Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 13
sprettulindin að þorna? Því ólgar hún ,*kki lengur? Hefur vinnuþrótturinn Jporrið?“ Það var á þessu tímabili sem hugmyndin að „Landshornamönnum“ kviknaði í hugskoti hans. Hafi lesand- inn í huga ferskleika og þrótt þessa einstæða ritverks, ofurgnótt hugmynda og uppátækja, virðist það í hæsta máta einkennilegt, að höfundur þess hafi þjáðst af efasemdum um eigin hæfileika. En þannig er snillingurinn gerður, hann geldur dýr verk dýru .verði. i Þó hann kærði sig kollóttan um ytri viðurkenningu og heiður og væri frá- bitinn allri auglýsingamennsku í sam- bandi við ritverk sín, sveið hann sárt ef honum fannst að lagður væri á þau ranglátur dómur eða fjallað um þau af rangsleitni. Oftast kaus hann þó þann ikostinn að þegja við, yppa öxlum þeg- ar þannig stóð á og láta sem ekkert væri. Dagblaðið „Politiken" hafði horn í síðu hans, hann vissi ekki hverjir voru þar óvinir hans en hann hafði fyrr á ævinni bundizt traustum vin- áttuböndum við aðalritstjóra blaðsins, Henrik Cavling. Smámsaman fannst Hamsun orðið svo óþolandi ósamræmi í vináttu ritstjórans og þeim ummælum sem féllu í hans garð í blaðinu, að hann þoldi ekki lengur mátið en tók sér penna í hönd og skrifaði Cavling hreinskilnislegt bréf (nóvember 1923): „Iv.æri Cavling! Nú ættir þú ekki framvegis að sóa persónulegri vináttu þinni á mig, einkum þar sem blaði þínu er svo uppsigað við mig. Þú hlýt- ur að hafa nóg annað íyrir stafni — o" eg hef þar að auki varla heilsu til að svara. Mér er næstum orðin um megn sú líkamlega vinna að skrifa sendibréf og eg á ekki ritvél eins og þú, sem eg sagt fyrir. Eg hef ekki reynt annað en gott af öðrum dönsk- um blöðum, þau skrifa kurteislega um mig og biðja mig stöku sinnum um greinar. „Politiken" hefur verið und- antekning á því sviði um langt árabil, fjórar síðustu bækur mínar hafa hlotið drembilegar skammir, þegar mér var úthlutað Nóbelsverðlaununum var þitt blað eina blaðið í víðn veröld sem hélt því fram að eg ætti þau ekki skil- ið og gert var lítið úr mér í skop- mynd sem birt var í blaðinu. Einn af blaðamönnum þínum heimsótti mig á fölskum forsendum og birti síðan við- tal við mig, þvert ofan í gefið dreng- skaparloforð. Og þar fram eftir götun- um. Þannig hefur ekkert blað leikið mig. Og ofan á þetta allt kemur þú glaðklakkalegur og saklaus í framan og ert gamli, góði vinurinn. Eg held eg hafi aldrei á löngum rit- höfundaferli mínum haft fyrir því að svara ritdómum einu orði, hvorki þín- um dómum né annarra, slíkt er mér víðs fjarri, eg hef alltaf látið mér á sama standa. En hafi síðasta bókin mín („Síðasti þátturinn“) verið jafn ömurleg og Politiken segir hana, þá hefði eg aldrei látið hana frá mér fara. Með þennan ritdóm í hendinni mundi eg aldrei finna mér útgefanda! En þar eð eg er ekki með öllu óþekktur, gæti ef til vill eit’t blað látið vera að beina að mér sóðaspotti, svo fremi ritstjór- arnir hafi ekki persónulega óbeit á mér. Misskildu mig ekki: eg er ekki að biðjast vægðar, þú þarft ekki að vera feiminn. Þú getur hóað saman þínu liði og gert eins mikið gys að þessum línum og þig lystir. En eg vildi losa þig undan þeim tvískinnungi sem felst í því að vera að skrifa mér vinsamleg bréf, þegar blað þitt leikur mig eins og ótíndan trantara, slík vináttumerki krefjast þess nefnilega að eg svari fullur þakklætis og það er heldur óvið- kunnanlegt. Eg hef, svo