Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.05.1988, Blaðsíða 3
N LESBOK liHöHBSlIuHNlSllBlAHeHlllIllMHil Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Ferðablaðið Mikið hefur verið rætt og ritað um að hér á landi skorti markvissa ferðamálastefnu, en við hvað erþá átt? Auðvitað er ekki til neitt einhlítt svar, en Ferða- blaðið veltir upp ýmsum hugmyndum og tekur til samanburðar rit, sem danska Ferðamálaráðið er ný- lega búið að gefa út. Forsíðan Það er mynd af málverki eftir Chagall, sem prýðir forsíðuna og er í tilefni sýningar á verkum þessa stór- meistara í myndlist í Listasafni fslands á Listahátíð- inni eftir rúmar tvær vikur. Myndin er dæmigerð fyr- ir fantasíuna, sem einkennir myndir Chagalls, og þama sjást sem oftar húsin í Vitebsk í Rússlandi, þar sem hann ólst upp. Af þessu tilefni hefur Bragi Ás- geirsson skrifað grein um Chagall: „Öll sköpunin er söngur". Finngálkn er skepna, sem nútímanum er ókunn, en allir vissu hvernig hún var hér áður fyrr; nefnilega afkvæmi tófu og kattar og til að vinna á henni varð að skjóta á hana með silfurhnapp. Sögur um finngálkn eru til í ýmsum myndum og það rekur Helgi Hallgrímsson í fróðlegri grein. Land Rover þekkja allir, enda varð þessi brezki bíll í senn land- búnaðartæki og þarfasti þjónninn eftir að vélaöld hófst í sveitum. Á mölinni varð Landróverinn hinsveg- ar ástsælt sporttæki og ungur maður, sem síðar varð bílaverkfræðingur, eignaðist einn slíkan og segir frá því ástarævintýri: Jón B . Þorbjömsson. SIGURÐUR SIGURÐSSON FRÁ ARNARHOLTI Útilegumaðurinn Öxlin er sigin, bakið bogið af byrði þungri — tómum mal. Leggmerginn hefur sultur sogið og suðaleit um Skuggadal. Þú gengur hljótt og hlustar við; en höndin kreppist fast um stafinn — þú heyrir vatna nætumið og náhljóð kynleg saman vafin. Ég sé þig elta heim í hreysið við hraunið — máni’ að baki skín — þinn eigin skugga, auðnuleysið, sem eitt hélt tryggð við sporin þín. — Svo fangasnauð var næðingsnótt ei nokkur fyrr, sem tókst að hjara. Þú hlustar aftur..., allt er hljótt, nema’ elfan stynur milli skara. Siguröur Sigurösson (1879—1939) er faeddur i Kaupmannahöfn en ólst upp í Reykjavík og var um skeið sýsluskrifari i Arnarholti í Mýra- sýslu og kenndi sig síðan viö þann bae. Hann hafði numiö lyfjafræði og varö síðar lyfsali í Vestmannaeyjum. Fyrstu Ijóð sín gaf hann út í félagi við Jónas Guölaugsson skáld, sem nýlega hefur veriö fjallað um í Lesbók. Útilegumaöurinn er eitt af kunnustu kvæðum höfundarins. H E Fjölmiðlar á tímum sambandsleysis R Nú er mjög til siðs að kvarta undan sam- bandsleysi í hvers kyns mynd. Hjón ná ekki sambandi hvort við annað né heldur við böm sín eða gamla for- eldra, sé þeim á annað borð umhugað um að halda slíku sambandi. Unglingar ná ekki sambandi við foreldra og ættingja en dvelj- ast lengstum í eigin heimi. Gamlir vinir gefa sér sjaldan tíma til að hittast og bera við sambandsleysi. Ætla mætti að samband væri einhverskonar gæði, skömmtuð að ofan eða svo dýr að venjulegt fólk gæti ekki leyft sér þau. Þegar langur vinnudagur er að baki er líklega fýrirhafnarminna að fylgjast með óraunverulegum vandamálum í sjónvarps- þáttum heldur en að burðast við að halda uppi samræðum um raunvemleg vandamál heima fyrir. Þá er líka hægf að grípa eitt- hvað af þessum glanstímaritum, sem hér eru á boðstólum og ná einhliða sambandi við máttarstólpa þjóðfélagsins, sem breiða þar úr sér á mörgum litprentuðum síðum og leiða okkur í allan sannleik um matar- æði sitt, heilsufar og ástamál. Að þessum lestri loknum er maður miklu fróðari um lífshætti og viðhorf þessara vísu manna en ættingja sinna og vina, því að þeir draga ekkert undan, hvorki varðandi sjálfa sig né samferðafólk sitt, lífs eða liðið, sem hefur engin tækifæri til andsvara á