Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 5
Hallgrímur Scheving, kennari í Bessa- staðaskóla. vildu fá yfir sig þing auk kóngsins. Meðal íslendinganna var mikið rætt um íslenzkt þing eða hvort íslendingar ættu að láta sér lynda fulltrúa á þing Dana. Mörgum þótti hið síðamefnda alveg nóg en öðrum, þar á meðal Pjölnismönnum, þótti sjálfsagt að við eignuðumst okkar eigið þing aftur. Það voru kannski einkum ungir, róttækir menn, sem vildu ganga svo langt. í þinghópnum var svo deilt um hvort þingið ætti að endur- reisa á Þingvöllum, sem Fjölnismenn kusu, eða í Reylcjavík, þó lítil reisn væri yfír því þorpi þá. í Fjölni fögnuðu menn ákaft 1940 þegar Kristján 8. lofaði íslendingum þingi á Þingvöllum. Jónas birti glæsilegt þakkar- kvæði til kóngsins. I Fjölni sjálfum eru þeir félagar sjaldnast mjög opinskáir eða skorinorðir um stjóm- mál, hvort sem það stafar af því þeir höfðu meiri áhuga á öðrum umbótamálum, eða vegna ótta við opinberan ritskoðarann, sem var ekkert lamb að leika sér við, þó varla væri hann hraðlæs á íslenzku. En það er vissulega hægt að fiska upp pólitískar hugmyndir hér og þar í Fjölni. Tómas víkur t.d. varfæmislega að þeim í innganginum að 1. árgangi. Hann bendir á að deyfð og dmngi þjóða fylgi ekki aðeins harðstjóm, heldur geti slíkt líka hellzt yfír þjóðir, sem hafí dugandi stjómendur og réttvísa, en sem ráði öllu fyrir þær og svipti þær þannig fmmkvæði. Og vissulega er þingið nokkur uppistaða í kvæði Jónasar, ísland. En meira er að fínna í bréfum þeirra félaga um stjóm- málaskoðanir þeirra, þó pólitískar hugar- hræringar þeirra séu sjaldnast áþreifanlegar í smáatriðum. Fjölnismenn horfðu varla aðeins í gaupnir sér, þar sem þeir sátu í kóngsins Kaup- mannahöfn. Vísast urðu þeir varir við ýmsar hræringar í kringum sig, því þar var nóg á seyði. En þó borgin hafi verið stór og trölls- leg fyrir þá sem komu utan af íslandi, þá var hún svo sem enginn nafli alheimsins. Hreyfíngar þar vom útöldur þess sem gerð- ist í stóra nágrannalöndunum, Þýzkalandi, FVakklandi og Englandi. Og þar var margt í geijun, ekki sízt í franskri pólitík. En tilgangur þeirra með tímaritinu var vafalaust ekki aðeins að koma hugmyndum sínum á framfæri heldur ekki síður að hrista ærlega upp í íslendingum. Fjölnir átti ekki að vera eitthvert meinlaust mjálm, heldur stríður boðskapur sem menn yrðu annað- hvort með eða mótmæltir. Þetta endurtaka þeir í tímaritinu og bréfum sínum. En brodd- urinn fór fljótt úr. í bréfí frá 1844 segir Brynjólfur Fjölni alltaf „að verða meinlaus- ari og meinlausari og hefur þó alltaf mein- laus verið.“ ÚTGÁFUSAGA FJÖLNIS OG EFNIHANS í fyrstu vom fjórmenningamir að því er virðist nokkuð samstíga um blaðið og hvað í því ætti að vera. En samheldnin riðlaðist fyrr en varði og þeir deildu innbyrðis og svo út og suður. En hvað þótti við hæfi að birta í tímariti, sem einbeitti sér að nytsemi, fegurð, sann- leika, og því sem gott væri og skynsamlegt? Efnið átti á einhvem hátt að vera upp- byggilegt, en líka strítt og ádeilukennt. í upphafí var ákveðin efnisskipting, efninu skipt í íslenzkan og svo útlenzkan og al- mennan flokk. í 1. árganginum er'i íslenzka flokknum, auk íslands farsælda fróns, þýðing á grein um trúarlíf