Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 12
Var Snorri Sturluson gerður jarl af Folksn? ilefni eru verðmæt, ef til vill verðmætari heldur en virst gæti í fljótu bragði, því þau eru til þess fallin að leysa orku úr læðingi. Þess konar orka hefur verið virkjuð með ýmsum hætti í tímans rás. Margvísleg lista- verk og mannvirki eru til vitnis um það. Sé þetta haft í huga liggur við að það jaðri við ábyrgðarleysi að nýta ekki tilefni þegar þaugefast. Á síðastliðnu ári var þess minnst að liðin væru 700 ár frá dauða Sturlu Þórðarsonar, sagnaritara og skálds. Sturlu var minnst á svæði Háskólans, greinar birtust um hann á prenti og í útvarpi voru þættir um Sturlungaöldina. Þrátt fyrir þetta er eins og greinarhöfundi finnist að Sturla hafi átt meira skilið. Hvers vegna kom íslenska sjónvarpið ekki við sögu þessara hátíðar- halda? Og hvað voru Norðmenn að hugsa? þeir munu hafa látið þessi tímamót af- skiptalaus með öllu. Sjónvarpsmyndaflokkur UmÖldSturlunga Um það bil fjórum árum fyrir 700. ártíð Sturlu Þórðarsonar hafði undirritaður heitið sjálfum sér því að freista þess að setja saman handritsdrög að sjónvarps- myndaflokki um öld Sturlunga, sem væri skoðuð með augum Sturlu sagnaritara Þórðarsonar. Það var ekki ætlunin að fá Folksn, fundist mér bera viss skylda til þess að greina frá því, sem þar bar fyrir augu. Nú hefur ártíð Sturlu Þórðarsonar og sú Sturlunguumræða, sem í kjölfar hennar hefur fylgt orðið mér hvatning til þess að láta verða að því. Skulu nú dregin fram nærfelt sjö ára gömul minnisblöð úr Folksnarferð og valdar ljósmyndir úr miklu safni, sem teknar voru í ferðinni. Upplýsingar um eyjuna Folksn, ættu að verða til þess að varpa nokkru ljósi á Stytturnar af Snorra — önnur í Ileykholti, sú að neðan íBjörgvin. ttðL —.......;...... ... ................................ Konungsgarðurinn í Folksn. Bæjarhúsin þar eru sögð rera frá því um 1700. Folkns. Hér var búsældarlegt um að títast og miktír ræktunarmögu- leikar fyrir búmann á borð við Snorra Sturluson, sem sagt var umað hefði haft góðar forsagnir á ötíu því er gera skyldi. Nokkrar hugleið- ingar í tilefni 700. ártíðar Sturlu Þórð- arsonar Eftir Erlend Sveinsson tryggingu fyrir því fyrirfram, að slíkur myndaflokkur yrði einhvern tíma gerður. Hér var verið að gæla við enn eina draum- sýnina, sem vill loða við íslenska kvik- myndagerð, drauminn um kvikmyndun fornbókmenntanna. Að sjálfsögðu tókst ekki að ljúka þessu ætlunarverki á tilskyld- um tíma og er enn langt í land til að svo megi verða. Til þess að bregðast ekki heit- strengingunni góðu frá árinu 1980 fullkom- lega á 700. ártíð Sturlu Þórðarsonar venti undirritaður sínu kvæði í kross og tók til við að semja þrjár blaðagreinar um af- markað efni í Sturlungu út frá eyju nokk- urri fyrir mynni Þrándheimsfjarðar í Noregi, sem í Hákonarsögu Sturlu Þórðar- sonar nefnist Folksn. f greinum þessum verður síðan einkum fjallað um Sturlu Þórðarson og Snorra Sturluson, lykilper- sónurnar í fyrrgreindum sjónvarpsmynda- flokki. Ég lít ekki á þessar greinar sem fræði- greinar, heldur sem bakgrunnsathuganir fyrir kvikmyndaverk. Það er trú mín, að spurningar þær sem reifaðar verða í grein- unum, ásamt ferðalýsingunni til Folksnar, veki forvitni lesenda Lesbókar Morgun- blaðsins og að um þetta leikmannshjal geti orðið Sturlu í Hákonar sögu átt við: „Betr er slíkt mælt en eigi“. Á Slóðum Snorra Sturlu- SONAR OG STURLU ÞÓRÐAR- sonarÍNoregiSíð- SUMARS 1978 Sumarið 1978 gafst undirrituðum kostur á því að ferðast um slóðir Sturlungu og Heimskringlu í Noregi, ásamt Sigurði Sverri Pálssyni, kvikmyndagerðarmanni og Oddvari Foss, norskum sagnfræðingi og starfsmanni norska sjónvarpsins, sem var leiðsögumaður í ferðinni. Við höfðum ákveðið að verja heilum degi til að skoða eyjuna Folksn fyrir mynni Þrándheims- fjarðar. Nafn eyjunnar hefur breyst í ald- anna rás og heitir hún í dag ýmist Fosen eða Fosna / Stórfosna. Einhvern veginn er það svo, að mér hefur ætíð síðan ég dvaldi þennan eftirminnilega dag úti í eyjunni spurninguna um folgsnarjarlsnafnbót Snorra Sturlusonar og ef til vill vinnubrögð Sturlu Þórðarsonar, sem færði frásögnina um hana í letur. En áður en við hefjum upp frásögn af för til Folksnar og lýsingu á staðháttum þar er nauðsynlegt að gera lítils háttar grein fyrir því vandamáli, sem hér um ræðir og er svo nátengt eyjunni Folksn. SNORRI Folgsnarjarl „Ok var það sögn Arnfinns, at hcrtoginn gæfi Snorra jarlsnafn, ok svá hefir Styrmir inn fróði ritat: „Ártíð Snorra fólgsnarjarls," — en engi þeira íslendinganna lét þat á sannast“ (Sturl. 