Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 15
Minnst aldarafmælis Vesturheims- ferða Guðrún me8 hornin af kindunum i Mývatnssveit. hve mörg hundruð ekrur hann hefði undir hveiti, annað eins undir hafra, o.s.frv. En Amerikani nokkur hafði verið að punkta þetta hjá sér og þegar Baldvin var hættur að telja upp, kallaði hann: „Það vantar enn 40 ekrur, sem þú hefur ekki sagt okkur hvað þú gerir við? ,,Æ, það skiteri, þvi gleymdi ég alveg. Það er blómagarður frúar- innar.“ Theodór Árnason er formaður íslendingadagsnefndar i ár, mik- ill afhafnamaður um islenzk og v-íslenzk menningarsamskipti og liefur i mörgu að snúast. Hann fór heim á þjóðhátiðina í fyrra, m.a. til að auglýsa íslendingadaginn i ár en þá var kona hans vara- fararstjóri. Ted á trúlega vegleg- asta hús Gimlibæjar, en þar mun forseti íslands halda til, meðan á dvöl hans stendur hér i sumar. Það var árið 1968, er þau hjón voru á islandi, að frúín kom auga á ljómandi fallegt gluggatjalda- efni, þýzkt, í verzlun einni i Reykjavik. Gat hún ekki um annað hugsað næstu tvö árin og þar kom að þau hjón fóru aftur heim 1971, m.a. til þess að kaupa gluggatjöldin. Settist nú frúin, sem er bráðsnjall teiknari, við að teikna hús utan um gluggatjöldin, og smiði þessa hús lauk i fyrra. Baldi er elztur. Hann er akkerið og stjórinn. „Hvað segir Baldi um þetta“, sögðu yngri piltarnir, hver við annan þegar þeir voru að búa sig undir eitthvert fyrirtækið. „Spurðu Balda ...“ Baldi er eins og við íslendingar höfum lengst af ímyndað okkur dæmigerðan togarajaxl: „þéttur á velli, þéttur i lund, þrautgóður á raunastund." dálítið slitinn af öllu púlinu, sigg í lófum, hlýr glampi í augu.m. Það þarf meira en eina heigi til þess að ná kjarnanum úr Árna- sonarættinni. Þarna er marglitur hópur, tvö hundruð afkomendur Jóhanns Árnasonar frá Villinga- dal í Eyjafirði, sem hingað fluttist fyrir röskum niutiu árum. Það þykir sjálfsagt ekki við hæfi á sjálfu kvennaárinu að sniðganga konur eins og ég hefi gert í þessu spjalli, að maður tali nú ekki um börnin og barna- börnin. Mér er vel Ijóst, að þarna glóir margur gimsteinninn, fegurðar- drottningar að minnsta kosti tvær, skautadrottningar, fjallkon- ur og eiginkonur. Þarna eru nokkrir hásköla-prófessorar og aðrir andans menn, meira að segja piltur meó bítlahár að læra til prests. En þetta verður allt að biða betri tima. Eftir stutt kynni mín af ættinni sýnist mér eitt sameiginlegt ein- kenni með öllu þessu fólki. Það talar allt vel hvert um annað og það er enginn rígur eða öfund þarna á milli. Samheldni, ættrækni og gott samkomulag, bróðurleg skipti verðmæta, hjálpsemi á gamla, íslenzka visu er hversdagsbúningur ættar- innar. „Það er enginn vandi að ala upp tíu börn“, sagði Guðjón á Espi- hóli. „Þau læra að skipta með sér, gefa og taka. En það hlýtur að vera mjög erfitt að ala upp eitt barn.“ „Það er aðeins eitt boðorð“, sagði hann ennfremur. „Breytið við aóra eins og þið viljið að breytt sé við ykkur. Og þarna erðað.“ Hús Theodórs, þar sem forseti fslands bjó meðan á hátlðahöldum stóð að Gimli. Guttormur J, Guttormsson ÚTI í ÖBYGGÐUM MANITOBA Innanlands vötn í skjóli grænna skóga, skuggsjár er spegla stjörnur, sól og mána, regnskýjum dökkna, heiði himins blána, náttskuggum myrkvast, sólargeislum glóa Lognstöfuð vötn. En remmi vindur raust, ranghverfist glerið. Nýja yfirborSiS lyftist frá botni. Breyting hefir orðið, það er sem kvikasilfrið leiki laust. Aftur þó lygnir. Svefnsins sæli friður sígur á skóginn. Dúnsæng vatnsins eykur fegurðardýrð með hvítum heiðasvan. Franklln og fjölskylda. Franklln er framkv.stj. Árnason byggingafólagsins. Margrét Guðjónsdóttir og fjölskylda. Soffla, dóttir Friðriku Árnason, og fjölsk. Líður að eyra þungur þagnarniður. Þögnin er hljóðust, víðust, dýpst er leikur villilands draumaskáld á pípu Pan. Theodór og frú Marge.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.