Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1991, Blaðsíða 7
'gasta Skageamálverkið. - af honum sjálfum á göngutúr með konu sinni. munninn færðu er ég segi frá að við fáum ostrur í hvern morgunmat, ferskar úr söltum sjó. Ég verð að stríða þér fyrir að þú hafi látið læsa þig inn á svört híbýli listaakadem- íunnar, í staðinn fyrir að koma hingað í þetta frjálsa líf á sléttlendinu," skrifaði Michael Ancher til Viggo Johansen. Kröyer dvaldist lengi við listnám í París. Hann heyrði fyrst talað um Skagen á lista- fundi í París, þar sem voni mættir rithöfund- urinn Strindberg, Christian Krohg, Tuxen, Drachmann og sænski málarinn Carl Lars- son. En 1882 hittust Kröyer og Michael Ancher í Vín og áttu þá samtal sem snerist fljótlega um Skagen: „Já ég hef séð myndir frá Skagen og ég er ákveðinn í að koma, spurningin er bara hvenær," sagði Kröyer sem var með rautt skegg og lítil spangargleraugu. „Það er fallegt á Skagen og góð birta en það er mikill hörgull á módelum," sagði Michael Ancher, því hann óttaðist sam- keppnina og var ekkert hrifin af að fá Kröy- er yfir á sitt yfirráðasvæði. En í júní sama ár kom Kröyer til Skagen í rigningu og stormi, það var þungt yfir og lítil birta. Honum hundleiddist á tómlegu Skagenhótelinu því hann var sjúkur í sel- skap og fjör. En næsta sumar hafði hann sankað að fleiri málurum og rithöfundum. Þeir borðuðu morgunmat saman, reistu sitt eigið safn og lifðu í félagsskap sem vinahóp- ur. Það hentaði Kröyer. Hann óttaðist nefni- lega einveruna og sjúkdóminn, já, sjúkdóm- inn sem móðir hans dó úr. 1884 tók þýski málarinn Fritz Stolten- berg ljósmynd af Skagenmálurunum sem höfðu safnast saman í garði Anchers og skálað í kampavíni. Þessi ljósmynd gaf síðan Kröyer hugmyndina að málverkinu sem fékk nafnið „Hipp, hipp, húrra“. En það tók hann mörg ár að skipuleggja myndina og fá alla til að sitja fyrir. 1885 skrifar Kröyer í bréfi til Oscar Björck; „Kæri gamli vinur, hvar í heiminum ertu? Ég hef í dag gert stóra skissu af „Veislumyndinni" þar sem þú stendur hróp- andi húrra með glas í hendi. Ertu svo nærri að maður geti náð í þig og sett við borðið Spássitúr á ströndinni. Málverk eftir Michael Ancher. Reyndar má enn sjá konur í svipuðum sumarkjólum á Skagen. Jónsmessubál á ströndinni. Málverk eftir Kröyer. legnum öldum og listamaðurinn við vinnu sína. í garðinum hjá Anchcr?" 1886 skrifaði hann frá París til Viggo Johansen; „Já, Guð veit hvort það nokkum tímann verður eitthvað úr þessari mynd, — ég meina Veislumyndinni." En að lokum málaði hann stóra skissu og svo sjálfa myndina 1888. Það er þessi skissa sem ég horfði á. Ég kom út af síðasta málverkasafninu, ringlaður og vissi ekki hvað var fortíð eða nútíð. Stóð lengi við hjólið í hugleiðingum án þess að hjóla af stað. Vildi varðveita allar hugsanir og tilfinningar sem hrærðust inni í mér. Teymdi hjólið af stað og sá að fiskibátar frá Skagen voru enn úti við sjóndeildar- hringinn. Fiskréttaveitingastaðir voru á öll- um götuhornum. Fór á krá og fékk mér bjór. Mér fannst ég heyra hlátur málaranna og skál þeirra. Það var eins og veggirnir hefðu raddir. Inni í mér ólgaði orka, lífslöng- un, eitthvað; eitthvað sem ég ekki gat skil- greint. Tók tali tvo stráka á kránni og mér til furðu voru þeir sjómenn að atvinnu, sams- konar og sjómennirnir á málverkunum. „Hipp, hipp og skál,“ sagði eir.hver og ég hrökk við. Fór niður að