Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1990, Blaðsíða 10
viljað búa í Bandaríkjunum, þar sem þú mætir meiri skilningi og selur flest verk þín?“ „Það er engan veginn nauðsynlegt núna að búa þar sem markaðurinn er. Ég hef verið vestra tíma og tíma, til dæmis í New York, þar sem margir myndlistarmenn hafa sózt eftir því að búa. Ég man, að þar hitti ég eitt sinn íslenzkan málara, Gunnar Örn, sem er nú fluttur út í sveit, - og við vorum sammála um, að það væri allavega betra að búa einhversstaðar annarsstaðar en í New York.“ Enda þótt Odd Nerdrum hafi aldrei gert frávik frá þeirri málunartækni, sem byggir á lagskiptingu og ákveðnu gegnsæi litarins í anda Rembrandts og annarra fyrri alda stórmeistara, hefur orðið umtalsverð breyt- ing á sjálfu myndefninu. Hann var framan af, og er kannski enn anarkisti, og þess- vegna hafði hann á sínum tíma samúð með öðrum anarkistum, sem vildu kollvarpa þjóð- félaginu með hryðjuverk að vopni. Þetta sýnist í andstöðu við húmaníska afstöðu hans núna. Engu að síður málaði hann á árunum 1977-78 mynd sem heitir „Morðið á Andreas Baader“. Þessi þýzki hryðju- verkamaður týndi lífí í fangelsi eins og menn muna. Odd Nerdrum hafði þá hrifizt ákaflega af barokmálaranum Caravaggio, sem lagði áherzlu á styrkleika ljóss og skugga. Meint morð á Baader sviðsetti Odd Nerdrum og málaði í anda Caravaggios. Síðar málaði hann sitt mesta verk til þessa, Bátafólkið, þar sem hann fjallar um raunir þeirra, sem lögðu út á hafið frá Víetnam og urðu oft bráð ræningja. Myndin minnir talsvert á skipbrotsmannafleka Gericaults, sem sjá má í Louvre í París og flestir listunnendur þekkja. Bátafólkið stóð raunar sem tákn fyrir annað, byggt á heimspekilegum vangavelt- um undir áhrifum frá Beaudelaire og Sar- tre. Þarmeð urðu þáttaskil, því Oddur fór að efast um yrkisefnið. Um tækni sína hef- ur hann hinsvegar aldrei efast. „Náttúran er það eina sem hægt er að treysta", sagði hann jjm þessar mundir; það var um 1980. Samt gat skoðun Odds á unaði náttúrunnar ekki fallið í hefðbundinn farveg. Um það vitnar málverk hans af ungri konu, sem gengur örna sinna úti í skógi - eins náttúruleg athöfn og framast má verða. Oddur vildi láta þessa mynd verða framlag sitt til haustsýningar í Oslo, en henni var hafnað. Myndefnið þótti ekki „pent“. En eftir að hafá séð þessa mynd í Oslo 1982, varð fyrrum lærifaðir Odds, Jó- sef 'Beuys sannfærður um hæfileika nem- anda síns. Frá barnæsku hafði Oddur verið gagntek- inn af rökkrinu, skilum dagsbirtu og myrk- urs, þegar stundum er því líkast að allt standi ■ kyrrt á himni og jörðu. Stundum bendir birtan í myndum Odds þó fremur til fyrstu skímu morgunsins. í einni slíkri frá 1986, situr nakinn maður með prik og byssu og skinn yfír sé L miðju þvílíkrar auðnar, að það gæti verið á Sprengisandi. Hann hefur hreinsað grófasta grjótið af melnum í kringum sig og raðað steinum í hring, líkt og til að helga sér reit - eða er þetta ef til vill helgiathöfn? Myndir Odds eru bæði heimspekilegs og skáldskaparlegs eðlis. Sviðsetningar hans verða ekki sízt dramatískar í þessu hálf- rökkri, sem umlykur auðnina; birtan er jafnan handan við sjóndeildarhringinn. Morgunskíman er stundum blandin óhugn- aði, til dæmis í „Svarta skýinu", einnig frá 1986, þar sem maður og kona virðast hafa átt næturstað í