vítt eg veit, aldrei beðið þig bónar og mun aldrei gera það, en eg hef virt þig, vegna þess að þú ert skáld í eðli þínu, það er einnig ástneðan til þess að eg klóra þér svo margar línur, að öðrum kosti hefði eg þagað. Vinur þinn einn hefur sem sagt ráð- lagt mér að ferðazt og kynnast ókunn- ugu fólki. Ef þú skyldir hitta hann, vildi eg biðja þig að skila því til hans að eg hef farið um fjórar af fimm heimsálfum, það er meir en flestir hafa farið og þykir sumum nóg. Og hvað ókunnugu fólki viðvíkur, þá kýs eg heldur að skrifa um það fólk sem mér er kunnugt. Ef eg óskaði eftir umgengni við ó- kunnugt fólk væri það mér hreinn hægðarleikur, því eg hef hálfa ævina sífellt verið að fá bréf frá fólki í Norður- og Suðurameríku, Indlandi, Japan, Madagascar og mörgum evr- ópskum löndum, þar sem eg er beðinn að veita þessu fólki viðtöku. Eg hef orðið að hafna óskum þess. Eg er ekki það vel að mér í landafræði að eg sé fær um að ræða við ókunnugt fólk. Eg held að því fólki sem nú lifir sé með öllu óhætt að brjóta odd af of- læti sínu, hneigja 'höfuð sitt og lækka róminn. Það eru nefnilega til fleiri en ein hlið á hverjum hlut og hlutirnir eru fleiri en tölu verði á komið. Eg hef keypt blaðið þitt hingað til aðallega vegna þess að Georg Brandes JENS B. WAAGE Frh. af bls. 4 ingnum" eftir Ibsen. „Þjóðníðingurinn" er afar áhrifamikið verk, eitt af hörðustu ádeiluleikritum Ibsens, og er þá mikið sagt, og Stockmann læknir veigamesta og vandasamasta hlutverk leikritsins. U m leik Jens í þessu hlutverki segir fsafold meðal annars: „Vanda- samasta hlutverkið hefur Jens B. Waage; hann leikur baðlækninn, dr. Tómas Stockmann. — Það virðist vera æði mikið í þann mann spunnið, sem væri eins og Jens B. Waage kemur hér fram á leiksviðinu. En hann er ekki heldur neinn miðlungsmaður frá Ibsens hendi, dr. Stockmann.---og að hálfu leyti leikur Jens Waage prýðilega vel dr. Stockmann. Hann sýnir einlægnina og barnshugann af skörpum skilningi, og allur leilcur hans svo geðfeldur frá upphafi til enda, að áhorfendum þyk- ir vænt um hann. En tvennt er að: honum hættir við að verða oft mis- mæli, og rómurinn er ekki góður. Eink um er hann ekki karlmannlegur. Og karlmennska er það, sem vantar nógu mikla í allan leik hans“. Ég gæti trú- að því að leikdómarinn hafi haft tölu- vert til síns máls, því að kynni mín af Jens Waage voru þannig, að ég hygg að ekki hafi legið vel fyrir honum að leika háværa bardagamenn. Hann var hæglátur maður í dagfari og draum- lyndur en jafnframt tilfinningaríkur. Því lét honum vel að túlka hið ákaf- asta hugarstríð, svo sem í Galdra- Lofti, ljóðræna stemningu eins og í atriðinu „fljúgðu fljúgðu klæði“ í sama leikriti, og göfuga og hógláta hugsjóna- menn eins og Þorgeir ritstjóra í Synd- um annarra eftir Einar H. Kvaran. En Jens Waage átti einnig til notalega kímni, sem kom mjög skemmtilega fram í þeim gamanhlutverkum, sem hann lék. Minnist ég í því efni eink- um leiks hans í hlutverki Kranz birki- dómara í Ævintýri á gönguför (1919) og í hlutverki Tygesens í Landafræði og ást eftir Björnson (1918). U ins og áður er getið varð nokk- urt hlé á leikstarfsemi Jens Waage um hríð, eða frá því á leikárinu 1909—10 til leikársins 1913—14, en á þessum árum var hann formaður Leikfélags- ins. A órunum 1910-20 var meiri gróska í íslenzkri leikritun en nokkru sinni fyrr eða síðar. Frá hendi Jóhanns Sig- urjónssonar, Einars H. Kvarans