Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.07.1965, Blaðsíða 11
* A erlendúm bókamarkaði 'T/ Bókmenntir The Penguin Book of Italian Verse. Introduced and Edited by George R. Kay. Penguin Books 1965. 7/6. Þetta er 3ja útgáfa aukin. Ljóð- in eru prentuð á ítölsku og þýð- ing neðanmáls á ensku í óbundnu máli. Bókin hefst með ljóðum og lofsöngvum heilags Franz frá Assisí og lýkur á Quasimodo og Cattafi. Penguin-útgáfan gefur út samskonar sýnisbækur á helztu Evróputungum og er þetta hin þarfasta starfsemi, og getur orðið inngangur að frekari lesn- ingu. Hér eru ljóð eftir fjörutíu og sex fraegustu skáld ítala og fylgir smáklausa um hvert. Bók- in er liðlega fjögur hundruð síð- ur og á að gefa góða þverskurðar- mynd af ítalskri ljóðagerð frá upphafi. Italian Short Stories — Racconti Italiani. Edited by Raleigh Tre- velyan. Penguin Books 1965. 3/6. Hér eru prentaðar átta smásög- ur ítalskra höfunda, bæði á ítölsku og ensku. Þetta er ágæt bók fyrir þá, sem eru að læra ítölsku, og er einnig sýnisbók um ítalska smásagnagerð eftir styrj- öldina síðustu, en þó mjög tak- mörkuð, og eru þær ástæður helztar, að stærð bókarinnar var takmörkuð af útgefenda og bókin í og með hugsuð sem kennslubók í málinu. Útgefandi lætur fylgja höfundaskrá með upplýsingum um höfunda og verk þeirra. Ein Offener Bogen. Salvatore Quasimodo. Ausgewahlte Gedi- chte. Italienisch und deutsch. Úbertragung und nachwort von Gianni Selvani. P. Piper & Co Verlag Múnchen 1963. DM 12.80. Þetta safn er úrval úr fjórum bókum höfundar, sem komu út á árunum 1942 til 1958, og auk þess eru nokkur ný Ijóð sem ekki hafa verið prentuð fyrr í bókum. Höfundur er eitt með frægustu ljóðskáldum nútímans, hlaut Nóbeisverðlaun 1959. Hann er fæddur 1901 á Sikiley. í æsku lagði hann mikla stund á latínu og grísku og hefur þýtt ágæta vel bæði Virgil, Óvid og Catullus. Hann er einstaklega vel að sér í klassískum bókmenntum og ítölskum og er talinn til mestu Ijóðskálda ítala, sem nú eru uppi, ásamt Montale og Ungaretti. Ljóðagerð hans minnir á hljóm- list og notar aldrei orð til upp- fyllingar, hvert orð hans er dýrt, og rutlkennt orðagjálfur finnst aldrei i kvæðum hans. Á tíma- bili hneigðist hann að „hermet- ísku“ stefnunni í ljóðagerð, sem var talin einkenna ljóð hans visst tímabil, og fieiri beztu ljóð- skálda ítala. Bókin er smekklega gefin út og á að vera gott sýnis- horn ljóðagerðar höfundar síðari ár. Þjóðfélagsfræði, saga: The Column of Infamy. Aless- andro Manzoni — Of Crimes and Punishments. Cesare Beccaria. Translated by Kenelm Foster and Jane Grigson. Oxford University Press 1964. 21/. Cesare Beccaria fæddist 1738 og deyr 1794. Hann var lögfræðing- ur, hagfræðingur og rithöfundur og er frægastur fyrir þann hlut, sem hann átti að því að milda refsingar, og fyrir baráttu sína fyrir afnámi pyndinga við réttar- rannsókn. Hann varð fyrir mikl- um áhrifum enkyklópædistanna frönsku og Rousseaus, og setur saman bók sína „Dei delitti e delle pene“ árið 1763, bókin var prentuð 1764 og hafði strax geysi- leg áhrif. Ritið var gefið út á frönsku 1765 og á ensku 1767. Deilur hefjast um bókina og hún er sett á bannskrá kirkjunnar 1766. Habsborgarar ráða Dang- barðalandi á þessum árum og umboðsstj órnendur þeirra bjóða Beccaria prófessorsstöðu í hag- fræði í Mílanó. Upplýstir ein- valdar þeirra tíma tóku kenning- um hans ágætlega og Katrín II á Rússlandi bauð honum til St. Pétursborgar, en