Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.02.1970, Blaðsíða 12
fyrir það að sveigja hana og beygja um of að vilja sírnum og hugmyndum um hlutverkið, en aðrir leggja ekki mikið upp úr þessu og segja, að Catherine fiytji eigin sjálfstæðan per- sónuleika með sér til hvers hlutverks og því skipti hitt ekki jafn miklu máli og taiið sé. Einn ieikstjóri sagði á þá leið: — Hún hefur geysifegan hæfileika til að setja sig inn í hugmyndir annarra. Það má iikja henni við fiðlu — það þarf aðeins að snieTta strengina til þess, að þeir fari að titra.— Á rið 1965 giftist Catherine brezka tízkuljósmyndaran.um David Bailey, en þau eru nú skilin. Bailey segir einhvers staðar, að Catherine hafi í raun og veru aldrei verið ung. — Hún var aldrei ung stúlka. Bernskan og fullorðinsár náðu saman hjá henni. Um fimmtán ára aldur var hún farin að borða úti með fertugum og fimmtugum karlmönnum. — Það var í fyrra, að Cather- ine brá sér loks tii Bandaríkj- anna í því augnamiði að vinna sér heimsfrægð. Hún er ekki sú fyrsta, sism hugsar gott til þessarar glóðar. Danielle Darrieux, Brigitte Bardot, Michelle Morgan og Jeanne Moreau hafa reynt til þess, að ná óskoraðri hylli Bandarikjamanna, en ekki tek- izt. Takist Catherine Deneuve þetta verðuir hún fyrsta franska konan til þess, að verða heimsfræg á klassiskan Hollywood-máta. Hún hefur fullan hug á þessu, en samt hefur hún sínar efasemdir um málið. — Ég er hrædd um, að ég hafi ýmislegt á móti mér —, segir hún. — Hinn franski framburður minn, franskt skap og við'horf, allt verður þetta mér líklega þröskuidur. — Og hún kveðst heldur alls ekki vera reiðu- búin til þess að gefa alit þetta upp á bátinn. Og hún heldur áfram: — Þegar svo þar við bætist, að ég vil helzt af öllu búa og vinna í Frakklandi; þar á ég heima. — Ennfremiur fell- ur henni betur við hin litlu frönsku kvikmyndaver, en hin risavöxnu bandarísku. — Þeg- ar við vorum að taka „The Um- brellas of Cherbourg“, þá bjugg um við öll á sama hótelinu. Á laugardagskvöldum horfðúm við á gamlar kvikmyndir og borðuðum samlokur á gamalli krá. Á hótelinu var framleið- andinn í einu herberginu, í öðru var verið að klippa mynd- ina, i því naesta var leikstjór- inn, þá aðstoðarstjórnandi bans o.s.frv. Við vorum öll í svo nánum tengslum hvert við annað og við trúðum öll á það, sem við vorum að gera. — að olli fleira Bandarikja- för Catherine, en frægðin. Peningar höfðu líka sitt að aegja, en þeir geta orðið mikl- ir sé heppnin með. Fyrir leik sinn í „The Um'brellas of Cher- bourg“ fékk Catherine fimm þúsiund dollara en fyrir „The April Fools” mun hún líklega fá ein tvö hundruð og fimm- tíu þúsund. Annars er hún ai'ls ekki sérlega sólgin í auðæfi — en henni þykir gott að lifa í Iystin.gum. — Ég hef gaman af húsum, skartgripum og skinnum —, segir hún. Roger Vadim enn: — Pieningar skipta hana alls engu stórmáli. Víst þykir henni ffægðin góð og það sem henni fylgir — eins og fé. En það er henni ekki aðalatriðið. — Eitt takmark Catherine á framabraut sinni er það, að hafa leikið undir sitjórn helztu úr- vals ieikstjóra og með albeztu leikurum. Hún hugðist t.d. halda strax til Frakklands að loknu starfi sínu í Bandaríkj- unum til að leika í kvikmynd með Jean-Paul Belmondo undir stjórn Francois Truffaut. Hún hefur þegar leikið undir stjórn manna eins og Demy, Deville, Roman Polanski og fleiri slíkra. Framadraumar