Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1963, Blaðsíða 4
Höfunðurinn, dr. philos. Arvid Ás. Dr. Arvid Ás: embættismönnum kommúnistastjórnar- innar í Kína. En það hefur síðan komið í ljós, að þessi „meðferð" hefur ekki verið pyndingar í venjulegum skilningi. Gæti það nú hugsazt, að slík fyrir bæri, sem hér að framan var getið, geti verið afleiðing af mjög minnkuðum eða þá mjög tilbreytingarlausum hugaráhrif- um? Það voru slíkar spurningar og því- líkar, sem leiddu til hinna þekktu ein- angrunar-tilrauna, sem framkvæmdar voru af Hebb prófessor og samverka- mönnum hans við McGill-hásfrólann í Montreal, fyrir eitthvað 8—10 árum. Nokkrir stúdentar —- allt karlmenn — voru ráðnir fyrir kaup til tilrauhanna. Þeir lágu allt að fjóra sólarhringa í dauft lýstum klefa. Matnum var smeygt til þeirra gegnum gat, og þeir gátu notað salerni. Þeir höfðu mjólkurhvítar plastplötur fyrir augum, tappa í eyrum, hanzka á höndum og krossviðarhólka um handleggina — ailt til þess að gera hugaráhrifin eins lítil og tilbreytingar- iaus og unnt væri. Flestir stúdentanna höfðu ætlað sér að nota þennan tíma til að hugsa um námsefni sitt, skipuleggja rit- gerðir, o. s. frv. Hér um bil allir lýstu því yfir á eftir, að smám saman hefðu þeir misst allan hæfileika til skýrrar húgsunar yfirleitt, og meira að segja fengu þeir að reyna, að hugsanalíf þeirra var orðið gjörbreytt. Sumum varð smám saman þessi dvöl svo óbærileg, að þeir báðu um lausn fyrir tímann. Ýmsar sálfræðilegar tilraunir fyrir og eftir einangrunina sýndu, að hæfileiki tilraunamannanna til að leysa úr verk- efnum og framkvæma algeng hug-verk- efni á ýmsan hátt, hafði minnkað og veikzt í bili. „Draugar“. í einum floleki tilrauna voru rann- sökuð viðbrögð þeirra við áróðri, á þann hátt, að segulband með röksemda- færslu fyrir tilveru drauga, högg-anda kerfisbundin einangrun frá öllum skyn- samlegum hughrifum. E n hið eftirtektarverðasta við þessar tilraunir voru ef til vill breyt- ingarnar á hugsanalífinu hjá þeim ein- angruðu. Flestum þeirra fannst, eftir nokkurn tíma, erfitt að einbeita hug- anum að því, sem þeir vildu hugsa um. Hugsanirnar urðu eins og „fljótandi“ kringum efni eins og fyrri reynslu, vini, kunningja o. s. frv. Eftir nokkra hríð var svo eins og hugsanirnar tækju hver sínu stefnu, yrðu ágengar og óstjórn legar. Brátt fóru tilraunamennirnir að sjá fyrir augum sér punkta og strik eða heyra einstök hljóð. Þessi áhrif mögn- uðust svo og urðu flóknari og loks urðu úr þeim ákafar ofskynjanir hjá þeim flestum. Ofskynjanirnar voru af ýmsu, gjörólíku tagi, eins og t. d. hópar af litlum, gulum mönnum í svörtum skikkj um og gapandi forsöguleg dýr 'í frum- skógi, heil skrúðganga af gleraugum, sem „gengu“ eftir stræti o. s. frv. En svo urðu fleiri skynfæri en augun fyrir áhrifum. Einn heyrði per- sónurnar, sem hann sá, tala, annar heyrði stöðugt tónlist úr glymkassa, sá þriðji stereófóniskt hljóð, um leið og hann sá sólina stíga upp handan við kirkju. Þeim fjórða fannst hann vera hæfður í handlegg af kúlum frá dvergvöxnu her skipi, sem hann „sá“. Margir mannanna sögðust hafa haft hugboð um, að þeir væru ekki einir inni í klefanum. Sumir gátu um undarlegar breytingar á vit- ur.darástandi sínu. Einn sagði t. d., að sér hefði fundizt eins og hugurinn væri bómullarlag, sem væri fljótandi utan á líkamanum, og öðrum fannst eins og einhver væri að sjúga úr honum sálina gegnum augun. Þetta síðastnefnda gæti minnt á hug- myndir, sem koma fyrir hjá sumu geð- veiku fólki. Sumum tilraunamönnunum fannst eins og stjórnendur tilraunanna væru þeim fjandsamlegir, að þeir gerðu þeim erfiðara fyrir af ásettu ráði, og að samsæri væri gert til að sitja um þá sjálfa. M lfiörg má dæmin finna atvika, óveii.ulegs eða „óeðlilegs“ eðlis, í frásögnum eftir mönnum, sem átt hafa langan tíma í einveru, eins-og t. d. á sævi úti eða í heimskauta- löndunum, í tilbreytingarlausu um- hverfi. Slíkir menn geta hafa feng- ið ofsjónir eða séð sýnir, lifað það, að hugurinn eins og skilji við lík- amann, verði „eitt með