íslendinga og úr bréfi frá ís- landi, grein um hreppana á íslandi og hvem- ig bezt sé að reka þá og svo bókafregn. I Sveinbjörn Egilsson, kennari í Bessa- staðaskóla. útlenzka og almenna flpldcnum erni.a. löng grein um jarðfríeði, rrteistaralegá þýdd af Jónasi, kjmning á uppreisnargjama merkis- skáldinu Heinrieh Heine, þýtt ævintýri eftir Tieck, og grein um halastjömuna Halley, sem átti að sjást þá um haustið. Efni 2. árg. er býsna miklu risminna en þess fyrsta, ekki eins menningarlegt. í ís- lenzka flokknum er harðsnúin grein eftir Konráð um stafsetningu, seinni grein um sama efni birtist í 3. árg. Þama birtist Heilóar-vísa Jónasar og svo eftirmæli ársins 1835, en eftirmæli undanfarandi árs urðu fastur liður í næstu árgöngum. í 3. árg. er byijað á Saknaðarljóði Jónas- ar, saknaðaróði eftir nokkra honum ná- komna. Þama er líka þessi frægi ritdómur Jónasar um Tristrams- og ísandarrimur Sigurðar BreiðQörðs, þar sem hann tætir þennan skáldskap niður með háðslegum stóryrðum. Það er gjaman talað um að þessi ritdómur Jónasar hafí flýtt fyrir dauða rímnanna. En kannski var þetta hvort sem var deyjandi grein, sem ekki var lengur í takt við tímann, alþýðukveðskapur, sem menntaðir menn lutu lítt að? Miðað við áhrif Fjölnis á samtímamenn er erfítt að sjá að Móðurást Kvæði séra Árna Helgasonar um norska konu, sem lenti í stórhríð með börn sín tvö og tókst að bjarga þeim með því að vefja þau eigin klæðum og lézt sjálf, en börnin lifðu. Kvæði séra Árna birtist í Sunnan- póstinum. Jónasi Hallgrímssyni þótti óskáldlega farið með gott yrkis- efni og gerði bragarbót; orti sjálfur um atburðinn og birti í Fjölni. Hér eru til samanburðar fjögur fyrstu erindin f rá báðum. Árni Helgason: Allt erjafnslétt, ísyfir tjörnum, a ndi næðir kaldur á hjörnum; stjörnur dauft ísnjóþoku skína, stefnunni þvíhægt er að týna. Fátæk móðir fer meðtvo krakka, fram á leiðis, verðurað flakka; erfiður er aumingja gangur, einkum þegar vetur er strangur. Tvíburar um háls móður hanga; henni verðurmegn um aðganga, fóta- kann ei framróa -árum, frosnum særist þunn kinn aftárum. „Annist Guð“, sei’rhún, „aum- ingja þessa, ég er villt, en farið að hvessa; hvernigmá égbörnunum bjarga, bitran svoþeim einái farga?“ Jónas Hallgrímsson: Fýkuryfir hæðir og frostkaldan mel. ífjallinu dunar, en komið er él. Snjóskýin þjóta svo ótt ogsvo ótt. Auganu hverfur um heldimma nótt vegur á klakanum kalda. Hver er in grátna, sem gengur um hjam, götunnar leitar og sofandi barn hylurífaðmi ogfrostinu ver, fögur í tárum? En mátturinn þver. Hún orkar ei áfram að halda. „ Sonur minn góði, þú sefiir í værð, sérð ei né skilur þá hörmunga stærð, sem að þér ógnar og á dynja fer. Eilífi Guðssonur, hjálpaðu mér saklausa barninu að bjarga. Sonurminn blíðasti, sofðu nú rótt. Sofa vil eglíka þá skelfingarnótt. Sofðu. Éghjúkra oghlífiþér vel. Hjúkrarþérmóðir, svo grimmasta él má ekki fjörinu farga. “ vÞað sem er sjaldgæfast á Islandi er fegurðartilfinning og skáld-andi. Vísur þeirra eru dýrt kveðnar, og með mikilli kunnáttu, en öldúngis andalausar. Allur saungur að kalla má lætur þeim illa, og jafnvel únglíngarnir bera valla við að sýngja mestu gamanvísu, nema með lík- saungslagi. I þessu eru lanz- menn hvur öðrum líkir, þó