Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 69 Jón J Bíldíell: FYRSTIJ ISLENDIIMGARINilR SEM KOIHU TIL WINIMIPEG ÞEGAR TALAÐ er um íslensku landnemana í Winnipeg, verður að hafa það í huga að engar skráðar heimildir eru til um þá, sem sett- ust fyrst að i þessu litla sveitar- þorpi á sljettunni. Vjer vitum ekki hverjir þeir voru nje hve margir þeir voru. En hitt vitum vjcr, að þeir áttu við ógurlega örðugleika að etja, einkum karlmennirnir, vegna þess að lítið var um vinnu, og þessi litla vinna illa Jaunuð. Öðru máli var að gegna með ungar stúlkur. Margar þeirra komust í vist, og enda þótt kaupið væri lágt — 6—8 dollarar á mánuði, auk fæð- is og húsnæðis — þá stóðu þær miklu betur að vígi lieldur en karl- mennirnir. En þótt vjer vitum þetta, þá vitum vjer ekki og mun- um aldrei fá að vita, hve þungbært þeim heíur verið að skiljast við ást- vini sína þannig í fyrsta sinn, að vera neyddar til að fara inn í al- gjörlega framandi lieim og berjast fyrir tilveru sinni þar sem þeim var alt andstætt. ísleusku stulkurnar Vjer höfum þó áreiðanlegan vitn- ísburð um það hvernig þær sner- ust við þessum eríiðleikum, vitn- ísburð eins af mestu mönnum Breta á þeim árum og besta vinar- ins, sem íslenskir innflytjendur áttu í Kanada — Dufferins lá- varðs. Hann sagði svo um fyrstu islensku konurnar í Winnipeg 1877: „Mjer til mikillar ánægju hefi jeg sannfrjett að ýmsar íslenskar stúlkur hafa farið í vist á kanad- iskum heimilum. Þar munu þær eigi aðeins læra ensku — sem öll- um er nauðsynlegt að kunna, og geta því kent bræðrum sínum og systrum og vonandi börnum sín- um — heldur munu þær einnig læra hagsýni, þrifnað og stjórn- semi af húsmæðrunum. Mjer þyk- ir líka vænt um að geta bætt því við, að íjöldi manna hefir í mín eyru lokið lofsorði á góða fram- komu, þægð og þrifnað hjá þess- um ungu Ingibjörgum, Ragnhild- um, Þórum og Guðrúnum, svo jeg er viss um að þær gera sóma minn- mgu hinna frægu formæðra sinna, sem þær eru heitnar í höfuðið á“. Þessar ungu stúlkur, sem Duffer- in lávarður ber svo gott traust til, urðu eigi aðeins minníngu mæðra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.