Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1985, Blaðsíða 2
Ein afþeim títógrafíum Chambas, sem sýndar roru hér, en þær roru í tengslum rið Ijóð eftir George Trakl. Af Jean-Paul Chambas og verkum þessa fjöl- hæfa listamanns sem sýnd voru hér á vegum franska menntamála- ráðuneytisins og síðan víða um lönd. ar frá þessum verkum, sem sýna stór- stjörnur óperulistarinnar í fullum skrúða, nautabana og Lúðvík II Bæjarakóng. Þess- ar persónur eru sem ljóslifandi í glæstum egypzkum og feneyskum höllum. I hátal- ara heyrist upptaka með Maríu Callas i óperuhlutverkinu Tosca. Chambas gerði leikmynd við Tosca fyrir Parísaróperuna og þegar Kiri Te Kanawa sá listaverk hans varð henni að orði um leið og hún faðmaði hann að sér: „Það hefur enginn gert svona fallega leikmynd fyrir mig.“ Chambas hef- ur tvímælalaust bæði hæfileika og töfra. Þessi mikla söngkona er ekki sú eina, sem látið hefur heillast af sviðsmyndinni úr Tosca. Hún sýnir kirkju í ítölskum barrokkstíl, en fyrir henni miðri eru Föng úr óperuheiminum egar skammdegið var lagst yfir með til- heyrandi jólaannríki, var opnuð í Lista- miðstöðinni við Lækjartorg sýning á verk- um eftir franskan listamann, Jean-Poul Chambas. Hann er með öllu óþekktur hér og sýnmgin hlaut dræma aðsókn, enda þótti hún ekki fréttnæm i fjölmiðlum. Engu að síður var það franska mennta- málaráðuneytið, sem stóð að sýningunni, hún fer víða um lönd og er liður í þeirri viðleitni Jack Lang, menntamálaráðherra í Mitterand-stjórninni, að kynna franska listmenningu. Hinsvegar hafði franska sendiráðið mjög skamman fyrirvara og gat enginn sýningarsalur tekið við sýningunni á þeim tíma sem til boða stóð nema Lista- miðstöðin. Jóhann G. Jóhannsson í Lista- miðstöðinni kvaðst raunar hafa tekið því fagnandi að hýsa þessa sýningu í fram- haldi af kynningu á júgóslavneskri og ít- alskri myndlist. Sumir þeir sem skrifa um myndlist í blöðin og eiga að vera almenningi til leið- beiningar, urðu samt frekar til að bregða fæti fyrir þessa kynningu franska ríkisins á Jean-Poul Chambas og mun sá misskiln- ingur hafa ráðið afstöðunni, að hér væri einhver alls ómerkur Fransari að pota sér. Heldur er það ólíklegt að franska mennta- málaráðuneytið færi að kosta sýningar í mörgum löndum á einhverju sem þeir teldu ómerkilegt, enda voru hér á ferðinni verk sem verðskulduðu fyllstu athygli. Að- ferð Chambas er ekki ósvipuð og hjá Erró; hann byggir á ljósmyndum, sem hann rað- ar saman, eða öllu heldur — fléttar saman, — og viðfangsefnin eru úr óperuheiminum með ívafi úr byggingarlist fyrri alda, — ásamt fleiru. í nútímanum er þessi aðferð stundum nefnd plaktastíll og vissulega er hægt að benda á verulegan skyldleika. En þegar nánar er að gætt, sést að það er aðeins afstaðan sem er lík. Maður eins og Cham- bas velur og hafnar af miklu meiri kost- gæfni; árangurinn verður einfaldlega myndrænni hvort sem hann málar eða notar litógrafíu. Yfirskrift sýningarinnar, Mon Opera — Óperan mín — gefur hugmynd um við- fangsefnið, enda einskorðar Chambas sig nánast við heim óperunnar. Það er mjög sérstætt, en hversvegna í ósköpunum? Svarið felst ugglaust í því, að maðurinn er einnig stórfrægur leikmyndahönnuður út um alla Evrópu og heimur leikhúss og óperu, — það er hans heimur. Fæddur er hann 1947 í Suður-Frakklandi, en býr nú og starfar að mestu í París. En auk þess, sem Chambas hefur starfað fyrir leikhús, hefur hann haldið 11 einkasýningar, t.d. í Mílanó, Strasbourg, Grenoble, Bordeaux, París og New York. Meðal