Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.11.1964, Blaðsíða 9
4 frá Uvorri ströndinni og sprengjumar la gðar í köflum, — um 15 í hverjum kafia, til þess að sprengja sléttan og óslitinn skurð, 1000 fet á breidd og 250 fet á dýpt. Enda þótt ruðningurinn þey ttist út til hliðanna við' sprenginguna, nr.undi hin hanvæna geislun verða innilokuð í þéttu berginu undir skuróboUiimisu, eins og sjá má á síðustu myndinni af skurðinum fullgerðum. \ S asardi-Morti-svæðið er strjál- byggt fenjaskógaland. Þar eru aðeins fjórar borgir og hefur sú stærsta þeirra 1703 íbúa. Tvær eru lítið meira en 25 mílur frá nálægasta fyrirhugaða sprengi- stað, en sú þriðja um 15 mílum. Sú fjórða er nær sprengingalínunni. Þessi áætlun krefst árs undirbúnings- vinnu fram með línunni, og síðan þriggja ára til að framkvæma sjálft verkið. Á fyrsta árinu yrðu framkvæmdar jarð- fræðirannsóknir og kortlagning og einar 200 djúpboranir, til þess að kanna berg- lög og fá aðrar upplýsingar, til þess að geta komið sprengjunum fyrir, og áætla sprengingarnar. Stöðvarhúsum yrði að koma upp, bæði Atlantshafs- og Kyrra- hafsmegin og flutningavegarkerfið yrði eð gera, út frá stöðvunum og inn til iands. Nákvæmt manntal yrði að fram- kvæma á svæðinu, til þess að skipuleggja brottflutning fólks, áður en sprenging- arnar hæfust. f stöðvunum við Atlantshafið og Kyrrahafið yrðu að vera íbúðir, læknis- bjálp, kuldageymsla, skrifstofubygging, sölubúðir, hafnarskilyrði og svo útskip- unar- og geymslurými. Samanlagðar yrði stöðvar þessar að hýsa 2700 manns í mesta lagi, fyrsta árið. En meðan á sjálfum skurðgreftrinum stæði, er áætl- að, að í mesta lagi 4500 manns þyrftu að vera þarna í einu. Til þess að ljúka skurðinum mundu um 325 kjarnorkusprengjur mismunandi aflmiklar, verða notaðar. Meðalmillibil milli þeirra yrði um 800 fet, en dýptin frá 650 til 2600 fet. Stórir turnar, líkt og notaðir eru við olíulindir yrðu þarna notaðir, og jafnskjótt sem holurnar væru boraðar, yrðu þær fóðraðar með hálfs þumlungs þykku stálfóðri. Borunin og fóðrunin er áætlað að mundi taka hálft þriðja ár, yrði unnið allan sólar- bringinn og alla daga vikunriar. Þ að yrði fljótgert að koma sprengj unum fyrir og sprengja þær. Sprengi- efnin yrðu flutt frá Bandaríkjunum á 6kipum, sett saman í aðalstöðvunum og svo flutt á vögnum að sprengistaðnum. Samkvæmt áætlunum verður að eprengja í.köflum — um 15 sprengjur í liverjum kafla — og færa sig frá stöðv- Má ckki tæpar standa. Nýtízku kaupfar, 106 feta breitt, getur rétt skriðiö gegn uni eina 50-ára gön*'u lokuna í Pana- maskurðinum. Enda þótt gömlu lokurn- ur luifi verið breikkaðar eru 24 herskip Bandaríkjanna og 50 kaupskip of stór til að komaist gegnum skurðinn í diag. unum, hvorum megin og inn í landið, eftir því sem holurnar hafa verið borað- ar og fóðraðar. Þegar sprengjunum er komið nægilega langt inn í landið, hefst annað verk, sem sé það að framlengja skurðina út í sjó til beggja enda, um 10.5 mílur hvorum megin. Grafnir yrðu upp 15.140 rúm- rnetrar af grjóti og mold, með venjuleg- um aðferðum og þetta efni flutt út á sjó og sökkt þar. Meðan á öllum þessum framkvæmdum stendur mundu