Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Blaðsíða 10
Svo var það, að Helgi biskup predikaði • I dómkirkjunni sunnudaginn 10. febrúar '1850 og var þá kirkjan troðfull. Að ínessu lokinni stökk séra Sveinbjörn ‘Hallgrímsson (þá ritstjóri Þjóðólfs) upp á efsta bekkinn á kirkjuloftinu að sunn- anverðu og hélt þar ræðustúf. Kvaðst hann bera fram ósk margra í söfnuðin- um „að þeir megi eins fljótt og kring- umstæður leyfa fá annan prest, hvers orð og kenningar þeir geti heyrt sér til uppbyggingar, því að ef lýðurinn ekki heyri kenninguna, hvernig eigi hann þá að trúa henni. eða verða sáluhólpinn fyrir hana?“. Þetta þóttu mikil tíðindi ög skiptist söfnuðurinn í tvo flokka. Margir tómthúsmenn og iðnaðarmenn skrifuðu undir skjal, þar sem skorað var á sóknarprestinn að segja af sér, en 5 annan stað kom skjal frá kauprrönnum 'og embættismönnum, er vottuðu prest- inum traust sitt. Eigi mun biskup hafa viljað að séra Ásmundur tæki neitt mark á þessari andúð, hvað sem honum sjálfum hefir verið í hug, og sat hann því sem fast- ast í embættinu um þriggja ára skeið enn. En þá losnaði Oddi og fékk hann nú veitingu fyrir honum að nýju, flutt- ist þangað 1854 og var þar prestur til æviloka (1880). „Hann var góðmenni og hæglátur og jafnan talinn í heldri presta röð“. — Kona hans var Guðrún systir Grims Thomsens skálds, og meðal barna þeirra voru Þorgrímur Johnsen héraðs- Qæknir, Jón Johnsen sýslumaður, Þóra 'Ágústa kona séra Guðmundar Helga- sonar í Reykholti og Markús lyfsali. sem fórst í snjóflóðinu mikla í Seyðisfirði '1885. Dr. Pétur Pétursson. Eftir að Ás- •mundur var farinn, var séra Hallgrími Jónssyni á Hólmum í Reyðarfirði veitt ■dómkirkjuprestsembættið. En hann sá ■sig um hönd og vildi ekki frá Hólmum fara þegar á reyndi, og var því prest- Qaust í Reykjavík. Þá tók Pétur Péturs- son forstöðumaður prestaskólans að sér að þjóna söfnuðinum, og var hann prest- ■ur Reykvíkinga fram til vors 1855. Ólafur Pálsson (1854—1871). Hann var sonur séra Páls Ólafssonar í Guttorms- baga, sem drukknaði í Kötlukvísl haust- Qð 1823 ásamt þeim Þórarni öfjord sýslu- manni og Benedikt skáldi Þórðarsyni. Ólafur fór í Bessastaðaskóla 1829 og varð stúdent 1834 með ágætum vitnis- Qrurði. Var síðan kennari og skrifari hjá Bjarna amtmanni Thorarensen á Möðru- Völlum. Fór til háskólans 1837 og lauk 'guðfræðiprófi 1842 með 1. einkunn. En sumarið 1841 var hann með Jóni Sig- urðssyni í Svíþjóð til að afrita íslenzk bandrit. Hann fékk Reynivöllu 1843 og Holt undir Eyjafjöllum 1847, en fór ekki þangað, heldur í Stafholt, sem honum bafði einnig verið veitt. Hann varð dóm- ‘kirkjuprestur í Reykjavík 1854, en tók ■ekki við því embætti fyrr en árið eftir, en gegndi því síðan í 16 ár. Sótti hann þá um Melstað og fékk það brauð 1871 og hélt til æviloka 1876. Þótti ýmsum •undarlegt að hann skyldi hverfa frá Qekjuhæsta brauði á landinu og fara upp 4 sveit. „ólafi búnaðist ekki í Reykjavík og þá fór hann að Melstað og stóð sig álla, en í Stafholti hafði honum liðið ágætlega", segir Gröndal. Hann þótti ‘góður kennimaður, reglusamur í embætti Og í öllu mesti sæmdarmaður. í ferða- bókum útlendinga, sem komu hér á hans dögum, er hans lofsamlega getið og með virðingu. Var hans mjög saknað er hann fluttist norður. — Kona hans var Guð- rún dóttir ólafs dómsmálaritara í Viðey Stephensens og áttu þau mörg börn. Dóttir þeirra var Ólafía kona