Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 13
Bætt heilsa — betra líf Þættir umsjúkdóma, lækningar og fyrirbyggjandi aðgerðir Eftir dr. Michael Halberstam Það er nokkuð algengt að sjúklingar kvarti við mig um það aö það hljóti að vera „eitthvað bogið viö blóðrásina" í þeim, þaö sé eins og blóðið renni ekki eölilega um líkamann, og nefna það þá oftast til marks að þeim sé síkalt á höndum og fótum. Einkum er þetta algengt á veturna og snemma á vorin; ég hygg að flestir heimilislæknar kann- ist við þetta. En það er um þennan hand- og fótkuldafaraldur að segja, að yfirleitt er lítið eða ekkert við blóðrásina í fólkinu að athuga. Það hefur flest eðlilega blóörás. Hér er einungis um það að ræða, að líkaminn er aö „spara“ hita: hann safnar hita og heldur honum í sér þegar hann þarf þess meö en hleypir hitanum síðan út þegar ekki þarf lengur á honum að halda. Hjartað dælir blóðinu eftir slagæðun- um í „slögum“ og því er hægt að mæla hjartsláttinn með því að styöja fingri á úlnliðinn innanveröan. Eftir slagæðun- um berst blóðiö út um alla helztu líkamshlutana og má því finna hjart- streymi til og frá húðinni en hiti og kuldi utan líkamans. Margir munu t.d. kann- ast við það að þeim verður kalt á höndum og fótum er þeir verða hræddir eöa æstir. Það stendur þannig á því, að þetta verkar allt á sömu taugarnar, á geðbrigði, og hiti og kuldi utan líkam- ans. Er fljótséð að þetta getur villt um fyrir fólki með mörgum hætti. Maður verður kvíðinn og órólegur, í sömu svifum kólnar honum allt í einu á höndunum og er þó vel heitt í herberg- inu þar sem hann er staddur. Það er eölilegt að hann álykti sem svo að eitthvað sé að blóðrásinni. En þetta er að öllum líkindum ekkert viökomandi slagæðunum og getur hver gengið úr skugga um það með því aö þreifa eftir púlsinum. Það er yfirleitt öllu alvarlegra mál ef um slagæðarnar er að ræöa. Oftast nær vill þá þannig til að komin er kölkun í slagæðarnar til fótanna. Er þá ein- kenni, að menn fá krampa eða verki í kálfa, fót eða læri, sem þó er fátíöast, af HITASTILLI- KERFI LÍKAMANS AÐ VERKI sláttinn víöar en á úlnliönum, t.a.m. á hálsinum viö kjálkahorniö, þar sem aöalslagæöin til heilans liggur mjög utarlega, svo og á fótunum, aftan við beinhnúðinn á ökklunum innanveröum. Flestir alvarlegir blóðrásarsjúkdómar eru einhvern veginn tengdir slagæðun- um. Til dæmis að nefna veldur þaö ýmist hjartakrampa eða hjartaslagi ef slagæöarnar í hjartanu teppast, krampa ef þær teppast aö nokkru en slagi ef þær stíflast alveg. Þegar blóöiö er á hinn bóginn komið eftir slagæðunum út í hendur og fætur tekur viö því þétt og flókiö net smáæöa og taugastööva og sendir blóöiö áfram, annaö hvort beina leiö út í háræðarnar uppi við hörundiö ellegar í öfuga átt, inn í líkamann. Fari maöur út og húö hans kólni leitar blóðið inn í líkamann til þess aö halda hitanum í blóðrásinni. Fari maður aftur á móti inn í hita víkka æöarnar í húöinni út á ný og dæla blóöinu alveg út aö hörundi til þess að hleypa nokkru af líkamshitan- um út. Þetta hitastillikerfi er sjálfvirkt og öruggt, í fjestum a.m.k. En þarna eru sem sé háræöarnar að verki, en ekki slagæöar. Reyndar getur fleira ráöið blóð- göngu, þótt stutt sé, ellegar af annarri áreynslu þótt ekki sé nema í nokkrar mínútur. Menn halda yfirleitt nokkrun veginn eðlilegum hita á fótum þrátt fyrir æðakölkun. Æðaslátturinn til fótanna getur hins vegar veriö daufur og jafnvel finnst hann alls ekki. Oft kenna menn sjúkdómsins í öðrum fótlegg en hinum því kölkunin getur verið mismikil í þeim. En nú eru komin til sögunnar tæki sem mælt geta nákvæmlega blóðstreymið til útlimanna. Slagæðarnar út í handleggina kalka sjaldnar en hinar. Þó er hugsanlegt að um sé að ræða einhvern alvarlegan blóðrásarsjúkdóm ef menn eiga vanda til aö hvítna á fingurgómum er þei.r koma út í kulda eöa ef þeir æsast, og er þá vissast aö láta athuga þaö. En það er óhætt að endurtaka það sem haldiö var fram í upphafi, aö langflestir, einkum og sér í lagi ungt fólk, sem eiga vanda til hand- og fótkulda ganga ekki