Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1949, Blaðsíða 6
66 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS draumur hans var að koma þang að aftur, ef hann lifði af stríðið. Við lögðum af stað klukkar. hálf fimm síðdegis. Moldarflögin í Hánni glóðu tilsýndar sem rauð- leitt agat, en á móbergið sunnan í Klettinum brá einkennilegum eir- gljáa, eins og jafnan er í sólskini. Og sólbros sindraði á steinar.dliti búlgarska fuglafræðingsins mÍKla í Bjarnarey, Ferdínands, er við sigld um út Leiðina. — Naktar stúlkur af baðstaðnum hlupu eftir hafnargarð inum og sungu um gerningalogn og seguleyjar, er útlendir sjómenn drægjust að hingað. Engin furða er þótt bögur sjeu ortar og sungnar um Eyjarnar af íslendingum sjálf- um. Á ensku, frönsku, þýsku og ef til vill fleiri málum, eru til bög- ur um Vestmannaeyjar, ortar af út lendum sjómönnum. Útlendingar hafa hrifist svo af sjerkennileik Eyja og fögru, ljóshærðu stúlkun- um þar, að þeir hafa ekki getað orða bundist. Hvað mynd: þá, ef þeir hefðu einnig sjeð Kafhelli? Eftir stundarfjórðung bar okk- ur að Smáeyjum, Hana, Hrauney. Grasleysu og Hænu. Standa þær í þyrpingu að kalla. Nokkru fjær er drangurinn Jötunn og skerið Nafar. Öld eftir öld hefur leiði í Landeyjar verið miðað við, hvort brjóti á Nafrinum. Fyrr meir gekk fje úti í öllum Smáeyjum nema Grasleysu, en á sumrin var fjeð flutt þaðan, svo að það skernmdi ekki fýlavarpið. Aldrei voru nema þrjú eða fjögur lömb látin ganga á Hænu. Þóttu lömb týna tölunni meir þar en í öðrum eyjum Var það ýmist af því, að sjór gekk vfir eyna eða þau hröpuðu á hálku enda er nú hætt að hafa fie á Hænu. Munnmæli herma, að eitt sinn hafi mórauð ær í Smáevjum eignast rautt lamb með hræfugls- klóm. Hæst Smáeyja er Hani, níutíu metrar. Hæna er sextíu og fimm metra há og með hæstum hörr.rum að vestan, þó ekki þverhníptum. Þetta er kúpt móbergsey, græn í kolli á sumrum af grasi og skarfa- káli, en ljósir flekkir hjer og þar af baldursbrám. Járngaddur hefur verið rekinn á einum stað i bergið, og kasta menn á hann taug, ef þeir vilja ganga á Hænu í lágsævi, en um flæði má fara auðveldlega upp án taugar. Iðandi líf var á og við Hænu af svartfugli, rvtu, lunda og fýl. Og drúðinn (sæsvalan) vakn- aði við vondan draum af komu okkar. Það var hálffallið að. Gæfa skreið hægt inn í Kafhelli. Siglutrjc voru eigi uppi. En svo hátt var til lofts allt frá munna að hellisstafnh að í lágsævi hefði ekki þurft að fella siglutrjen á Gæfu, til þess að hún gæti rennt inn. Sjórinn var dumbrauður með hellisveggjunum. Mun sá litur staf? meðal annars af smávöxnum lit- sterkum þaragróðri og kóröllum, er vaxa svo hátt á berginu, sem t'læð- ur nær. Fjær veggjunum var sjór- inn ýmist gulur, grænn eða blár og ótal litbrigði þar á milli Rirt- an barst bæði inn um munnann og upp gegnum sjóinn um rauf móti norðvestri. Á háflóði er raufin al- veg eða því nær undir sjávarmáli. Kvöldgeislarnir skinu gegnum hálf lokaða raufina, brotnuðu í sjónum í hellisgólfinu og ollu flestum lit- brigðunum. Andartak flaug mjer í hug, að það væri því nær helgibrigði. að gára sjóinn í hellinum, — engu var líkara en við hefðum stolist í brett ánda herbergið dularfulla, sem sagt er frá í ævintýri, að María mey bannaði jarðarbörnum að for- vitnast í. Var þetta heimkvnni regnbogans? Eða vorum við stadd- ir inni í krystal? Við gengum aftur og fram um þilfarið og virtum fyrir okkur lit- brigðin. Ameríkanarnir klöppuðu saman lófunum af hrifningu, Kafhellir hefur myndast af brimi. Hann er stór og dálítið spor- öskjulagaður. í lofti hans eru grá- leitar hellur misþykkar, stórkost- leg listaverk náttúrunnar Þæi sjást best úr skoru syðst í hellin- um, — þar sem skuggalegast er, rjett innan við munnann. Fer lit- ur þeirra nokkuð eftir því, hvort verið hefur brim eða ládevða lengi. Mjög bergmálar í hellinum. Á hotni hans eru óvenjulega stór ígulker. Og litirnir eru óteljandi, einkum í morgunsól eða kvöldsól. í dumb- ungi er hins vegar skuggalegt í hellinum og litskrúð ekkert í Kafhelli eru fleiri litbrigði en í Bláhelli á Capri, þar sem allt er einungis blátt. Má vera, að Kaf- hellir sje eins fallegur og Bláhell- is, — en skorti frægðina eiria við hann. — Munni Bláhellis er svo þröngur, að ekki er unnt að róa inn í hann nema á kænu, og verða menn þó að lúta til þess að reka sig ekki upp undir. En í Kafhelli væri hægt að fara á svo stóru skipi að halda mætti dansleik á þilfar- inu. í útsunnanólögum, er Kafhellir fyllist af sjó, þeytist loft og brim- reykur út með slíku ógnarafli, að líkist sprengingu. Af þeim brim- reyk mun hellirinn draga nafn. Á Heimaey eru ýmsir stórir og einkennilegir sjávarhellar, svo sem Klettshellir, Æðarhellir, Teistuhell ir, Fjósin og Litlahöfðahellir Þeir leggja hver sinn skerf til þess að gera náttúrufegurð stórbrotna í Vestmannaeyjum, en eru þó svipur hjá sjón Kafhellis í úteynni Hænu. V ^ ^ 4( Ef þú lærir ekki neitt, nema það sem kent er skólanum, þá veistu ekki neitt meira en aðirr. Það er sjálfsnám þitt, eftir skólatímann, sem getur hafið þig upp yfir fjöldann.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.