Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1967, Blaðsíða 1
23. tbl. — 18. júní 1967. — 47. árg. Dr. Watson, Kirkconnell prófessor telur í þessari grein, að Gutt- ormi J. Guttormssyni beri heiðurssæti samtíðarhöfunda í Kanada — og líka á íslandi. Hann telur stórmerkilegt, hve Guttormur varð vel að sér í margskonar skáldsakp þrátt fyrir enga skólagöngu. Hann telur Guttorm hafa notað einfalda reynslu hversdagslífsins á snilldarlegan hátt. sHauiMiin FORMÁH þýðandans. Þá varð miklu meir en héraðsbrestur, er Gutt- ormur J. Guttormsson hneig í valinn, 23. nóvember 1966, tveim dögum eftir 88. afmælisdag sinn. Minnist ég þess ekki, að annað þjóðskáld íslenzkt hafi náð svo háum aldri, að undanskildum síra Einari Sigurðs- syni, sem einnig hafði átta um áttrætt er hann lézt. Og svo háaldraður hélt Guttormur enn sálarfjöri sínu, orti til æviloka svo að góður skáldskapur var. Við fráfall hans mátti hver þjóðrækinn íslendingur, hvar í veröldinni sem hann var, drúpa höfði, því að eitt af stórmennum kynstofnsins var horfið og ís- lenzk þjóð hafði smækkað. Og engu breytti það, að þessi maður var fæddur fjarri ættjörð feðranna og sá hana sjálfur aldrei nema í svip. Hann hafði allt um það kveðið þrótt í þjóð sína og lyft henni um eitt þrep — í rauninni „hrundið vorum hag á leið með heillar aldar taki“. Odauðlegan arf hafði hann eftir- látið íslenzkri þjóð og tungu feðra sinna. Þegar ég skrifa þessar línur, veit ég lítið um það, sem gerist á Islandi eða hefir gerzt þar siðasta miss- erið. En ekki vil ég efa það, að íslenzk blöð og tíma- rit hafi þegar sýnt og muni enn sýna minningu þessa öndvegisskálds verðugan sóma. Ég veit, að eina biað- ið, sem fslendingar í Kanada halda nú úti, gerði þeg- ar við fráfall Guttorms skyldu sína í þessu efni. Og þegar hans er minnzt, á ekki að ganga fram hjá því, að hann var ekki aðeins mikið skáld, heldur einnig mikill manndómsmaður. En það tvennt fer ekki alltaf saman. Ekki er okkur það til vansæmdar, að jafnan hefir okkur verið það ánægjuefni ef þeir menn af okkar eigin kynstofni, er við höfum sjálfir metið mikils, hafa einnig hlotið viðurkenningu ágætra manna erlendra. Það mun seint líða mér úr minni, hve það yljaði mér er ég fyrir 48 árum hlýddi á nafntogaðan Iærdómsmann enskan segja um Jón Sig- urðsson úr ræðustóli á allfjölmennri samkomu í London: He was undoubtedly one of the greatest characters of the nineteenth century (Hann var efa- laust einn af mestu mönnum nítjándu aldar). Þama talaði sagnfræðingur og mundi þvi vita, hvað hann sagði. Þennan mann, sem þannig var um mælt, hafði Island átt. Og þó að Guttormur Guttormsson fædd- ist og cyddi æviirni erlendis, átti samt Island hann, hverja taug í honum. Með öðrum minningum um hann, megum við því gjarna varðveita það, sem ágæt- ir og dómbærir menn erlcndis hafa um hann sagt. Og að svo komnu er það merkast, sem Watson Kirk- connell hefir lagt til málanna. Hann var fyrsti mað- urinn, sem skrifaði mér til Englands um lát Gutt- orms; og „Ég sakna hans“, segir hann í bréfi sínu. Fyrri ferð sína til íslands fór Guttormur 1938 og líklega hefir það verið snemma á árinu 1939, að Kirkconnell flutti fyrirlestur um hann í Royal Socie- ty of Canada, þvi það ár er fyrirlesturinn prentaður í Transactions félagsins. Ncfnist liann A Skald in Canada og hefir aldrei verið þýddur á íslenzku, en nú virðist rétt að tilraun sé gerð til þess. Fjórum all- löngum kvæðum Guttorms, sem Kirkconnell hefir þýtt og tckið upp í erindi sitt, er þó sleppt hér, til þess að spara rúm, því gera verður ráð fyrir, að íslenzkum lesendum séu þau tiltæk. Það eru lesendur beðnir að hafa í huga, að siðan fyrirlestur þessi var fluttur eru liðin 28 ár og að hann má teljast hið fyrsta sem um Guttorm var ritað. Síðan Stephan G. Stephansson lézt, skipar