Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.04.1986, Blaðsíða 2
Háhyrningur fæðir afkvæmi Háhymingar hafa um árabil verið vinsæl sýn- ingardýr í sædýrasöfnum erlendis og á und- anförnum árum hafa verið veidd dýr hér við land til útflutnings. Frá því að háhymingar vom fyrst veiddir í þessum tilgangi fyrir meira en 20 árum hefur aukin þekking á lifnaðarháttum dýranna tryggt betri þrif þeirra og vellíðan. Það telst hins vegar til meiriháttar viðburða þegar háhymingar í sædýrasöfnum fæða kálfa með eðlilegum hætti. Eftirfarandi frásögn er af einum slík- um atburði hjá Sea World safninu á Flórída. Þar sem hér átti í hlut kýrin Kandu, sem veidd var við ísland í október 1978, fékkst leyfi höfunda til að þýða greinina, sem birtist nú fyrir stuttu í japanska tímaritinu Anima. _____________________ Það var í júlí 1985 að okkur var fyrst ljóst að Kandu gengi með kálf. Ákaft til- hugalíf hvalanna í lauginni undangengna íjóra mánuði, sem var fjörugra en nokkru sinni fyrr, gaf okkur tilefni til bjartsýni. Við höfðum tekið eftir því að vel fór á með hvalnum Kandu, níu ára kú ættaðri frá ís- landsströndum, og tarfinum Shamu, sem er 27 ára gamall frá Norðaustur-Kyrrahafi og hefur verið í lauginni allar götur frá árinu 1969. Okkur þótti því harla líklegt að Kandu gengi nú með kálf í fyrsta sinn. í júlí var grunur okkar staðfestur með mælingum á hormónainnihaldi í blóði dýr- anna. Fastur liður í eftirliti með héilsufari hvalanna eru mælingar á kvenkynhormón- um, svokölluðum prógesterónhormónum. í júlímánuði snarhækkaði magn þessa horm- óns hjá Kandu og hélst þannig áfram, sem var óyggjandi vísbending þungunar. Eftirvæntingin var mikil, en af fenginni reynslu var til að byija með beðið með að tilkynna nokkuð. Það er nefhilega margt, sem komið getur fyrir á 15—18 mánaða löngum meðgöngutíma háhyrnings eða á fyrstu vikunum eftir burð, ekki síst þegar um er að ræða frumbyrju, einsog hér var. Það er vel þekkt meðal villtra spendýra, að fóstur misfarist, þó orsakimar séu ókunnar. Athuganir úti í náttúrunni sýna einnig hátt dánarhlutfall nýfæddra kálfa vegna sjúk- dóma, afráns eða vegna þess að samband móður og kálfs er ekki með eðlilegum hætti. Síðastnefnda atriðið er sennilega vegna þess að meðal margra spendýrateg- unda eiga frumbyijumar oft í erfíðleikum með að bregðast við nýju hlutverki sínu sem uppalendur ungviðis. Með þetta í huga fylgdumst við náið með framvindu mála á komandi mánuðum. Á meðgöngutímanum hélt Kandu til í 19.000 tonna Shamu-lauginni, sem er í raun sér- hönnuð „vöggustofa" fyrir háhyminga og hafði kostað á áttunda hundrað milljónir króna að reisa. Kandu dafnaði vel, tútnaði út og vó að lokum á þriðja tonn. Athygli vakti að á meðgöngutímanum virtist hún tengjast Namu, tólf ára stöllu sinni ættaðri úr Norður-Atlantshafí, sannkölluðum tryggðarböndum. Á síðustu mánuðum meðgöngutímans þjálfuðu atferlisfræðingar Sea World safns- ins hina verðandi móður í mjólkurgjöf. Með því að leiðbeina henni sem best var vonast til hún vendist móðurhlutverkinu, sem síðan tryggði að afkvæmið aðlagaðist nýju um- hverfí og fengi nóga mjólk til vaxtar og þroska. í lok ágúst 1985 þegar ljóst var að Kandu nálgaðist burð, hófst um mánaðarlegur biðtími starfsmanna safnsins, þar sem vakað var yfir hverri hreyfingu hinnar verðandi móður. Loks að morgni þess 26. september sýndi Kandu greinileg merki þess að hún kaus frið og ró. Hún forðaðist stöllu sína Namu og hélt mestmegnis til útaf fyrir sig í hinni geysistóru hvalalaug. Klukkan 14:08 komu fyrstu fæðingarhríðamar. Næstu fjór- ar klukkustundimar mátti i þrigang greina kálfinn án þess að af fæðingu yrði. Loksins dró til tíðinda, klukkan var 18:20. Kandu tók sí og æ að slá sporðinum upp og niður, og renndi sér síðan upprétt yfír þvera og endilanga laugina. í einu vetfangi var kálf- urinn fæddur. Hann kom í heiminn með höfuðið á undan og synti án hjálpar, að þvf er virtist hálfringlaður, upp á yfirborðið til þess að taka fyrstu andköfin. Um leið og áhorfendur fögnuðu innilega með hróp- um, baulaði Kandu og hélt til afkvæmis síns. Kálfurinn var hreinasta augnayndi, eigin- lega vasaútgáfa foreldra sinna, en þó aðeins um 180 sm að lengd og 160 kg að þyngd. Hann styrktist og sótti stöðugt í sig veðrið í hvert skipti sem hann kom upp á yfir- borðið til að endumýja súrefnisforðann. Stuttu eftir burð bættist síðan vinkonan Namu í