Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 6
234 - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS borið alt að 250 pundum og flogið 200 mílur í einum áfanga. Þegar þess er gætt, að hún er lítið dýrari en mótorhjól, þá er það fæstum um megn að eignast hana. Og ekki þarf að úíbúa sjorstakan flugvöll handa henni. Hún getur hafið sig til flugs og sest hvar sem er, þar sem sljett er og þarf ekki meira svigrúm en meöal húsagarð. Ekki þarf heldur að byggja stóran skála fyrir hana — hún i:emst inn í hvaða bílskúr sem er. Auk þess er mjög auðvelt að taka hana sundur og fer þá lítið fyrir henni. Sícan það barst út að þessi flug- vjel væri væntanleg á markaðinn, hef- ur þ sundum fyrirspurna rignt yíir verksmiðjuna (Iloppi-Copters, Inc., Seattle, Vash.), aðallega frá mönnum, sem þurfa að ferðast mikið um vonda vegu. ^ 4( V V HESTAMENN virðast yfirleitt gera sjer mjög óljósar hugmyndir um, á hvern hátt hesíar bera fætui na á tölti, og hvergi er að finna á prenti neina viðunandi lýsingu á því. Það er þó mjög nauðsynlegt fyrir heslamenn að vera vel að sjer í öllu, sem lýtur að hreyfingum hesta, ekki síður en bygg- ingu þeirra og skapgerð. Vil jeg því að nokkru lýsa fútcburði hesta á hin- um þremur aðal tegundum tölts, skeið tölti, brokktölti og hreinu tölti, eða jafnsporatölti, en sleppi að lýsa öðr- um afbrigðum tölts, sem flest stafa af fótaveiki eða leti hesta og klaufa- skap reiðmannsins. Tölt er einu nafni nefndur sá gang- ur, þegar hesturinn tekur upp einn fót í einu, þó að fótahreyfingar og fót- staða sje mjög margbreytileg á hin- um ýmsu tegundum tölts. Skeiðtölt. — Á skeiðtölti tekur hest- urinn fyrst upp hægri framfót, svo hægri afturfót, þá vinstri framfót og seinast vinstri afturfót, og lætur svo fæturna niður með sama millibili og hann tók þá upp. Nú er mikill mismunur á hvað langt líður á milli að hann tekur upp hvern íót fyrir sig. Þá er töltið skeiðkendara þegar hesturinn tekur upp afturfótinn lítið eitt á eftir framfæti, og verður þá takturinn á fótaburðinum þannig: 1—2, lengra á milli 2 og 3. hófaskells, og svo 4. og 5. o. s. frv. Mjög sjaldan verða hestar jafnspora á skeiðtölti, þannig að hófskellirnir verði 1. 2. 3. 4. með jöfnu millibili. Sjaldan ná hestar miklum hraða á skeiðtölti, en gangurinn getur verið þægilegur hjá skaphörðum fjörhest- U:n rjerstaklega milli spreíta, á hægri milliíerð. Brokktölt. — Á brokktölti tekur hesturir.n fyrst upp hægri framfót, ,svo vinstri afturfót, þá vinstri fram- fót, og seinast hægri afturfót. Sama er að srgja um brokktöltið og skeiðtölt- ið, að eftir því sem afturfóturinn fylg- ir meira framfætinum verður töltið brokkkendara. Brokktölt verður aldrei með hófa- skellunum 1—2—3—4 með jöfnu millibili, en eftir því sem millibilið lengist frá því hesturinn setur niður afturfót, og þar til hann setur niður framfót sömu megin verður gangur- inn nær brokki, en aftur nær hreinu tölti, þegar þetta bil styttist. Hreint tölt. — Þegar hestur töltir hreint, (eða taktrjett) er fótaburður hans þannig: Fyrst hægri framfótur, svo vinstri afturfútur, þá vinstri fram- fótur, og seinast hægri afturfótur, og hófaskellirnir 1—2—3—4 o. s. frv. með jöfnu millibili. Hreint tölt er sú gangtegund, sem flest allir hestamenn sækjast eftir. Það er þægilegur gangur fyrir reið- manninn, æfir hann í að sitja stöð- ugur á hestinum, og fylgjast vel með hreyfingum hans. Fyrir hestinn virðist töltið síst erf- iðari gangur en skeið, og ekki verður sjeð að tölthestar slitni fyr en aðrir hestar. Taumlipur, tilfinninganæmur tölt- hestur, sem fylgist með, og hlýðir hverri hreyfingu reiðmannsins, veitir honum mikla ánægju, og án efa mjög hollar hreyfingar. Bogi Eggertsson. V V V Alkunn er sagan um karlinn, sem forsmáði sólina fyrir það, að hún væri að glenna sig á daginn þegar • nógu bjart væri, en blessaði tunglið, sem lýsti manni í myrkrinu á nóttunni. Þessi saga kemur mjer oft í hug, þegar jeg hugsa um röksemdir komm- únista og attaníossa þeirra. Þessir attaníossar eru orðnir svo vanir því að baða sig í ljósi frelsisins — án þess að skilja það — að þeiin íinpt endilega að það ljós muni hald- ast, enda þótt uppspretta þess sje eyði- lögð. Með gleði og mikilli ákefð vilja þeir skifta á sól og tungli, og verða svo alveg hissa á myrkrinu, sem þá skeilur yfir. Mörg öfl eru að verki í sólarljósinu, og eins eru það mörg öfl, sem í sam- einingu skapa frjálst þjóðfjelag. Hin helstu þeirra eru frjálsar kosningar, samkomufrelsi, málfrelsi og ritfrelsi. Bent er á margt, sem aflaga fer í þjóðf jelagi voru. Það er alls ekki verið að fara í launkofa með það, sem af- laga fer. En vjer getum sjálfir kipt því öllu í lag. Carnot sagði fyrir mörg- um árum: „Hjá frjálsri þjóð ber mikið á óánægju, en lítið á þjáningum; í ein- ræðisríkjum heyrast engar umkvart- anir, en þar er nóg af þjáningum" (Edwin Balmer). V V V V V

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.