þeir’ sem að þessu vinna hafa alvarleg heilbrigðisvandamál við að etja. Gulusótt, mýrarkalda og innýfla- sjúkdómar eru enn meiriháttár plágur í Mið-Ameríku. Vérkamenn, sem að þessu verki ynnu, yrðu allir bólusettir gegn öllum sjúkdómum, sem varnarlyf eru til við og mundu auk þess fá uppfræðslu um mýraskógasjúkdóma og varnir gegn þeim. Til þess að halda niðri moskito- flugum, sem bera bæði gulusótt og mýra- köldu, yrðu svæðin kringum bústaðina hieinsuð, ráðstafanir gerðar til nægilegr- ar þurrkunar og olíu yrði hellt á stóra vatnsfleti, sem ekki væri hægt að þurrka upp. í hverjum búðum yrði útbúnaður, til skyndiaðgerða á sjúklingum, og þeg- ar flest væri þarna, þyrfti á að halda 60 læknum, hjúkrunarkonum og mönnum, sérhæfðum í hreinlætisráðstöfunum. f Sasardi-Morti-áætluninni er gengið út frá þvi, að þegar skurðinum er lokið, sprytti upp borg, Atlanitshafsmegin, um nsílu vegar frá mynni skurðarins í Cale- donia Bay. Þessi bær mundi hafa um 2500 íbúa, en þar af yrði áætlað 780 starfsmenn við skurðinn, og 370 þeirra Bandaríkjaborgarar. Þessi borg mundi hafa stjórnarskrifstofur, aðstöðu til skipaafgreiðslu, póstþjónustu, sjúkrahús með 25 rúmum, skóla, slökkvistöð og lög- reglustöð, birgðastöðvar og skemmti- staðL En þrátt fyrir allar þessar ýtarlegu láðagerðir, vakir ein spurning í hugum margra: Yrðu svona kjarnorkuspreng- ingar hættulegar? Sérfræðingar kjarn- orkunefndarinnar eru sannfærðir um, að það geti þær verið, að geislavirkni þurfi ekki að vera nein hætta og að hægt sé að minnka áhrif hennar mjög verulega, svo að ekki stafi hætta af henni. Þeir benda á það, að þegar kjarnorku- sprengja er sprengd neðanjarðar geri hinn gífurlegi hiti holrúm í jörðina, sem er fóðrað bráðnu grjóti; næstum 90% af geislavirkninni lokist inni, þegar bergið kólnar og storknar á nokkrum sekúnd- um. Lítill hluti geislavirkninnar kemst út í loftið, en fellur niður skammt frá staðnum, en örlítill hluti af þessu kann að berast með vindinum. En afgangur- inn af geislavirkninni, sem fram kemur, er loftkennd og dreifist í loftinu, án þess að falla út. Áætlunin um Sasardi-Morti-leiðina krefst brottflutnings fólks, annaðhvort iyrir fullt og allt, eða meðan á fram- kvæmdum stendur — og gildir þetta um allt fólk, sem á heima innan 10 mílna fjarlægðar frá miðlínu skurðarins. En hvað hina snertir, sem eiga heima í 10— 50 mílna fjarlægð, þá þyrfti að flytja þá burt um stundarsakir — sennitegast hálfsmánaðar tíma — á ýmsum tímum, eftir því sem verkinu miðar. Þangað til nákvæmt manntal er hægt að fram- kvæma, er helzt gizkað á, að 5000 manns þyrfti að flytja fyrir fullt og allt, en 20.000 um skemmri tíma. Þá, sem að verkinu vinna, þyrfti og að fíytja frá ýmsum stöðum og á ýmsum tímum. En þar eð verkamennirnir yrðu undir miklu sterkari stjórn en hinir inn- lendu, yrði flutningur á þeim stórum auðveldari og samkvæmt fastri áætlun, þannig að hann þyrfti sjaldnast að taka nema nokkrar klukkustundir, samkvæmt áætlun geislavirkni-umsjónarmanna A. E. C. — S íðan 1960, þegar Sasardi-Morti- áætlunin var samin hafa orðið miklar Franiihald á bls. 14. 34. tbl. 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.