hópinn og uppfrá því urðu þessi þijú óaðskiljanlegir-sundfélagar. Þann 20. október 1985 þegar þetta er ritað, hafa bæði dýralæknar og atferlis- fræðingar haft stöðugar gætur á Kandu og afkvæmi hennar. Kálfurinn byijaði nær strax að sjúga spena móður sinnar og áður en sólarhringur var liðinn fékk hann sér mjólk að drekka á nær einnar klukkustundar fresti. Það er gert ráð fyrir að svo verði í um það bil eitt ár, likt og hjá villtum háhym- ingum og að kálfurinn hverfi síðan smám saman að fastri fæðu í lok fyrsta árs eða í byijun annars árs. Mánaðargamall hafði kálfsi nær tvöfaldað fæðingarþunga sinn og líklegt var að þyngdaraukningin yrði sú sama á næstu sex mánuðum. Atferlisfræðingurinn David Butcher hefur fylgst með Kandu og afkvæmi hennar. Hann lýsir af ákafa reynslu sinni: „Dag hvem læmm við eitthvað nýtt. Kálfurinn sýnir stöðugt aukið sjálfstæði, er farinn að yfirgefa móður sína í könnunarskyni og í leik. Líkt og farið er með ungviði annarra dýra, bætir hann við þekkingu sína með eftirhermu. Hann reynir að fara eins að og móðirin — syndir baksund, stekkur upp úr lauginni og stingur hausnum uppúr til að kanna heiminn ofan vatnsborðs." Kálfurinn gefur oft frá sér hvell hljóð, bæði niður í vatninu og ofan yfirborðs. I trausti þess að mamma viti hvað óhætt er og hvað beri að forðast, hagar hann sam- neyti sínu við starfslið sædýrasafnsins líkt og móðirin gerir. Kandu hefur auðveldlega aðlagast sínu nýja móðurhlutverki. Auk þess að leika við og ala önn fyrir afkvæmi sínu tekur hún nú orðið þátt í reglulegum sýningum í hvalalauginni tvisvar á dag. Eftir að laugin var opnuð tveimur dögum eftir fæðinguna hafa 125.000 manns heimsótt laugina og skoðað fmmburðinn. Reikna má með að nálægt ein og hálf milljón manns hafi gengið á fund kálfsins á eins árs afmælinu. Edward Asper, einn af forvígismönnum safnsins í Orlando, segir eftirfarandi: „Hér er fágætt tækifæri og í raun forréttindi okkar sérfræðinganna og gesta safnsins, að eiga þess kost að fylgjast með háhyming- um á öllum þroskastigum. Það er svo margt að læra um þessar skepnur — vöxt þeirra, þróun félagsatferlisins og þroskaferlið. Segja má, að út frá dýrafræðilegu sjónar- miði hafi fæðingin fært okkur nær tegund- inni. Við hlökkum til komandi ára því margt er enn að læra af þessum dýmm og um þau.“ Jóhann Siguijónsson þýddi. V I S U R Stefán frá Hvítadal var Sigurðsson f. 1887, d. 1933. Hann var eitt af höfuðskáldum okkar á þessari öld. Fyrsta bók hans, Söngvar föm- mannsins, kom út 1918. Þar em þessar Stökur. Líf mitt óðum fjara fer, finn það síðar betur. Fjöruborðið augljóst er, enginn bjargað getur. Brjóst mitt þraut á stormsins stig, Streymir vökvinn rauði. Eidar falla yfir mig ertu þama dauði? Gegnum ljórann gæist þú, glottir kalt að vanda. Leggur brattgeng bamatrú brú til fegri landa. Víki fyrir skini skúr, skrifli reynist brúin. Þegar raknar eitthvað úr, aftur slokknar trúin. Enginn getur eignast vin öllu betri en trúna. Herra, lát ei skammær skin skekkja úr lagi brúna. 1927 kom út Helsingjar. Það var ijórða og næst síðasta bók Stefáns. Þaðan tek ég kvæðið Bjartir morgnar. Vora tekur. Áraa er. Æskan rekur gullna þ'ræði. Sólin vekur, gegnum gler, geislum þekur rekkjuklæði. Sálin hressist, fær nú frið. Feigð úr sessi hné í valinn. Flutt er messa. Vaknið við. Vorið blessar yf ir dalinn. Gekk þar lengi stað úr stað, stukku hengjur blárra mjalla. Víða þrengir vetri að, vorið gengur nú til fjalla. Lækir flæða, hækka hreim. Hugljúf kvæði skap mitt yngja. Engin mæði amar þeim. Æskubræður mínir syngja. Árglöð kalla ærslin þar, yngist sjálfur vori feginn. Hálfar falla hendingar, hoppa álfar fram á veginn. Svo hverfum við á vit nafn- lausra skálda. Hér em mjög gamlar vísur, sem enginn veit hver ort hefun Askjan mín er orðin tóm. Eginn má það vita. Við skulum sigla suður í Róm og sækja í hana bita. Út á sjó við ýtum nú öldukjóa státnum. Við skulum róa vaskan þijú vel á mjóa bátnum. Dvínar máttur, dagur, dagur þver, dvínar sláttur fyrir mér. Klukkan átta klingja fer, kominn háttatfmi er. Held ég ekki hratt um veg, horfin bestu árin. Hann er orðinn eins og ég eHihmmiir klárinn. Illa bftur enn hjá mér, eggin slftur stráin, grasið þrýtur, gaman þver, gijótið brýtur ljáinn. Mér er illt f mfnum haus, Mest af þreytu og lúa. Maður enginn mæðulaus má í heimi búa. J.G.J.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.