og — hug- myndir hennar eru dálitið mót- sagnakennd. Hún hefur fullan hug á þvi að vinna sér heims- frægð og leggja mikið af mörk- um til þess. En hún viH samit fá að „eiga sig sjálf”, ef svo mætti að orði komast. — Ég vil fá að vera í friði og eiga mitt einkalíf. Fólk segir mér, að þetta sé ekki hægt, en ég skal nú samt ná þvi. — Hún vill með öðrum orðum öðlast heims- frægð án þess, að nokkur beri kennisl á hana á götu. En stundum játar hún þessa mót- sögn sína: — Ég veit, að þetta nær aldrei fram að ganga. Þetta er aðeins draumur minn. — Annars verndar hún einka- lif sitt dyggilega fyrir ágangi. Hún vill ekki verða almenn- ingseign eins og aðrir frægir leikarar. Ljósmyndari nokkur frá frægu blaði baðst leyfis að mega gera myndafrásögn um hafa, en fékk afsvar. — Ég hef myndað Kennedy, Krúséff og Ho Chi Minh —, sagði hann, — og aldnei fengið slíka með- ferð sem nú. — Catherine sagði, að maðurinn hlyti að vera óðúr. Hann hefði viljað fylgjast með sér og vinuim sín- um um borgina og mynda einkalíf sitt. Slíkt kom ekki til mála. Andúð Catherine á blaðamönnum yfirleitt stafar m.a. af myndasögn, sem birtist í tímaritinu Playboy árið 1965. Þar var Catherine til sýnis í ýmsum áhuigaverðum stelling- um. Hún hafði að visu setið fyrir sjálfviljug, en er hún sá blaðið iðraðist hún þess mjög og ákvað að brenna sig ekki aftur. — Ég vildi helzt aldrei þurfa að svara viðtali eða gefa eiginhandarárdtun mína —, siegir hún. — Ég vi'l fá allt hið góða, en helzt ekkert af því slæma, sem fyligir starfi miinu. — Þegar myndatöku lauk í New York spretti Catherine af sér klafanum og hélt í búðarferðir. Þegar hún spókaði sig á stræt- um borgarinnar þótti henni ekki hvað minnst til þess koma, að því nær enginn virt- ist bera kennsl á hana. Jafnvel í Greenwich Village, þar sem verið var að sýna tvær mynda hennar um þessar mundir, þekkti enginn hana á götu. Hisima í Frakklandi hefði sam- stundis verið kominn múgur og margimenni í kringuim hana. Ein mótbára hennar gegn sjálfsauglýsingu er sú, að líf hennar hafi verið „fuTlkomlega eðlilegt og alls ekki áhuga- vert”. Catherine er eins konar svartur sauður í kvikmynda heimdnum. Hún er aldn upp við franskar miðstéttarvenjur og siði — komin af þessum verzl- unarmönnum og grón.u kaup- mönnum, sem töldu virðuleika öryggi og einkalíf ákaflega eftirsóknarverða hluti. Þessd viðhorf eru Catherine löngu samgróin og hún hefur flutt þau mieð sér inn í kvikmynda- heiminn, en hann er annars svo ólfkur mdðstéttunum, sem orðið getur. Ýmislegt hefur verið upptal- ið af því, sem menn telja að verði Catherine helzt til fram- dráttair í starfi hennar. Sjálf heldur hún, að fegurðin sé veigamest. — Fólk fer í kvik- myndahús til þess að gleyma. Það ldfir erfdðu lifi og þarfn- ast glansmynda við og við. — Stundum óttast hún, að þessi fegurð hennar, sem hún telur aðalgróðalindina, muni brátt fölna og hvað tiekur þá við. — Mér verður stundum bilt við þegar ég sé ungar og fallegar stúlkur og fer þá að l'eiða hug- anm að þessu, sem óhjákvæmi- lega hlýtur að reka að fyrr eða síðar. — Demy, sem nú vinnur sjálf- ut í Hollywood, segir að Cath- erine hafi skapað andlit sitt sjálf. — Um fimmtán ára ald- ur var hún mjög snotur skóla- telpa, en ekkert sérstök. Síðan gerðist það, að hún uppgötv- aði sig sjálf. — Þegar Catherine mætir til k t/ikmyndatöku um morgui. kemur hún ekki fram