Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSARI Þú ættir að fara að stunda líkanvsæfingar í stað þess að liggja alltaf á melt- Unni. Þú ert kominn með ýstru! — Hvaða vitleysa kona! Ég hef mjög gatt vaxtarlag miðað við aldur. — Já, það sýnist mér! A erlendum bókamarkaði Nýjar Penguin-bækur Xhe World is not Enough. Zoé Oldenbourg. Penguin Books 1964. 7/6. 1 Höfundurinn er fædd í Péturs- borg 1916. Hún flytzt til Parísar 1925 og leggur stund á málaralist. Fer til Englands 1938, og stundar þar guðfræði á trúboðsskólum. Fyrsta skáldsaga hennar kemur út 1946 og það er þessi bók. Með þessari skáldsögu vann hún við- urkenningu. Sagan gerist í Frakk landi á 12. öld. Efnið er ástir Ansiau og Alis. Þriðja krossferð- in er á döfinni og höfundurinn nær ágætlega þeim einkennum, sem nútímamenn telja að inið- aldir hafi einkennzt af. Bólcin er skemmtileg aflestrar og er ekki síðri sögulegum skáldsögum Ro- bert Graves eða Rex Warners. The Idea of Prehlstory. Glyn Daniel. Penguin Books 1964. 4s. Glyn Daniel hefur skrifað marg ar bækur um fornminjafræði, Hann er ritstjóri „Ancient Peoples and Places", sem Thames and Hudson forlagið gefur út. Höfundurinn kallar forsöguna, óskráðar heimildir fortíðarinnar. Hann rekur sögu hugmyndanna um forsöguna allt frá 17. öld, og þær breytingar sem orðið hafa á hugmyndum manna um þetta efni síðan. Hann ræðir hugmynd- ir um eina allsherjar uppsprettu allrar siðmenningar og andstæð- sr hugmyndir lun þróun siðmenn ingarinnar meðal hinna mörgu 6érstæðu þjóðflokka. Höfundur er einn meðal fremstu fornfræðinga lem nú eru uppi. Efni þessarar bókar eru fyrirlestrar haldnir á vegum Háskólans í Birmingham og eru gefnir út svo til óbreyttir frá fyrstu gerð. The Greeks Overseas. John Board man. Penguin Books 1964. 6s. Þessi bók er skrifuð fyrir Peli- can seríuna. Höfundurinri starfar við Háskólann í Oxford. Hann hefur ferðazt víða í Grikklandi og gefið út og samið bækur um fornleifafræði. í þessari bók rek- ur hann ferðir Hellena um lönd- in sem liggja að Miðjarðarhafi. Hann rekur slóð hellenzkra leigu hermanna upp Nílarfljót, hann fylgir þeim til Frakklands, þar sem þeir gróðursetja vínviðinn, það má finna hellenzka lista- menn við hirð Persakonungs og hellenskir gullsmiðir voru starf- andi í borgunum við Svartahafið. Allsstaðar á þessu svæði finnast spor þeirra, landnemar frá Hell- as byggja svæði, sem þá voru tal- in liggja á jaðri heimsins og þar sem þeir fóru festi menning Hellena rætur og breiddist út til frumstæðra nágranna. Hellas var andlegt stórveldi og markaði alla sögu og framvindu umhverfis Mið jarðarhaf og síðar allrar Evrópu. Nýlenduöldin er með mestum blóma frá áttundu öld og fram á sjöttu öld og áhrifa hennar gætir enn þann dag í dag. Bókinni fylgja myndasíður og myndir í texta og bókaskrár við lok hvers kafla. Þelta er læsileg og vel sam in bók. Bókmenntir American Literature. A Repre- sentative Anthology of American. Writing from Colonial Times to the Present. Selected and intro- duced by Geoffrey Moore. Faber and Faber. 194. 25s. Bókin er 1328 síður, þéttprent- uð. Höfundurinn er prófessor við Háskólann í Hull og gaf út hið ágæta úrval, Penguin Book of Modern American Verse. Þessi bók spannar tímann frá nýlendu tímunum og fram á okkar daga. Megin áherzlan er lögð á tuttug- ustu öldina. Höfundur skiftir rit- inu í þrjá kafla: Nýlendutímann, 19. öld og 20. öld. Hann ritar inn- gang að hverju tímaskeiði og þátt um hvern höfund ásamt ritaskrá. Þetta er mjög hentugur inngang- ur að bandarískum bókmenntum. Þetta er að vlsu úrval úr því bezta, en það mikið er tekið eftir hvern höfund, að það fæst góð hugmynd um höfundinn. Hér eru glefsur, smáþættir úr ritum og sögur og ljóð eftir Willa Cather, Ernest Hemingway, William. Faulkner, Thomas Wolfe, John' Steinbeck, Sherwood /inderson, Ring Lardner, Katherine Anne Porter, Ezra Pound, T. S. Eliot, Robert Frost, Wallace Stevens, E. E. Cummings, William Carlos Williams, Hart Crane og John Crowe Ransom. Klassíerarnir frá 19. öld eru hér Cooper, Hawthorne, Poe, Melville, Whitman, Twain og James, og eldri höfundar svo sem William Bradford og Phillip Fremeau. Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR ATÓMUR, nevtrónur, prótrónur, kynhvöt; árásarhneigð, nauð- ungarhyggja; dulvitund, sjálf og yfirsjálf — menn kannast við orðin og hugtökin á öld vísindanna, hugtök, sem hömruð eru inn í heila flestra unglinga á vorum tímum. Mörg þeirra eru þó ekki svo ný af nálinni sem menn ætla. Atómukenningin var sett fram meir en fjórum öldum fyrir fæðingu Krists. Menn skiptust í flokka með og á móti atómukenningunni. Og ekki skorti kenninguna um nauðung (anagke), ástarhneigð og hatur hjá Hellenum. Árásarhneigð hlýtur að hafa verið í Kain áður en hann drap Abel. Ekki er heldur kynhvötin ný af nálinni: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina — þetta boðorð hafa menn haldið svo sæmilega að sérfróðum mönnum tekur uð standa stuggur af. Grundvöllur að vísindum vorum var lagður í Babylon, Egyptalandi og Hellas. Um skeið varð mikil vísindaleg, listræn og heimspekileg vakning með Hellenum, og vér byggjum á arfi frá þeirri vakningu. En heimspekin, ágirndin, vísindin, pólitísk áróðurstækni og sálfræðilegar brellur brutu niður siðferði, lýð- ræði, ábyrgð, samheldni og trúrækni Hellena, líkt og nú gerist meðal vor. Menn buðu siðum og velsæmi byrginn, sýndu ná- unga sínum og þjóðfélagi fullkomna fyrirlitningu. Frægur er Díogenes, cr bjó í tunnu, betlaði sér til viðurværis, reytti allar fjaðrir af lifandi hana til þess að sýna „manninn", lagðist með skækju á torginu og kveikti á lukt um bjartan dag og bar um borgina, í leit að viti bornum manni. Öðrum spekingi tókst að prédika svo vel um sjálfsmorð að það komst í tízku og hann hlaut viðurnefnið „málflutningsmaður dauðans“. Heimspekin, vísindin og nautnasýkin verkuðu líkt og tundurdufl í sálarlífi manna. Siðgæði og sjálfsagi leystis upp, menn sukku niður í ómennsku, kynvillú, skemmtanalíf og list- ræna lausung. Með lömun sjálfsvirðingarinnar lamaðist sjálf- stæðisviljinn og einnig orkan til menningarlegrar hugsunar og framsóknar. Lýðræðið sprakk á tundurdufli sérhlífni, flokka- dráttar og klíkuskapar. Harðstjórn hlaut að taka við- Rómverjar voru Grikkjum harðgerðari, siðavandari og stjórnsamari. Róm varð stórveldi yfir miklum hluta hins kunna heims fornaldar. En Hellenar stóðu þeim framar í heimspeki, listum og vísindum. Rómverjar gerðu Hellena að kennurum síiium og þrælum, tóku síðan upp hátterni kennara sinna, yís- indi, listir og lausung — og héldu sögunni áfram, unz heims- veldið klofnaði og vesturhlutinn leystist upp. Harðgerðar þjóð- ir og lítt menntaðar ruddust inn í hin rómversku lönd. Ný ríki risu upp, forfeður sumra Vestur-Evrópuríkja, sem nú eru. Hægt og sígandi myndaðist ný menning í þessum nýju ríkjum, hin vestræna, sem vér heyrum sjálfir. Mörgum er ljóst að margt er líkt með skyldum. Marx, Freud, Nietzsche og fjöldi annarra spekinga og vísindamanna, sem mótað hafa vísindaöld vora, endurkveða gamlar vísur frá Hellenismanum, um efa, nauðung, tilgangsleysi, andúð á trú og siðgæði eða fullum fjandskap. Þeir hafa smíðað sprengjur til að varpa inn í þjóðfélög og sálir einstaklinga úr sama efni — og oft með sömu nöfnum og Hellenar, þótt orðin séu fremur latnesk eða þýzk en grísk. H. J. Eysenck hefur (í „Sense and Nonsense in Psychology“) sýnt fram á nokkuð af því, sem er sameiginlegt Freud og hellenskri heimspeki, þótt Freud eigi heiðurinn af því að hafa sett hugmyndirnar saman og gert þær að tízkuvöru á vorri öld. Gegnum uppeldi, bókmenntir og aðrar listir hefur oss tekizt að koma talverðu af þessu efni — efa- hyggju, nauðhyggju, kynferðishyggju og kaldlyndishyggju (cynismus) fyrir í heilabúum unglinganna. Þar munu tundur- duflin springa á sínum tíma og sökkva þeim, einum af öðrum. Sjálfseyðileggingu þarf ekki að prédika, eins og Hegesias gerði á sínum tím?.. Listirnar og ÁTVR munu sjá um að ekki mun þurfa að þýða „Sjálfsmorðingjann“. Og ekki þurfum vér held- ur að spyrja hvers vegna eldsvoðum, árásum, slysum, svikum og mistökum fjölgar, ábyrgðartilfinning hverfur og skólaleiði sezt að. Hrifningu og hugsjónum höfum vér útrýmt. Trú, von og kærleikur eru fyrirlitin sem „óvísindaleg verðmæti“ og til- gangur lífsins enginn talinn. Menn geta ekki tilbeðið Guð, þótt það hvarfli að þeim. Tundurdufl vantrúarinnar liggur í sálinni. Og meðan það bíður síns tíma, geta menn ekki hrifizt eða gagn- tekizt af hinu heilaga. Hugir og hjörtu líkjast sprungnum klukkum eða hörpum með brostnum strengjum. 34. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.