Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.06.1962, Blaðsíða 8
Feigö og fiör Eftir P.V. G. Kolka •* AÐ hittist svo á, aS fyrsti sjúíklingurinn, sem eg tók á móti á elysavakt á Beekman Street-spítala, var ung stúlka, sem hafði hnigið í ómegin á götunni og sýndi sig að vera með fóstur- lát. Þetta var dansmær, sem vann á kvöldin á einhverjum skemmtistað neð- an til á Manhattan og hafði verið á leið til vinnu. Deildarlæknirinn gekk á gtúlkuna, sem viðurkenndi, að hún hefði um morguninn farið til læknis og borg- að honuim 70 dollara til að eyða fóstrinu, en það hafði hann gert með því að stinga á egginu á lækningastofunni sinni og síðan látið hana sigla sinn sjó. Hér var því ekki aðeins um glæpsam- lega fóstureyðingu að ræða, heldur líka framfcvæmda á svo svívirðilegan hátt, að nauðsynlegs hreinlætis og annarrar varúðar var ekki gætt og lífi eða heilsu stúlkunnar stofnað með því ; hættu. Hún var því látin gefa upp nafn læknis- ins og send var tafarlaust kæra á hann frá spítalanum til lögreglunnar, en deildarlæknirinn mætti fyrir rétti þeg- ar morguninn eftir til þess að staðfesta framburð sinn í málinu með eiði. L íf manns hefst ekki með fæð- ingunni, heldur níu mánuðum áður, við getnaðinn, samruna sáðfrumu og egg- frumu. Upp frá því er eggið orðið að sjálfstæðri lífsveru og örlög hennar ráð- in, að svo miklu leyti sem þau ákvarð- ast af arfgengum eiginleikum, en móður skautið aðeins gististaður þar sem henni er veitt nauðsynlegt skjól og næring. Það er því í raun og veru enginn eðlis- munur á þvi að drepa frjóvgaða egg- frumu í móðurlífi og á því að bera barnið út nýfaett eða gera út af við það á annan hátt, enda hefur löggjafinn löng'um litið svo á og kaþólska kirkjan heldur þessum líffræðilega skilningi fram án undansláttar. Nú er það hins vegar svo, að nauðsyn brytur stundum lög, það getur orðið afsakanlegt að drepa mann í sjálfsvörn og sú skoðun hefur rutt sér víða til rúms, að leyfilegt sé að taka líf fóstursins, ef lífi eða heilsu móðurinnar væri að öðrum kosti stofnað í bersýnilega hættu. Þó er á þvd ailverulegur munur að drepa árásar- mann til þess að bjarga sínu eigin lífi eða annarra og hinu, að taka líf sak- lausrar og varnarlausrar mannveru til að bjarga þeim, sem að öllum jafnaði ber að einhverju leyti ábyrgð á því, að hún varð til. Hér er komið að miklu vandamáli, sem flestir læknar ikannast við af eigin raun og verða að meta með tilliiti til giidandi laga þjóðfélagsins, en fyrst og fremst sinnar eigin samvizku. Flestir læknar, a.m.k. þeir, sem ekki eru ka- þólskrar trúar, líta svo á, að sjálfsagt sé'að fórna lífi fóstursins fyrir líf móð- urinnar, ef ekkj er hægt að bjarga ÚB MYNDABÓK LÆKNIS 'hvorutveggja, • en þar til fyrir rúmum aldarfjórðungi var fóstureyðing brot á islenzkum hegningarlögum án undan- tekningar. Ýmsir læknar, þar á meðal eg, gerðum okkur því seka við refsilög- gjöfina, þótt dómstólar hefðu talið, að um mildandi ástæður væri að ræða. Það er alltaf óheppilegt að hata lög, sem rekast á samvizku manna og siðgæðis- vitund, og því var það mikil réttarbót, er