Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 14
Brúðkaupið, 1918. Þetta er sjálfsmynd ásamt Bellu og engli og fiðlarinn á þak■ inuer oftast einnig í myndunum frá Vitebsk; hér situr hann raunar uppi í tré. og í Peskovatik. Það voru kirkjur í kring, limgerði, búðir og synagógur, einfaldar og eilífar eins og húsin á kalkmálverkum Giott- os. Fólk kemur og fer allt í kringum mig, snýr sér og teygir sig eða lallar vinalega sína leið, alls konar júðar, gamlir, ungir, Javitjer og Bejliner. Betlari flýtir sér til síns heima, ríkur maður gengur inn í hús sitt. Pattinn kemur úr skólanum og hleypur við fót heim. Pabbi heldur heim. Á þeim tímum voru engin kvikmyndahús. Menn fóru heim eða fóru í búðir. Þetta er það, sem ég man úr mínu trogi. Að ekki sé talað um himininn og stjömur æsku minnar. Það eru mínar stjömur, hjartavinkonur mínar; þær fylgja mér í skól- ann og bíða úti fyrir, þar til ég kem til baka. Hvílík synd fyrir ykkur, fyrirgefíð mér! Ég hef skilið ykkur aleinar eftir í þess- ari líka svimandi hæð! Minn glaði og dapri bær! ... Hafíð þið einhvem tímann séð á flór- entínskum myndum eina af þessum persón- um með langt skegg, sem aldrei hefur ver- ið klippt, með augu, sem em samtímis brún og öskugrá með húðarlit eins og brennt okkur, húð þakin hmkkum og fellingum. Það er faðir minn. Eða hafíð þið séð eitt af andlitunum frá Hagada, með dálítið sauðarlegt og einfalt yfirbragð. (Afsakaðu, faðir litli.) Getur þú munað, að ég teiknaði mynd af þér. Sú andlitsmynd átti að sýna ljós, sem í senn logar og fjarar út. Lyktin af honum var ilm- ur svefnsins. ... Hann kom heim, hár og grannur, i þungu fötunum sínum, sem vom fítug og óhrein af vinnu, með stóm vasana, uppúr hveijum fölrauður vasaklútur stóð. Með honum komu kvöldin heim f hús. Upp úr vösunum dró hann frosnar pemr, rúllu af kökum. Með hmkkóttum brúnum höndum deildi hann þeim á milli okkar bamanna. Þeim var stungið í munninn og vom miklu ljúffengarí og þynnri, en ef þær væm úr skálinni á borðinu. Og kvöld án kakanna og peranna, sem vom sótt f vasa pabba, var dapurlegt kvöld fyrir okkur. Það var ég, sem elskaði þetta einfalda hjarta, svo skáldlegt og þrúgað af þögn.“ Þannig em endurminningar bemsku hans, og í sömu vem segir hann frá móður sinni, öfum og ömmum — furðulegum ævin- týmm og helgisiðum er seinna rötuðu á dúka hans í ótal tilbrigðum. Og alltaf slær sama heita hjartað og í myndum hans. Þannig er leitun að málara, sem hefur verið jafri trúr umhverfí sínu og uppmna og einmitt Chagall. Er hann kom til Parísar vom það hvorki listaskólar, þar sem hann tyllti tá, svo sem La Pallette og La Grande Chaumiere né prófessorar, sem höfðu mestu áhrif á hann. Borgin var út og í gegn læri- meistari hans, bændumir, verkamennimir, „um þá lék eitthvað furðulegt andrúm upp- lýsts frelsis, sem ég hafði hvergi annars staðar orðið var við“. Hann flytur fyrst inn í vinnustofu á Imp- asse du.Maine nr. 18, sem í dag nefnist Impasse Bourdelle, en húsnæðið verður §ár- hag hans ofviða og þá flytur hann á fátæk- legan og frumstæðan samastað málara og skálda er nefndist „La Ruche“, „Býflugna- búið, og gerist féiagi þeirra sem þar bjuggu ásamt fleiri listamönnum á Montparaasse, sem hittust á veitingastaðnum Döme, svo sem Blaise Cendrars, Canudo, útgefanda tfmaritsins „Montjoie", Gullaume Appolina- ire, Léger, Max Jacob, André Salomon, La Fresnaye. Laurens, Archipenco, Modigliani, Soutine, Robert Delaunay, Gleizes, Seg- onzac o.fl., sem allt eru heimsþekkt nöfn í dag, en sultu á þeim tíma heilu hungri flest- ir hverjir, ekki síður en Chagall. „Vinnustof- an hefur ekki verið tekin í gegn í viku. Blindrammar, eggjaskum, tómar súpudósir liggja í einu róti_á hillunum liggja endur- prentanir mynda E1 Greco og Cézanne og við hliðina á þeim afgangurinn af síld, sem ég hef skorið í tvennt, hluta höfuðsins fyrir fyrsta dag en sporðinn þann næsta og guð veri lofaður, nokkrir brauðhleifar." Ýmsir þessara manna áttu eftir að hafa mikil áhrif á líf og list Chagalls og einung- is umgengni við slíka eldhuga og jöfra í list- um er á við marga listaháskóla hvað þá að vinna við hlið þeirra sem jafningi og vinur. Skáldin Cendrars og Appolinaire áttu ekki sfst eftir að verða áhrifavaldar um frama hans sem málara og í fyrstu heim- sókn Appolinaire á vinnustofu Chagalls 1912 notaði hann orðið „sumaturalisme“ yfír myndir hans. Chagall gat ekki vitað, að 15 árum seinna yrði súrrelistahreyfíng stofnuð. Appolinaire er höfundur nafngiftar- innar kúbismi. Chagall varð náinn vinur Cendrars, sem talaði rússnesku, og um hann skrifar hann „Ég elska skáldskap hans á sama hátt og ég elska fæðingarbæ minn, hina horfnu sólargeisla. Sál hans og litir liggja á litaspjaldi mínu, kveinandi og grát- andi.