143 kap.) Óhugsandi er að fjalla um Snorra Sturlu- son, án þess að velta fyrir sér afstöðu hans til norska konungsvaldsins. Hefur mikið verið rætt og ritað um það efni og menn ekki verið á eitt sáttir, hvernig beri að skilja heimildirnar og hvernig túlka eigi viðhorf Snorra. í þessu sambandi hefur jafnan skipt miklu máli, hvaða skilning menn leggja í ofanskráða tilvitnun, þótt fjölmargt annað komi til álita. Merkir fólgsnarjarl leyndur jarl (af íslandi), eins og flestir álíta og skólabækurnar og opin- ber sagnfræði hefur staðfest eða felst í orðinu folgsnarjarl merkingin jarl af Folksn(íNoregi)? Frásögn Sturlu í 143. kapítula fslendinga sögu (Sturlunguútg. 1946) þess efnis, að Skúli hertogi hafi gefið Snorra jarlsnafn sver sig mjög í ætt við orðsveim. Engin staðfesting fékkst fyrir þessu á dögum Sturlu sjálfs og því er það ekki vandalaust og ef til vill útilokað að komast að niður- stöðu í málinu mörgum öldum síðar. Lík- lega yrði frásögn af þeim toga sem hér um ræðir flokkuð á okkar dögum undir slúður- sögu. En oft er fótur fyrir slúðrinu og hver hefur ekki heillast af því að reyna að komast til botns í sannleiksgildi slúður- sagna? Sturla segir, að engir íslending- anna, sem voru í boði Skúla, þegar hann átti að hafa gefið Snorra jarlsnafnið, hafi staðfest, að þetta hafi átt sér stað. Á því gætu reyndar verið ýmsar skýringar, m.a. sú, að upplýsingar þar að lútandi gátu komið þeim sjálfum í koll. Olafur Þórðar- son, einn þeirra, sem var viðstaddur at- burðinn, var bróðir Sturlu. Hvað svo sem hefur farið síðar á milli þeirra bræðra um þetta mál, þá hefur Ólafi ekki tekist að eyða grunsemdum Sturlu um að Snorri hafi verið gerður jarl, sbr. tilvitnunina í Styrmi: ... ok svá hefir Styrmir inn fróði ritat. Önnur heimild Sturlu er Norðmaður- inn Arnfinnur Þjófsson, stallari Skúla, sem var þar af leiðandi einn nánasti samverka- maður hertogans og hefði átt að vera gjör- kunnugur málinu. „Ok var það sögn Arn- finns", segir Sturla. Sturla átti þess ekki kost að hitta Arnfinn að máli. Arnfinnur lést í Noregi árið 1241, sama ár og Snorri Sturluson. Og fjórum árum síðar lést höf- undur ártíðarminnisgreinarinnar, Styrmir hinn fróði, príor í Viðeyjarklaustri. Hér er því margt á huldu. Svo sem kunnugt er þá er mikið af slúðri og ýmis konar dylgjum í íslendinga sögu Sturlu, sbr. þegar sagt er um tiltekin mál, að sumir hafi sagt þau vera svona en sumir segja að þau hafa verið öðru vísi, eða hvað skal segja um ummæli eins og: ... ok hélst sá orðrómur lengi síðan, eða ... þat er sögn manna, at ... eða ... ok var þat sumra manna mál, at Snorri letti lítt Loft upp- reistar á mót Birni. Þannig mætti lengi upp telja. En segjum sem svo að það hafi verið fótur fyrir slúðrinu í þetta sinn, sbr. tilvitnunina í Styrmi, sem Sturla getur ekki alveg leitt hjá sér, því hann veit að Styrmir hefði mátt gerst vita um málið, er þá allsendis víst, að Sturla og samtíðar- menn hans hefðu lagt sama skilning í folgsnarjarlsnafnbótina, sem gert er á okkar tímum, að Snorri hafi verið gerður leyndur jarl yfir íslandi. Það kemur hvergi fram í sambandi við það jarlsnafn, sem hér um ræðir, að það hafi verið tengt jarladæmi á íslandi. Hins vegar má minna á, að Snorri hafði áður verið gerður lendur maður konungs í Noregi. Var það útilokað að Snorri hafi verið gerður jarl í Noregi í þetta skiptið? Hafði Skúli hertogi ekki um annað þarfara að hugsa á þessum tíma en að ná völdum á íslandi fyrir tilstilli Snorra, sem hann vissi af fyrri reynslu, að ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.