auðninni; maðurinn vaknað- ur og bendir á svart og óhugnanlegt ský, sem er einhvernveginn öðruvísi en venjuleg ský. Og líkt og Rembrandt hefur Oddur málað sinn næturvörð. Sá er nú heldur bet- ur ólíkur þeim glaðbeitta næturverði Rembrandts. Sviðið er auðnin, rétt einu sinni og birtan er á mörkum dags og nætur. Fimm sofandi persónur, hálfnaktar, liggja í hring og virðast ekki hafa annað meðferðis en tvo hríðskotariffla. Inni í þessum hring sofandi manna - eða, dauðra - heldur nætuivörður- inn vöku sinni; hann húkir á hnjánum og styðst við hækju, úrvinda þegar dagurinn rís og fyrstu geislarnir lýsa upp sviðið. Það fer ekki milli mála þegar rætt er við Odd, að hann er bæði gáfaður og hugsandi maður. Hann er víðlesinn og er meðal ann- ars vel að sér í íslendingasögum. Ekki kom það fram í tali okkar, en Gunnar Dungal í Pennanum, sem þekkir hanp og hefur verið með honum á ferðalögum hér, segir að það sé með ólíkindum hvað hann man úr sögun- um. Til dæmis kunni hann utanað kafla úr Njálu, þar sem sagt er frá atburðum'a Al- þingi. I Eglu vitnaði hann þó oftast. GÍSLI SIGURÐSSON Yagninn Smásaga eftir ÞÓRUNNI GUÐMUNDSDÓTTUR Ráðvillt, ein, dagsljósið dvínar, lífsneistinn Ijarar út. Hvergi hrærist hver- dagssál, né perla eða sál umlukt blómum. í auð- ■ mýkt leita ég lífneistans, þess undraljóss, flóð- öldu þess er koma skal í ;evi hverrar sálar. Ég er stödd í húsi, sem ég vil ekki eiga heima í og er mér ókunnugt og framandi. Einmanaleikinn umlykur mig. Reyni að biðja til Guðs, en ég skil ekki svör hans, ef til vill heyri ég þau ekki? Það logar kerti á borði í þessu ókunnuga húsi. Ég og kertið með logann, er minnir á liðna tíð og hversu langt ég er komin frá uppruna mínum og hve viilt ég er. Minnir mig á hve lífið líður hratt þar sem ég er í þessu ókunnuga húsi. Út um gluggann sé ég myrkrið og heyri í vindinum, sé regndro- pann á rúðunni. Þarna úti er veröldin sem hrakti mig inn í þetta ókunna hús. EIN, það læðist að mér sársauki sem nístir sál mína. Sorg, það sest að mér ekki. Tárin streyma fram, óhindrað. Ég er að syrgja eitthvað sem ég sakna en er dáið eða var kannski aldrei til? Grátur minn bergmál- ar í þessu ókunnuga húsi. Þegar hann fjarar út fyllist það óbærilegri þögn, tómi, sem er jafnvel enn verra en gráturinn. Ég horfi á kertið, sé þig og minningin verður lifandi í loganum. Oljósar myndir og brot þess sem var birtast þér nú. Þú og ég. Við. Mynd þín brosir, skuggi á vegg, dökk augun seiða og vindurinn verður að rödd sem hvíslar. Komdu, þú ert mín, ég hef beðið, komdu . . . Ég heyri kall fyrir utan gluggann. Ég er tilbúin. Geng í átt að glugga þessa ókunn- uga húss, opna hann og um leið lýsir elding inn í húsið og vindurinn nær að slökkva ljó- sið á kertinu. I hræðslu og örvæntingu tek ég að leita að dyrunum. Húsið á engar dyr fyrir mig. Ég er fangi þess. Vindurinn sem áður hvíslaði kæfir nú örvæntingarfull óp mín og blæs um húsið, eltir mig. Að lokum hníg ég niður og allt verður svart. Þrautin kemur frá Guði, en lífið er ráð- gáta. í lituðu glei'i og tæru vatni skynja ég leyndarmál. Kynjadýr segja mig gifta sorg- inni og ég sé föst í vef fortíðar, vef sem aðrir ófu en ég festist í. Lausnari minn situr ósýnilegur í þessu ókunnuga húsi, sem aðeins einn lykill geng- U!