Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.1979, Blaðsíða 7
anum, síðan Austurvöllur, Hljóm- skálagarðurinn og loks hlammaöi vélin sér á brautarendann. „Farþegar, vinsamlegast haldið kyrru fyrir í sætunum uns vélin hefur numið staðar," sagði flugfreyjan. „Flugfélag íslands þakkar yður fyrir ferðina og býður yður velkomin aftur.“ Hann andvarpaði og klæddi sig í úlpuna. Það var hrollur í honum og hann verkjaði í magann — öruggt vitni um Reykjavíkur-stressið. Hann leit á klukkuna — skyldi hann ná í fimmuna? Hann ætlaöi aö reyna ð ná í Ijósmyndirnar til Hans Petersen áður en hann færi í skólann. Þótt sólin skini mót honum þegar út úr vélinni kom, bölvaöi hann með sjálfum sér. í'huga hans voru Reykja- vík og söknuöur nátengd hugtök. Jú, þarna kom fimman. Hann tók á sprett. Sem betur fer var hann aðeins meö handfarangur. Hann veifaöi og vagninn stansaði. „Feröu í bæinn?" spuröi hann móður og másandi. „Já,“ ansaði vagnstjórinn. Nokkrir tíkallar hrundu úr úlpuvas- anum þegar hann fálmaöi skjálfhent- ur eftir miða. Hann fann að farþeg- arnir í vagninum störðu á hann. Sjálfsagt pirraðir á töfinni. Hann sótti myndirnar til Hans Petersen og setti aðra filmu í fram- köllun. Á henni voru aðallega myndir af elskunni hans. Hann vonaði að þær hefðu lukkast vel. Hann ákvað að labba út í skóla — vita hvort hann hresstist ekki svolítið viö labbiö. Tjörnin var svelluö og krakkar á skautum. Roskin kona var aö strá fuglamat á ísinn. Einhvern tíma hefði hann hrifist af sjón sem þessari, en nú gekk hann skeytingarlaust hjá. Hálkan fór í pirrurnar á honum og hann var sveittur undir höndunum. Hann blóölangaði að skoða myndirnar, en þorði því ekki vegna kuldans. Loksins komst hann út í skóla. Þar var lítiö um að vera og enginn sem hann þekkti. Hann læsti sig inni á klósetti þar sem hann skoöaði myndirnar í ró og næði. Þetta reyndust vera fyrirtaks myndir, en því miður var engin af ástarenglinum hans. Hann fékk níu fyrir ritgerðina, én það gladdi hann ekkert. Kennarinn spuröi hvort hann byggi á Egilsstöð- um núna, eöa hvort hann heföi bara veriö þar yfir jólin, af því hann hafði sent ritgerðina í pósti að heiman. í fyrra hefði nefnilega verið nem- andi í deildinni sem bjó á Akureyri. Það kviknaöi lítill vonarneisti í brjósti hans — kannski hann gæti leikið sama leikinn? „Er það hægt?“ spurði hann. „Þessi fór allavega létt með það," sagði kennarinn, „hann þurfti í raun- inni ekki aö sækja svo marga tíma. En dýrt hlýtur það að hafa verið!“ Þar fór sú von. Honum leiddist í tíma. Kennarinn geiflaöi sig og gretti milli þess sem hann kreisti fram fáein orð. Þegar hann þóttist hafa sagt eitthvað merkilegt skaut hann rassinum út í loftið, horfði yfir hallærislegu gler- augun og ummyndaöi andlitið í stóreflis grettu sem átti víst að vera bros. En allt þetta haföi hann séö svo oft að hann gat ekki brosað að þvi lengur. Framhald á bls. 13 RABB KVENNA- MÁL I ÚTVARPI Margir nýir, óvenjulega margir ungir höfundar hafa brotið sér braut fram til viðurkenningar á sídustu árum, einkum á sviði skáldsagna og leikrita. Ljóðskáld- in hafa kannski ekki verið færri, en mér virðist pó, að nokkru lengra sé síðan þeirra flokkur hefur haft forystuna. Síðasta haust var greinilegur uppskeru- tími góðra bóka, nokkuð jafn, kannski engin afburðaverk, en margar skáldsögurnar lofuðu góðu. Meðal pessara höfunda er Ása Sólveig. Á síðustu sex átta árum, ef ég man rétt, hafa birst eftir hana í útvarpi og sjónvarpi leikrit, sem athygli hafa vakið. Síðastliðið haust kom svo frá henni fyrsta skáldsagan, og raunar fyrsta bók hennar. Sumir hinna nýju höfunda uppskáru frá gagnrýnendum blaðanna meira lof en Ása Sól- veig. Eg las margt pessara rita. Ég hefði gefið hennar sögu fyrstu einkunnina. Einkum vegna pess hve lýsingar hennar og afstaða til viðfangsefnanna var hófstillt og öfgalaus. Þetta er nútímasaga, hjúskaparlýsing. Kona segir frá, en hún hallar hvergi á mann sinn. Ég fyrir mitt leyti trúði pví, að allt, sem parna er lýst, gæti hafa gerst. Petta var tímabær og læsileg bók. Nú hef ég sjálfsagt búiö lesand- ann undir aöfinnslur í næstu málsgrein. Ég