Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 7
Nordvest til nord, halv til vest“ — eða eitthvað nálægt því — svaraði Hörður stýrimaður þegar spurt var um stefn- ima á miðin út af Skipa- skaga. Við erum stödd um borð í skólaskipinu Sæ- björgu á leið í fyrstu veiði- ferð sumarsins. Áhöfn Sæbjargar er í þetta sinn 6 fullorðnir yfirmenn og 13 piltar sem ætla að kynnast sjómennsku af eigin raun, en auk þeirra eru í dag nokkrir gestir, sem fengu að fljóta með, en gestina átti að reka frá borði þegar kvöldaði og auðvitað var það von okkar að Sæbjörg yrði þá stödd við bryggju einhvers- staðar við Faxaflóa, en hvað um það, bezt að láta hverri stund nægja sín vandamál. H elgi skipherra stóð við stýrið en stýrimaðurinn ræddi við strákana milli þess sem hann gaf dýptarmælinum auga, ef ske kjyirni að fisks yrði , : : Bjarni, Eiríkur og Gunnlaugur ræða daginn og framtíðina af alvöru. Það löðar á hann Helgi Hallvarffsson, skipherra: „bað eru 332 gráður, þara halda sig á strikinu". vart, en það gat varla átt sér stað í dag því að „blaðamenn eru jú viðurkenndar fiskifæl- ur“, sagði Hörður. Niðri á dekki var Pétur bátsmaður búinn að skipa strákunum á vaktir en hamaðist nú við að kenna þeim nylonhnút og láta þá ganga frá færum og slóðum svo allt yrði tilbúið þegar Hörður f-inndi fiskinn. Og Sæbjörg rólaði út flóann „þetta á átta mílum“ og Helgi skipherra lét einn strák- inn taka stýrið og gaf upp stefnuna, „það eru 332 gráður, bara halda sig á strikinu, — sko héma — það er enginn vandi, bara hreyfa rattið ró- lega, — sjáðu — svona“, og stráksi reynir að halda strikinu, en það er jú svolítill vandi — svona fyrst í stað. Á meðan fer Hörður í tal- stöðina og kallar í Landhelgis- radíó, en líklega eru þeir bara 1 kaffi svo hann snýr sér að dýptarmælinum í staðinn. „Lóðningar, sjáðu maður, það lóðar á hann!“ hrópar Hörður og bendir á örlítið strik á blað- inu og einhver viðstaddur seg- ir að líklega hafi Hörður bara lóðað á marhnútsræfil, sem hafi villst hingað út. En það er samt ákveðið að renna og mannskapurinn skipar sér á handfærarúllurnar og áður en varir eru öll færi í sjó. Hann er tregur i dag, sá guli er far- inn í frí og ekki til viðtals. Það er jafnvel farið að tala um veðmál um fyrsta fiskinn, og þá kemur hann auðvitað. Kristbjörn, sá yngsti af á- höfninni, laumaði öngli upp í munninn á ýsu, sem var að geispa og dró hana nú snarlega inn, við mikinn fögnuð. Smátt og smátt fjölgaði fiskunum á dekkinu en „hann er dauðatreg ur, bezt að kippa“ heyrist ofan úr brú og litlu síðar „Inn með færin“ og svo er kippt. Strák- arnir aðgæta færin og nú er stund til skrafs. K affi! heyrist galað og hjálparkokkur dagsins stingur höfðinu út um kýraugað á eld- húsinu. En Sæbjörg var vist ekki byggð sem farþegaskip svo að menn skiptast á að drekka. „Þetta er eins og til sjós“, segir einn úr hópnum og strákarnir drekka kaffi og borða „Sæmund“ upp á kraft, en þeir eldri skjóta inn einni og einni sjóferðasögu og jafnvel landhelgissögu úr þorskastríð- inu fræga. U ppi í brú er Hörður aftur farinn að kíkja á dýptarmælinn og auðvitað „lóðax á hann“. Það er rennt á ný, — tregfiskur um stund — en svo lifnar sá laga þeir prjónahúfurnar með rauða dúskinum, þegar lagt er að bryggju á Akranesi. Gestirn- ir ganga í land og kveðja, önn- ur vaktin fær landgönguleyfi. Kvöldið er milt og sólin skín eldrauð yfir Snæfellsnesi og sveipar Flóann í töfraslæðu sum arkvöldsins. — Hs. Kristbjörn dregur fyrsta fiskinn. guli og það er nóg að gera við að draga þó að stundum sé það aðeins færi og sakka ná- ungans sem dregið er. Múkk- inn spáir afla og er ágengur, en stóreflis hnísa leikur sér í kringum Sæbjörgu. Flóinn er lygn í dag, í lofti er hitamistur og Reykjanesfjall- garðurinn og Keilir minna á japanskt málverk eða draum- sýn. Það er kominn timi til að snúa til lands, færin eru dreg- in inn og stefna tekin á Akra- nes. Strákarnir fara í aðgerð og Pétur bátsmaður kennir þeim handtökin, fiskurinn er slægður, hausaður og þveginn og sumt spyrt. Þegar búið er að ganga frá aflanum er dekk- ið „skrúbbað“ og þvegið því auðvitað verður Sæbjörg að líta vel og hreinlega út. essi fyrsti dagur hefur heppnast vel og strákarnir eru kannske svolítið montnir yfir þvi að vera skráðir á skip og hörkuduglegir við sín verk, engin sjóveiki og sá sem hafði hita þegar lagt var af stað, er óðum að ná sér og er hinn kátasti en fussar og sveiar þeg- ar einhver segir að bezt sé að setja hann í land á Akranesi. Strákamir eru bjartsýnir og víst dálítið spenntir og allir Strákarnir læra að „gera a3“. Hérna sýnir Pétur Jóhanni hvemig á að blóðga: „Héraa, sjáðu, svona“. 21. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.