því verði ekki neitað, að það er lángtum meira líf í Norðl- íngum en Sunnlendíngum. Þeir eru fjörugri, framtaks- meiri og miklu þægilegri í umgengni, og eins eru þeir rómfegri og kallmannlegri í máli“. Úr Athugasemd um Íslendínga eftir Loðvík Kristján Mttller, cand. theol., sem birtist i I. tölu- blaði Fjölnis. Jónas hafi getað greitt rímnakveðskap náð- arhöggið með þessum dómi. En ungir menn tóku vafalítið mark á Jónasi, svo kannski ýtti hann undir fall þeirra. En fyrst og fremst var tíðarandinn mótsnúinn þeim, þegar bilið milli alþýðuskálda og menntaðra skálda breikkaði. En ritdómur Jónasar hefur lengi verið vinsælt umhugsunarefni og stundum bent á að Jónas ráðist ekki endilega á allar rímur, aðeins þær verstu og lág- kúmlegustu. En í fyrstu setningunni er Jón- as ekkert að skafa utan af skoðun sinni á þessum skáldskap og talar þar um greinina í heild. Fjölnir var ekki eina tímaritið sem var gefíð út af íslendingum á þessum tíma. Sunnanpósturinn var mánaðarrit, sem kom út hér heima, þegar Fjölnir var að fara af stað. Ur þeim stað komu nokkrar ádrepur á Fjölni, sem fjórmenningarnir svöraðu hæðnislega fullum hálsi í 2. Og 3. árg. Sunnanpósturinn gerði grín að stafsetningu og fomaldardýrkun Fjölnismanna. Þessar deilur eða kýtingur verða ekki raktar hér, en það var vafalaust nokkuð heitt milli þessara tveggja hópa. Og svo virðist sem Sunnanpósturinn hafi átt sér fleiri bræður í andanum hér, en Fjölnismenn. En það var ekki aðeins deilt um málefni, heldur virðast þessir andstæðingar hafa lagt sig fram um að gera hjut hvors annars sem neyðarlegastan. Sr. Árni Helgason, einn Sunnanpóstsmanna, birti í honum ljóð, sem er reyndar þýðing á norsku kvæði. Nokkuð er þýðingin'gÍHjSíeg og það fór ekki fram j hjá Jónasi, séíri sendi félögum sínum háðskt 1 bréf, með kvæðinu betmmbættu eða öllu frekar ortu upp, kvæðið Móðurást. Fjölnis- félagar birtu svo kvæðið í 3. árg. Fjölnis með kafla úr bréfí Jónasar undir fyrirsögn- inni Grikkur. 4. árg. hefst með nokkurs konar vamar- ræðu útgefanda, þar sem þeir svara marg- víslegum umkvörtunum, og árétta enn frek- ar hvað fyrir þeim vaki. Þetta er býsna fróð- legur lestur og segir margt og mikið um hugmyndir og skoðanir fjórmenninganna. Þama er líka að fínna ræðu eftir Konráð um íslenzku, háleitar vangaveltur um ágæti tungunnar. Gunnarshólmi Jónasar er þama líka og í erlenda kaflanum er löng frásögn af pólska hershöfðingjanum Tadeuzi Kosc- iuszko auk eftirmæla 1837. Eftir þessa fyrstu fjóra árganga Fjölnis verða eiginlega kaflaskil í útgáfusögu tíma- ritsins. Tómas fór heim, þegar útgáfan fór af stað. Kannski sá hann tímaritið öðmm augum vegna þess að hann er innan um lesenduma. Alla vega skrifar hann félögum sínum gagnrýnisbréf í gríð og erg og það var margt sem honum þótti fara miður. Það kemur skýrt fram í bréfum Tómasar til vinanna í Höfn að hann hefur haft háleit- ar hugsjónir um að vinna landi sínu allt hið bezta. Láður í því var Fjölnisútgáfan. Hann er því ótrúlega sár við Fjölnismenn, þegar honum þykir þeir klúðra Fjölni og það falla mörg og þung orð í bréfum hans til þeirra. í bréfí til Jónasar 6. september 1835, sem hann skrifar um leið og hann hefur fengið 1. árg. í hendur, tfnir hann margt