Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 651 Herðasjölin eru svo fín að draga má þau í gegn um siftingarhring. að brimlöðrið á sandinum myndaði einkennileg mynztur. Hún varð svo hissa á þessu, að hún gleymdi sorg sinni og tók að gefa löðrinu nánar gætur. Þegar hún kom heim biðu hennar þar þau gleðitíðindi að bát- urinn hefði náð landi annars stað- ar. heilu og höldnu. Og með fagn- aðartár í augum settist hún við prjóna sína og tók að prjóna slæðu, sem var allra líkust brimlöðrinu á sandinum. Og upp frá því hefur eftirmynd löðursins verið í inu fín- asta prjónlesi þar á eyunum. En þar eru einnig aðrar fyrirmyndir, svo sem skeljar, akkeri, stjörnur, fuglar, síldardálkur og margt ann- að, sem við kemur þjóðsögum og er orðið að sérstakri list í heimilis- iðnaði. Konurnar á Fjárey prjóna á sér- stakan hátt, og mörg mvnztur þeirra hafa verið tekin upp eftir útflúri á fötum spanskra manna, sem brutu skip sitt þar við eyna 1568. En aðferðin við að lita ullina alla vegu úr skófum og mosa, er arfur kominn frá fyrstu keltnesku kristniboðunum. Karlmennirnir á Fjárey nota enn áttæringa, sem svipar til víkingaskipanna, og kalla þá „yawl“ (jullur), en annars stað- ar á eyunum eru notaðir sexæring- ar og fjögramannaför. Lífsbaráttan er hörð á þessum eyum. Sjórinn umhverfis þær er að vísu stundum gjöfull, en hann er hættulegur, og kotin eru svo léleg að varla er hægt að fram- fleyta lífinu á þeim. Þetta hefur mótað skapgerð eyarskeggja, gert þá nægjusama og vanið þá við að láta hverjum degi nægja sína þján- ingu. Ef þeir eiga nokkrar kindur, kú, saltsíldartunnu „da ander“ (í anddyrinu), bát í naustinu (sem þeir kalla noost), móhlaða, tvær eða þrjár hænur og konu, sem kann að prióna, skaka strokkinn og baka brauð, þá finnst þeim h'fið hreint ekki svo slæmt, Það er þessi nægju -semi og glaðlynt geð, sem.flevtir þeim .í gegnum allt. baslið. Á inum löngu vetrarkvöldum er setið fyrir framan móeld í hlóðum og sagðar sögur af tröllum.(trows), kvöldriðum (nvugles). jötnum (gaants), huldufóHri og áVfum, eða þá að farið er með bióðkvæði um blóm og fugla og seli, norðurljósin, sumarmorgna, og er þá stundum leikið undir á fiðlu og sungið. Þetta styttir inar löngu vökur og menn fdevma kuldanum. Á flestum heim- ilum er til ein fiðln eðn tvær, og þjóðlögin, sem leik’i eru á þær, eru óteljandi. Öll ei"' sér nor- rænan uppruna, mcð örlitlu ívafi frá Keltum. Þoqc; ]ióð og þióðlög. nsamt rð- lynöi n-nrskeggja. hafa hiálpazt að því að halda fólkinu andlega vak- andi.Fiðlarar ng skáld eru á hverju strái. Þó að hriðar hamist úti fyrir, særokið standi yfir eyarnar og brimið brjóti bátana í naustunum, þá sitja menn rólegir inni við elda sína, syngja þjóðkvæði og yrkja. Á seinni hluta 19. aldar risu svo upp skáld þar, eins og' Basil Ramsay Anderson og James Stout Angus, sem ekki stóðu að baki beztu skáld- um Skota. Áður voru þar nafn- frægir fiðluleikarar, svo sem Fred- die Stickle (sem jafnframt va^ tón- skáld og samdi ,,Stumpie“). Og nú er þar Tom Anderson og fiðluleik- ur hans hefur verið tekinn á hljóm- plötur. Ungir rithöfundar og skáld stofnuðu fyrir skemmstu tímarit, sem þeir nefna „New Shetlander“ og er einstakt í sinni röð. Hvert hefti kostar 18 pence, en seld eru 2000 eintök eða meira. Fræðimenn hafa risið þar upp, og út hefur ver- ið gefin hjaltlenzk málfræði, og seldust af henni 500 eintök fvrsta mánuðinn. Skáldið ,.Vagaland“ (sem stundum er kallaður inn hjaltneski Wergeland), hefur hald- ið fram þá braut, er þeir Angus og Anderson mörkuðu, og sækir stund -um efnivið sinn í fornsögurnar. (Hann hefur t. d. orkt um það, er Gunnar á Hlíðarenda bað Hall-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.