* að. Ganga okkar hefur verið löng. Það veist þú, er bíður mín? Viltu sá.tt, nei? Ég hef þolinmæði, enda eymdin orðin mín fylgikona. Vagninn kom og þú fórst. Vagninn stoppaði víða. í heitum og fram- andi löndum og í örmum framandi ástar skildir þú eftir smáar hendur, því þú vildir lengra. Vagninn kom víða við. Brátt kom inn mær er leiddi þig á kaldari slóðir og hélt með þig til Bjarnarlands, þar sem því hatri var sáð er varð ógæfa þín. Hún brennimerkti þig með hatri sínu og brostnum draumum. Saman deilduð þið von- leysinu sem ríkti í kringum Bjarnai-mey. Þú vildir burtu sem áður, en hún kvaldi þig og leitaði þig uppi hvert sem þú fórst. Stund- um varð þér hugsað tii smárra handa í heitu landi. Og einn dag í reiði og með allt hati-ið innanborðs hélstu áfram í vagninum. Þú forðaðist fólk, þú hræddist jafnvel sjálfan þig- Það var nótt og hún kom til þín. Hún var ekki hrædd. Tók í hönd þína og leiddi þig út úr myrkrinu. Þið settust undir fagran hlyn í fullum skrúða og er birti af degi og sólin skein, fannst fyrir trega. Það var sem þú værir rekaid í þessum heimi og öll þín sálarsár ættu rætur hjá þessum hlyni. í marga daga varstu með óráði, en hún var hjá þér, hjúkraði þér. Ilún sagði aldrei orð og þú undraðist hvaðan hún kæmi, var hún af þessum heimi? Nótt eina vaknaðir þú og hún sat ekki hjá þér. Hræðslan gi’eip þig, þú varst aftur einn. í örvæntingu tókstu til við að leita. Þú fannst hana ekki en þegar tárin runnu niður kinnarnar og þig langaði til að kveðja þennan heim, komstu auga á hana við læk þar sem hún laugaði sig, nekt hennar spe- glaðist í tunglsljósi. Þú varst sem bergnum- inn, þorðir varla að anda, hún kynni að hverfa. Hægt sneri hún sér við og leit á þig, rétti út hendurnar og sem í draumi runnu þið saman í eitt, lfkt og lækurinn. Það sem eftir lifði sumars varstu hjá henni, er þú kaust að nefna álfkonuna þína, án orða leiddi hún þig um fagra skóga og kenndi þér að meta fegurð þess sem Guð gaf okkur. Þú varst sem ölvaður af allri þessari fegurð sem þú hafðjr talið sjálf- sagða. Þannig leið sumarið og senn tóku trén að fella lauf. Einn dag tók álfkonan hönd þína og leiddi þig aftur að trénu þar sem þú hafðir upphaf- lega hitt hana. Þú vissir þá að það var kom- ið að kveðjustund. Nú var það ekki þú sem kvaddir. Nei, þú varst sendur á brott, þið lásuð tregann í augum hvors annars. Hún hafði verið þér vin í eyðimörk, hvíld, and- lega sem líkamlega. Álfkonan þín lagði höf- uð þitt í kjölty sér sem forðum daga og strauk þér um ennið. Það sveif svefnhöfgi á þig. Úndurfögur rödd hvíslaði í eyra þér: Þessi lykill gengur að hamingju þinni, en sama hversu margar hurðir eða skrín þú reynir að opna, þá gengur hann aðeins að einni. Þegar þú vaknaðir varstu aftur í vagnin- um, var þetta allt draumur? Nei í lófa þínum var lykill úr skíra gulli. Þú tókst skóreim og festir lykilinn á hana og settir um háls þér. Þú vissir ekki frekar en fyrr hvert ferð- inni var heitið. Og lengi varstu ráðvilltur og hungraður í þessum vagni er sífellt var að skipta um farþega. Þannig sástu margt fólk koma og fara, fólk sem brosti og einn- ig andlit böðuð tárum, vonsvikið og deyjr andi fólk. Enginn virtist sjá þig. Sú hugsun hvarflaði að þér hvort þú værir lifandi í raun og veru. Þú varst hættur að taka eftir þegar vagn- inn stoppaði. Það var niðamyrkur. Hvar var vagnstjór- inn, farinn? Þú varst órölegur. Vagninn var staddur á sléttu þar sem ekkert lifandi sást. Og þegar þú yfirgafst hann vissir þú að þetta var endastöð þín. Ósjálfrátt leitaðir þú að lyklinum. Hann var á sínum stað. Þú hafðir ekki gengið lengi er á vegi þínum varð gamall maður. Hann virtist tímalaus. Hann sat.