fyrr, en hún hefur eytt klukkustund í andlitssnyrtingu sina og er á- nægð með hana. En þá er hún líka óumdeilanlega ein af feg- unstu konum heims. w ukomimu eftir, að hún hof leikferil sinn tók hún ákvörð- unina um það, að þetta skyldi verða sú braut, sem hún gengi i lífinu. Eftir þetta lét hún misk unnarlaust allt annað þoka fyrir starfinu, sá strax, að þetta var frumskilyrði þess, að hún næði langt. Hún var við kvikmyndatöku, er hún frétti lát Francoise systur sinnar. Er töku var lokið lokaði hún sig inni á herbergi sín.u og grét. En morguninm eftir mætti hún tdl vinnu á slaginu og lét sem ekkert bjátaði á. Það var senn að liða að lok- uma töku myndarinnar. „The April Fools“. Verið var að undirbúa nokkrar senur inni í verimu. Catherine sat í aftursæti stórs dökks bíls, sem lagt var úti fyrir og hún hafði að edns konar griðastað milli atriða. Hún var að horfa út um gl uiggan n. Skynditega kom fall'eg, berfætt, ljóshærð ung stúlka í óhreinuim gallabuxum gangandi framhjá og leiddi hjólið sitt. Catherine fylgdist með henni, þar til húm var far- im hjá, em andvarpaði þá og sagði: — Ég öfunda hana. Hún veit ekki hvað eða hvar hún mumi borða í kvöld. Húm bara hjólar umi, hvílir sig, gerir það, sem henni sýnist — og kærir sig kollótta. — Bókmenntir og listir Framhaild af bls. 6. sem enginn einn er eins og all- ir, en allir þó svo likir þessum eina, þar sem hugtökin einn og mairgur mega allt eins skiljast abstrakt: margeinn. Slíkt verk þanf ekki að vera óraunsærra en saga, sem byrjar og endar. Eða hvernig kemur ekki fyrir sjónir iðandi kvika stórborg- ar? Hvar byrjar hún, og hvar endar hún? Og einmanaleikinn. Ekki sá rómanitíski einmanaleiki nítjándu aldar, þar sem maður spássérar einn í skógi með hönd á hjartastað, kærastan búin að segja honum upp, heldur einmanaleiki sjálfselsk unnar, sem er eins og sá múr, sem aldrei verður komizt yf- ir; maðurinn er einn, af því hann skortir (í víðtækasta skilningi) samkennd með öðr- um mönnum. í Fljótt fljótt sagði fuglinn er þess konar ein- manaleika lýst betur og næm- ar en annars staðar: „í huga sínum langaði hana svo mikið til að finna, skynja eitthvað, til að losna úr álög- um. En hún stirðnaði í stað þess að verða frjáls. Hrökk innar í sitt öngþveiti sem hún hataði í stað þess að geta gengið undir vald mannsins, gefið sig honum. Hún var svo bundin sjálfri sér og komst ekki þaðan . . . Þann- ig stóð hvort á sinni strönd og fundu orðin deyja ótöluð, til- finningamar brotna inn yfir hina miklu strönd sandkom- anna héma megin við hafið sem skilur sundur." Enda þó Fljótt fljótt sagði fuglinn sé órafjarri því að vera „dálítil frásaga“, er verkið síður en svo formleysa; þvert á móti er það sniðfast, útreiknað og heilsteypt, gagn- stætt t. d. Tómasi Jónssyni metsölubók, sem kemur fyrir sjónir eins og samtíningur og sitthvað. Bæði em þau verk hrein stúdía með hliðsjón af formi; Fljótt fljótt sagði fugl- inn ekki síður en Tómas Jóns- son metsölubók. Nú hafa verið taldar þær þrjár bækur Thors, þar sem ómenguð skáldverk er að finna. En séu taldar allar bæk ur hans, verða áðumefnd- ar bækur Thors í minmihluta. Þær bækur hans, sem orðið hafa vinsælast lesefni og þar með náð til flestra, em ferða- sögur hans — ferðalýsingar, Reisebilder væri kannski rétt- ara að segja. Þær heita: Undir gervitungli (1959), segir fra ferS um Ráðstjómarríkin; Regn á