Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.06.1961, Blaðsíða 6
346 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Úr rlki náftúrunnar Maurildi og Ijósdýr HVERNIG skyldi þeim mönnum hafa orðið við, er fyrstir sáu Ijós í sjónum, eins og hann væri að brenna? Skyldu þeir ekki hafa orðið hræddir og haldið að hér væri um gerningar að ræða, eða yfirnáttúrlegar verur mundu valda þessu? Það var engin von til þess, að þeir gæti skilið það fyrirbæri. En smám saman hafa þeir svo vanist þessu og óttinn anna vera borgið að verulegu leyti og þar með sköpuð skilyrði til öruggari framkvæmda. — o — Víð«a í byggðum landsins er nú að vaxa upp ungskógur ýmissa trjátegunda. Hann er að vísu ekki enn víðlendur, en gefur góð fyr- irheit um það, sem koma skal, og að hverju ber að stefna. En það er að vinna að því að klæða landið á ný skógi og þar með skapa óbomum kynslóðum betri lífsskilyrði í landinu. Þótt reynsla ’fslendinga hér á landi 1 skógrækt sé ekki mikil, þá er það ekki lengur neinum vafa bundið, að unnt er að rækta í landinu megnið af þeim viði, sem þjóðin notar. Því er aug- ljóst, hvílík nauðsyn það er, að hér verði ræktaðir nytjaskógar. En því takmarki verður ekki náð án almennra samtaka ogfórn- fúss starfs fjölda manns. Það er því þýðingarmikið, að samtök skógræktarfélaganna eflist, því að þau hljóta ávallt að verða mjög mikilsvirkur þáttur í skógrækt á íslandi. við það hefir minnkað og horfið, þegar þeir sannfærðust um að engin hætta stafaði af þessu. Fyrstu mennirnir, sem rituðu um maurildi í sjó og í feysknum trjám, voru þeir Aristoteles og Pliny. En þeir vissu ekki hvað þetta var, sem ekki var heldur von. Liðu svo margar aldir, að menn voru engu nær. Það var ekki fyr en smásjáin kom til sög- unnar, að menn uppgötvuðu að það voru örsmáar sjálflýsandi verur, sem ollu þessurp kynja- Ijósum. Menn höfðu gefið þessum bjarma mörg nöfn. íslendingar kölluðu hann maurildi, og var það nafn ekki illa valið, og bendir til þess að ljósið stafi frá lifandi verum. Þeir munu snemma hafa tekið eftir því að maur kom í fisk, og þareð hálfskemmdur fisk- ur varð lýsandi í myrkri, munu þeir hafa talið að það væri maur- um að kenna. Nafnið maurildi á því við birtuna í sjónum, birtu í fiski og rotnandi áburði og einnig um birtu í fúatrjám. En það á ekki við þegar um stærri sjálf- lýsandi verur er að ræða. Birta þessi er alltaf köld, því að engir rauðir hitageislar eru til í henni. Þess vegna hafa menn reynt mikið til þess að framleiða slíkt Ijós, en þeim hefir aldrei tekizt það. Talið er að um 40 tegundir af lífverum sé sjálflýsandi. Kunnust af þeim öllum er eldflugan, enda hefir mest verið um hana ritað. Eldflugurnar eru ekki sílýs- andi, heldur hafa þær vald á birtunni og geta brugðið upp Ijósi þegar þeim sýnist. Sérstaklega á Blysflugan. þetta við þegar þær leita sér maka. Þá senda karlflugur og kvenflugur hver annarri ljós- merki, þangað til þær ná saman. Sérstök tegund eldflugu, sem kall- ast „cucujo“ eða blysflugan, er til í hitabeltinu og er ljós hennar mjög bjart. Til dæmis um það er þess getið, að læknir nokkur fyllti flösku af flugum þessum, er hann hafði ekki annað ljós, og við birtuna af þeim gerði hann hættulegan uppskurð. Önnur einkennileg fluga er í Austurlönduní. Hún verður sjálf- lýsandi af slími, sem smitar út úr henni. Og það er einkennilegt, að þetta ljós er hvorki hvítt né gulleitt, heldur er það blátt. Ljós- magnið helzt í flugunum enda þótt þær drepist. Ef þær eru mal- aðar og duftið síðan bleytt, verð- ur það sjálflýsandi. Þetta notuðu Japanar sér í seinni heimsstyrj- öldinni. Þeir létu njósnamenn sína hafa þetta duft með sér og þegar þeir voru í myrkri á næstu grös- um við bandamenn, vættu þeir þetta duft, báru það í lófa sér og við birtuna, sem þar kom fram, gátu þeir séð á áttavita og kort. Stærstu sjálflýsandi dýrin eiga heima í sjónum. Eru þessi ljós ýmist á fálmurum, uggum eða

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.