Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1967, Síða 9
Nýleg landslagsmynd eftir Itagnlieiði. Heið'i. Þessa mynd málaði Ragnheiður 1959. Að ofan: Snjór í landslagi og aS neðan: „Inland“, málverk af íslenzku há- Iendislandslagi. Allar þessar myndir voru á sýningu Ragnlieiðar í Bogasalnum. heiður byrjuðu búskap þarna í desem- ber 1945 og thafa búið þar síðan. Fyrst fengu þau íbúð í sambýlisihúsi. „En ég var að læra að spila á píanó og það var um þetta leyti sem ég var í spilatímum“, sagði Ragnheiður. „Æf- ingarnar voru ekki vinsælar þarna í húsinu og þar kom, að ég hætti vegna umkvartana frá nágrönnunum. Það var þessvegna, að ég fór að fást við mynd- listina.“ „Og þá hefur þú auðvitað farið í kvöldtíma í einhverjum skólanum ...?“ „Ég fór í kvöldtíma, já, en kennslan var léleg. Kennararnir virtust ekki bein- línis hafa mikinn áhuga á starfinu. Síð- ar fórum við tíu konur saman í tíma til ágætiskennara. Samt var ekki svo að skilja, að ég ætlaði mér neitt sér- stakt eða tæki þessa viðleitni alvarlega. Þessar konur voru allar húsmæður, og allar voru eins og ég að leita að ein- hverju t'il afþreyingar og tilbreytingar frá húsverkunum. En þessi kennari kenndi eins og við hefðum það eitt í hyggju að gera málaralistina að ævi- starfi. Til dæmis lagði hann mikla áherzlu á að sýna okkur, hvernig öll list byggist á annarri list og hvernig nútímamálarar læra af gömlu meistur- unum. Og alltaf kom hann með ótal myndir af listaverkum máli sínu ti‘1 sönnunar. Við vorum þarna venjulega frá 10 að morgni til 3 síðdegis og höfð- um mat með okkur. Eftir tvo vetur var svo komið, að ég hafði fengið mi'kinn áhuga á myndlistinni, og innritaðist þá í Listadeild Ameriean University í Washington." „Er sá skóli með svipuðu sniði og akademiin í Evrópu?" „Tæplega; þessi skóli hefur orð á sér fyrir frjálsræði og einstaklingurinn fær að njóta sín. Þar var bæði kennt að mála og teikna og þarna var ég við 'nám í fimm vetur samfleytt." „Svo maðurinn þinn hefur varla séð þig í mörg ár.“ .JHann var auðvitað í vinnunni með- an ég var í skólanum, svo það skipti ekki svo rniklu máli fyrir hann. Auk þess var ég aðeins þrjá daga í viku í skólanum, en þar að auki stundum á kvöldin.“ „Var einhverju ákveðnu námsefni lokið eftir fimm vetur?“ „Nei, ekki beinlínis. Ég hefði getað haldið þar áfram og gæti sjálfsagt ver- ið þar enn. En- það var svo komið, að aðalkennari minn gerði orðið mjög lít- ið af því að skipta sér af mér, nema ég bæði um gagnrýni, og ég var þarna í skólanum þar til hann sagði mér, að nú gæti ég eins vel farið. Það var árið 1959.“ „Fékkstu að mála það sem þú vildir, meðan þú var,st í skólanum?" „Já, við fengum að mála það sem við vildum: landslag, uppstillingar og hvað- eina. Þarna höfðum við a-uk þess fyrir- sætur tvisvar í viku, en annars vorum við frjáls." I stofunni á Hólavallagötunni hanga tvær myndir eftir Ragnheiði, báðar frá þessum tíma. Önnur heitir „Þoka“; það er landslagsmynd. Kambar í þoku, segir Ragnheiðu-r. Myndin er öll í mismunandi tónum af gráu, mjög fín- leg, og mér finnst hún nálega alveg abstrakt. Hún kveðst alltaf hafa lands- lag í huga, einnig á þessum árum, en einhvern veginn hafa málin þróazt á þann veg, að fyrirmyndin sést miklu betur í verkinu nú orðið. Þarna er líka mynd af fyrirsætu frá skólaárunum; það er afar einkennileg mynd, hálfgerð felumynd, en gott verk engu að síður. Það leynir sér ekki, að Ragnheiður hef- ur hlotið góðan skóla, hún er talsvert mótaður málari þegar á þessum tíma. „Nágrannarnir hafa ekki amazt við því, að þú málaðir?