alheimin- uin“. o. s.frv. Þess eru allmörg dæmi að annar tveggja manna, sem sigla saman um úthöfin, hafi orðið svo ske-ídur eða ruglaður af þessum sýnum, svo tortrygginn eða gjarn til morðs eða sjálfmorðs, að leggja varð hann í bönd. Margir þeirra, sem sigldu einir út í svona ferðalag, komu aldrei fram, jafn- vel þótt veður væri ekki með versta móti. Menn, sem hafa orðið skipreika í ófriði, og hafa verið einir síns liðs á fleka eða í björgunarbáti langtímum saman, hafa lýst því merkilega, sem fyrir þá bar. Þegar Christopher Burney kom til meðfanga sinna, eftir 18 mán- aða vist í einangrunarklefa, forðaðist hann að tala við þá, af hræðslu við "að verða talinn geðveikur. Á Svalbarða var Christiane Ritter einangruð langtím- um saman. í bókinni „Kona í heim- skautsnóttinni“ hefur hún lýst því, hvernig hún „sá“ ófreskju, fékk ofsjón- ir frá eigin fortíð, eins og „baðaðar glaða sólskini“, svo að hún „sameinaðist" mán- anum, og fékk óstjórnlega hvöt til að fara út í snjóinn o. s. frv. Charles Lindbergh hefur í sjálfsævi- sögu sinni minnzt á ofsjónir, sem hann fékk á ferð sinni yfir Atlanzhaf. Svip- uð fyrirbæri eru allvel þekkt hjá flug- mönnum nútímans, ef þeir fljúga mjög langar leiðir, einir síns liðs og í mikijli hæð. I öllum trúarbrögðum er að finna sagnir af heilögum mönnum, sem hafa leitað út í eyðimörkina, eða til annarra afskekktra staða, og fengið þar vitranir og sýnir, sem síðan hafa verið útskýrðar sem guðlegar opinberanir. Fyrir nokkrum árum varð heimur- inn hissa á „játningum", sem virtust óskiljanlegar og fram komu fyrir dóm- stólum í Sovétríkjuiium. í seinni tíð hafa menn verið að tala um „heiia- þvott“ í sambandí við hugarfarsbreyt- ingar, sem orðið hafa hjá stríðsföng- um, sem hafa verið til meðferðar hjá og annarra yfirnáttúrlegra fyrirbæra var leikið fyrir þá, meðan á einangruninni stóð. og áhrifin borin saman við tilsvar- andi áhrif á annan hóþ sem hafður var til samanburðar. Þeir einangruðu voru greinilega móttækilegri, og sumir þeirra sogðu meira að segja frá því síðar meir, að dögum saman eftir tilraunina hafi þeir verið dauðhræddir um að rekast á drauga! Þetta er í góðu samræmi við hinn „stjórnmálalega snúning", sem kom fyrir hjá nokkrum hinna amerísku her- manna, sem Kínverjar tóku til fanga í Kóreu, þar sem undirbúningurinn að „heilaþvottinum" virðist hafa verið Ofskynjanir við tilrauna-einangrun. Myndin byggist á lýsingum tilrauna- mannanna á því er þeir sáu, meðan á tilraununum stóð, og uppdráttum þeirra eftir einangrunina. egar tilraunamennirnir komu úr einangruninni, skýrðu margir þeirra frá því, að fleiri sálrænar breytingar hefðu átt sér stað. Veggir og loft bólgn- uðu út og „bylgjuðust" síðan í samt lag aftur, og allur klefinn var eins og á hreyfingu. Allar beinar línur virtust bognar. Einn leit í bók og uppgötvaði, að línurnar á hverri síðu svignuðu upp á við. eftir því sem augað hvíldi á þeim, og réttust svo aftur, þegar komið var framhjá hverjum stað. Einn tók eftir því, að gólfborðin sveigðu sig upp í hæðarhrygg, eftir endilöngu gólfi, mitt í sjónsviðinu. Nálægir hlutir sýndust stór- ir og fjarlægir smáir. Hlutir eins og til dæmis húsgögnin þarna inni virtust hreyfa sig og breyta lögun og útliti, allt eftir því hvernig skoðandinn hreyfði sig í afstöðu til þeirra. Litir slcynjuð- ust miklu sterkari og fyllri en þeir áttu að sér. Sumum fannst hörund ann- arra vera smurt kinnalit. Yfir. leitt virtist öll sú starfsemi, sem lýtur að því, að við þekkjum aftur hluti í umhverfinu, vera lömuð. En þetta lagaðist þó aftur á nokkrum klukku- stundum eða í hæsta lagi á svo sem tveim sólarhringum. Þessar tilraunir í Kanada urðu upp- hafið að mörgum svipuðum tilraunum, sem gerðar hafa verið síðustu 8—10 ánn. Einangrunaraðferðirnar hafa orðið fjölbreyttari — allt frá legu í vatns- geymi með ekkert nema andlits- og eyrna grímu, til dvalar í stállunga. Útkoman hefur í stórum dráttum orðið svipuð: Með því að útiloka margvís- leg hughrif frá venjulegum mönnum Framh. á bls. 12 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.