Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Blaðsíða 4
lega „veikinda- og batasögu" hins unga sjúklings. Áhangendum Freuds hefur hingað til þótt þetta rit, „Skilgreining á ótta fimm ára drengs“, vera eitt höfuðverka sálgreiningar, sögulegt brautryðjandaverk þar sem kynlíf ungra barna var rannsakað í fyrsta sinn. Málsvarar Freuds segja að í þessu riti hafi meistarinn fært á læknisfræðilegan hátt sönnur fyrir kenningu sinni um Odi- pusarduldina. Sálgreinirinn Lizzi Rosen- berger telur verkið vera einhverjar „full- komnustu upplýsingar um taugaveiklun barna sem Freud eftirlét okkur“. Kurt R. Eissler, einn nemenda Freuds, segir: „Þeg- ar Hans litli játaði Ödipusaróskir sínar fyrir föður sínum var það heillastund fyrir allt mannkyn." HUGARÓRAR Kenningar Sig- munds Freud, sem hafa nánast staðið sem stóri sannleikur alla öldina, eru nú dregnar í efa af þekktum nútíma sérfræðingum og þykja bæði úreltar og óvísindalegar. Samantekt úr Der Spiegel. Fyrri hluti. Sálgreiningu Sigmunds Freud hefur hingað til jafnan verið líkt við byltingarkenndar kenn- ingar vísindamanna á borð við Kopernikus eða Charles Darwin, svo víðtæk áhrif hefur hún haft á hugsun mannsins og sjálfsþekk- ingu á 20. öldinni. Nú fjölgar hinsvegar þeim sem halda því fram að sálgreiningar- aðferð Freuds sé ekkert annað en óvís- indaleg batakenning. Heilasérfræðingar, líffræðingar og sálfræðingar ráðast nú hver úr sinni áttinni að sköpunarverki taugalæknisins frá Vínarborg þannig að vart stendur steinn yfir steini. Þar að auki hafa ævisöguritarar hans dregið ýmislegt það fram í dagsljósið sem varla verður til þess að varpa fegurra ljósi á goðum líka ímynd gamla meistarans. Það gerðist árið 1908 í Vínarborg að fimm ára drengur að nafni Hans Graf fylltist skyndiiega ofsahræðslu við hesta. Hann fékkst varla til að fara úr húsi því sú hugmynd sótti stöðugt á hann að þá myndi hestur birtast og bíta hann. Þegar dreng- urinn hætti sér út í gönguferðir fékk hann óstjórnleg grátköst, jafnvel þótt hann væri í fylgd fullorðinna. Foreldrar drengsins þóttust sjá öil merki þess að hann væri sjúkur og leituðu því ráða hjá taugaiækn- inum og prófessornum dr. Sigmundi Freud, Berggasse 19 í Vínarborg, en hann var gamall fjölskylduvinur. Freud ráðlagði áhyggjufullum föður drengsins að spyrja son sinn spjörunum úr um samband hans við móður sína og um leið, sagði Freud, væri hyggilegt að byrja að fræða drenginn um kynferðismál. Leynd Löngun TlL MÓÐURINNAR Max Graf, faðir drengsins, skrifaði sam- viskusamlega hjá sér hvað þeim feðgum fór á milli og léði Freud til aflestrar. Með þessi gögn í höndunum sökkti prófessorinn sér í bakgrunn hesta-hræðslunnar og skilgreindi von bráðar sjúkdóminn, án þess þó að hafa rætt við drenginn. Orsakir hesta-hræðslu drengsins væri að finna, sagði Freud, í leyndri löngun hans til að eiga kynmök við móður sína. Prófessorinn útskýrði líka að drengur- inn . Hans hefði „bælt“ sifjaspellslöngun sína af ótta við refsingu hins afbrýðissama föður síns. Eigi að síður læddist refsihót- unin svo að segja inn um bakdyrnar: hún birtist á „táknrænan" hátt í ýktri hræðslu við hesta, stór og sterk dýr með voldugan skökul sem frá sjónarhóli barnsins væru sjálfsögð holdgerving þess ofureflis sem í föðurnum byggi. Ári síðar þegar Hans litli hafði látið af hræðslu sinni við hesta lét Freud prenta viðamikið rit bar sem hann lýsir nákvæm- Sálfræðingur einn í Bremen í Vestur- Þýskalandi, Eschenröder að nafni, er ekki á sama máli. Hann kallar þetta allt ein- bera hugaróra. Eschenröder hefur nýlega gefið út bók sem ber heitið „Hér fór Freud villur vegar“. Hann heldur því fram að faðir drengsins hafi undir sterkum áhrifum frá Freud þvingað son sinn til svokallaðrar játningar með því að leggja fyrir hann í þaula sömu leiðandi spurningarnar. Freud hafi síðan soðið saman ævintýralega sálarsögu af miklu ímyndunarafli og túlkunarhæfni sem jaðri við fimleika. Saga þessi byggist þó langmest á tilgátum en lítið á stað- reyndum, enda liggi henni til grundvallar það sem Eschenröder kallar úrganginn úr lækningarheilaþvotti. Eschenröder segir að í raun og veru sé hvergi í ritinu að finna vísbendingu um huldar stríðandi hvatir í samræmi við Ödi- pusarduldina. Hins vegar sé sannað að hinn viðkvæmi Hans hafi orðið vitni að því er vagnbykkja hraut um koll á götu skömmu áður en hann veiktist. Drengur- inn sagði oft að hann hefði orðið mjög hræddur við þá sjón þegar dráttardýrið braust um á hæl og hnakka, hjálparvana og reyrt í aktygin. Eschenröder telur að það eitt að hafa orðið vitni að þessum at- burði hafi getað nægt til að vekja með drengnum hræðslu við hesta. Eschenröder finnur hvergi í margslungnum þankagangi Freuds sannanir fyrir grundvallandi sálgreiningar-tilgátum, sem hægt væri að samþykkja á vísindalegan hátt. Þessar virðingarsneyddu árásir Esch- enröders einkenna nýtt tímabil í hartnær aldargömlum deilum um föður sálgrein-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.