hann kom þvi ekki við að fara. Beccaria átti tvær dætur, og önnur varð kona Alessandros Manzonis sem ritaði frægustu skáldsögu sem ítalir eiga „I promessi sposi“. Manzoni fæddist 1785 og lézt 1873. Þegar Manzoni var að vinna að riti sínu „I promessi sposi“ fann hann meðal annarra heimilda frásagn- ir um dómsmorð, sem framið var í Mílanó 1630, þegar farsótt herj- aði borgina. Menn voru grunaðir um að dreifa farsóttinni, hand- teknir, píndir og dæmdir til dauða, hús þeirra voru rifin og reist súla, þar sem þau höfðu staðið, sem nefnd var „Colonna infama". Hún skyldi vera hinum seku til ævarandi svívirðu. Man- zoni rekur þessa sögu og alla málsmeðferð og er þessi frásögn eitt dæmi um, þegar mannlegur réttur og virðing er fótum troðið til að metta massahýsteríuna, ótta og hatur. Þessi rit fylla hvort annað, og hæfir vel að þau séu gefin út 1 einni bók. Nuovi Saggi di Religione Medi- terranea. Uberto Pestalozza. G. C. Sansoni Flórenz 1964. 7000 lírur. Pestalozza er frá Mílano og hefur starfað þar við háskólann og stundað rannsóknir í sögu og trúarbragðasögu. Hann hefur sett saman mikil rit um slík efni, og t þessu eru greinar um trúarbrögð umhverfis Miðjarðarhaf fyrir daga indóevrópskra þjóða. Bókin er gefin út í tilefni níutíu ára afmælis Pestalozza. Auk greina um þessi efni fylgir viðbætir með greinum um ýmis söguleg efni og athugasemdir. Höfundur hefur svipaðar skoðanir og Robert Graves um þjóðfélags- ástand og trúarbrögð í Evrópu fyrir innrás indóevrópskra þjóð- flokka, þ.e. að konan hafi haft völdin í þjóðfélaginu. Magna Mater, tungldýrkun og frjó- semisdýrkun voru aðaleinkenn- in. Hin mikla gyðja var álitin ódauðleg, hún tók sér ástmenn, og sá siður kemst á að fórna þeim með hækkandi sól. Tungl- dýrkun einkenndi trúarbrögðin og frjósemisdýrkun, þetta telur höfundur að einkenni landbún- aðarþjóðfélög þessara tíma. Þetta breytist síðan við komu indóevrópsku þjóðfiokkanna, þar er karlmannaríki, en leifar hinna fornu trúarbragða haldast myndbreyttar, Magna Mater, ímynd jarðar og grósku, breytist í ýmsar gyðjur með Rómverjum og Grikkjum og ýmsir siðir hald- ast lítið breyttir. Þessara kenn- inga gætir einnig hjá Frazer (The Golden Bough) og það er margt í fornleifafræði sem styð- ur þær, þótt aðrir höfundar séu þeim andvígir og þær séu ekki viðurkenndar. Höfundur telur að það megi rekja ýmsar goðsögur til þessara tíma, og styður þær kenningar sínar fjölmörgum dæmum. Þetta er mikið rit, tæp- ar 600 blaðsíður í stóru broti. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR Horror vacui er í vitund nútímamanna framandi hugtak og furðulegt, enda ekki lengur notað í upphaflegri merkingu. En í náttúruvísindum miðalda var kenningin um horror vacui þýðingarmikil. — Hér um segir í „Spurningakveri náttúruvís- indanna“, eftir Guðmund Arnlaugsson, I. bindi, bls. 71: „Áður en mönnum var ljóst eðli loftþrýstingsins, var það skýrt þannig, er vatnið steig upp í sogpípuna, að náttúran hefði andstyggð á tómu rúmi (horror vacui) og sæi því um að það fylltist. Það var suður á Ítalíu að menn ráku sig fyrst á það að ekki var unnt að draga vatn nema 10 metra upp að dælu. Þetta þótti svo furðulegt, að menn ætluðu ekki að trúa því. Sent var til Gali- leis og hann beðinn um skýringu, en hann var þá þegar farinn að gruna þyngd loftsins og hlutdeild hennar í þessu fyrirbæri, og svaraði því einu til, að það væri bersýnilegt, að andstyggð náttúrunnar á