“ „Nei, við fluttum úr sambýlishúsinu í einbýlishús árið 1955 og höfum búið þar síðan. Þar hef ég ágæta vinnustofu.“ Hvað er svo að gerast í myndlist- inni í Wa,shington; þrífst nokkuð utan stjórnmál í nánd við Hvíta húsið, þing- ið og Pentagon? Jú, það etr mikið fjör í myndlistinni eftir því sem Ragnheiður segir og meira en 20 sýningarsalir eða gallerí. Hvorki meira né minna en þús- und manns vinna við myndlist í Wash- ington að því er talið 'er, annað hvort með því að selja verk sín, kenna eða hvorttveggja. Borgin er tíu sinnum stærri en Reykjavík og samkvæmt því ættu hundrað manns að hafa at- vinnu af myndlistinni í Reykjavík. Ærið vantar uppá að svo sé, og virðist þó sumum finnast nóg um hvað margir spreyta sig á þessum vettvangi hér. „Er það vestra eins og hér, Ragnheið- ur, að málarar selji mest á sýningum?“ „Nei, sala á myndlistarverkum gerist með allt öðrum faætti þar. Ef eitthvað þekktur málari heldur sýningu þar, þá þykir honum gott að sleppa frá því fjárhagslega. Það er alls ekki litið á sýningar þar sem hugsanlegt gróðafyr- irtæki, heldur sýna menn vegna þess að það er nokkuð sem tilheyrir. Það er nauðsynleg fyrirhöfn en gefur lítið af sér.“ „Þér finnst ekki gaman að þurfa að efna til sýningar," sagði ég. „Helzt vildi ég aldrei þurfa að hugsa um sýningar. Væri ekki æskilegast, að einhver málverkasali kæmi á eins eða tveggja ára fresti og hirti það sem til er, nema einstaka mynd, sem maður hefur dálæti á og vill ekki láta frá sér. Það er slæmt að þurfa að ákveða sig með sýningu langt fram í tímann; það hlýtur ósjálfrátt að hafa áhrif á vinn- una. Ef til vill leitar maður þá ekki fyr- ir sér eins og nauðsynlegt er og fer að hafa áhyggjur af því, hvort þessi eða hin myndin muni geta átt samleið með öðrum á sýningunni. En sýningarsal- irnir skipuleggja sýningar að minnsta kosti eitt ár fram í tímann; þeir verða að gera það margra hluta vegna og við málararnir viljum sýna verk okkar al- veg eins og rithöfundar og skáld vilja sjá verk sín á pranti. Þetta er einfald- lega hlutur, sem heyrir til, ef maður vill taka þátt í leiknum.“ „Hvernig fara þá málarar að því að koma myndum sínum í verð, ef það gerist ekki á sýningum?“ „Margir þeirra, og þar á meðal ég, hafa aðgang að sýningarhúsnæði, þar sem myndirnar eru til sölu. Fyrir þrem árum mynduðum við samtök sextán málarar tókum á leigu dágóðan sal á góðum stað í borginni. Þsssi salur heitir Studio Gallery og er í útborg af Washington, sem heitir Alexandria; það er í Virginíu. Potomac-áin skilur þar á milli. Alexandría er gamall bær, sem kom mikið við sögu í styrjöldinni við Framhald á bls. 12 11. júní 1967 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.