Guttorm- ur J. Guttormsson öndvegið á meðal íslenzkra skálda í vesturheimi. Andlegir yfirburðir hans og sérstæð- ur frumleiki hafa lyft honum í heiðurssætið — jafnt fyrir ljóð sem leikrit — meðal samtíðar-höfunda ís- lenzkra í Kanada, og líka á íslandi. Og land for- feðranna krýndi orðstír hans síðastliðið ár, 1938, þeg- ar íslenzka ríkisstjórnin bauð honum heim sem heið- ursgesti þjóðarinnar. Mætti því virðast tímabært af hálfu samþegna hans í Kanada, og samarfa að engil- saxneskri menningu, að gera nú stuttlega grein fyrir æviferli hans og uppruna og leitast við að leggja nokkurt mat á ljóð hans og leikrit. Guttormur J. Guttormsson er fæddur 21. nóvember 1878 í litlu og afskekktu landnámshverfi í iskógun- um við íslendingafljót (Icelandic River), þar sem nú er kallað Riverton, í Manitoba. Faðir hans nefndist Jón Guttormsson og var af góðri íslenzkri ætt. Föð- urfaðir hans, Guttormur Vigfússon, var vel menntað- ur og skyldurækinn klerkur og varð velmegandi bóndi á austfjörðum, sat á Alþingi og var einn af öruggustu fylgismönnum Jóns Sigurðssonar í baráttu hans fyrir sjálfstæði fslands. Jón Guttormsson eign- aðist fyrir konu Pálínu Ketilsdóttur, af austfirzkri ætt, og fluttu þau til Kanada 1875. Eftir að hafa í þrjú ár unnið fyrir sér sem skógarhöggsmaður í grennd við Gravenhurst í Ontario, fluttist hann til Winnipeg, sem þá var ekki nema þorp, þar næst til Gimli við Winnipegvatn, og loks til íslendingafljóts, þar sem hann festi sér hálft heimilisréttarland, sem mjög var skógi vaxið. Fyrsta húsa.skjól hans þar, unz hann hafði komið sér upp bjálkakofa, var yfirgefið Indíánahreysi af lélegustu gerð. Svo var hann örbirg- ur, að til þess að geta keypt sér þakspón á nýja kofamn sinn, varð hann að selja vasaúrið sitt. Hér var það, að Guttormur fæddist á blásnauðu heimili, og sömuleiðis bróðir hans, Vigfús, sem einnig er skáld. Yfir íslenzku landnemana í Manitobafylki — en í því er sveitarfélag þetta — fór innan skamms hver farsóttin eftir aðra: bólusótt, skarlatssótt og skyrbjúgur. Og kornuppskeran á því litla svæði, sem rutt hafði verið, brást með öllu. Skortur og strit gengu svo hart að foreldrum Guttorms, að heilsa þeirra bugaðist að lokum. Móðir hans, fíngerð kona og fóguð, lézt hálffertug að aldri, og maður henn- ar fylgdi henni í gröfina fimm árum síðar. Stóð þá Guttormur uppi örsnauður, sextán ára gamall, og varð nú að sjá fyrir sér sjálfur. Undirbúningur drengsins undir lífið var í allra- naumasta lagi. Sökum hinna frumstæðu skilyrða landnámstímans og örbirgðar heimilisins, hafði hann enn ekki stigið fæti inn fyrir skóladyr, þegar hann var tólf ára, og skólagöngu hans lauk með þrem mán- uðum í sjötta bekk miðskólans í Winnipeg, veturinn 1894—95. Fyrstu fræðslu sína og innblástur hafði hann hlotið hjá móður sinni, sem kunni bæði ensku og íslenzku og hafði ort kvæði, sem birtust í blöðun- um Framfara og Leifi. Faðir hans hafði aldrei lært ensku og ekki heldur hneigzt til bókmennta á ís- lenzku. Þegar Guttormur missti föður sinn var lokið öllum möguleikum til frekari skólagöngu, og nú horfðist hann í augu við þá nauðsyn að hafa ofan af fyrir sér með erfiðisvinnu. Hann var nú grannvaxinn ung- lingur, 180 cm á hæð, með dökkt hár og gráblá augu. Og þó að sextán ára gamall væri hann langt frá að hafa fullorðins manns burði, átti hann ekki kost á annarri vinnu en erfiðasta striti. Fyrsta starfið sem hann fékk var við járnbrautarlagningu með flokki óróagjarnra manna, og næst vann hann við að þreskja korn í Norður-Dakota, síðan við múrsteinsbrennslu, og þar næst við að reisa vöruskemmu í Winnipeg, þar sem hann vann í svo svimandi hæð, að endur- minningin sótti á hann með martröð alla tíð síðan. í þrjú ár vann hann í vöruskemmu járnbrautanna

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.