Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1947, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 231 Uno v. Troil og Magnús Stephensen segja báðir frá því, að fiðlur hafi ver- ið með hrosshársstrengjum. í bogan- um var líka hrosshár. Seinna hafa menn svo farið að nota vírstrengi á fiðlu og sennilega tekið það eftir lang- spilinu. Síðan koma girnisstrengir, eins og áttu að vera á Rangárvalla- fiðlunni, og hefur það verið tekið eft- ir fíólíninu. Jakob Árnason frá Garðs- auka (sonarsonur Árna í Dufþaks- holti) var vörður í Þjóðminjasafninu. Hann sagði svo frá að faðir sinn hafi smíðað sjer fiðlu og leikið á. Sagði hann að sauðargirnisstrengir hefði verið búnir til þar heima. Girni úr gamalám var best. Garnirnar voru stroknar og hreinsaðar og síðan strengdar upp við þurk og hertar. Hvernig leikið var á fiðlu. Á fiðluna hefur verið leikið alt öðru vísi en á nokkurt annað hljóðfæri. Eng inn nótnastokkur var á henni, en þó var hún dregin með boga, en streng- irnir hvorki slegnir nje harpaðir. Til er gömul gáta um fiðluna og er hún á þessa leið: Hver er sú höldar hæla? Ilún er beðin að fremja söng. Hin þarf tíu þræla að þjóna sjer um sinnisgöng. Handarbökum höldar að henni snúa. Holgóm þessi hrundin er, sem hermi jeg hjer, og hára ber hún grúa. ólafur Daviðsson birtir þessa gátu, en hann fekk ekki skilið hvað átt var við með 5. vísuorðinu: Handarbökum höldar að henni snúa. En það á ein- mitt við um það hvernig á fiðluna var leikið. Og mundu nú fáir skilja þetta ef ekki væri lýsingar Stefáns Erlends- sonar og Jakobs Árnasonar á því. — Jakob kunni ofurlítið að leika á fiðlu og gat sýnt aðferðina. Jón Árnason bróðir hans lýsti því og fyrir Matt- híasi Þórðarsyni hvernig leikið vár á íiðluna: ,,Hún var lögð á borð og < / ' Jakob Árnason sjnir, hvcrndj leikið var á fiölu. sneri mjórri endinn til vinstri, en dreg ið var með hægri hendi nieö boganuin rjett við breiðari gaflinn, 2—3 þuml- unga frá hontim, og stutt á næsta strenginn með fingrunum á vinstri hendi. Handarbakinu var snúið að henni og strengurinn snertur með fremstu kögglunum á fingrunum; hendinni var haldið nokkurn veginn beinni og gómunum snúið upp.“ í þessu var fiðluleikur frábrugðinn því hvernig leikið er á önnur strok- hljóðfæri. 5W V V — Stýrðuð þjer máske betur fyrsta daginn — ® ■ ------------ -------------- Bamahjal Mundi var fjögurra ára. Hann átti kisu og kisa eignaðist fimm kettlinga. Mundi fekk að velja þann fallegasta, hinum var lóg- að. Skömmu seinna eignaðist ná- grannakonan barn. Munda lang- aði ósköp til að sjá það. Hann fekk leyfi til að fara í heimsókn. Þegar hann kom að rúmi móður- innar, lyfti hún blæju frá and- liti barnsins og sagði: — Hvernig lýst þjer á hann, Mundi minn ? Nú eru nýfædd börn sjaldan falleg í augum annara en mæðra sinna, og þetta barn var engin undantekning. Mundi horfði á það og tvísteig dálitla stund. Svo sagði hann: — Ekki hefði jeg látið þetta lifa. Pjesi var kominn í skóla. Hinir krakkarnir stríddu honum og voru vondir við hann. Einu sinni kom kennslukonan að þar sem þau voru að hárreita hann og Pjesi var há- skælandi. Hún tók Pjesa, fór með hann inn í kennslustofu og hugg- aði hann og hughreysti þangað til hann var farinn að brosa. Litlu síðar sjer hún að Pjesi er farinn að skæla aftur. „Hvað geng- ur nú að þjer? Ekki geturðu fund- ið til lengur", segir hún. „Jú, jeg finn til í huganum", sagði Pjesi. Stína litla heimtaði- það altaf þegar hún var komin í''rúmið sitt, að svefnherbergisdyrnar væri látnar standa opnar. — Er það til þess að birtan skíni inn? spurði mamma henn- ar einu sinni. — Nei, það er til þess að myrkrið fari út, sagði Stína. i-----—--------------------——<»

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.