Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 11
Nærri 23 milliónir fyrir eitt málverk Árið 1902 þegar Pablo Picasso var kominn aftur heim til Barcelona eftir hina fyrstu misheppnuðu innreið sína í París, málaði hann mynd af konu, berfættri, með barn í fanginu og eina rauða rós í hendinni. í uppboðsskála Sothebys var þessi mynd — Móðir og barn við hafið— seld nýlega á hæsta verði, sem nokkurntíma hefur verið greitt fyrir málverk lifandi meistara, eða 22.876 millj. króna. Síðasta sölumet, sem Picasso átti einnig, var meira en helmingi lægra, eða 9.632 millj. krónur fyrir mál- verkið „Dauði Harlequins11. Fleiri met voru sett þennan sama dag og hverju meti fylgdi ráðgáta. Orðrómur gekk um, að seljandi Picasso-myndarinnar væri einhver meðlimur hinnar grísku skipaeigendaættar, Embiri- kos. Hæstbjóðandi var listaverkasali frá Manhattan, David Mann, og þusti hann burt með feng sinn án þess að bíða eftir umbúðum. í vikulok var enn allt á huldu um nýju eigendurna. Mann, sem' var bundinn þagnarheiti, vildi ekkert láta uppi annað en að þeir væru „ung amerísk hjón, tiltölulega ung meðal listsafnara. Eg ttield, að frúin hafi vitað af þessu máiverki um langt skeið. Það ihafði ávallt verið draumur hennar að eignast það, og við upp- íylltum hann!“ Meðal annarra dýrseldra listaverka á Sothebys-uppboðinu var kyrralífsvatnslitamynd eftir Cézanne — mjólkurflaska og epli — sem fór á 17.458 milljónir króna, hæsta verði sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir vatnslitamynd. Þar sem hæstbjóð- andi var listaverkasali frá Los Angeles, velti fólk því fyrir sér ttivort hann myndi hafa keypt fyrir listsafnarann Norton Simon, sem þagði. Bronzhestur eftir Degas seldist á 2.236 milljónir króna. Chagall- mynd (frá 1917 eða þar um bii) fór á 3.612 milljónir króna, en það er nýtt met fyrir hann. Að öllu samanlögðu seldi Sotheby 87 Jistaverk fyrir 129 milljónir króna þennan dag, sem er algert met í sölu á verkum impressjónista og nútímamálara. Það er íljótt að koma í talsverðar upphæðir í vöru eins og heimsfræg- um málverkum. Ameríkaninn sem keypti málverkið beið ekki eftir að því yrði þakkað inn, en skálmaði með það í burtu. Þrjú íslenzk Ijóð í danskri þýðingu Pouls P. M. Pedersens Aður en Poul P. M. Pedersen fór frá íslandi í byrjun júní eftir langa vorheimsókn, bað hann Lesbók Morg- unblaðsins að birta þrjú sýnishorn úr þeim tveimur bókum sem von er á næst í „Moderne islandsk lyrik- bibliotek“ í þýðingu hans. Danska úr- valið úr ljóðum Matthíasar Johannes- sens er að heita má reiðubúið til prentunar, og liluti af úrvali úr ljóð- um Snorra Hjartarsonar, sem kemur þar næst, liggur þegar fyrir í þýð- ingu. Lesbókin hefur orðið við óskum Pedersens og birtir hér tvö af ljóðum Snorra Hjartarsonar úr „Lauf og stjörnur" og nýtt ljóð eftir Mattliías Johannessen sem ekki" hefur birzt á prenti. r •• Ode venter vejene Af Snorri Hjartarson Öde venter vejene gennem skoven efter dine lette födder stille venter vinden i mörket efter dit lysegule hár lydlös venter kilden efter dine varme læber græsset venter dugvádt og fuglene tier i træerne vore öjne mödes mellem os flagrer solsorter med solglans pá vinger. Tágen Af Snorri Hjartarson Fra granskoven pá bergskráningen rejser sig tágens grá ansigt og kigger pá mig kigger pá mig slövt med hvide brustne öjne som intet ser og ser alt Thi alt blir til intet for tágens ásyn Som et skyggepar gár vi med hinanden i hánden over en svunden verden hvorhen? Jeg lœnges efter landet Af Matthías Johannessen Jeg længes efter landet strömmende vand i blárent dyp lam ved elvebrink fugle pá sten, længes efter fjeldhedens hvisken i grönt græs længes efter dig sem engang var ung sprang barfodet gennem lyng og lavning med brunt flagrende hár længes efter jordens vellugt blomster som gror — længes efter dig 18. júní 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.