með neina blóðrás- arsjúksóma heldur er þar að verki hitastillikerfi líkamans og „nálin" hefur bara farið svolítið yfir strikiö. Michael J. Halberstam Hver dagur þjáning Framhald af bls. 7 Hann var litlu nær aö tímanum loknum. Var þetta menntunin sem hann fórnaöi svo miklu fyrir? Hann hljóp burtu frá skólanum, en fann ekki fyrir neinum fögnuöu yfir aö vera laus þann daginn. Þaö voru svo margir ömurlegir dagar í vænd- um. Hann hugsaði meö hryllingi til framtíöarinnar. Hver dagur yröi þjáning. „Djöfuls líf,“ sagöi hann viö sjálfan sig. í strætónum á leiðinni upp í Árbæ hugsaði hann ósjálfrátt heim til unnustunnar. Hvernig skyldi henni líöa núna? Skyldi hún vera honum reiö? — Hann vonaði aö henni liöi ekki allt of illa. Hann elskaði hana. Gömul, bogin kona kom upp í vagninn og unglingur nokkur stóö upp fyrir henni. Gamla konan var afar þakklát. Hún var orðin þreytt og lúin. Kannski haföi hún einhvern tíma verið ástfangin. Þaö var stúrinn piltur sem steig út úr tíunni í Árbæ. Hann var búinn að ákveöa að skrifa elskunni sinni í kvöid. Hann skyldi skrifa henni fallegt bréf og segja henni hve heitt hann elskaöi hana og hve mikiö hann saknaöi hennar. Hvert stefnir Framhald af bls. 9. vegfarandi er alls ekki á Því hreina, hvort nýbyggt hús sé íbúðarhús, — eða ætlaö hænsnunum. Annað, sem mjög er brýnt að bæta, er form sambýlishúsa. Ómögulegt er að trúa Því, aö sambýlishús eigi helzt aö líta út eins og eldspýtustokkur á hlið- inni, eða uppá endann. Stiga- gangar í þesskonar húsum er drepandi leiöinlegit og flestir miöa viö að búa í blokk um skamman tíma og helzt að komast baðan sem fyrst. Það er alls engin ástæða til Þess að sambýlishús Þurfi að vera svo leiðinlegt, að fólk Þrái mest af öllu aö sleppa sem fyrst úr Því. Markverð nýbreyting er hring- bygging eftir Vífil Magnússon viö Grensásveg og veröur hún kynnt nánar síðar. Að ööru leyti hefur verið ótrúlega lítið um nýbreytni á því sviði og má segja, að fyrstu blokkirnar í Reykjavík og byggöar voru við Hringbraut, séu ekki hætishót síöri en Það nýjasta á þessu sviöi, sem risið hefur í efra Breiðholti. Þarna ríkir greinilega tregöu- lögmál, sem erfitt er að berjast við. í fyrsta lagi er alltaf sú hætta fyrir hendi, að nýbreytni kosti eitthvað til viðbótar. í öðru lagi er auðveldast fyrir húsameistarann aö teikna eitt- hvað sambærilegt við Þaö sem hann pekkír að ekki sé nú talað um, hvað Þaö er miklu aðgengi- legra fyrir byggingariönaðinn aö framleiöa Það sama upp aftur og aftur. Þar sem svo mjög er treyst á opinbera for- sjá, ættu ríki og bæjarfélög að hafa furmkvæði um aö brydda uppá einhverju nýju. En hvaö gerist? Nægir ekki aö benda á verkamannabústaðina upp í Breiðholti til dæmis? Berum pá saman við verkamannabústaö- ina, sem byggöir voru við Bustaðaveg fyrir margt löngu og eru kannski rétt sæmilegir og ekkert umfram pað. En peir nýju eru pað ekki heldur. Eins og sakir standa má segja, aö smærri íbúöarhús — einkum einbýlishús — séu byggð nokk- uð öðruvísi en var fyrir svo sem fyrir 10 árum. Bungalow-stíllinn með flötum Þökum og heilum veggjum úr gleri hefur sungið sitt síðasta vers í bili og menn kannski um síðir búnir aö átta sig á Því, að hann hentar talsvert betur í Kaliforníu eða á Spáni en hér á íslandi. Nú sjást Þess merki, að gamalt bárujárn sé hreinlega endurnýjað, en mun algengara er Þó, aö notaðar séu álklæön- ingar með föstum lit. Verður sá kostur aö teljast Þungur á metunum, en vatnsmálmingar- glundrið, sem aðeins er tvö ár að rigna af steinveggjum, er óbrúklegt efni. Kannski kemur sú tíö einnig um síðir, að fariö verði að einangra hús að utan- verðu, — og Þá með vatns- heldri og litfastri kápu úr áli eða ööru. Kannski kemur sú tíö, að steinsteypa hætti aö íÞyngja okkur sem hið eina mögulega byggingarefni og kannski kemur sú tíð, að byggðir veröi klasar íbúðar- húsa, sem snertast að verulegu leyti, en hver íbúð með sérstök- um inngangí í stað blokkanna, sem trúlega verður búið að mölva viður uppúr næstu alda- mótum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.