sem á og rekur ferðaskrifstof- una „Islenskar fjallaferðir“ og auglýsir Himalayalönd og Fjallabaksleið í sömu setningu. — Hvernig tengir Filipus ísland við Himalayalöndin? „Þegar ég fékk íslenskan ríkis- borgararétt fór ég með íslenska fánann upp á tindinn „Island Peak“ á landamærum Tíbets og Nepals, við Himalayafjöll og kom honum þar fyrir. Eg vildi tengja þessi sérstæðu fjallalönd saman með ferðalögum. Á „verksmiðju“ og „togara“ Hér heima á íslandi stofnaði ég ferðaskrifstofuna íslenskar fjallaferðir árið 1985. Og þegar ég varð leiður á að bíða eftir frönskum ferðamönnum til ís- lands, stofnaði ég Comptoir d’Is- lande úti í Frakklandi. Islenskar fjallaferðir er „verksmiðjan" okk- ar hér, en Comptoir d’Islande „togarinn" okkar úti sem á að „vejða“ ferðamenn til íslands. Eg er búinn að skipuleggja um 40 ferðir til Kenýa, Tíbet, Ind- lands, Sahara og Nepals. Áður var ég í þessum ferðum um 5 mánuði yfir veturinn. En núna á ég íslenska fjölskyldu og get ekki verið eins mikið fjarverandi. Ég vil samt ekki festast í skammdeg- inu hérna og fer því í gamla starf- ið mitt að hluta aftur. Mig langar mikið til að kynna þessi lönd fyr- ir Islendingum alveg eins og Fjallabaksleið. Jóla- og nýársferð til Nepal — Hvers vegna jólaferð til Búddatrúarlands? „Á íslandi er auðvelt líf og margir eru á viliigötum," segir Filipus. „Og við erum alltaf að fjarlægast náttúruna eins og aðr- ar Vesturlandaþjóðir. Því hættir okkur til að gleyma hvað plánetan er stór og lífsbaráttan hörð í mörgum þjóðlöndum. Það er gott fyrir íslendinga að komast í tengsl við ein'lægt og stolt fólk sem er ennþá í nánum tengslum við náttúruna, eins og Nepalbúar sem afneita vestrænni menningu. I raun miklu auðveld- ara fyrir Islendinga að kynnast fólki þar heldur en t.d. Frökkum. Þessir fjallabúar eru mikið í heimspekilegum hugleiðingum sem fellur vel að hugsunarhætti margra Islendinga sem vilja gjarnan kynnast Búddisma nánar. En til þess gefst tækifæri í þess- ari ferð. Þjóðlíf i Nepal er eins og á miðöldum. Alls staðar má sjá fólk með holdsveiki. Spegilmynd af íslensku þjóðfélagi fyrr á öldum. íslendingar eru dálítið hræddir við skítinn. Auðvitað er skítugt, en á móti kemur geysilega litríkt og áhugavert mannlíf. — Hvað er mikilvægast? Á Vesturlöndum er allt sótt- hreinsað og pakkað inn í plastum- búðir. Við borðum sjaldan beinar náttúruafurðir eins og fólkið þarna. Við eigum allt, en samt vantar okkur eitthvað í mannleg- um samskiptum sem við getum fundið hjá þessu fátæka fólks. Auðvitað eru Nepalbúar bláskín- andi fátækir og það er auðvelt að deyja þarna. En óvíða er betra samband milli manna. Ef þú eign- ast vin í Nepal gleymir hann þér Gurung-krakkar í fjallaþorpi í Nepal. Kona breiðir úr hrísgrjónum á götu í Kathmandu. aldrei, en bíður eftir að þú komir aftur — allt sitt líf. Kveðjan Nam- asti, „vertu velkomin", hljómar alsstaðar á móti þér í Nepal. Hugsunarháttur ís- lendinga er að breytast í sambandi við ferðalög. Áður stefndu allir að- eins á sólarferðir. Nú vilja fleiri og fleiri kom- ast á mjög framandi slóðir, eins og til Nep- als. I fyrra fór ég með íslendingahóp á úlföldum yfir Sahara-eyðimörk og þeir voru mjög ánægðir. Islendingar eru tilbúnir í allt á ferðalögum. Þeir vilja hjálpa til og skemmta sér saman. Ekki eins og margar þjóðir sem hugsa fyrst og fremst um að fá góða þjónustu. Ég vil ráðleggja öllum sem hyggja á ferðir til þessara fram- andi landa að vera vandlátir í ferðavali. Ferðaúrvalið er mikið og það finnast ferðaskrifstofur sem flytja ferðamenn í alltof stór- um hópum á þessar slóðir. Umgangist villtu dýrin með varúð í Kenýa eru a.m.k. 30 ferða- menn drepnir árlega, vegna þess að þeir hætta sér of nálægt dýrun- um og eftirlit er ekki nægilega gott. Um þetta er lítið talað. Kannski sjáið þið ósköp sætt ljón sofandi sem ykkur langar til að læðast að og mynda. En þetta sakleysislega dýr er stórhættu- legt, getur stokkið skyndilega upp og drepið þig. Eins eru vísundar mjög varasámir. Margir saman í hóp eru ekki hættulegir, en einir saman eru þeir lúmskir og með mikið drápseðli og hætta yfirleitt ekki fyrr en þeir ná feng sínum.“ Jólaferðin er frá 13. desember til 5. janúar. Hámark þátttak- enda 10-12. Verð kr. 180.000. Oddný Sv. Björgvins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.