séra Lár- usar Benediktssonar í Selárdal, en synir séra Páll í Vatnsfirði, séra Ölafur í Saurbæjarþingum og Theodór verzlun- arstjóri á Borðeyri. Helgi Hálfdanarson prestaskólakenn- ari gegndi embætti dómkirkjuprests frá vori 1871, er séra ólafur fór héðan, og þar til um haustið að nýr prestur tók við. Hallgrímur Sveinsson (1871—1889). Hann var sonur séra Sveins Níelssonar, seinast á Hallormsstað, og seinni konu hans Guðrúnar Jónsdóttur prófasts í Steinnesi. Hann ólst upp með foreldrum sínum og þótti þegar í. æsku mjög efni- legur námsmaður. í Reykjavíkurskóla kom hann haustið 1857, þá 16 ára gam- all, og var jafnan efstur í sínum bekk alla sína skólatíð. Hann varð stúdent 1863 með ágætiseinkunn. sá fyrsti er þá einkunn hlaut í þeim skóla. Um haustið sigldi hann til háskólans og stundaði þar nám um sjö vetur og tók mörg próf og seinast embættispróf í guðfræði 1870. Síðan var hann eitt ár í Kaupmanna- höfn, en 1871 veitti konungur honum dómkirkjuprestsembættið. Vakti það þá nokkra gremju, að nýbákaður kandidat skyldi fá þetta embætti, en gengið fram hjá eldri og reyndari mönnum. En ó- ánægjan hvarf skjótt, því að hann var þegar talinn fyrirmynd annarra presta að ágætum ræðum og töfrandi mælsku, háttprýði í öllu og kurteisi. Kennimað- ur þótti hann ágætur og predikaði að jafnaði blaðalaust. Hann gegndi dóm- kirkjuprestsembættinu um 18 ára skeið og hafði þá enginn áður þjónað því embætti jafn lengi. Á þeim tíma tók fólki að fjölga mikið í Reykjavík og því var það, að enginn samtíða prestur vann jafn mörg prestverk og hann. Hann hafði skírt 1687 börn, jarðsungið 1350 menn, fermt 921 barn og gefið saman 425 hjón. Þá var stundum messað 66 sinnum á ári í dómkirkjuhni, en ekki söng séra Hallgrímur allar þær messur. Þegar Pétur Pétursson biskup sleppti embætti sínu, skipaði konungur Hall- grím biskup yfir íslandi 16. apríl 1889. Hinn 12. maí þá um vorið messaði hann i dómkirkjunni og kvaddi söfnuðinn og fermdi um leið 56 börn. Kona hans var dönsk og börn þeirra voru séra Friðrik, síðar dómkirkjuprest- ur, Guðrún kona Axels Tulinius sýslu- manns, Sveinn bankagjaldkeri og Aug- usta, kona Ditlevs Thomsens ræðis- manns. Þórhallur Bjarnarson, sem þá var prestaskólakennari, tók að sér (með að- stoð séra Stefáns Thorarensens upp- gjafaprests frá Kálfatjörn) að þjóna dómkirkjuprestsembættinu frá því í maí 1889 að séra Hallgrímur sigldi til bisk- upsvígslu og fram í júní 1890, að nýr prestur kom að brauðinu. Jóhann Þorkelsson (1890—1924). Hann var sonur Þorkels bónda í Víðikeri í Bárðardal, Vernharðssonar prests í Reykholti, og þriðju konu hans Þuríðar Hansdóttur á Neslöndum við Mývatn. Jóhann kom í Reykjavíkurskóla 1867 og útskrifaðist 1873 með 1. einkunn. Fór hann þá í prestaskólann og lauk þar guðfræðiprófi 1875. Tveimur árum seinna fékk hann Mosfell í Mosfellssveit, var þar prestur um 13 ára skeið og bjó á Lágafelli. Hann varð prófastur í Kjal- arnesprófastsdæmi 1895 og gegndi því starfi fram, til ársins 1900. Þegar Hallgrímur Sveinsson varð bisk- up voru komin lög um að söfnuðir mættu sjálfir kjósa sér prest, þó þannig, að kirkjustjórnin tilnefndi þrjá menn, er kósa skyldi um. Og nú skyldi kosinn prestur í Reykavík og voru settir á kjör- lista séra Sigurður Stefánsson í Vigur, séra ísleifur Gíslason í Arnarbæli og séra Þorvaldur Jónsson á ísafirði. Kosn- ing fór þannig að sér Sigurður var kos- inn með