tómu rúmi næði ekki nema 10 metra“. — Nokkru framar í sömu bók ræðir um Torricelli, er mældi fyrstur manna loftþrýstinginn, en um þetta læra nú allir unglingar í eðlisfræðinni. Af ritgerð Pascals um tómið og horror vacui má hins vegar sjá að Pascal telur hugtakið eðlilegt í vitund fyrri tiðar manna, því að reynslan staðfesti jafnan niðurstöður kenninga þeirra, þótt þeir þekktu ekki frumorsökina. Nú hafa menn vanið sig af því að tala um „tilfinningu“ eins og andstyggð hjá náttúr- unni, en tala þess í stað um lögmál hennar, þótt hún sé söm við sig. Naturam furca pellas ex.......þótt náttúran sé lamin með lurk, segjum vér hér á landi. Mælanleiki loftþrýstings er undirstöðuatriði veðurfræðinn- ar, og á mælingum þrýstings byggjast að verulegu leyti þau tíð- indi er til vor berast af hæðum og lægðum og fylgifyrirbærum þeirra. Háttarlag veðursins fer að verulegu leyti eftir þrýstingi og hita. Þrýsting valdsins hefir enn ekki tekizt að mæla, að þvi er ég bezt veit, en hann kemur fram í heimspólitíkinni. Menn finna til hans og þó misjafnlega. Ekki vilja stjórnmálaflokkar að blöð þeirra lognist út af — því að þeir óttast að tóm kunni að myndast í sálum flokksmanna og óæskilegar hugmyndir kunni að setjast þar að. Ekki fara sögur af mönnum, sem segja að landhelgi vor skuli óvarin, og í stað varna skuli samið við öll togarafélög veraldar um að láta unglinga ýsunnar og þorsks- ins í friði innan landhelginnar. Eyðidali viljum vér ekki selja útlendingum og setjum með lögum skorður við því að þeir braski með jarðir vorar. Er þetta rétt hugsað eins langt og það nær. Stórveldin mynda pólitísk háþrýstisvæði. Vindar frá þeim leita inn í veik, fátæk eða valdalítil lönd, er verða um leið áhrifasvæði þeirra. Til verður tvenns konar „horror". And- styggð stórvelda á tómi í smáríkjum, ótti smáþjóða við varnar- leysi. Slík svæði eru nokkur á jörðunni og hafa verið. Tíbet var lengi sjálfstætt land. Mongólía sömuleiðis og mörg lönd önnur í Mið-Asíu, en þau voru fátæk, strjálbýl og full af klíkum og rifrildi, enda hafa þau lent undir valdi annarra þjóða. Þannig var einnig í Afríku og er að vissu marki enn á mörgum stöðum. Sundrung og fávíslegt rifrildi innan smáríkjanna veikja þau fyrir þrýstingi að utan, sömuleiðis menntunarleysi, eftiröpun og venjuleg heilsuhraust heimska, þótt ekki sé um sálsýki að ræða. Að stórveldi beiti áhrifum sínum er jafn eðlilegt og að hæð eða lægð hreyfist úr stað, og það er vitað mál í smáríkj- um, að linni þrýstingi frá einu stórveldi, berst hann frá öðru. Stundum berst hann frá tveimur í senn, og myndast þá kulda- belti, kalt stríð (eða jafnvel heitt) og múrar í gegnum eitt og sama land, svo sem kunnugt er. En víða reyna stórveldin að stilla þrýstingnum í hóf, og láta, þegar vel viðrar, styrkjum og aðstoðum rigna yfir vanþróuð lönd, svo að þar megi nokkuð vaxa og þrífast landslýðnum til matar. í þessum efnum munu flestir landar ekki hugsa öllu lengra en til núverandi ástands, og vilja að það haldi áfram að vera óbreytt, það er status quo, þar sem vér erum svo lánsamir að það stórveldi, er verndar oss og þrýstir að oss í senn, vill alls ekki gera út aí við oss, heldur lofa oss að lifa. En svo langt geta menn komizt inn í tómið með skammsýni, ágirnd og aura- hyggju að náttúran sjálf fái andstyggð á oss og geri oss aftur að nýlendu, með viðeigandi stjórnarfari. 25. tbl. 1065 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.