sett voru ný lög um fóstureyðingar, vananir og afkynjanir, sem leyfðu þess- ar aðgerðir allar, en innan strangra tak- marka og undir fullu eftirliti þess opin- bera. Fóstureyðing er nú leyfileg sam- kvæmt íslenzkum lögum, ef tveir lækn- ar, hvor öðrum óháður, gefa vottorð um að þeir telji láf og heilsu móður í hættu að öðrum kosti, og má þá jafnvel taka nokkurt tillit til félagslegra að- stæðna fjölskyldunnar, en aðgerðina má aðeins framkvæma á örfáum og ákveðnum sjúkrahúsum. P rófessor Sæmundur Bjarnhéðins son, sá mikli mannvinur, varaði okkur, nemendur sína, við þeim mikla vanda, sem við værum settir í, er stúlkur, sem teldu sig hafa ratað í mikla ógæfu með því að verða barnshafandi, grátíbændu okkur uim að losa sig við fóstrið og hefðu jafnvel orð á að fyrirfara sér, að öðrum kosti, en slíkt hefur auðvitað stundum komið fyrir. Hin breytta lög- gjöf hefur mjög dregið úr þessum vanda, eða svo er það frá mínu sjónar- miði. Síðan hef eg haft fyrir reglu að svara slíikum bænum eitthvað á þessa leið: „f fyrsta lagi er það engan veginn víst, að þér séuð vanfær, góða mín, svo að bezt er að sjá til. í öðru lagi er fóstur alltaf lifandi mannvera, sem ekki er leyfilegt að deyða, það er glæpur, bæði fyrir mig og yður. f þriðja lagi verður að senda umsókn til réttra yfirvalda, ef það er talið óhjákvæmilegt að eyða fóstri, svo að þetta er torsótt leið. f fjórða lagi er það margföld reynsla, að stúlka, sem tekur áföll sín alvarlega, er miklu líklegri til að verða góð móðir og hafa ánægju af barni sínu en hin, sem mætir mistökum sínum með léttúð. Það sem þér nú teljið yður mifcla ógæfu, getur orðið yður til mikillar gleði seinna í lífinu. Við vitum það aldrei fyrirfram, hvaða mótlæti getur snúizt okkur til gæfu síðar meir.“ x eir, sem leita læknis í erfiðum vandamálum, verða að geta fundið í honum nærgætinn skriftaföður og holl- an ráðgjafa, en ekki leigumorðingja. Flestir telja styrjaldir afsakanlegar, þ.e.a.s. skipulögð manndráp í stórum stíl, ef heill eða heiður föðurlandsins krefst þess. Margir tejja fóstureyðingar leyfilegar við vissar aðstæður, en eru þó á mó'ti Mfláti óforbetranlegra glæpa- manna. Mörg eru dæmi þess, að losta- morðingjar, sem látnir hafa verið lausir úr fangelsutm, hafa á nýjan leik nauðgað börnum og jafnvel myrt þau. Það virð- ist einkennilegt ósamræmi í þvf að ala sMka menn árum saman í dýrum stofn- unum, jafnhliða því sem þjóðfélögm tíma ekfci að veita börnum svo gott upp- eidi til Mkama og sálar, sem kostur er á. Það væri rniklu rökréttara að losa þjóð- félagið við óforbetran.lega stórglæpa- menn með því að taka þá af Mfi, ekki í refsingarskyni, heldur í sama tilgangi og sá læknir hefur, sem sker burtu fúa- mein. E ftir þessi alvörumál skal skýrt frá einu skringiiegu atviki: Ungldngs- stúlka, illa gefin til sálar og líkama, hafði átt tvö börn í lausaleik og var Hkleg til að halda áfram sama nytja- starfi fyrir þjóðfélagið. Hún átti að ganga undir botnlangaskurð hjá mér og báðu foreldrar hennar mig um að gera hana ófrjóa um leið. Eg spurði stúl'k- una að því, hvort hún