þeirra upplýsinga, sem franska sendiráðið lét út ganga um Chambas, er blaðagrein eftir Jean-Pierre Cerquant og segir þar m.a.: „Við fyrstu sýn virðist maðurinn alls ekki líklegur til að hafa slegið í gegn í óperuheiminum, enda þótt hann geri með snilld eftirlíkingar af skreytingu Sixtínus- arkapellunnar i Róm og höllum frá barokktímabilinu. Hann er strákslegur og gengur með eyrnalokka og hárið er tekið saman i stert. En fyrstu áhrifin hverfa, þegar hann fer að tala. Þá gengur dæmið upp. Þá verður ljóst að Jean-Poul Cham- bas, 35 ára að aldri og einn eftirsóttasti leikmyndahönnuður í Evrópu þessa stund- ina, hefur leiklistina i blóðinu. Hann lagði stund á málaralist og listina að lifa í grennd við Salvador Dali í Cad- aqués á Spáni. Síðan flæktist hann með ævintýralegum hætti til Egyptalands og Thailands og þvert yfir Evrópu og við heimkomuna hafði hann í pokahorninu sögur, sem hefðu fyllt mörg bindi af ferða- minningum. Um þessar mundir sýnir Chambas í stórum sal í Nýlistasafninu stór verk, sem bera vott um leiklistarástríðu hans og ævintýralegan lífsferil. Hita og birtu staf- glampandi ljósblossar, þar sem sjálf Rómaborg speglast með sín glæstu hvolf- þök. Chambas hefur leiftrandi ímyndunar- afl og hann er ekki einungis átrúnaðargoð hjá sönggyðjum og óperuunnendum, held- ur hafa þeir sem tigna önnur listform komið auga á hæfileika hans. Á einu ári gerði hann sviðsmynd við Hrafnana eftir Henri Becque fyrir Comedie Francaise og við Úber die Dörfer eftir Peter Handke, sem Wim Wenders setti á svið fyrir lista- hátíðina í Salsburg. Fyrir hvort tveggja verkið fékk hann einróma lof. Guðsmæður þær og sönggyðjur, sem Chambas hefur skapað með listamanns- höndum sínum, eru ekki síður lifandi en hetjur í kvikmyndum og teiknimyndum. Hann er gjörkunnugur staðháttum, tízku og mannlífi í Evrópu frá öllum tímum og teflir gjarnan saman andstæðum. Það eru tvær borgir í Frakklandi þar sem nautaat stendur föstum fótum. Og hvor um sig gegna þær ákveðnu hlutverki. Frá Nimes koma nautabanarnir. Vic Fez- ansac leggur til nautin. Chambas tók út sinn þroska í Vic. Og þegar von er á góðu nautaati stígur listamaðurinn upp í litla bílinn sinn og ekur suður á bóginn. Þar var hann fyrir skömmu og bjó sig undir að ganga í hjónaband í þriðja sinn á ævinni, sem spannar þó aðeins 35 ár. „Ég elska allt sem er glæsilegt," segir hann háum, suðrænum rómL Hann er stórtækur. Ekki einvörðungu þegar hann velur sér tjöld til að mála á sviðsmynd, heldur í öllu atferli sínu.“ Segja má, að ekki sé til neins að vekja athygli á sýningu, sem er fyrir iöngu um gerð gengin. Tilefnið er raunar öllu fremur að vekja athygli á tómlætinu, sem hér rík- ir stundum, þrátt fyrir væl um það, að við séum úti á hjara veraldar og getum lítt fylgst með myndlist nema í gegnum lista- tímarit. Jafnframt á það sér stað, að okkur séu útvegaðar ágætar sýningar mætra listamanna — og ekki einu sinni myndlist- armenn láta sjá sig þar. Ég nefni í því sambandi framúrskarandi sýningu finnskrar listakonu í Norræna húsinu á síðasta ári, Ulla Rantanen, sýningu nokk- urra málara frá Svíþjóð, sem fram fór á Kjarvalsstöðum í desemberbyrjun og var enginn sýningargestur mættur þegar sænski sendiherrann kom til að opna sýn- inguna. Og í þessu samhengi vil ég einnig nefna sýningu Jean-Poul Chambas. GlSU SIGURÐSSON Málrerk eftir Chambas; gefur hugmynd um draumkennt ástand, kannski martröð og getur í rauninni snúið á alla regu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.