“ Er Chagall sýndi Cendrars myndir sínar, hló hann bara og las upp úr ljóðum sínum, en það hafði mikil og djúp áhrif á hinn unga listamann. Áhrifavaldamir í list Chagalls voru þó öðru fremur kúbistamir Picasso, Braque, Delaunay, enda má næstum segja, að hann hafi hitt á fæðingu kúbismans og verið mitt í þróun hans næstu árin og grundvallað list sína á lögmálum hans með „sumatural- isma“, yfírraunsæi í bland. Þessi fjögur ár, sem Chagall dvaldi i París í það sinnið voru ótrúlega fijó og vom í raun undirstaða listar hans alla tíð síðan — á þessum ámm verða til mörg lykilverk í list hans og sumir sérfræðingar em á því, að hann hafi aldrei málað betur. Én hver skyldi svo vera ástæðan fyrir öllum þessum fljúgandi vemm og manneskj- um á myndfletinum — fólki á hvolfi og höfuðlausum búkum? Þetta þyngdarleysi fígúranna er að vísu merkjanlegt í myndum, sem Chagall gerði áður en hann kom til Parísar, en fær fyrst á sig endanlegt form árin í París. Og hvort skyldi ekki vera sam- ræmi í því, að maðurinn sigraðist á þyngdar- lögmálinu á þessum ámm, losaði sig frá jörðinni og hóf sig á loft. Það var nefnilega ekki einasta, að Chagall lenti í miðri þróun kúbismans heldur og flugsins líka. Árið áður en hann bar að garði hafði Louis Bléri- ot unnið hið fræga afrek sitt að fljúga fyrst- ur manna yfír Kanalinn (Ermasund) og fólk var jafnvel ennþá gagnteknara yfír þeirri staðreynd en geimferðunum löngu seinna, eða er fyrstu menn stigu á tunglið (sem einnig hafði ómæld áhrif á listamenn). Frá- sagnir af þessum fyrstu flugafrekum þöktu síður dagblaðanna og vom hvarvetna um- talsefni manna. Maðurinn var sem sagt far- inn að fljúga um loftin blá líkt og fuglar himinsins og heimurinn var ekki sá sami eftir það né afstaðan til þyngdarlögmálsins. Það féll og vel að draumum bemskunnar { Vitebsk að losa menn, hluti og skepnur við þyngdarlögmálið — láta hið hlutkennda svífa í myndrýminu — á þann veg gat Cha- gall tjáð miklu meira f málverki sínu — aukið við frásagnavíddir myndrýmisins. All- ur þessir svífandi óraunvemleiki raunveru- leikans féll svo vel að rússneskri sögu og lífí rússneskra júða — draumum bemskunn- ar, dulhyggju og síkvikulum jarðneskum grómögnum. Án hugarflugs ekkert raunsæi og Chagall hafði ekki sömu þörf fyrir að bijóta niður raunvemleikann og kúbistamir til að ná fram til nýs veruleika — hann hafði ekki þörf fyrir að rífa niður til að byggja upp nýjan raunveruleika. Hann reyndist honum þvert á móti svo trúr, að hann hagnýtti hann í þeim*tilgangi að segja eins konar myndrænar smásögur — en hafði hins vegar ekki hina minnstu löngun til að þjóna raunveruleikanum í sjálfu sér. ÞORBJÖRN MAGNUSSON Landkynn- ing ímynd er þjóð það sem orðstir var kappanum forðum við seljum fiskinn og ferðimar hingað til lands útá óspillta náttúru athvarf í útskitnum heimi en friðunar forkamir upphrópa okkur sem böðla slátrara spendýrsins mikla hins spikaða hvals þeir leika okkur grátt því við ætlum aldrei að skilja: að hvalur er tákn þess alls sem í vök á að veijast og verður ei bætt þegar lífi okkar jarðar er eytt hveijir ætlum við þá að muni með skerinu standa ef úr hlýnandi sjónum dregst ekki bein eða branda verða það risamir erlendra eyðingar-afla sem nú ráða dvergnum að rísa og skýla þeim taka á sig spjótalög hugsjóna- ölvaðra flokka í Qöreggið eina útflutning flsksins hreina? væri ekki nær (til lengdar) með lífinu að skipast láta ekki stolt einnar stundar skyggja á ókomna tíð góð ímynd er þjóð best auglýsing útflutnings-greinum er fómin of stór að haida skildinum hreinum? Höfundur er í siglingum á skútinni Kríu við Ástralíu. Chagall og Bella áður en þau lögðu af stað til Parísar 1922. 8HI3ÓAJ3i/Ri£ EOM ieer Vn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.