veitti tii þess samþykki sitt og gerði bún það með glöðu geði, því að það hentaði vel þeirri atvinnugrein, sem hún hafði kos- ið sér. Eg gætti þess ek'ki að hafa votta sð samtali okkar né fá samþykki hennar skriflega, en setti aðgerðina á skýrslu mína til heitbrigðisstjórnarinnar. — Nok'kru síðar var eg kallaður fyrir rétt, því ag fyrirskipuð hafði verið lögreglu- rannsókn gegn mér út af þessu. For- eldrar stúlkunnar höfðu borið það, að aðgerðin hefði verið framkvæmd eftir beiðni þeirra, en stúlkan bar á móti því, að eg 'hefði leitað hennar samþykkis. Eg hafði á hendi ýmisleg tromp, sem eg hafði efcki hirt um að setja í skýrslu mína stúlkunnar vegna, var á þeim ár- um dálítið herskár og hlakkaði til að flytja vörn í máli mínu sjálfur, en ekki var frekar aðhafzt í því af há'Ifu þess opinbera. Þremur árum síðar las eg mér til nokkurrar undrunar í hinum prent- uðu heil'brigðissikýrslum, að þetta ár hefði verið hafin lögreglurannsókn gegn lækni vegna brots á þeirri grein hegn- ingarlaganna, sem fjallar um líkaimsár- ásir, en með konungsleyfi hefði saka- málshöfðun verið látin falla niður. því ekkert hefði komið fram, sem benti til þess, að verknaðurinn hefði verið fram- inn í auðgunarskyni. Blessuð sé minning hins hásæla konungs Kristjáns X, Kuhla Khan „BRITISH Museum“ í Lundúnum hefur eignazt einasta handrit sem til er frá hendi skáldsins sjálfs af hinu mikla og víðfræga kvæði „Kúbla Khan“ ef’tir S. T. Coleridge. Ljóðið birtist fyrst í vakningar- riti rómantísku stefnunnar í Eng- landi, „Lyrical Ballads“ sem þeir gáfu út saman árið 1798, Coleridge og Wordsworth. Hefur bókin síðan komið í fjöldamörgum útgáfum. Coleridge hefur sjálfur skýrt frá því, hvernig hann dreymdi þetta fjarræna og dularfulla ljóð í „djúp- um svefni“ (sem nánast var víma af völdum deyfilyfja), og jafnframt að ljóðið hafi ekki orðið lengra vegna þess að veruleikinn brauzt inn til hans í líki óskáldlegs borg- ara, sem átti erindi við skáldið og vakti það af hinum innblásna svefni. Ljóðlínurnar sjötíu eru sem sé allt, sem skáldinu tókst að varðveita af hinum töfrandi draumi. Auk nokkurra atriða, sem ekki eru samhljóða við hinn prentaða texta ljóðsins, er það athyglis- verðasta við þetta eiginhandrit (sem raunar er afrit eldra hand- rits), að Coleridge nefnir í lítilli athugasemd aftan við ljóðið, að það hafi verið samið „haustið 1797“, og að mókið, sem hann var í þegar hann orti það, hafi orsak- azt af „tveimur kornum af ópíum, sem tekin voru til að stöðva blóð- sóttarkast.“ í athugasemdinni er einnig minnzt á hina örlagaríku truflun, en afleiðingum hennar er ekki lýst jafnnákvæmlega og áður, þegar Coleridge hélt því fram að truflun- in hefði kostað enska ljóðlist 2— 300 ljóðlínur, sem orðið hefðu engu síðri en ljóðlínurnar sem varðveitt- ust. í athugasemdinni segir ein- ungis, að mikið hafi farið forgörð- um, þegar leiðslan var rofin, og það verði ekki endurheimt. PRENTMYNDAGERÐIN MYNDAMÓT H.F. MOBGUNBLRDSHÖSirrU - SlMI 17152 8 LESBÓK MORGUNELAÐSINS 1S, tölublað 1962

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.