Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1976, Blaðsíða 5
Söknarnefndin hafnaði alfaristöflunni, því önnur gömul var fyrir. Þö ökvaö Samúel bara I aö byggja kirkju sjölfur yfir altaristöfluna og > þaö geröi hann. Mölina og sandinn í bygginguna bar hann ö bakinu neöan úr fjöru V /. ^ | lyft á eins manns herðum — neðan úr fjöru á byggingarstað. En þarna var fleira að sjá af handa- verkum Samúels Jónssonar. Þetta, sem hér hefur verið lýst, eru sumarverkin hans. En auðvitað sat þessi einstaki elju- maður ekki auðum höndum að vetrinum, né heldur þegar óveður hömluðu störf- um úti við á öðrum árstímum. Það, sem inni er að sjá, er fyrst og fremst altaristaflan — hugsjónin —sem tvímælalaust var kveikjan að kirkju- smíðinni. En þar var líka margt annað. Mörg oliumálverk hafði Samúel þarna til sýnis seinustu árin, sem hann lifði. Flest voru þau í umgerð, sem hann hafði sjálf ur smiðað. En það, sem ég hygg, að flestir, er inn komu, hafi strax rekið augun í voru líkön af Péturskirkjunni og torginu i Róm og af indverslu musteri. Þessi líkön voru öll tegld úr tré og samansett úr hundruðum ef ekki þúsundum smá- hluta. Duldist engum, að bak við þessi verk vorú margar vinnustundir, mikil þolinmæði og innileg vinnugleði. Margt fleira smærri handaverka var þarna að sjá, ýmist fullgerð eða ólokið. Allt var þetta gert eftir myndum í bókum, þvi að ekki hafði Samúel gert víðreist um dagana, þó held ég, að hann hafi farið einar tvær ferðir til Reykja- vikur. Til annarra landa hafði hann aldrei komið, þó að hugurinn hafi ber- sýnilega oft hvarflað út i hinn stóra heim til stórvirkja anda og handa og glæstra skrauthýsa stórborganna. Þó að verk Samúels Jónssonar yrðu að sjálfsögðu ekki metin til stórbrotinnar listar, spegluðu þau djúpa listamanns þrá, umtalsverða hagleiksgáfu og óbug- andi eljusemi. Hónum tókst sannarlega aó gera mikið úr litlu. Efniviðurinn var vissulega lélegur, verkfæri hin frumleg- ustu og fjármunirnir naumur ellistyrk ur. Er hryggilegt til þess að vita, að á fáum árum hafa þessi verk Samúels hrunið i rúst og orðið eyðileggingunni að bráð, efnið — bæði lím og tré — lélegt, og geymslustaðurinn hús ófullgert og öupphitað. Hver var þessi maður? Samúel Jónsson var fæddur í Mosdal í Arnarfirði, á bænurn Hprni, sem nú er fyrir löngu kominn i eyói. Foreldrar hans voru hjónin Jón Þorsteinsson og Guöriður Guðmundsdóttir, er þar l)juggu við lítil efni. Missti Samúel föður sinn, er hann var fárra ára gamall, en fluttist þá með móður sinni suður á Baróaströnd. Voru þau þar skamma hríð og lá leiðin aftur til Arnarfjarðar, nú að Neðra-Bæ i Selárdal. Enn er Samúel barn að aldri, þegar móðir hans gerist vinnukona hjá séra Lárusi Benedikts- syni í Selárdal. Þar er hann i skjóli hennar og er haldið fast til vinnu að þeirrar tíðar hætti. Mun Samúel hafa verið orðinn 18 ára, þegar séra Lárus hætti Imskap og fluttist lil Reykjavikur. Nú gerist hann fyrirvinna móður sinn- ar og fékk ábúð á hjáleigunni „Tóft", sem var ein af fjórum hjáleigum innan túns i Selárdal. Þar undi hann þó aðeins skamma hríð. Fékk hann þá heimild tii að byggja ný- býli i Selárdalslandi, og reisti hann það frá grunni. Það kallaði hann að Fossá. Sér þar enn fyrir heimtröð, matjurta- garði og húsatóftum. Þarna bjó Samúel nokkur ár með móður sinni, en fluttist siðan að Neðri-Uppsölum i Selárdal og ílentist þar a.m.k. um 10 