yfirgnæfandi meirihluta. En þegar á átti að herða vildi hann ekki flytjast til Reykjavíkur og afsalaði sér kosningunni. Varð þá að kjósa að nýju. Var nú séra Jóhann Þorkelsson settur á kjörlistann í stað séra Sigurðar. Varð allmikill hiti í kosningunni og gekk Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir skörug- lega fram í stuðningi við séra Jóhann, enda var hann kosinn með 319 atkvæð- um, en hinir hlutu 76 og 7 alkvæði. Tók svo séra Jóhann við dómkirkjuprests- embættinu. Séra Jóhann var ekki talinn neinn skörungur, en hann var annálaður fyrir góðmennsku og hjartahlýju og sam- vizkusemi í öllum embættisstörfum. Þau verða ótalin sporin, sem hann átti um bæinn, til þess að heimsækja syrgjendur og sjúklinga að hugga þá og hughreysta. Varð hann vinsæll af öllum, því að Reykvikingar kunnu vel að meta mann- kosti hans. Embætti hans var hið eril- samasta og annamesta á öllu landinu, og varð erfiðara með ári hverju. Auk Venjulegra prestverka hvíldi sú skylda á séra Jóhanni að húsvitja á hverju heimili einu sinni á ári og rita mann- talið í kirkjubókina, um 6000 nöfn ásamt upplýsingum um hvern mann. Þessu var þó létt af honum aldamótaárið, því að þá tók bærinn manntalið að sér. Á fyrstu 10 prestskaparárum hans hafði fólki í Reykjavík fjölgað úr 3886 í 6682. Og enn fjölgaði hröðum skrefum svo að annirnar urðu prestinum ofurefli. Fékk hann þá leyfi til þess 1903 að taka sér aðstoðarprest. Þegar séra Jóhann átti 25 ára prest- skaparafmæli í Reykjavik (1915) var honum færð gjöf frá söfnuðinum, silfur- bikar með 1000 krónum í gulli. Og enn er hann átti 70 ára afmæli 1921 færði sóknarnefndin honum 1000 kr. heiðurs- gjöf. Hann sótti um lausn frá prestskap frá 1. október 1924. Þá var á fjölmennum safnaðarfundi í dómkirkjunni samþykkt að veita honum 1500 kr. eftirlaunaviðbót. Hann kvaddi söfnuðinn 29. júlí um sum- ■arið. En hinn 12. nóvember 1924 var honum haldið kveðjusamsæti í Iðnó til minningar um að þá voru liðin 35 ár frá því hann var kosinn prestur í Reykjavík og til þess að votta honum virðingu og þakklæti fyrir langt og erfitt starf. Þar var húsfyllir og var þar á meðal Björn Kristjánsson kaupmaður, er mjög hafði beitt sér fyrir kosningu hans. Þarna voru séra Jóhanni afhentar heiðursgjafir, silfurbúinn göngustafur og útskorinn kistill með 3000 krónum í. Má á öllu þessu sjá hverra vinsælda hann hefir notið meðal sóknarbarna sinna. Kona séra Jóhanns var Kristín Ein- arsdóttir, Guðmundssonar bónda á Læk 4 Leirársveit. Hún missti föður sinn ung og ólst að miklu leyti upp hjá hálfbróð- ur sínum, Birni Hjaltested jámsmiði í •Reykjavík. Hún var valkvendi og vildi öllum gott gera. Þau séra Jóhann giftust 1878 og voru full 25 ár í hjónabandi. Kristín dó 1903. Þau eignuðust fimm hörn: Guðmund stúdent, Vernhard lækni 4 Danmörku, Þuríði kennslukonu, Guð- xíði sem giftist dönskum lögfræðingi, og Jóhann Kristin, sem var heilsulaus frá barnæsku. Séra Jóhann andaðist 15. febrúar 1944, þá kominn á tíræðisaldur. Jón Helgason (síðar biskup) varð prestaskólakennari 1894, og þá um haust- ið tók hann að sér (meðfram fyrir áeggjan biskups) að halda uppi síð- degisguðsþjónustum í dómkirkjunni ann- an hvern helgan dag. Flutti hann fyrstu guðsþjónustuna 11. nóvember og síðan reglulega um tæp 14 ár, eða fram í ágúst 1908. Vígðist hann til þessa starfs, en annaðist það endurgjaldslaust allan tímann. Bjarni Hjaltested varð