Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1951, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 323 \ Karlakórinn „17. júní“. Fremst á mvndinni eru söngstjórinn Sigfús Einarsson (í miðju) og- tónskáldin sem orktu lög viff hátíffasöngvana, Árni Thorsteinsson til vinstri, Jón Laxdal til hægri. Fremsta röff (talið frá vinstri): Óiafur Björnsson rit- stjóri, Einar Viffar bankamaður, Bjarni Hjaltested prestur, Karl Magnússon læknir, Viggo Björnsson bankastjóri, Kjartan Ólafsson rakari, Guðmundur Oddgeirsson bankamaður, Pjetur Halldórsson borgarstjóri. — Önnur röff: Ingvar Sigurffsson kaupmaður, Jakob Guðmundsson, Martin Bartels bankamaður, Jón Rósinkrans læknir, Benedikt Þ. Gröndal skáld, Einar M. Jónasson sýslumaffur. Aftasta röð: Einar E. Kvaran bankamaður, Sigurgeir Sigurðsson biskup, Ragnar E. Kvaran prestur, Friðrik J. Rafnar vígslubiskup, Jón Halldórsson bankamaffur. Og svo kom mannlýsingin. Lýsing á því, hvernig Jón Sigurðsson varð fyrir- mynd þjóðar sinnar. Rakti ræðum. kosti hans, hvern af öðrum, sem gerðu hann að sjálfkjörnum foringja. Jeg gríp hjer einn kaflann, þar sem ræðumaður kemst svo að orði: DRENGLYNDIÐ „Jón Sigurðsson er fyrirmynd þjóð- arinnar í drenglyndi. Hann situr ekki á svikráðum við mótstöðumenn sína og því síður fylgismenn sina. Hann fer engar krókaleiðir, engar myrkra- götur, læðist ekki aftan að mönnum með grímu fyrir andliti og eiturvopn í höndum. Hann gengur beint framan að mótstöðumönnum sínum, með opinn hjálm og skygðan skjóma. Hann fer ekki með neinar ósæmilegar dylgjur undir hjákátlegum dularnöfnum, sem eng- inn kann deili á, ekki neinar nafnlaus- ar árásir haturs og ályga. Hann segir skoðun sína skýrt og afdráttarlaust. Hallar aldrei vísvitandi rjettu máli, hver sem í hlut á. Fer aldrei í felur með neitt, enda þarf hann engu að leyna, því í hjarta hans eru engin svik fundin." Ræðumaður lýsti því, að mannkostir Jóns gerðu hann að foringja, því hann var gæddur þeim kostum, „sem góðan íslending og góðan mann eiga að prýða, ekki síst í opinberu lífi. Hann vekur þjóðina til lífsins, kennir henni að þekkja sjálfa sig, þjóðrjettindi sín, krafta sína og köllun. KVÆÐIN OG SÖNGURINN Hin háleita og snjalla ræða Jóns sagnfræðings fjekk enduróm í kvæðum Þorsteins Erlingssonar og Hannesar Hafstein, er sungin voru við þessa at- höfn. Hinn nýi söngflokkur er síðar var nefndur „17. júní“ varð á samri stund hjartfólginn höfuðstaðarbúum. Kvæði Þorsteins sem er eitt af snilld- arkvæðum hans hefur ekki fengið þá alþýðuhylli eins og Vorvísur Hannesar Hafstein. Það hefst á þessum ljóðlín- um: Að álfunnar stórmennum einn verður hann og ættlandsins friðustu sonum. Það stendur svo skínandi mergð um þann manr. af minningum okkar og vonum. Árni Thorsteinsson samdi lag við kvæði þetta, en Jón Laxdal á lagið við „Vísur“ Hannesar, „Sjá roðann á hnjúkunum háu". En kvæðið og lagið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.