þessum vett- vangj. Slík tegund af blaðamennsku hefur færzt mjög í vöxt á undanfömum ámm og ber margt til. Löngum hefur þótt eftirsóknar- vert að fylgjast með högum náungans, eink- um þegar í hlut á frægt og framagjamt fólk. Almenningi leikur forvitni á að vita hver sé leyndardómurinn á bak við vel- gengnina og hvert sé það afl sem knýi menn áfram til átaka. Ekki spillir það fýrir ef nokkrar krassandi einkamálasögur fljóta með, svona til að undirstrika að þessi goð séu nú mannleg þrátt fyrir allt. En mann- legi þátturinn kemur þó umfram allt í ljós í ótrúlegri sjálfumgleði. Þessum plássfreku „uppum“ í tímaritunum virðist ekki til hug- ar koma, að þeim geti orðið á mistök. Þeir fullyrða blákalt að þeir séu vinsælir menn og gáfaðir. Sumir segja jafnvel, að rætnar kjaftasögur um þá séu af hinu góða, því að þær beri vitni um að fólk hafi áhuga á högum þeirra. Og þeir njóta þess greinilega að láta lúinn almenning ná sambandi við sig eina stund og gefa hversdagssálum ör- litla innsýn inn í heim fullkomleikans. Blöð og aðrir ijolmiðlar eiga það sam- merkt með skólum, að hlutverk þeirra í nútímasamfélagi verður stöðugt fjölþætt- ara. Þeir miðla ekki einungis upplýsinga- og afþreyingarefni, heldur koma þeir í æ ríkari mæli í stað vina og kunningja eftir því sem færri tækifæri gefast til mannlegra samskipta. Sést þetta glöggt á því hversu margir hringja í útvarpsstöðvamar til að segja skoðanir sínar á dægurmálum, eða bara til að rabba, og hversu margir vilja láta ljós sitt skína í sjónvarpi, sé þeim gef- inn kostur á því. Fyrir vikið er fólk unn- vörpum farið að líta á fjölmiðlamenn sem persónulega vini sína á sama hátt og marg- ir foreldrar vílja varpa allri ábyrgð af böm- um sínum yfir á skólana. Vitaskuld geta skólamir aldrei komið í stað góðra heimila, og fjölmiðlar geta þaðan af síður veitt almenningi fullnægjandi sam- skipti, vegna þess að þau em að miklu leyti einhliða. Samt verða bæði fjölmiðlar og skólar að gera sitt bezta til að mæta sívax- andi kröfum um fræðslu, afþreyingu og félagsskap nema gerbreyting verði á þjóð- félagsháttum. Þess er vænzt að kennarar sýni mikla ábyrgð í störfum sínum, umburð- arlyndi, víðsýni og mannúð, en miklu sjaldn- B ar em slíkar kröfur hafðar uppi þegar fjöl- miðlafólk á í hlut, og það virðist stundum mega útmála tilverana eftir eigin höfði og setja sjálft sig og aðra á stall. Úr ftjálsum útvarpsstöðvum glymur sú síbylja, að allir eigi að vera hressir og af glanssíðum tíma- ritanna getur að líta falsmyndir af full- komnu fólki, sem þekkir engin vandamál. Á þessum tímum sambandsleysis og yfir- borðsmennsku í mannlegum samskiptum er því fagnaðarefni þegar fjölmiðlafólk skynjar hlutverk sitt og gerir sér far um að draga fram raunsanna mynd af daglegu lífi. Sum- um stjómendum þátta og viðtalshöfundum hefur tekizt með ágætum að leiða fram karla eða konur, sem skýra af einlægni og víðsýni frá erfíðleikum, sem þau hafa orðið fyrir á lífsleiðinni og miðla af reynslu, sem allir gætu orðið fyrir. Nú um páskana var í Ríkisútvarpinu flutt viðtal við konu, sem skýrði frá helstríði ungrar dóttur sinnar, Iáti hennar og þeim djúpstæðu áhrifum, sem það hafði á hana sjálfa og fjölskyldu henn- ar. Frásögnin var í senn svo tilgerðarlaus og átakanleg að hlustandinn varð á svip- stundu þátttakandi í harmleiknum og fullur aðdáunar á kjarki konunnar, sem veitti hon- um hlutdeild í reynslu sinni, baráttu og sorg. Og með þessari frásögn hefur móðirin ugg- laust náð sambandi við marga, er hafa enga að leita til eða skortir þrek til að viður- kenna erfíðleikana og sorg í samfélagi, þar- sem allir eiga að vera hressir og fullkomnir. GUÐRÚN EGILSON LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 14. MAl 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.