er nýbúinn að hlusta á nýtt útvarpsleikrit eftir Ásu Sólveigu. Pað hét Gæfusmið- ir. Tvær ungar konur búa saman með barnahóp sinn. Báðar hafa pær beðið skipbrot í ásta- og hjúskaparmálum. Önnur hefur farið frá manni sínum vegna fram- hjáhalds hans, en hinni fannst sér misboðið með öðrum hætti. Þær eru einar til frásagnar og láta mörg bituryrði falla í garð karl- mannanna og pjóðfélagsins. En hér er sá stórgalli á verkinu, að allt byggist á endursögn kvenn- anna og harmatölum. Þaö sem frá er sagt er ekki látiö gerast pannig, að innsýn sé gefin í líf persón- anna, beggja aðila og að deiluefn- in séu lýst úr mörgum áttum. Höfundur hefur fullyrt við blöð, að hún styðjist ekki viö eigin reynslu. Hún hefði varla purft að taka pað fram. Ef svo heföi veriö hefði verkið orðið betra. Hér er vissulega tekist á við nærtækt og merkilegt viðfangs- efni. Og hér er reynt aö sýna pað, sem oft gleymíst pegar fjallað er um hjúskaparmál, að óhamingja í ástum bitnar ekki síður á börnun- um en móður og fööur. Ég held pað eigi að vera fyrsta boðorð rithöfundar sem tekur slík við- fangsefni til umfjöllunar, að hann sýni öllum leikaöilum samúð. Það var ekki gert hér. Nú eru rauðsokkusjónarmið mjög í tísku og margir kvenrithöf- undar og peir karlkynshöfundar, sem kvennahylli vilja njóta, hamra mjög á pví, hve konan hafi verið, og sé enn, beitt mikilli kúgun. Þeirri sögu er vissulega ekki hægt að neita. Öllum mannúðarmálum; fleytir óðfluga fram, en kröfugerð kvenna, jafnvel pegar pær hafa rétt fyrir sér, fylgir mikil spenna, sem mörgum körlum veitist örð- ugt við að búa, jafnvel svo örðugt, að peir gefast upp, reynast enda minni herrar sköpunarverksins en aldagömul hefð ætlar peim að vera. Fer ekki lengra út í pá sálma. Upphlaup í stríði kynja sem stétta eru sjálfsagt nauðsyn- leg. En pau mega ekki standa yfir heila mannsævi, best sem styst. Tími samninga og sátta er nauð- synlegri í hjúskaparstyrjöldum en öðrum stríðum. Meðal pess, sem útvarpið hefur best haft upp á að bjóða í sumar, eru pættir um danskar skáldkon- ur, sen Nína Björk og Kristín Bjarnadóttir hafa séð um, pýtt, lesið og kynnt, — ég pekkti áður aðeins Tove Ditlevsen, — par voru sum kvæðin í pýðingu Helga Halldórssonar, sem áður er kunn- astur fyrir bókmenntapætti og íslenskufræðslu í útvarpinu. Hitt voru allt tiltölulega ungar skáld- konur, held ég, og viöfangsefni peirra nútímaleg, æði opin og hversdagsleg í bestu merkingu peirra orða. Vonandi er hægt að fá eitthvað af bókum pessara skálda í bókasafni Norræna hússins. Þegar Ijóð eru pýdd vill oft svo fara að pýðandinn gefi peim sterklega sinn eigin svip, einkum pegar um sérstæð skáld er að ræða sem túlkendur. Þetta er hvorutveggja í senn kostur og galli. Hræddur er ég um, að petta hafi kannski orðið um of að pessu sinni, par sem dönsku skáldin hafa líka verið valin úr. sama aldursflokki og skóla og pýðend- urnir aðhyllast. Fallegt og Ijóðalegt var tungu- tak peirra Nínu og Kristínar, en stundum fannst mér gæta nokk- urs óöryggis. Það hvarflaði að mér að mátt hefði kannski stundum velja betri íslensk orð og fela frumtunguna með meiri kost- gæfni. Maður er alltaf viðkvæmur fyrir dönskum máláhrifum. — Ég leyfi mér að segja: aldrei nógu hræddur. En petta framtak peirra Nínu og Kristínar ber sérstaklega að pakka. Undarlega hljómar nútíma- danskan í söngvunum, sem stungið var á milli lestranna og gaf peim framandi blæ. Ég skildi varla orð, svo mjög fjarlægist framburður dönskunnar hin norð- urlandamálin, enda hef ég ekki fylgst sem skyldi með próuninni síðustu áratugi. Fallega og skýrt töluð danska og slangmálið í Kaupmannahöfn er varla sama tunga finnst manni. En kannski eru petta fordómar. Enn eina konu vil ég nefna, úr pví ég er að tala um konur í dagskrá útvarpsins. Guðrún Guð- laugsdóttir hefur alloft undanfarin misseri talaö við roskiö fólk af mikilli nærfærni og smekkvísi. Vonandi er pessum páttum henn- ar haldið til haga. Par er mikill fróðleikur, sem varðveita parf, og auk pess er petta efni, sem gott getur verið að grípa til síðar. Jón úr Vör

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.