óánægju- efnið til. Hann þolir illa útlit og uppsetningu ritsins, leggur áherzlu á að efnið verði að snerta lífið á íslandi og að ekki megi fína málið svo að almenningur skilji það ekki. Hann kemur með uppástungur um efni og hvað hann geti hugsað sér að skrifa um. Pólitískt efni frá Danmörku vill hann taka með. Hann heldur áfram að skrifa félögum sínum um Fjölni næstu árin, einkum Jónasi og Konráði. Honum sámar að félagar hans kenna honum að nokkm um dræmar undir- tektir ritsins hér, vegna bréfs hans frá ís- landi í 1. árg. Og hann verður æ sárari, bæði vegna þess sem í ritinu er og þess sem ekki er, og að efni hans og hugmyndir em ekki nýttar. Hann skrifar Konráði langt mál um hve ósammála hann sé stafsetning- arhugmyndum hans, þó hann viðurkenni að það eigi að taka tiílit til framburðarins. í öðm bréfí til Konráðs segir hann sér vera það full alvara að ganga úr hópnum, haldi þeir áfram að hundsa tillögur hans. I bréfí til Jónasar 1838 hefur Tómas uppi harða tölu um dugleysi og ómennsku félaga sinna og segir „framvegis sundur félagsskap okkar í að gefa út Fjölni". í 4. árg. geti þeir sett það sem þeir vilji, en þeim 5. vilji hann ráða einn. í síðari bréfum svíður honum að félagamir geri smásmugulegar athugasemdir um málfar og annað slíkt, þegar þeir viti að hann getur ekki setið lengi í einu við skriftir, því blóðið gangi upp úr honum. I 5. árg. sem Tómas sá um er eingöngu íslenzkt efrii, grein um fólksijölgun á klandi og um bókmenntir hér, auk kvæða og eftir- mæla 1938. Þama er sannarlega nytsemis- hugsjónin í fyrirrúmi. Hann ræðir málin við landa sina í landsföðurlegum tón, tekur þá á hné sér og leiðir þeim fyrir sjónir hvemig vel fari á að koma hlutunum fyrir. Tómas deyr 1841, Jónas er laus við þessi árin vegna ferðalaga hér og annað við náttúmfræðiiðk- anir. Eftir að Tómas missir kraftana tekur eiginlega við nýr kafli í útg. Fjölnis. Það ganga fleiri til liðs við þremenningana í Höfn og hópurinn verður sundurleitari. Nú var upprisinn meðal íslendinga í Höfn áhugasamur og kröftugur baráttumaður fyrir bættum kjömm landa sinna, sumsé Jón Sigurðsson. Hann hafði áhuga á tímaritaút- gáfu, enda eina leiðin til að viðra hugmyndir sínar. Hann gengur til liðs við Fjölnismenn, ásamt nokkmm stuðningsmönnum sínum. 1840 er stofnað félag um útgáfuna, en lítið gerist fyrr en 1841 að þessi hópur hugsar sér til hreyfings í útgáfumálum. Jón og hans menn vilja breyta nafni ritsins, kærðu sig ekki um að þurfa að sannfæra gamla andstæðinga Fjölnis um að nú væri mnnin upp ný tíð. Gamli Fjölniskjaminn var öld- ungis mótfallinn nafnbreytingu. Það vora greidd atkvæði, menn vora ósammála um niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og Jón vildi þá lagabreytingu um hana. Hún fékkst ekki í gegn svo hann og hans menn sögðu sig úr félaginu. Og sama ár fór Jón að gefa út eigið tímarit, Ný félagsrit. Það var reynt að ná sáttum, en árangurslaust. Þessir hóp- ar vom endanlega skildir að skiptum. Jón studdi alþingi í Reykjavík svo skoðanamunur var, en af bréfí einu frá Jóni virðist svo sem nafnið eitt hafí ráðið úrslitum. Gröndal álítur LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 5.APRIL 1986 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.