Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.11.1985, Blaðsíða 10
Torfi treður snjóinn og hryggurinn rirðist innan seilingar, eða hvað? En það er eins og rant er, þegar mynd er tekin beint upp eftir brattri brekku, þá sýnist bún flatlendi. Komið upp íbúðir númer eitt Nerado Urusíbaksýn. reka dýrin upp bratta hlíðina, gegnum þéttr kjarr og komast þannig framhjá hliðinu. Seinna sögðu okkur Svisslendingar, sem við hittum upp í höfuðbúðum, að hann hefði reynt að leika sama leikinn við þá. Kannski ósköp eðlilegt? Hver reynir ekki að sleppa fyrr heim úr vinnunni, eigi hann þess kost? Til höfuðbúða komum við eftir fimm tíma gang og þá höfðum við hækkað okkur um tæpa 1100 metra. Þetta var tvisvar til þrisvar sinnum meiri hækkun á svefnstað en ráðlegt er fyrir fólk sem ekki hefur aðlagað sig hæðinni. Menn voru því hálf- vankaðir þetta síðdegi en við komum þó tjöldunum tveimur upp, með harmkvælum þó. Torfi, kokkur leiðangursins, virtist einna hressastur. Að minnsta kosti tókst honum að sinna skyldu sinni. Afraksturinn var kássa. Eftir tvo munn- bita gafst ég upp, lagðist fyrir og einbeitti mér að því að anda. SÚREFNISSKORTUR OG Höfuðverkur Næsta dag hvíldumst við í höfuðbúðum. Á þriðja degi höfðum við ráðgert að fara á Nevado Urus, sem er 5495 metra tindur beint upp af tjaldbúðum okkar. Þessi tind- ur er hentugur til aðlögunar, enda auðveld- ur uppgöngu og hækkunin mátuleg fyrir upp- og niðurferð samdægurs. Næturnar voru kaldar. Hitinn fór oft niður fyrir frostmark. En þegar sólin náði að vega sig upp yfir fjallatindana í austri var fljótt að hlýna. Næturhrímið þiðnaði af gróðrinum á svipstundu og lofthitinn hækkaði um 20 gráður á nokkrum mínút- um. Fyrir tjaldbúa virkaði þetta sem eins konar náttúruvekjaraklukka. Því miður klukka sem ekki var auðvelt að stilla. í botni Ishinkadalsins hringdi náttúruvekj- araklukkan klukkan 7.13. Þegar taka átti til mat þennan morgun varð okkur fyrst fyrir alvöru ljóst að gerð höfðu verið hrapalleg mistök. Matarbirgðir voru af mjög skornum skammti. Morgun- matur fannst ekki. Örbirgðin var þvílík að jafnvel Þorsteinn, innkaupastjórinn í þetta fyrsta og eina skipti, varð að viður- kenna skortinn. — Eða hvað? — Haframjölið! Það er ekkert mál að búa til hafragraut." — Það vantar rnjólk." — Mjólk? Ekkert mál að nota vatn.“ — Hefurðu smakkað vatnshafragraut?" — Já, já. Hættiði þessu væli. Eg skal búa til fínan hafragraut handa ykkur. Svona þykkan og góðan eins og hún mamma gerði í gamla daga.“ Þykkur var hann, og límkenndur. Ansi er ég hræddur um að Þorsteinn hafi aðeins borðað grautinn hjá mömmu sinni. Nema þá að hann væri haldinn þeirri meinloku frá bernskuminningunni að hafragrautur og kornflex hefðu sömu uppskrift! Um klukkan tíu lögðum við af stað. Leiðin lá upp stórgrýtta, bratta skriðu upp að jökuljaðri í 5000 metra hæð. Þaðan var að því er virtist auðveld ganga upp jökulinn og eftir snotrum snjóhrygg sem myndaði toppfjallsins. Ferðin gekk tiltölulega átakalaust upp skriðuna. Við jökuljaðar tók þoka á móti okkur. Allt hvítt. Þunna loftið gerði einnig vart við sig. Ég fann hvernig slagæðarnar í hálsinum hömuðust við að pumpa súrefni til heilans. Þegar ég hægði á mér, eða stoppaði til að kasta mæðinni, hægðu slag- æðarnar einnig á sér. Við það varð súrefn- isskortur í efra sem lýsti sér í auknum höfuðverk. Þægilegast var að reyna að ná hægum og jöfnum gönguhraða og paufast þannig áfram í þokunni, helst hugsunar- laust. Svona „skemmtiferð" þolir nefnilega ekki mikla rökhugsun um tilgang sinn án þess að fá bráðan endi. Toppnum var náð. Það var