Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.11.1984, Blaðsíða 9
Sumir fljótabátanna eru æði skrautlegir eins og myndin af Creole Queen sýnir. Báturinn liggur rið bryggju heimssýningar- sræðisins. Ferðabrot frá New Orleans Sripmynd úr transka hrerflnu. Geimskutlan Enterprise rar til sýnis á World’s Fair ’84, þó ekki eins áhrifamikil og er bún sreifyfír Reykjarík á sínum tíma. Slökkriliösbátar á Mississippi. New Orleans í Louisiana-ríki í Bandaríkj- unum er ein sérstæðasta borg Suðurríkj- anna. Vegna fornrar frægðar halda ýmsir að hún sé höfuðborg ríkisins en svo er þó ekki, heldur er það Baton Rouge sem er nokkru norðar og vestar. New Orleans stendur í óshólma Mississippi, enda er áin lífæð borgarinnar og hefur verið frá fornu fari. Flestir þekkja sönginn um ána: „01 Man Ribber don’t say nuthin, just keeps rollin’ along“, enda hefur frægasti íbúi borgarinnar, Louis Armstrong, gert hana að viðburði um heim allan. -Borgin á allt sitt undir ánni og hún er nú önnum kafn- asta hafnarborg Bandaríkjanna. Það má e.t.v. fullyrða að án árinnar hefði New Orleans aldrei orðið til, a.m.k. hefði sagan orðið að ýmsu leyti öðruvísi. Franskir landkönnuðir og trúboðar heyrðu nafnið fyrst af vörum indíánanna sem bjuggu á bökkum Mississippi, að því að sagt er, og festist það þannig við fljótið allt. MESTA FASTEIGNASALA SÖGUNNAR Þegar sambandsherinn náði ánni á sitt vald og hertók New Orleans í borgara- stríðinu sagði Lincoln forseti: Faðir vatn- anna getur nú runnið óhindraður til hafs. Spánskir og franskir landvinningamenn nefndu ána ýmsum nöfnum fyrst í stað, en indíánanafnið misi (mikið) sipi (vatn) varð ofan á. Það kom Bandaríkjamönnum mjög á óvart þegar Talleyrand, utanríkisráð- herra Napóleons, bauð þeim að kaupa allt Louisiana-fylki. James Monroe var sendur til Parísar vorið 1803 og þar gekk hann frá kaupunum við stjórn Napóleons. í fyrstu var áætlað að Bandaríkjamenn fengju New Orleans eina fyrir tvær milljónir dollara, en niðurstaðan varð sú að þeir keyptu Louisiana-fylki allt fyrir fimmtán milljónir dollara og er þetta án efa ein mesta fasteignasala sögunnar. Enda þótt fróðlegt sé að vita að Louisi- ana hafi á 17. öld verið nefnd eftir franska sólkonunginum Lúðvíki 14. og skoski ævintýramaðurinn John Law, stofnandi New Orleans, ef svo má að orði komast, hafi skírt borgina í höfuðið á vini sínum Filipi hertoga af Orleans, þá er ekki ætl- unin hér að gefa sögulegt yfirlit um þessa mikilvægu hafnarborg við Mexíkóflóa. Það skal frekar nefnt að í borginni hefur staðið yfir frá því í maí í vor yfirgripsmikil heimssýning, World’s Fair ’84, og lýkur henni nú í nóvember. Yfirskrift sýningar- innar ætti að vekja áhuga íslendinga, en það er vatn í ýmsum myndum og til marg- víslegra nota. ísland eitt Norðurlanda tek- ur þó ekki þátt í heimssýningunni. World’s Fair ’84 hefur verið komið upp á þeim bakka Mississippi sem er í miðborg New Orleans. Milli tuttugu og þrjátíu lönd hafa þar sýningarskála og t.d. í skála Lou- isiana er farið á báti í gegnum sögu fylkis- ins, ef svo mætti segja, og margvíslegur fróðleikur sagður í máli og myndum um landið og fólkið sem á afkomu sína undir Föður vatnanna. Einna skemmtilegast var þó að hlusta á The Deep River Boys, en þeir spiluðu að mestu bluegrass-tónlist eins og best lætur. Ferðast inn í Fortíð Og Framtíð Louisiana-sýningin minnir óneitanlega á svipaðar ferðir í Epcot Center, sem er skammt frá Disney World í Orlando í Flórída. Bandaríkjamenn leggja mikið upp úr því að auka þekkingu þegna sinna með ferðalögum af þessu tagi og ekki draga þau úr þjóðarstoltinu. Slíkar sýningar eru mjög kostnaðarsamar, en til staða eins og LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3. NOVEMBER 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.