aðstoðarprest- ur séra Jóhann Þorkelssonar 1903. Hann var sonur Björns Hjaltesteds járn- smiðs og hafði lokið prófi í guðfræði 1902. Nú var það á Alþingi 1907 að sam- þykkt voru lög um skipan prestakalla og var þar svo fyrir mælt, að í Reykja- víkurprestakalli skyldi vera tveir þjóð- kirkjuprestar, dómkirkjuprestur og ann- ar prestur honum jafnhliða. Segir biskup svo í Árbók Reykjavíkur: „Til þess að verða ekki í vegi fyrir því, að fram- kvæmd yrði á ákvæði laga um skipan prestakalla 16. nóvember 1907, um að „annar prestur" yrði skipaður jafnhliða dómkirkjupresti í Reykjavíkurpresta- kalli, hætti séra Jón Helgason í ágúst '1908 síðdegisguðsþjónustum sínum í dómkirkjunni“. Kosning fór svo fram 1909 og var séra Haraldur Níelsson kosinn annar prestur 'Reykvíkinga. Eftir það hætti séra Bjarni Hjaltested prestþjónustu. Fríkirkjusöfnuður Upp úr hinum fyrstu prestskosningum í Reykjavík tók að brydda á allmikilli óánægju meðal safnaðarmanna. Mun fyrsta ástæðan til þess hafa verið hinn mikli áróður, sem rekinn var í kosn- ingunum, og mættu menn draga af því skynsamlega ályktun um hvort trúarlífi ög kristni sé það hollt, að harðvítug kosningabarátta fari fram í hvert sinn er söfnuður þarf að fá nýjan prest. Þó lá hér fleira bak við. Þegar séra Sig- urður í Vigur afsalaði sér kosningum, vildu fjölmargir bæjarmenn fá fyrir •prest séra Ólaf ólafsson, sem þá var 4 Guttormshaga, og voru sendar áskor- 'anir til kirkjustjórnarinnar um að setjal bann á kjörlista. En þvi var ekki sinnt, og þetta magnaði óánægjuna. Þegar fram í sótti olli þessi óánægja deyfð og áhugaleysi í kirkjulífi bæjar- ins, og var það áberandi, að þrátt fyrir ■að fólki fjölgaði stöðugt og dómkirkjan gæti ekki rúmað nema svo sem tíunda bluta safnaðarins, þá var hún jafnani tnægilega stór, nema á stórhátíðum og við sérstök tækifæri. Menn vissu líka, ■að presturinn var að sligast undir störf- •um, en engin von til að annar prestur væri settur honum til aðstoðar. Og svö ■hellti Alþingi oliu á óánægjuglæðurnar 1899 er það setti lög um dagsverk, offuh og lausamannagjald til presta, og ljóstoU Og lausamannagjald til kirkju. Mæltist þetta illa fyrir, einkum offrið, og þótti mörgum sér nóg boðið. Afleiðing alls þessa var sú, að himr 19. nóvember 1899 var stofnaður „Hinni evangelisk-lúterski fríkirkjusöfnuður í Reykjavík". Leizt ýmsum ekki á þettai „brölt“ og einn prestur kvað upp úr ■með það, að hér væri um að ræða upp- Teisn gegn þjóðkirkjunni. En ekki leit ■séra Jóhann Þorkelsson dómkirkjuprest- ur svo á. Hann var svo frjálslyndur og víðsýnn að hann fagnaði hinum nýja' söfnuði og taldi að stofnun hans mundi' verða til að glæða trúaráhuga almennt, ög virðist framvinda tímans hafa stað- fest þá skoðun hans. Fyrsti prestur hins öýja safnaðar varð Lárus Halldórsson. Hann var sonur séra Halldórs Jónssonar á Hofi í Vopna- firði og konu hans Gunnþórunnar dótturi Gunnlaugs Oddssonar, er hafði verið Öómkirkjuprestur í Reykjavík. Lárus lærði i Reykjavíkurskóla og varð stúd- ent 1870 með 1. einkunn. Embættisprófi) úr prestaskóla lauk hann 1873, einnig með 1. einkunn. Honum var veittur Val- þjófsstaður 1877, en hann var leystur frá embEétti 1883. vegna þess að hanni tók upp breytingar á kirkjusiðunum. Þegar fyrsti fríkirkjusöfnuður á ís- 10 þESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11. júní 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.