og hefur skrifað í það greinar og einnig vegna óviðjafnanlegra greina um utan- ríkismál. Brandes er hafinn yfir allt mitt lof, en eg vildi gjarnan biðja þig að færa höfundi greinanna um utan- ríkismál hugheilar þakkir rnínar. Eng- inn hugsar jafn rétt og hann og eng- um er eins lagið að bregða upp skýr- um myndum. Beztu kveðjur, þinn Knut Hamsun. P.S. Hvort eg eigi óðal? Eg sendi annan sona minna til beggja hinna dönsku landseta minna með hjálagða pappíra og lét þá kvitta. Hvort eg eigi óðal! Eru það stöðugt Nóbelsverðlaunin sem ganga aftur? Því miður hefur mér ekki tekizt að láta þau hrökkva fyrir öllu. Síðastlið- ið ár hef eg gefið 40 þúsund krónur þurfandi aðilum um viða veröld, og auk þess varð eg að greiða skatta- skuldir sem námu samtals 40 þúsund krónum. Á þessu ári duga ekki rit- launin fyrir nýju bókina einu sinni fyrir sköttum og er hún þó afrakstur- inn af þriggja ára andlegri vinnu. En „óðalið" er nógu stórt, alltof stórt fyrir mig, eg er ekki svona miklu vanur og veit ekki heldur hvort eg á það skilið. Eg rek búið á Nörholm vegna barna minna — handa mér næg- ir kofi úti í skógi. Guðmundar Kambans kom hvert leikritið eftir annað, merkileg bók- mennta- og leikhúsverk. Fjalla-Ey- vindur Jóhanns var frumsýndur hér á annan dag jóla 1911, Lénharður fógeti eftir Einar H. Kvaran á annan í jól- um 1913, Galdra-Loftur eftir Jóhann Sigurjónsson var frumsýndur á annan jóladag 1914, Syndir annarra eftir Einar H. Kvaran í febrúarmánuði 1915, Hadda-Padda Kambans á annan í jól- um sama ár og Konungsglíman eftir sama höfund á annan jóladag 1917. Þá var og í febrúarmánuði 1918 frum- sýnt leikritið Skuggar eftir Pál Stein- grímsson. Allar þessar sýningar þóttu merkir bókmennta- og leiklistarvið- burðir og var mikið um þær rætt og ritað. Einkum vöktu leikrit Jóhanns Sigurjónssonar mikla hrifni og þóttu frábær listaverk. — Jens Waage lék hlutverk Eysteins í Mörk í Lénharði fógeta og fékk misjafna dóma. Um leik hans segir í Ingólfi: „Eystein, elskhuga hennar (Guðnýjar. S. Gr.), leikur Jens B. Waage og gerir það all- vel, en „harkalegri“ mætti Eysteinn vera og er eins og hlutverkið eigi ekki við Jens“. Á sama leikári (í febr. 1914) leikur Jens hinn blinda mann, Röd höfuðsmann í Augum ástarinnar eftir Johan Bojer. Fékk hann mikið lof fyr- ir leik sinn í því hlutverki. Kemst Ingólfur þannig að orði um leik hans: „Jens B. Waage leikur hinn höfuðs- manninn, elskhuga heimasætunnar. Það er í alla staði eðlilegt að leikvinir vilji eigi missa þann mann af leik- sviði, því að hans skarð verður eigi fyllt. Má sjá þess glögg merki í þess- um leik, er hann sýnir blindan mann og hug hans. Var það svo vel gert, að margir menn telja sér munu verða minnisstætt". Eð stórbrotna og áhrifamikla leikrit Jóhanns Sigurjónssonar, Galdra- Loftur, var sem áður segir frumsýnt á jólum 1914. Jens lék þar aðalhlutverk- ið, Galdra-Loft. Hlutverkið er án efa vandasamasta og erfiðasta hlutverkið í íslenzkum leikbókmenntum, en gefur jafnframt leikaranum gullvægt tæki- færi til að sýna hvers hann er megn- ugur. Er ekki að orðlengja það að Jens lék Galdra-Loft með þeim ógætum að þar náði list hans hámarki sínu, enda mun víst öllum, sem sáu hann í hlut- verki þessu, verða leikur hans ógleym- anlegur. Um leik hans segir Lögrétta (1. 