ánægja og léttir. Mikill léttir. Útsýnið var mjög tak- markað eða eins og íslenska veðurstofan orðar það, „skyggni lélegt." Metnaði var fullnægt. öll höfðum við, að Þorsteini úndanskildum, sett persónulegt hæðarmet. Það og sú vitneskja að allir spjöruðu sig sæmilega var góðs viti fyrir komandi fjallaferðir. Tilganginum var náð. HlTI í 5 ÞÚSUND METRA HÆÐ Sólskin hafði yfirleitt ekki vantað í Ishinkadalinn þann tíma sem við höfðum dvalið þar en ský höfðu alltaf hulið hæstu fjöllin. Til undantekninga taldist ef vind hreyfði. Þó að við vindbarðir íslendingam- ir ættum erfitt með að kyngja því, þá þótti þetta vont veður. Á fimmta degi fengum við í fyrsta skipti gott veður. Morgunninn rann upp bjartur og fagur. Fjöllin voru jafnvel enn glæsi- legri en ég hafði gert mér í hugarlund þegar ég, alla fjóra dagana á undan, rýndi í skýin og skáldaði topp á hæstu fjöllin. Toqllaraju var sérlega glæsilegt við sólar- upprás. Sólin vó sig upp yfir tind þess og hellti geislum sínum yfir dalinn. Þessi dagur var einmitt ætlaður til að bera út- búnað og vistir upp í búðir númer 1 á fjallinu og búa þannig í haginn fyrir atlögu okkar á fjallið. Búðir 1 voru í 5100 metra hæð. Ferðin þangað gekk frekar seinlega, bæði vegna hitans og eins vegna þess að við höfðum ekki enn náð fullri aðlögun. Til að ná fullri aðlögun í 4000—5000 metra hæð er talið að maður þurfi að dvelja í þeirri hæð að minnsta kosti í eina viku. Þetta er þó mjög einstaklingsbundið og sumir aðlagast mjög illa eða ekki mikilli hæð. Það var því eðli- legt að ferðin gengi brösugléga. Samt átti ég erfitt með að sætta mig við það, raunar fannst mér þetta bara bölvaöur aumingja- skapur. Anna Lára var sú eina sem var löglega afsökuð. Hún var bæði með kverka- skít og hita en lét sig samt hafa það að bera birgðir jafnt á við okkur. Daginn eftir var farið aftur upp í búðir 1 og tjöld reist. Búðirnar voru staðsettar í lítilli jökulhvilft sem myndast hafði upp við klett sem stóð upp úr jöklinum. Aðstæð- ur þarna voru ailar hinar ákjósanlegustu. Búið var að hlaða stóran skjólgarð í snjón- um og á klöppunum var fyrirtaks aðstaða fyrir eldamennsku og annað stúss. EKKITEKIÐÚT meðSældinni Það var ræst klukkan 4 aðfaranótt 5. júní. Þegar var hafist handa við að bræða snjó og hita vaín. Við áreynslu í þunnu lofti verður líkaminn fyrir miklu vökva- tapi. Afar mikilvægt er að mæta þessu vökvatapi með aukinni vatnsdrykkju, svo að viðkvæmt efnajafnvægi líkamans rask- ist ekki. Prímusarnir tveir máttu því bræða stanslaust í þrjá tíma áður en við vorum tilbúin að leggja af stað. Ég var orðinn óþolinmóður, en eftir- væntingin og stemmningin urðu fljótt stressinu yfirsterkara. Fjölbreytt morg- unskíman skreytti hrikalegt landslagið skemmtilegri birtu. Myndavélin var óspart notuð. Þegar brattinn jókst þyngdist færið. Skýjabakkar síðustu daga höfðu greinilega skilað sinum skerf af nýsnævi í fjöllin. Eftir tveggja tíma göngu var sest niður til að hvílast og nærast. Þrátt fyrir þunga færð hafði okkur skilað sæmilega áfram. Hryggur, sem lá niður frá tindinum, virtist innan seilingar. Þegar hryggnum var náð gerði ég mér vonir um að færið skánaði. Bjartsýni mín fékk á sig brotsjó strax og við lögðum af stað. Nokkrum metrum fyrir ofan hvíldarstaðinn komum við að víðri jökulsprungu. Við neyddumst til að lækka okkur um 100 metra til að krækja fyrir hana. — Eða voru það bara 40 metr- ar? Að minnsta kosti var lækkunin ásamt snjóþungri brekkunni sem við tók, nægjan- leg til að draga mesta þróttinn og ákafann úr okkur. Tveimur tímum seinna var ég efst í þessari sömu brekku að