Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1986, Page 8
listakona Helena Schjerfbeck (1862—1946), mátti og lifa við lítinn skilning af löndum sínum, meðan hún lifði. Svíamir Carl Frede- rik Hill (1849—1911) og Emst Josephson (1851—1906) komust og einnig þá fyrst verulega i sviðsljósið, er þeir voru látnir. Utlendingar áttu hér í flestum tilvikum þátt í að benda á Stærð þessara listamanna. Hér á landi höfum við af nógu að taka og nefni ég t.d. Jón Stefánsson (1881—1962), sem var vanmetinn og átti í erfiðleikum við að selja myndir sínar hér- lendis allt sitt líf og komst þó á níræðisaldur. Margur er nú fyrst að uppgötva umfang hans sem málara nær aldarfjórðungi eftir andlát hans. Sumum þessara listamanna varð það til bjargar, að þeir lifðu erlendis, hösluðu sér Sjálfsmynd í Víti. EDVARD MUNCH Sjálfsmynd ÍBjörgvin Samband karls og konu, sístætt mynd- efni, stóðMunch hjarta nærri, ekkisízt afbrýði. völl og gerðust jafnvel áhrifavaldar með list sinni. Hér er Edvard Munch fremstur í flokki. Þjóðveijar voru meðal fárra þjóða, sem í verki litu upp til menningar Norðurlanda og tóku fyrstir eftir því, hvaðan ferskir vind- ar blésu í málara- og ritlist í álfunni, þá er þeir kynntust verkum Munchs, Ibsens, Strindbergs o.fl. — Þá varð til máltækið alkunna: „Ljósið kemur úr norðri" (Das Licht kommt aus dem Norden). Hinn gáfaði og nafntogaði ritsnillingur Julius Meier-Graefe er ritaði í Frankfurter Zeitung og hafði þekkt Munch frá 1893, komst jafnvel svo langt að varpa fram þeirri spumingu í grein um Munch 2. mars 1927, — hvort mögulegt væri, að fram kæmi aftur í einhverri mynd holdtekja Dostojevskís í málaralist. Hér er ekki svo lítið sagt, en það er ekki út í bláinn að líkja þessum tveim eirðar- lausu og stóra öndum saman — óróleikinn og ótæp skynræn tilfinning fyrir umhverfinu og samtíðinni voru helztu eiginleikar þeirra. Meier-Graefe segir einnig: „Á öllum tímum ferils síns hefur Munch gert myndir, Sj&lfsmynd, ein af mörgum. Þráttfyrir félagskapinn við borðið ersem þrúgandi þyngsli hviliá málaranum. Konan varhelzta viðfangsefni Munchs, stundum sorgmædd eins oghér, stundum ögrandi. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.