Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.11.1955, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 647 Hreggviðsson, Snæfríður íslands- sól, — þessar skýru og skemmti- legu persónur hefur skáldið gefið okkur með þeim hætlj, að ljós- lifandi standa þær fyrir okkur, og vafalaust finnst sumum nú þegar, að þær séu sannsögulegar, engu síður en Gróa á Leiti og síra Sig- valdi. Og samfara öllu þessu er frá- sagnarsniildin og músikin í mál- inu. Saga ísiands, náttúra, þjóðlíf, cr uppistaðan í skáldverkum Lax- ness. Þangað sækir hann yrkis- efnin. Um leið og hann er fiest- um mönnum víðíörulli, hggja öll spor skáldskapar hans um lendur íslands. Heímsborgarinn fágaði íinnur sjálían sig í faðmi hinnar iitlu eyþjóðar í norðri; og af nægta- brunni íslenzkrar sögu og alþýðu- menningar eys hann undursamlega vígðu vatni lífs og listar. Halldór Kiljan Laxness hefur alltaf verið umdeildur maður hér heima og raunar víðar um lönd. í rauninni er ekki um það deilt, að liann er mikið skáld. Öll stór- verk hans hafa farið sigurför með þjóðinni, og hann orðið eitt vin- sælasta skáld þjóðar sinnar fyrr og síðar. Engu að síður hefur mikill styrr staðið um hann. Sumum mislíkar afstaða hans til stjórnmála, aðrir hneykslast á skrifum hans um trú og siðgæði, enn aðrir á lýsingum hans á íslenzku sveitafólki. Það er háttur skálda að taka djúpt í árinni, dýpra en aðrir, mála sterkum litum, sumpart til þess að vekja athygli og umhugsun, sum- part til þess að knýja fram um- bætur. Þetta er ekkert einsdæmi um Laxness. Það var ekki lítil for- dæming á Strindberg, þegar hann skriíaði Fröken Júlíu. Margir Norð- menn ætluðu að rii'na aí heilagri vandlætingu yfir leikritum Hen- riks Ibsens. Og ekki fór mikið fyrir einingunni lengi vel um Leo Tol- stoj og Victor Hugo. — Hneykslun, vandlæting. En í stað þess sem Laxness kann að hafa troðið niður eða tætt í sundur í tilfinningum sumra manna, hefur hann byggt upp margfaldlega með sköpun þeirra ódauðlegu og rammíslenzku lista- verka, sem hann hefur gefið þjóð sinni. Og sumir telja bækur hans ekk- ert erindi eiga út fyrir iandstein- ana, þær séu hin ömurlegasta land- kynning. Annar ritsnillingur ísienzku þjóðarinnar, — vissulega einnig verður Nobelsverðlauna, — Guunar Gunnarsson, hefur gert þessu sjónarmiði rækileg skii. Hann segir um Sölku Völku: „Snilligáfa Halldórs nýtur sín vart nokkurn staðar betur en í upphafi þessarar bókar. Myndin, sem hann dregur þar upp af lífinu í íslenzku sjávarþorpi, Óseyri við Axlarfjörð, er vitanlega skopmynd, en hún er hárbeitt og hlífðarlaus til allra hliða (gamanið er grátt eins og oftast hjá Halldóri) og það nærri veruleikanum, að flestir hafa villzt á því og eigi allfáir tekið honum óstinnt upp „ófagrar“ og jafnvel „lognar“ lýsingar.... Ég taldi mér það heiður — fyrir utan ár.ægjuna — að vinna að því að koma þessari bók á eins gott danskt mál og mér frekast var unnt. Enda var bókinni tekið með kostum og kynjum og hvergi um það rætt, að hún væri höfundinum og því síður þjóðinni til vansa. Sagan var dæmd sem listaverk, sem skáldsaga, eins og vera ber. Danir eiga ekki ósviplíkar lýsingar af eigin landshögum, en ég hef aldrei heyrt þær taldar höfundinum til landráða." Svo mælti Gunnar Gunnarsson. Laxness er djarfmæltur og segir allt, sem honum dettur í hug, um allt, sem honum dettur í hug. Oft gengur hann berserksgang, og svo ég noti orð hans sjálfs, „danzar viltan danz á glóandi járnrist og jetur eld; fólk staðnæmist allt í kring, gapandi, gónandi.“ Hann hefur oft átt í hörðum deilum og engu hlíft, stórhöggur, stórorður. Hann er fljótur að grípa á lofti og tvíhenela það voprrið, sem hann handleikur af hvað mestri fimi, cn það er penninn. Þá hefur margt stórmenni feng- ið óþvegið orð í cyra, bæði erki- biskupinn af Kantaraborg og ýmsir innlendir. En ég fæ hvorki skilið, að slikar skilmingakúnstir dragi úr gildi skáldskapar hans, né heldur hitt, að skáldsögur hans flýti neitt að ráði fyrir heimsbyltingunni. Mörgum hefur hætt við að leita lífsskoðunar skáldsins í greinum, er hann skrifar um dægurmál, í hita baráttunnar, oft sem svör við svæsnum árásum. Hann hefur liins vegar sjálfur bent okkur á, að lífs- skoðun hans getum við lært að þekkja með því einu, að lesa skáld- verk hans. En þótt ekki séu allir á einu máli um Halldór Laxness, hljóta íslend- ingar að vera einróma í fögnuði sínum og stolti yfir þeim heiðri, sem þjóðinni hefur hlotnazt, ein- róma í þökk til þess skáldsnillings, er færði okkur heim þá sæmd, sem höfundur getur hlotið mesta, þá sæmd,' sem flytur nafn hans og nafn íslands út um víða veröld. Virðulega Nóbelskáld, Halldór Kiljan Laxness! Það er yðar verk, að íslandsklukkan glymur nú um gjörvallan heim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.