rykið (1960), frá Ítalíu og Norðurlöndum auk fleira efnis; Svipir dagsins og nótt (1961), frá Þýzkalandi, Mið- og Suður-Evrópu. Thor segir ekki ferðasögu að hefðbundn- um hætti; ferðalýsingar hans em puntaðar með skáldlegum samlíkingum og alls kyns skemmtilegheitum, sem sjaldan er á færi annarra en snjöll- ustu rithöfunda að setja sam- an. Ferðabækurnar era þann- ig byggðar upp ekki ósvipað skáldverkunum. Höfundurinn bregður ýktu, en þó últra- sönnu ljósi yfir hluti þá sem Ihann lýsir, og atburði, sem hann segir frá og les af loft- vog menningar og stjómmála á hverjum tíma og stað, þar sem hann kemur eða dvelst. Eigi að átta sig á skáldverk- um Thors, verður þannig að hafa hliðsjón af ferðalýsingum hans. Bilið milli skáldverkanna og ferðabókanna er ekki ýkja breditt, enida hefur Thor háð sér efni í skáldverkin á sömu slóðum erlendis, sem ferðalýs- ingar hans fjalla um. Þá hefur Thor skrifað mik- ið um bókmenntir og aðrar listir, einkum kvikmyndalist, svo og menningarmál almennt, þar með talda bók um Kjarval, sem er sambland af ævisögu málarans, úttekt á list hans og hugleiðingum höfundarins þar að lútandL Hver er þá staða Thors Vil- hjálmssonar í íslenzkum bók- menntum? Hann hefur jú stað- ið við suðurgluggann og sagt frá því, sem hann hefur orðið áskynja þar úti fyrir. Ferill Thors er að því leyti óvenju- legur miðað við aðra íslenzka rithöfunda, að hann hefur háð sér flest efni erlendis, enda dvalizt þar löngum stundum. Samt e,r hann í vissum skiln- ingi þjóðlegur höfundur. í þókum hans er ótrúlega víða að finna íslenzkar — meira að segja rammíslenzkar skírskot- anir. Og stíll Thors mundi í raun og veru dæmast jafnvandaður, þó hann væri metinn aðeins samkvæmt því gildi, sem hann hefur haft fyrir íslenzkt mál. Hitt verður þó þyngra á met- unum, að með Thor kemur nýr tónn inn í íslenzkar bókmennt- ir, ný viðhorf, ný sjónarhorn. Að því leyti telst Thor braut- ryðjandi. Og brautryðj andi verður oft að gjalda þess, sem eftirkomendur njóta. Fyrstu bókum Thors tóku lesendur með semingi, ef undan voru skild- ir kunnáttumenn í faginu (ungir rithöfimdar og mennta- menn). Það var ekki fynr en höfundurinn fór að senda frá sér bækur með alþýðlegra efni — ferðalýsingamar — að hinn rétti og slétti lesandi tók að átta sig á, hvað höfundurinn var að fara — að þar var á ferð enginn hversdagsmaður. Þá má segja, að Thor hafi eins og fleiri orðið óbeppinn að þvi leyti, að hann kom fram með fyrstu bækur sínar á þeim tíma, sem drungi lá yfir ís- lenzku menningarlífi. Er vart ofsagt, að bilið milli ungra rithöfunda og almennings hafi aldrei orðið breiðara en ein- mitt þá; skáldskapuTÍnn mátti víkja fyrir kalda stríðinu og þaðan af heimskulegri málefn- um, ef málefni skyldi kalla. Thor lét hvorugt á sig fá, en hélt áfram á þeinri þymum stráðu braut, sem hann hafði sjálfur markað sér, slakaði hvergi á kröfum listarinnar og náði því marki, sem bækur hans vitna bezt um. Hver áhxif hann hefur haft sem menntamaður — intellekt- úel — það er svo annað mál og verður ekki rætt hér, þó það að vísu falli nokkuð saman við áhrif hans sem rithöfundar og teljist því bókmenntasögulegt atriði. En slíkt varðar ritverk hans sem heild, en ekki aðeins skáldritin, sem hér hefur ver- ið einskoirðazt við. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. febrúair 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.