Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.01.1964, Blaðsíða 13
talar I samanburðartextunum er í>á þrem til fimm sinnum hærri en í Eglu og Heimskringlu. Sérstáða þeirra síð- astnefndu er einstök. Með tilliti til þess, hve notkun þess- ara beggja orða — kveðask og „epískt nú“ — er almenn, og líklega að mestu leyti ósjálfráð, þá virðist hin dæmalausa sjaldgæfni þeirra í Eglu og Heimskringlu vera alveg ótvírætt höfundareinkenni. 4. Laxdæla saga, Knýtlinga saga og Ólafr Þórðarson f ritgerð minni um Snorra og Eglu reyndi ég meðal annars að sýna að það mætti einnig hafa gagn af par- orða-aðferðinni til að uppgötva mál- farsleg áhrif milli sagna, þó að ekki sé um sa/meiginlegan höfund að ræða. Ef nógu gætilega væri að farið, væri mcira að segja stundum hægt að kom- ast að, í hvað átt slík áhrif hefðu gengið, m-eð öðrum orðum hvor sagan væri „gefandi“ og hvor „móttak- andi“. Þetta gæti fengið talsverða þýðingu til að ákveða afstöðu sagn- anna hverrar til annarrar. Meðal annars á grundvelfi slíkra at- hugana þykir sennilegt, að Lax- dæla sé samin næst á eftir Eglu af þeim sögum, sem voru upphaflega bornar saman við Heimskringlu í par- orða-rannsókninni. En í beinu fram- haldi af þeirri bók hef ég tekið Lax- dælu og hugsanlegan höfund hennar til meðferðar í nýju riti, „Ólafr Þórð- arson hvitaskáld, Knýtlinga saga och Laxdæla saga. Ett försök till spráklig íörfattarbestámning" (Studia Islandica 22, Reykjavik 1963). '1 útgáfu sinni af Laxdælu í íslenzk- um fornritum V (1934) hefur Einar Ól. Sveinsson að vísu ekki fundið ástæðu til að gizka á ákveðinn mann sem höf- und hennar, finnst það meira að segja frekar marklaus iðja. Hins vegar bend- ir hann á íslenzkan þrettándualdarmann, sem virðist sameina alla þá menntim og alla þá eiginleika, sem mætti gera ráð fyrir hjá höfundi Laxdæla sögu — en sá maður er Ólafr Þórðarson hvíta- skáld, bróðursonur Snorra Sturlusonar. Sá, sem vill reyna að sannprófa mál- fræðilega — til dæmis með parorða- aðferðinni — þann möguleika, að Ólafr hvítaskáld sé höfundur Laxdælu, er auðvitað hvergi nær, meðan til saman- burðar vantar hentugan texta, sem sannanlega er eftir sama mann. En nú þekkjum við aðeins eitt rit í óbundnu máli eftir Ólaf, Málskrúðsfræði hans, samið eftir latneskum fyrirmyndum. Því miður er fræðimannsmálið á þessu litla riti svo til óhæft til samanburðar Við íslendingasögu Þó hefur enn eitt rit verið tengt Ólafi Þórðarsyni, sem sé Knýtlinga saga. Nafn hans kemur þar fyrir á einum stað í sambandi við Valdimar gamla Valdimarsson (d. 1241), „er ein- hverr hefir verit ágætastr konungr hing- at á Norðrlönd": „með honum var Ólafr Þórðarson ok nam at honum marga fræði, ok hafði hann margar ágætligar frásagnir frá honum“. En í Málskrúðs- fræði sinni segir Ólafr sjálfur frá kynn- um sínum af Valdimari konungi i Dan- mörku. Sigurður Nordal hefur haldið því fram, að það virðist nærri því óhugsandi, að Ólafr hvítaskáld — með tilliti til menntunar hans og sérþekk- ingar á dönskum málum — hefði látið samningu Knýtlinga sögu í hendur ann- ars manns. Það má telja mjög líklegt, að hann hafi með þessari sögu viljað gera Danakonungum sömu skil og Snorri föðurbróðir hans Noregskommgum í Heimskringlu. Enda liggur í augum uppi að höfundur Knýtlinga sögu hefur notað Heimskringlu sem fyrirmynd og verið undir sterkum áhrifum frá henni. í Knýtlinga sögu fann ég þá — að minnsta kosti tii bráðabirgða — það efni, sem mig vantaði til samanburðar við Laxdæiu. En niðurstaðan átti eftir að sanna eða afsanna tilgátuna um höf- undinn. í hinni nýju parorða-rannsókn var Knýtlinga saga sett í stað Heims- kringlu, en hinar fimm íslendingasögur voru þær sömu og áður. Árangurinn _varð sá, að skyldleiki Knýtlinga