Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.08.1975, Blaðsíða 6
BILL MCARÁ Smásaga eftir Vestur-íslenzka skáldið JÓHANN MAGNÚS BJARNASON Um eitt skeið átti ég heima í Nanaimo í British Columbia. Bær sá stendur á austurströnd Vancouver- eyjar, um sjötíu og þrjár mílur enskar frá borginni Victoria. — Sumir hafa kallað Nanaimo ,,Steinkola-borg“ (Coal City), því að þar eru gríðar-miklar kolanámur og er mikið af kolunum flutt til Californíu, Hawaii-eyja og Kína. Ég var í þjónustu verzlunarfélags nokkurs í Nanaimo, allan þann tíma, sem ég var þar, og átti ég heima í litlu húsi f útjaðri bæjarins. — Fyrst framan af þóttist ég vera alveg viss um það, að ég og konan mín værum einu Islendingarnir í þeim bæ, en siðar kom það í ljós, að ég fór þar villt, eins og i mörgu. Svo bar við haustkvöld eitt, þegar ég sat úti á svölunum fyrir framan húsið, sem ég bjó í, að ég sá lítinn mann, hvatskeytlegan, ganga heim að húsinu, og vissi ég undir eins að það var íslendingur. — Ég man það glöggt, rétt eins og það hefði skeð i gær. Það var komið undir dagsetur, en tunglið var hátt á lofti, svo það var vel bjart. Um daginn hafði verið hvöss vestangola, en veðrið var hlýtt ogyndislegt. „Gott kvöld!“ sagði gesturinn á íslenzku, þegar hann var kominn upp á svalirnar til mín. „Eða ertu ekki landi?“ Hann tók ofan hattinn og hneigði sig. — Á hattbarðinu sat sölnað laufblað, sem auðsjáanlega hafði dottið á það á leið mannsins fram hjá hlynviðartrjánum, er stóðu meðfram gangstéttinni. Ég tók kveðju hans hlýlega, svaraði honum á íslenzku og spurði hann að heiti. „Ég heiti Björn og er Ásbrandsson," sagði hann tók laufblaðið af hattbarðinu og lagði það með mestu gætni á handriðið á svölunum, „en ég hefi kallað mig Snó (Snow) siðan ég kom til þessa lands.“ Ég sá, að bros lék um varir hans, þegar hann bar fram nafnið, eins og hann þættist af því. — Ég brosti líka, en ekki þó að enska nafninu, heldur hinu islenzka, þvi að mér datt í hug Björn Ásbrandsson Breiðvíkingakappi. Þessi Bjötn Ásbrandsson leit samt ekki út fyrir að vera neinn kappi. En hann var að sjá knálegur (þó hann væri lítill vexti), snar í hreyfingum og einbeittur. Hann var á að gizka þrítugur, dökkur á brún og brá, fremur úteygð- ur, kringluleitur, og ekki ófríður sýnum, með hrokkið hár og vel snúið efrivaraskegg. Hann var í dökkum, islenzk- um vaðmálsfötum, sem fóru honum sérlega vel. Hálslín hans var drifhvítt og vel frá hálshnýtinu gengið. Búning- ur hans, fas og framkoma, bar þess órækan vott, að hann var hreiniátur og snyrtimaður með afbrigðum. „Hve lengi ertu búinn að vera hér i landi?“ sagði ég. „Ég kom að heiman í sumar." — Hann brá vinstri hendinni upp að enninu, eins og til að laga á sér hárið, og setti upp hattinn. „Komstu beina leið hingað til British Columbia?" „Svo má það heita. Ég dvaldi hálfan mánuð í Winnipeg, og hélt svo áfram til Vancouver, því að þar bjóst ég við .að finna bróður minn. Ég er sem sé að ieiða að bróður minum.“ — Hann tók hlynviðarlaufið af handriðinu með þumalfingri og vísifingri vinstri handar, brá þvi upp að hægra auganu, en dró hitt i pung. „Já, alltaf að leita að bróður mínum." „Og hefirðu enn ekki fundið hann?“ spurði ég. „Nei, ég hefi ekki fundið hann“ sagði Björn og stakk laufblaðinu i vasa sinn, eins og óafvitandi. „Ég fór frá Vancouver til Victoria og frá Victoria og hingað til Nanaimo. En i öllum þessum bæjum mun hann hafa verið." Eg tók eftir því, að rödd þessa litla, snyrtilega Islend- ings var mjúk og þýð og viðkunnanleg. „Hvað heitir bróðir þinn?“ sagði ég. „Jóhann heitir hann, og er Kjartansson. Við erum hálfbræður." „Er langt síðan hann kom hingað vestur?" „Það eru nú um tuttugu og fimm ár. Ég var á fimmta ári, þegar hann fór til Ameríku. Hann var þá sautján ára.