Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.03.1982, Blaðsíða 11
— Allt er betra en íhaldið —, mælti kunnur stjórnmálamaður, andstæðingur Sjálfstæðisflokksins, og varð það á augabragöi vinsælt slagorð allra andstæðinga þess flokks. Svo fasttengt flokknum varð hugtakið, íhald, að í íslenskri orðabók Menningarsjóðs er þriðja skýring orðsins á þessa leið: „3 (venjulega með greini) Sjálfstæðis- flokkurinn og stefna hans (notað af andstæðingum flokksins).“ Kunnugt er, að Sjálfstæðisflokk- urinn var stofnaður í sumarbyrjun 1929 af fylgismönnum tveggja flokka, er þá voru lagðir niður, íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. í ævisögu Ólafs Thors eftir Matthías Johannessen segir (I. bindi, bls. 85): „Eins og fyrr er getið höfðu margir íhaldsmenn andúð á nafni flokks síns, ekki sízt ungt fólk, og töldu, að það fældi kjós- endur frá flokknum. Jón Þorláks- son var á öndverðri skoðun í upp- hafi og benti á, að nafn flokksins væri í samræmi við þá varðveizlu- stefnu í menningarmálum, sem flokkurinn lagði áherzlu á, og það aðhald í fjármálum, sem var höfuð- markmið flokksins í efnahagsmál- um, enda ekki vanþörf á slíkri stefnu, um það leyti sem flokkurinn var stofnaður." Ég er hjartanlega sammála skoö- un þess mæta manns, Jóns Þor- lákssonar, að hugtakiö, íhald, þurfi síður en svo að vera neikvætt og slagorðið, sem getið var hér í upp- hafi, tel ég langt frá því að vera viturlegt. Gegnir raunar furðu, aö það skuli hafa enst allt til þessa dags og að ýmsir mætir og skyn- samir stjórnmálamenn skuli hafa borið sér það í munn. íhald þarf síður en svo að vera neikvæöara hugtak en frjálslyndi. Er löngu Ijóst, að í nafni frjálslyndis hafa fleiri ax- arsköft verið gerð og villuljós veriö kveikt en í nafni íhalds. Ýmsum hefur virst frjálslyndi helst fólgið í því, aö fara frjálslega meö staö- reyndir, og ekki að ástæðulausu. Hugtakið, frjálslyndi, hefur lengi verið notað líkt og vörumerki á hugsjónir og fáir eða engir þorað að sniðganga vilja þeirra, sem hafa flaggað því. Fyrir nokkru sat ég að tali við alþingismann og bar margt á góma. Meðal annars ræddum við um stóriðjuáætlanir á Norðurlandi. Kvaðst ég þá vera sá íhaldsmaður, að geta með engu móti fallist á, að stóriðjuver yrði reist við Eyjafjörö. Ekki væri það sprottiö af því, að ég teldi stóriðju af hinu illa, heldur lægju til þess tvær megin ástæöur. Þá fyrri mætti nefna varðveislu- stefnu í menningarmálum. Þéttbýli við Eyjafjörð hefur vaxiö og mótast hægt og eðlilega. Sú hæga þróun í dag er hann ekki aðeins spegill þeirra, heldur líka himins. Allt rennur saman í eina heild, umlukt eilífðinni.