1. ’15): „Loftur er afar erfitt hlut- verk, líklega hið vandasamasta, sem leyst hefur verið af hendi hér á leik- sviði og er án efa einskis meðfæri hér annars en þess, sem nú leikur hann. En hann leysir það aðdáanlega vel af hendi“. Og í ísafold (9. 1. ’15) segir: „Það er fágætur leikur meðferð hans á Galdra-Lofti, fjölbreytt svipbrigði og nákvæmlega stilt látbragð alt við það, sem hann átti að segja og gera. Svo lýtalítill leikur í jafn afarvandasömu hlutverki er prýði leiksviði voru“. Síð- ar á þessu sama leikári lék Jens Waage Þorgeir ritstjóra í Syndum annarra eftir Einar H. Kvaran, aðal- hlutverk leikritsins. Er leikritið gott verk, enda hlaut það yfirleitt góða dóma. Eg sá Jens oft í báðum þessum leikritum og dáðist mjög að leik hans i þeim þó að hlutverkin sé eins ólík og hugsazt gelur. í greinarkorni, sem ég skrifaði í minningarit Leikfélagsins, fer ég svofelldum orðum um leik Jens í þessum hlutverkum: „Jens B. Waage lék Galdra-Loft. Hann var meðal leik- aranna það, sem frú Stefanía var meðal leikkvenna, — glæsilegur og raddþýður og látbragð hans og hreyf- ingar fágaðar og prúðmannlegar. Ég sá Jens Waage í mörgum hlutverkum og fannst mér hann jafnan bera af öðrum leikurum í hvaða hlutverki sem var. En ágætastur þótti mér leikur hans í hlutverki Galdra-Lofts, enda frábær samleikur þeirra frú Stefaníu. Minnisstæðastur er hann mér í sær- ingaratriðunum í stofu ráðsmannsins og í kirkjunni á Hólum. Var leikur hans þar óvenjulegt afrek: Þróttmikil og ástríðufull list, er samboðin var þessu mikla dramatíska verki. Mörg önnur mikilvæg hlutverk fór Jens Waage með og leysti þau öll afbragðs- vel af hendi. Má þar til nefna Ingólf í Höddu-Pöddu og Þorgeir ritstjóra í Syndum annarra, hið milda göfug- menni og draumlynda hugsjónamann. Hygg ég að þetta síðastnefnda hlut- verk hafi átt vel við Jens Waage, enda var persónan sönn og heilsteypt í meðferð hans“. c íðasta leikárið (1919—20), sem Jens Waage tók þátt í leiksýningum, lék hann tvö veigamikil hlutverk, Sig- urð Braa í samnefndu leikriti eftir Jo- han Bojer og síra Manders í Aftur- göngum. Mun það hafa verið síðasta hlutverk hans (frumsýnt 11. júní 1920). Sigurður Braa var eitt af beztu hlut- verkum Jens Waage, enda hlaut hann mjög góða dóma fyrir leik sinn í því. Hins vegar fékk hann misjafna dóma fyrir síra Manders. Helgi Valtýsson skrifaði langa grein í Lögréttu (16. 6. 1920), þar sem hann fór hörðum orð- um um sýninguna í heild á Afturgöng- um og fann allmikið að leik Jens Waage. En í ísafold segir: „Manders prest lék Jens Waage og fór vel með hlutverkið. Máske hefur hann farið of vel með prestinn.... En prestur var hann og prest getur hann sýnt betur en nokkur annar maður, sem sést á leiksviði hér“. F g hafði nokkur persónuleg kynni af Jens Waage á skólaárum mínum og síðar og hafði alla tíð mikl- ar mætur á honum. Hann var gáfaður maður, íhugull og menntaður vel, glaður með glöðum og ljúfur í við- móti, sannur „gentilmaður“. Því var gott og lærdómsríkt áð eiga viðræður við hann í góðu tómi um hin marg- víslegustu efni, en einkum þó er hugð- arefni fóru saman. — Hann var kjör- inn heiðursfélagi Leikfélags Reykjavík- ur árið 1934. Jens Waage lézt hér í bæ 10. sept- ember 1938 eftir langvarandi van- heilsu. Leikferill hans var glæsilegur og með honum hvarf af sjónarsviðinu einn áhrifamesti og mikilhæfasti braut- ryðjandi íslenzkrar leiklistar. Sigurður Grímsson. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13 16. tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.