“ „Og þú manst þá litið eftir honum,“ sagði ég. „Mjög lítið." „Skrifaði hann ekki við og við?“ spurði ég. „Fyrstu árin, eftir að hann kom vestur, skrifaði hann nokkuð oft. En aldrei eftir að móðir okkar dó. Ég frétti samt um hann stöku sinnum, úr bréfum, sem aðrir skrifuðu heim til manna i minni sveit.“ „Heldurðu að hann sé hér i Nanaimo?" „Ég held, að hann sé annaðhvort dáinn, eða þá farinn austur aftur til Winnipeg," sagði Björn, eftir stundar þögn. — Hann sagði mér samt ekki, af hverju hann hélt það. „Og ætlar þú þá austur aftur?" „Ja, undir eins og ég hefi innunnið mér nóga peninga til að komast til Winnipeg. En nú er ég peningalaus, og er þvi að leita hér að atvinnu. Mér var sagt það í Victoria, að hér væri æfinlega mannekla. — Og erindi mitt hingað til þín í kvöld er það, að biðja þig að ganga með mér í fyrramálið til einhvers af verkstjórunum við námuna, og vita, hvort ég geti ekki fengið eitthvað að starfa. Ég get aö visu fleytt mér ofurlitið i ensku, en þætti betra að einhver, sem kann hana vel, talaði fyrir mig.“ — Björn tók laufblaðið aftur upp úr vasa sínum og skoðaði það i krók og kring, og notaði vísifingur og þumalfingur á báðum höndum. „En hvernig vissir þú, að ég er íslendingur?" „Ég fékk utanáskrift þína í gær hjá manni í Victoria." „Mundir þú treysta þér til að moka steinkolum af kappi allan daginn?" spurði ég. Ég er ekki hræddur við að vinna." „En það er óþrifaleg vinna,“ sagði ég. „Það fælir mig ekki frá vinnunni, ef hún bara er vel borguð, þvi að ég þvæ af mér kolarykið á kvöldin og fer þá í önnur föt.“ „Vel og gott,“ sagði ég, komdu þá hingað i fyrramálið. Ég skal ganga með þér til námunnar." „Ég er þér innilega þakklátur," sagði Björn. — Ég sá að það glaðnaði yfir honum. Hann braut saman laufblaðið með mestu vandvirkni og stakk því i vestisvasa sinn. Nokkru síðan kvaddi hann mig og fór. Næsta morgun, þegar ég var að fara á fætur, sá ég út um svefnherbergisgluggann, að Björn var á gangi fram og aftur eftir gangstéttinni fyrir framan húsið. Hann hélt á gulu hlynviðarlaufi i annarri hendinni, bar það upp að hægra auganu við og við, en þess á milli leit þann heim að húsinu. Hann var nú í nýjum bláröndóttum strigafötum og hafði dálitla derhúfu á höfðinu. — Þegar ég kom ofan, kallaði ég á hann og bauð honum inn. „Ég ætlaði ekki að þekkja þig,“ sagði ég, „því að þú ert öðruvísi búinn en I gær. „Já,“ sagði hann, „ég vissi, að of seint var að herklæð- ast, þegar á hólminn er komið.“ — Hann brosti og strauk efrivararskeggið mjög nákvæmlega. Strax að morgunverði loknum, lögðum við af stað til námunnar. Þegar við komum þangað, voru námumenn- irnir i þann veginn að taka til starfa. En hinir, sem unnu ofanjarðar, voru byrjaðir fyrir góðri stundu, og var verkstjóri þeirra nefndur Bill McAra. Til hans var okkur vlsað undir eins. Hann var að sjá um fertugt, hár maður vexti og samanrekinn um herðarnar, jarpur á hár og skegg, dökkeygður og snareygður og hinn karlmann- legasti ásýndum. — Við Björn gengum á tal við hann, og fannst mér hann heldur stuttur í spunann. „Hvað viljið þið?“ spurði hann hálf-önugur, þegar við höfðum heilsað honum. Ég sagði honum, að Björn væri að leita sér að atvinnu. „Er hann rússneskur, eða hvað?“ spurði Bill McAra. „Hann er íslenzkur," svaraði ég. „Það gildir einu, hvort ér,“ sagði hann næstum illhryss- ingslega. „Hví segirþú það?“ „Af þvf að Islendingurinn og Rússinn eiga sammerkt i svo mörgu.“ „Komdu með dæmi,“ sagði ég og fann að ég roðnaði. „Þeir eru báðir seinvirkir og hálfgjörðir sjálfbirging- ar.“ Og það var kaldhæðni í röddinni. „Skárri er það nú vitnisburðurinn!“ sagði ég og brýndi raustina ofurlítið. „Það er vist til lítils fyrir Islending að reyna að komast hér í vinnu.'“ „Ekki skaltu vera svo viss um þaö,“ sagði Bill McAra og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.