á steini og studdist við staf, hvítt sítt hárið bar þess vott áð hann hafði lifað lengi. Hann hafði augsýnilega átt von á þér. Hann tók fram skinnbelg og bauð þér að dreypa á. Sjálfur drakk hann ekki. Sem fyrr kom hann þér á óvart þegar hann spurði um lykilinn. Hamingjan finnst ekki nema þú hafir eitthvað að gefa sjálf- ur, sagði öldungurinn, hvað hefur þú að gefa? Þig setti hljóðan, en öldungurinn hélt áfram. Hingað til hefur þú þegið, farið og komið, allt eftir eigin hentugleika, hver er þín ábyrð? Þú átt ekki svör við þessum spurningum. En þar sem þú átt eitt tæki-- færi eftir skulum við sjá hvað verður. Hér muntu hitta mig að ári og ég segi þér hver örlög þín verða. Öldungurinn benti þér á stíg sem þú skyldir fylgja. Þú lagðir nú af stað eftir stígnum, sam- kvæmt ráði öldungsins. í fyrstu gekk allt vel. En er á gönguna leið, varð stígurinn illfær. Það lá við að þú gæfist upp. En það nægði að snerta lykilinn. Gangan var löng. Hendur þínar og fætur voru flakandi sár eftir klifur í klettum og göngu á grýttum stígum. Vatnslaus og yfirkominn af þreytu varstu kominn að því að gefast upp. Þú gerðir einungis greinarmun á nótt og degi. Vissir ekki hve löng ganga þín hafði verið. Þú ákvaðst að láta fyrirberast undir skugg- sælu tré. En þá skaut upp minningu um Álfkonuna þína. Svo þú hélst áfram göngunni sem virtist ætla að verða enda- laus. En þá skyndilega og svo óvænt að þú hélst að þú sæir ofsjónir, blasti við þér feg- ursti staður sem þú hafðir nokkru sinni augum litið. Lítill skógivaxinn dalur með lækjum og fuglasöng. Nokkur hús sem mynduðu kjama. Aðeins eitt þeirra skar sig úr. Hvítt og hátt í hlíðinni, hreykið af því að vera þarna. Við hin húsin voru konur að verki og er lengra var litið sást þú hvar karlmenn voru við vinnu á engjum. Börn léku sér við hlið kvennanna. En í stóra hvíta húsinu voru hlerar fyrir gluggum og enga hreyfingu að sjá. Þar bjó kona sem talin var heiðin. Þú leiddir hjá þér þorpið, en stefndir beint að þessu húsi. Lengi hafðir þú bankað, en enginn svaraði. Þá kom þér til hugar að nota lykilinn góða. Hægt opnað- ir þú dyrnar að hamingju þinni og konan virtist ekkert undrandi yfir komu þinni. Lengi undir þú hag þínum vel í þessum fagra afskekkta dal. Gat slík hamingja ver- ið til? Innst inni varstu hræddur, minntist orða öldungsins góða, þegar hann spurði þig: „Hvað hefur þú að gefa?“ Svo var það óveðursnótt eina að barið var á dyrnar í húsinu hvíta. Og þegar þú opnaðir dyrnar mætti þér Bjarnarmey, með allt hatrið, hún reif þig á brott með sér, burtu. Hamingjulaus varst þú aftur staddur í myrkri. Leið ykkar lá framhjá öldungnum góða. Þegar hann sá þig með Bjarnarmey, sagði hann: Jæja, nú eru þín örlög ráðin. Þú verður þinn eigin sálarfangi, því þú hafð- ir ekkert að gefa. En heiðna konan bjó yfír leyndarmáli, sem þú þekktir ekki. Hún fæddi son. Og hann erfði lykilinn. Hamingjan varð hans, því hann kunni það sem þú lærðir aldrei — að gefa. Og húsið beið hans. Höfundur er ung kona i Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.