ströndinni. Sólin skein frá heiðum himni, hvítar strendur eins langt og augað eygði, hafið heiðblátt og silfur- glampandi. Ég fékk ofbirtu í augun. Skagen endar í löngu sandrifi sem er falið undir uppstökkum öldum. Þetta rif er það sem sjómenn óttast mest en Skagenfólk- ið hefur bjargað þúsundum úr sjávarháska; stolnar vörur úr skipbroti hafa þó bjargað mörgum fátækum heimiium. Börn voru að leik í flæðarmálinu, busluðu í volgum öldunum. Sá listakonu sem sat við stultur sínar og málaði. Fólk á öllum aldri synti í sjónum. Svo birtust náttúrlega döm- ur í spássitúr í sínum hvítu sumarkjólum, líkast ofsjónum. Lagðist í heitan sandinn, heyrði mávakvak og öldurnar fitluðu við tærnar. Það var notalegt, notalegt, nota- legt... Loks ákvað ég að fá mér sundsprett og óð út í sjóinn á sundskýlunni. Sjórinn var kaldur fyrst, en maður vandist honum strax. Lagðist til sunds á móti undiröldunni og synti til hafs. Fiskibátur var á stími langt fyrir utan. Skyndilega tók ég eftir að það var albjart ofan í sjónum undir mér. Birtan endurkastaðist frá hvítum sandbotninum. Eins og að synda í upplýstri sundlaug. Þræl klikkað. Var þetta skýringin á hinni sér- stöku birtu á Skagen? Maður gat synt enda- laust án þess að manni yrði kalt. Enda synti ég langt, langt út þar til ströndin var bara lítil ræma. Æðislegasta sund sem ég hef upplifað. Seinnipart dags fór ég og skoðaði hús meistaranna. Ég sá vinnustofur málaranna og lítil og snotur heimilin, stalst til að setj- ast í stóla þar sem þeir höfðu setið, án þess vörðurinn sæi. Skoðaði gamlar blaðaúrklipp- ur. Ég sá skemmtilegan arin í húsi Drach- manns með hægindastólum í kring, greini- lega ætlað fyrir samræður. Ég lifði mig inn í samræðurnar. Þær fjölluðu um listir. Sjúkdómurinn sem Kröyer óttaðist kom og vitjaði hans. Hægt og rólega náði sjúk- dómurinn tökum á honum og oft þurfti hann að fara á sjúkrahús til betrunar. Það var sama geðflækjan og móðir hans hafði haft. Hægt dró sjúkdómurinn úr mætti lík- amans. „Við sátum hjá honum tvo síðustu dag- ana. Michael hafði setið hjá honum og mál- að hann, sem honum líkaði og Sören (Kröy- er), sem alltaf vildi láta málaravinnuna sitja í fyrirrúmi, sagði við hjúkrunarkonuna er hún kom til að hjálpa honum; „nei, það er ekki tími fyrir svona, nú á að mála“. Dag- inn eftir hafði hann það erfitt, sent var skeyti til dóttur hans og næsta síðdegi geng- um við þangað til að kveðja hann; hann þekkti okkur og brosti. Næsta dag var hann í dái. Hann andaði þungt framá kvöldið. Andardrátturinn varð veikari og það komu löng andvörp, þar til það var yfirstaðið, og þá varð allt svo tómlegt,“ skrifaði Anna Ancher. Lífsglaði, bjartsýni listmálarinn sem elsk- aði félagsskap og fjör var yfirbugaður af undarlegum geðsjúkdóm. Um nóttina ráfaði ég um sandstrendurn- ar. Það var myrkur og stormur. Bátar voru drengir upp í fjöruna. Um borð í einum voru blautar netahrúgur. Á sandhamri stóð stórt reisulegt hús, beint á móti hafinu. Það var draugalegt. Vindurinn öskraði við eyru mín. Það var saltbragð af sefgrasinu. ég lagðist í gi’asið og horfði á stjörnurnar. Öld- urnar brotnuðu á ströndinni hver á fætur annarri, það hvein í vindinum sem sveigði stráin. Allt breyttist í nið, augnlokin sigu aftur og ég sofnaði. En mig dreymdi draum. Höfundur er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. SEPTEMBER 1991 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.