ára skeið. Þar missti 1 nn móður sina, árið 1916, en tók þá ráðskonu, Salóme Samúels- dóttur að nafni. Attu þau þrjú börn saman, sem öll dóu i bernsku. / Nú fluttist Samúel vestur um heiði, keypti jörðina Krossadal i Tálknafirði og bjó þar um 20 ára skeið, frá 1927—1947. — Þar mun hann, eins og víðast hvar, þar sem hann bjó í lengri eöa skemmri tima, hafa byggt upp bæjar- og penings- hús. En frá Krossadal lá svo leið Samúels aftur norður um heiðina til Selárdals. Fékk hann nú til ábúóar eina af hinum gömlu hjáleigum staðarins niðri við sjó- inn, „Klett", sem síðar nefndist Melstað- ur. — Þar bjuggu fcreldrar mínir um tveggja áraskeið á árunum 1915—1917. A þessum stað byggði Samúel enn, svo sem fyrr er að vikið, ibúðarhús og kirkju, og þar gaf hann sér tóm til að sinna hugðarefnum sinum, sem fram aó þessu höfðu lengstum orðið að vikja fyr- ir búksorgum og brauðstriti. Þennan stað kallaði Samúel „Brautar- holt". Hér bjó hann um tuttugu og tveggja ára skeið, það sem hann átti eftir ólifað, lengstum einn síns liðs. Eg sá Samúel fyrst sumarið 1916, þá hefur hann verið þrjátiu og tveggja ára og þannig á bezta aldri. Maðurinn vakti strax athygli mina. Hann var grannur vexti, maðalmaður á hæð, friður sýnum með glóbjart hár og skegg, og var yfir- skeggið snúið uppávið. Snyrtilega var hann til fara, og það var hann alla tið, kvikur i öllum hreyfingum og hljóp við fót léttilega, enda var hann annálaður göngumaður. Var mér sagt, að enginn hafi verió fljótari í ferðum en hann, enda oft til hans leitað, þegar mikið lá við, svo sem þegar sækja þurfti lækni eða ljósmóður. Allt var yfirbragð hans glaðlegt og góðmannlegt, enda var öllum vel til hans, og greiðviknari mann getur varla. Snyrtimennskan fvlgdi honum til síð- ustu stundar. Samúel var fróður um margt, allvel lesinn, léttur i máli og sagði ágæta vel frá. Lengstum var hann heilsuhraustur, en þegar hann var um áttrætt og sjónin farin að daprast, dvaldi hann vetrarlangt hjá vinafólki sinu inni í sveit, og tvo vetur var hann þá á Bíldudal. En með vori var hann afti r kominn til Selárdals og dútlaði þar við myndir sinar og mann- virki og sýndi þau gestum og gangandi með gleðisvip og hress í bragði. Var honum yndi að fólk vildi sjá það, sem hann hafði gert, og óefað hefur hann glaðzt yfir lofsyrðum, sem féllu. Því að margur undraðist, hvað þessi ólærði alls- lausi maður með tvær hendur tómar hafði getað gert. Hann hlaut því oft að heyra, að hugur fylgdi máli, þegar hon- um var þakkað fyrir sýnt og nokkrar krónur lagðar í lófa hans, án þess nokk- urs væri af hans hendi krafizt að fyrra bragði. Og svo kom að þvi, að ljósið hvarf. Samúel missti sjönina, og þá lá leið hans á Sjúkrahús Patreksfjarðar. Þar lifði hann tvö seinustu æviár sín, vel látinn sem fy af öllum, sem honum kynntust. Þessi merki Seldælingur. Samúel Jónsson — listamaðurinn með barns hjartað — sem mér finnst rétt .að kalla hann, var fæddur 15. september 1884 og lézt 5. janúar árið 1969, 85 ára að aldri. Hann var vissulega sérstæður maður. Og þaö er sannfæring min, að öllum samferðamönnum hans þyki gott að minnast hans. © Eftirmynd Samúels af IjónagarBinum i Alhambra. Likan, sem Samúel hefur smiSaB af Péturskirkjunni i Róm. A8 neBan: „Hugljómun", altaristafla Samúels, sem getiB er um i greininni og hann varB að byggja kirkjuna yfir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.