“ Þessi sýn skáldsins er ekkert einsdæmi við Eyjafjörð. Oft eru þar stillur dögum saman, svo fjörðurinn er eins og spegill. Hin síðari ár ber það ósjaldan við, að illa þefjandi verksmiðjugufan frá loðnubræðslunni í Krossanesi hvílir eins og dalalæða yfir Akureyri og nágrannabyggðum. Sú hvimleiða reynsla veldur þeim heimamönn- um, sem vilja héraðinu vel, þungum kvíða, ekki síst þegar glaðbeittar frjálslyndisraddir boöa stóriðju- áætlanir við fjörðinn. Stundum er engu líkara, en okkur skorti land- rými hér á íslandi og öllu þurfi að planta á sama blettinn. Það minnir á þá undarlegu ráðabreytni, þegar bændur tóku upp á því aö reisa margra hæða íbúöarhús í sveitum, til þess að konur þyrftu að hlaupa upp og ofan stiga aö ástæðulausu. A norðausturhorni landsins er víðáttumikil slétta kennd við mel- rakka. Þar er sjaldan kyrrð í lofti, enda fyrir opnu hafi, og gróðursæld er lítil. Á þessum slóöum mun at- vinnulíf ekki hafa staðið með veru- legum blóma. Þar sýnist því kjörið svið fyrir frjálslynda stóriðjumenn að láta draumana rætast og byggja upp frá grunni glæsta iðnaðarborg. Þar mun ekki skorta verkefni fyrir vel mennta verkfræðinga og arki- tekta að byggja upp, án þess að brjóta niður arf frá liðinni tíð. Þar hygg ég að íhald og frjálslyndi gætu náð samkomulagi þjóðinni til farsældar. Bolli Gústavsson í Laufási hefur verið og er æskileg í ákaf- lyndu þjóöfélagi. Fjölbreytni í lífs- háttum er nauðsynleg andlegu heil- brigði og menningu þjóðar. Skilyrði fyrir menntastofnanir á Akureyri eru ákjósanleg, einmitt vegna þess, að sú óró, sem stafar af yfirþyrm- andi umsvifum, spillir ekki bæj- arbragnum. Tel ég þá atvinnu- stefnu næsta óhyggilega, sem í nafni frjálslyndis vill hagga við þeim grunni, sem getur orði traust undirstaða menningarmiöstöðvar fyrir Norðurland og raunar landið allt. í fámennu þjóðfélagi er mann- rækt ekki síður mikilvæg en stór- iðja. Raunar skiptir hún meira máli fyrir sjálfstæði þjóðar. Ef rétt verð- ur á málum haldið, mun Akureyri verða virtur háskólabær, er fram líða stundir. Það verður hún fremur í nánd við blómlegt landbúnaðar- hérað en nærri eimyrjuspúandi verksmiðjubáknum. Og þá er ég kominn að hinni ástæðunni fyrir andófi íhaldsmannsins; þeirri, aö náttúrufari er þannig háttað við Eyjafjörð, að stóriöja mundi að lík- indum spilla því svo, að seint yrði um bætt. Ferðamenn, sem gistu héraðið, hafa ýmsir haft orð á því, aö óvíða hafi þeim sýnst aðstæður á landinu betri til uppbyggingar heilsulinda. Það þarf því ekki heimamenn eina til þess aö hæla náttúrufegurð og veðursæld Eyjafjarðar þótt þeim hafi jafnan látið það best, a.m.k. skáldum á borð viö Davíð Stefáns- son. Frjálslyndir stóriðjuunnendur ættu að lesa ritgerð hans, í haust- blíðunni, er birtist í greinasafni því, sem skáldið nefndi Mælt mál (útg. 1963). Þar segir það frá göngu sinni á Kötlufjall. I fyrstu hafði Davíð ekki fjallgöngu í hyggju, en segir síðan: „Þegar ég sá það (þ.e. fjalliö) sól- gljáandi í haustblíðunni, skreytt öll- um litum regnbogans, sá féð renna suður hlíöina undan hundgá og ópi smalamanna, gat ég ekki stillt mig lengur". Síöan lýsir hann þeirri margbrotnu fegurð, sem fyrir augu ber, en lætur hugann jafnframt líða aftur í tímann og ber saman fortíð og nútíð. Undir lok greinarinnar kemst hann svo að orði: „Það er risin ný öld, ný kynslóð. En ennþá horfast Sólarfjöll og Kaldbakur í augu, Vindheimajökull og Vaðla- heiði. Og milli þeirra teygir sig fjörðurinn, djúpur áll og gjafmildur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.