sögu og Laxdælu birtist í parorðunum hér- umbil eins sannfærandi og skyldleiki Heimskringlu og Eglu í fyrra skiptið. En til þess að sannreyna þessa niður- stöðu frá nýju sjónarmiði notaði ég í Laxdælu-rannsókninni einnig aðra og gjörólíka málfræðilega aðferð. í orða- skrám mínum leitaði ég að þeim lýs- ingarorðum og þeim huglægu („ab- strakt“) nafnorðum, sem voru að minnsta kosti tvisvar eins algeng í Laxdælu 'og í sjö samanburðartextum, sem námu samtals 529000 orðum. En þessir sjö texta/r — bæði íslendingasögur og konungasögTir — voru látnir tákna nokk urs konar þverskurð eða meðaltal óbundins máls. Ég bókaði úr Laxdælu nítján lýsingarorð og sextán huglæg („abstrakt") nafnorð, setm fullnægðu áðurnefndri kröfu, til dæmis skapstórr, virSuligr, ást, sómi. Tíðni þessara þrjá- tíu og fimm orða í hinum sjö sögum samanlögðum fékk hlutatöluna (kvót- ann) 1. Síðan var hægt að reikna út hlutatölu hverrar sögu um sig, miðað við stærð hennar. Auk Laxdælu og Knýtlinga sögu voru orðteknir þrjátíu og tveir mismunandi textar, íslendinga- sögur og konungasögur, sem námu sam- tals rúmri milljón orða. Hlutatalan reyndist vera 3.9 í Lax- dælu og 3.2 í Knýtlinga sögu. En af öllum hinum sögunum náðu ekki nema tvær yfir 2.0: Bandamanna saga (Kon- ungsbók) 2.6 og Vatnsdæla saga 2.4. Það hefði varla verið hægt að óska sér greinilegri úrslita. Tölumar vitna um óyggjandi skyldleika Laxdælu og Knýt- linga sögu. Að hlutatala Laxdælu yrði undir öllum kringumstæðum nokkru hærri en tala Knýtlinga sögu, mátti vita fyrirfraan, þar sem hin þrjátíu og fimm orð voru valin með tiUiti til Laxdælu en ekki Knýtlinga sögu. Tvær mismunandi aðferðir, hvor ann- arri óháðar, hafa þá leitt til sömu nið- urstöðu. Laxdæla og Knýtlinga saga hljóta að eiga sama höfund. Og hvaða maðuir gæti þá komið til greina nema Ólafr Þórðarson hvítaskáld? Málseinkenni íslendingasagna hafa þrátt fyrir heldur óhagstæð rannsókn- arskilyrði reynzt nógu greinileg til að ákvarða höfunda. Mörgum kemur þetta líklega dálítið á óvart, eins og sjálfum mér. En annars eru nðurstöðumar í bezta samræmi við hugmyndir þær, sem við getum gert okkur um ísland og íslendinga á 13. öld. Það er óhugsandi, að höfundar Eglu eða Laxdælu hafi verið einhverjir óþekktir afdalakarlar. Þeir hljóta að hafa verið hámenntaðir menn á mælikvarða samtíðar sinnar, auk þess sem allar líkur benda til þess, að þeir hafi látið til sín taka í opinberu lífi þjóðarinnar. Það virðist einnig eðli- iegra að gera ráð fyrir því, að rithöf- undar hafi ekki verið óteljandi margir, heldur sé sami maður oftar en einu sinni höfundur fleiri bóka. Og mexm eins og Snorri Sturluson og Ólafr Þórð- arson eru út af fyrir sig mjög líklegir til að hafa samið meira en það, sem gengur beinlínis undir nöfnum þeirra. En hvað Ólaf snertir sérstaklega, virð- ist hann sem rithöfundur hafa tekið sér föðurbróður sinn til fyrirmyndar. Snorri ritaði Eddu handa skáldum. — Ólafr fetaði í fótspor hans og samdi Málskrúðsfræði. Snorri skráði sögu Noregskonunga í Heimskringlu. Ólafr fylgdi dæmi hans með Knýtlinga sögu um Danakonunga. Snorri sagði ævisögu frænda síns Egils Skálla-Grímssonar í þeirri bók, sem er talin elzt af merk- ustu íslendingasögunum. Ólafr fyrir sitt leyti samdi aðra tilkomumikla íslend- ingasögu, Laxdælu, en sú saga sýnir öll merki þess, að höfundur hennar hefur lesið Eglu niðnr í kjölinn. í ljósi málfræðilegra rannaókna birt- ist Ólafr Þórðai-son hvítaskáld okkur mcð alveg nýja drætti: einn mesti rit- höfundur samtíðar sinnar, lærisveirta Snorra föðurbróður síns og naestum því jafnoki hans. Tvær teiknlngar eftir Alfreb Flóka Dárinn, 1957. Eig.: D’Arcy Gallery, New York. 2. tölublað 1964. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.