Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.1953, Blaðsíða 11
L LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 103 hann hefir það eftir Roðulf af Ivry, að „Comitem Rodulfum hafi haft frábært minni og frásagnar hæfi- leika“. Þessi Comitem Rudolfum er hálfbróðir Richards II. hertoga, og enginn annar en Roðulfur í Bæ. Hann var óskilgetinn. Um Gunnor (Gunnvöru) konu Richards I. fer Dudo mjög svipuð- um orðum og Snorri Sturluson fór um Þórdísi dóttur Snorra goða, að hún hafi bæði verið minnug' og óljúgfróð. Hjá þessari höfðingja- ætt var miðstöð menningar á þeim tímum. Og þaðan kom Rúðolfur í Bæ. Enginn af kristniboðunum á íslandi hafði hæfileika né þekk- ingu á borð við hann, enda lagði hann grundvöllinn að fornbók- menntum íslendinga. ísland og Normandí höfðu Norð- menn numið og byggt samtímis. Göngu-Hrólfur lagði undir sig Normandí, en Hroilaugur bróðir hans nam land í Suðursveit í Aust- ur-Skaftafellssýslu. Það hefir því verið íslenzkum höfðingjum metn- aðarmál að fá að læra hjá slíkum manni sem Rúðolfur var, sem var eigi aðeins frændi þeirra, héldur einnig frændi Englakonungs. Hann var líka hvorki þvermóðskur né þröngsýnn, eins og títt var um farandtrúboða. Þessi hálærði mað- ur var ekki blindaður af neinu trúarofstæki. Þess vegna hafa höfð- ingjasynir streymt að skólanum í Bæ til þess að njóta handleiðslu hans, alveg eins og ítalir og Frakk- ar streymdu til skóla Lanfrancs, sem um sömu mundir var haldinn í Normandí. Einn af lærisveinum Lanfrancs varð páfi. Normanskir rithöfundur skýra oss frá því, að Rúðolfur í Bæ hafi verið viðstaddur þegar Ólafur kon- ungur Haraldsson var skírður í Rúðuborg árið 1015, og að hann hafi síðan farið með Ólafi kon- ungi til Noregs. Þar dvaldist hann fram undir það er Ólafur fell á Stiklarstöðum, og á þessum 15 ár- um hefir honum skilist hvernig ekki átti að fara að því að snúa heiðingjum til kristinnar trúar. Hann var andvígur ofbeldi og blóðsúthellingum. En meðan hann var í Noregi kynntist hann íslenzk- um höfðingjum, sem komu á fund Ólafs konungs. Hann hefir því tal- ið ráðlegast að beita sínum eigin trúboðs aðferðum á íslandi, en ekki aðferðum þeirra Ólafs Tryg'gva- sonar og Ólafs Haraldssonar, sem ekki höfðu blessast- í Noregi hefir hann fengið hjá íslenzkum höfð- ingjum allar nauðsynlegar upplýs- ingar um íslenzka háttu, og svo valdi hann til farar með sér kenn- ara og presta frá Rúðuborg. Og þegar er hann hafði ákveðið að setjast að í Bæ í Borgarfirðþ hefir hann haft samband við þá höfð- ingja, er vildu senda syni sína í skóla til hans. Samkvæmt normanniskum og ís- lenzkum heimildum hafa íslenzk skip siglt til Signu með ull og skinn og fleiri vörur. Hvort Rúð- olfur hefir tekið sér íar með ein- hverju sliku skipi, hlýtur að hafa verið komið undir því hvort það skip átti að koma í Hvítárós, sem þá. var aðalhöfnin á íslandi. Að Sjálfsögðu hefir Rúðolfur haft með sér bækur eftir Beda Venerabilis, ævisögu hins heilaga Edmonds og aðrar latneskar bækur. Ari fróði, sem fæddist 17 árum eftir að Rúð- olfur fór til Englands, vitnar í bæk- ur Beda og ævisögu hins heilaga Edmonds og miðar við dánarár hans hvenær ísland byggðist og hvenær kristni var lögtekin. Þegar Rúðólfur fór til íslands mun hann eigi aðeins hafa hugs- að sér að koma betri skipan á kristnihaldið þar, heldur að veita höfðingjasonum hina beztu fræðslu, sem þá var kostur á. En til þess hefir hann orðið að út- rýma hinu þunglamalega rúnastaf- rófi, en setja í þess stað latneskt letur, með nokkrum stöfum úr engilsaxnesku, er latínuletrið hafði engin tákn fyrir, svo sem þ, ð, æ, œ. Og þegar nemendur hans höfðu lært þetta nýa letur, þá hefir það skjótt breiðst út um allt land. Þannig kynntust þá íslendingar hinni æðstu þekkingu, sem til var í vestur Evrcpu á þeim árum. Þetta er sennilegasta skýringin á því hvernig á því stóð að íslendingar fóru þá langt fram úr frændþjóð- um sínum í Noregi, Danmörk og Svíþjóð í menntun og bókmennt- um, já, sköruðu svo langt fram úr öðrum, að þetta afskekkta eyland varð miðdepill allra bókmennta í norðurhálfu heims. Bær var vel valinn skólastaður. Þar eru heitar lindir í túni og vaítnið í þeim er allt að 90 stiga heitt. Umhverfis bæinn er mýr- lendi og því er þar gott til varn- ar. Skammt var og þaðan tiÍ'Uvít- áróss, sem var aðalhöfnin á íslandi um þær mundir. Um leið og Rúðolfur útrýmdi rúnaletrinu, hafa íslendingar tek- ið ýmis orð úr engilsaxnesku og gert að sínu máli, svo sem bók — boc, stafróf — stafræv, rita — writan. W finnst í einu íslenzku handriti. En hér koma svo nokkur orð úr kirkjumálinu’, sem hafa unnið sér hefð í íslenzku: tíðasöngur eng.-sax. tíðir ---- syngja tíðir --------- miðdagstíð ---- aptantíðir ---- hvítasunnudagur ------ reðingabók ---- prestur ---- djákn ----- klerkur ----- klaustur ----- hátíð ---- tidsang tida tida singan middagtid sefentid hvita sunnandag ræding boc preost diácon clerc clauster heahtid Annars var norræn tunga töluð í Normandí enn um 1030. Rúðolfur, sem sjálfur var framúrskarandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.