troða seinasta spölinn upp á hrygginn. Ég var fullur gremju og reiði. Snjórinn jókst, gremjan jókst og reiðin jókst. Notaði hendurnar til að krafsa mig áfram. Allt í einu horfði ég ofan í svart hyldýpi. Sprunga! Ég var of reiður, of þreyttur og of kærulaus til að kanna aðstæður. Klofaði yfir. Hélt svo áfram sama hjakkinu með hraða snigilsins. AðTapaOrrustu — En EkkiStríðinu Þegar hryggnum var loksins náð gjör- breyttist færið. Allt í einu hafði ég eitthvað fast undir fótum. Hjarnið var laust við alla lausamjöll rétt eins og drottinn al- máttugur hefi sjálfur sópað svæðið. Brúnin lyftist, hraðinn jókst. Ég stanzaði þegar strekktist á línunni og leit upp. Tindurinn blasti við mér. Mér fannst hann vera 50 en ekki 500 metrum ofar. Ég réð mér vart fyrir kæti og arkaði af stað. Aftur tók í línuna. Ég neyddist til að stoppa en lagði af stað jafnskjótt og það slaknaði á línunni. Enn tók í línuna. „Hvern djöfulinn er hann Jón að slóra," sagði ég pirraður við sjálfan mig leiður á seinaganginum. Ég leit við en hlammaði mér síðan strax í snjóinn, og bölvaði sjálf- um mér fyrir heimskuna og hugsunarleys- ið. Jón var auðvitað enn að vaða snjóinn í klof. Þegar Jón kom upp til mín var hann ennþá á innsoginu svo ég slapp við skamm- ir í þetta skiptið. En Adam var ekki lengi í Paradís — og Steingrímur í ísrael. Fljótlega fór færið aftur að þyngjast. Nú var það sólin sem var sökudólgurinn. Þegar um 200 metrar voru ófarnir á tindinn hafði dregið verulega af okkur. Þunna loftið var farið að segja til sín og sólin var búin að gera færið illviðráðanlegt. Vonleysið orðið viljanum yfirsterkara. Það eina sem vantaði var eitthvert lítið tilefni til að við gætum brotið odd af oflæti okkar og viðurkennt okkur sigruð. Tilefnið fengum við von bráðar. Snjó- bráðin var orðin það mikil að snjórinn var farinn að síga undan eigin þunga. Lítil snjógusa í brekkunni við hliðina á okkur var dropinn sem fyllti mælinn. Snarlega var úrskurðað, að snjóflóðahættan væri orðin of mikil. Við snerum við. Ungpía á Síðdegisgöngu Niður í búðir 1 komum við klukkutíma fyrir myrkur, dauðuppgefin og vonsvikin. 1 þann mund gekk ung stúlka framhjá og kastaði á okkur kveðju. Hún sagðist vera á leið á Toqllaraju, rétt eins og ekkert væri sjálfsagðara fyrir eirðarlausar ung- píur en að taka síðdegisgöngutúr á fjallið. Eftir stutt rabb hélt hún af stað en við sátum eftir gapandi af undrun og vissum vart hvort við ættum að gráta eða hlæja. Morguninn eftir vantaði eitt andlit í hópinn. Sólskin dagsins á undan hafði svipt Önnu Láru andlitinu. Við hinir misstum endanlega það litla sem eftir var af sjálfs- traustinu þegar við horfðum í kíki á stúlku- tetrið frá deginum áður klifra beinustu leið upp NV-vegg Toqllaraju. Það var því heldur rislítill hópur sem kom niður í höfuðbúðir þennan sama dag. Þar biðu Theodoro og asnarnir eftir okkur tilbúnir að flytja farangurinn niður til byggða. í höfuðbúðum voru fjórir Kanada- menn. Einn þeirra varð okkur samferða til byggða. Hann fræddi okkur á því að stúlkan, sem hafði rúið okkur sjálfstraust- inu þá um morguninn, væri einn albesti ísklifrari Kanada. Hún hafði klifið fjöll og gert hluti sem við höfðum hingað til aðeins leyft okkur að dreyma um. Sam- ferðamaður okkar þuldi upp afrek stúlk- unnar. Við sem höfðum tint sjálfstraustinu fundum það aftur. Tveim dögum seinna fékk Anna Lára andlitið aftur. Þar með höfðum við allt sem við höfðum áður misst og vorum reiðubúin til að hætta því öllu aftur fyrir nýja tinda og ný ævintýri. Framhald í næstu Lesbók.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.