Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1945, Blaðsíða 6
LESBÖK MORGUNRLAÐSINS m Eínt til blómlegs minnisvarða Eftir Eyjólf Guðmundsson Dyrhólar. I NÝÚTKOMNUM Stjórnartíðind um (1944 hls. 70), er staðfest Skipulagsskrá fyrir xninningarsjóS hjónanna Þorsteins Hjartar Árna- sonar, hreppstjóra og Matthildar Quðmundsdóttur, Ijósmóður, sem bjuggu á Dyrhólum 1872—1905. Stjórnartíðindin, eru í fárra hðndum, en sjóður hessi er nokkuð sjerstæður o" að mínum dómi, til 'fyrirmyndar þeim? er lifandi rækt vilja sýna látnum foreldrum, og halda vakandi minningu hinnar dáð ríku snyrtiheimila í sveitum landsins þá skal í fáum dráttum' skýrt hjer, hvað stofnfje sjóðsins er — hvernig því er ráðstafað — og hver tilgangurinn er-----. Stofnfjeð er jörðin Dyrhólar (vesturhús) í Dyyhólahreppi — og er í fasteignamati 1942 kr. 3200,00. •Tarðarhús 1450 kr. og 1000 krónur í peningum. Þetta er þá 5650 króna stofnfje, án verðhækkunar þessara tíma — tekjudrjúg fjara fylgir, fuglaveiði í Dyrhólaey og skips- uppsátur í Dyrhólahöfn m. m. ITöfð ingsjörð og höfuðból hefir jörð þessi lengstum verið, og setin af sama ætílegg nær óslitið í 200 ár. Það finnst í landskjalasafninu að um 1645 hafi Yestur-Dyrhólar kom- istíeign Vigfúsar Gíslasonar sýslum. í Bræðratungu o. v.------Hefur þá gengið að erfðum í þeirri ætt og 1762 lögfestir sjera -Tón Steingríms- son (eldprófastur) Karítasi stjúp- dóttur sinni hana með svohljóðandi skjali: Lögfesta. •TEG Jón Steingrímsson lögfesti hjer í dag minnar elskulegrar stjúp dóttur Karítasar Jónsdóttur eignar- jörð (vestari) Dyrhóla eða svo- kölluð Vesturhús liggjandi í Dyr- hólakirkjusókn og Vestur-Skafta- fellssýslu, tuttugu og fjögur hundr- uð að dýrleika, með öllum þeim gögnum og gæðum, eignum og ítök- um til lands og sjávar, vatns og veiðistaða, sem fyrgreindum Vest- urhúsum fylgja ber og fylgt hafa að fornu og nýju til ystu ummerkja þeirra.*er aðrir menn eiga á móti að þessum landamerkjum tiltekn- um: fyrst úr þeim garði sem er á ströndinni (það fjörumark) sjón- hending suður í sjó. Úr áðurnefnd- um garði sjónhending í sundið millum Vesturhúsa og Austurhúsa. Úr sundinu í þá þúfu sem stendur á Sandbrekku, þaðan í merkigarð, ræður sá garður alt í Gerðalæk, so úr Gerðalæk og í garðinn á Gerð- unum og vestur á brúnina, þá með brúninni og móts við Rjettarklett. Þaðan sjónhending og í garðinn sem liggur í TTádegisskarð. Þá úr ITádegisskarði og út með hólum og í þúfu sem er á Götuhrygg, svo úr þeirri þúfu og í ána sem þar næst rennur og kölluð er Hryggjakvísl-* item og ræður sx'i áfram að fjöru. Undir sama atkvæði lögfesti jeg alla hálfa Dyrhóla Ey að beit og' haga móts við Austurhús Dyrhóla, alla hálfa reka í urðinni fyrir aust- an Ey og allstaðar þar sem viðrís af sljettu og Eynni fylgir undan- tekinni kirkjunnar fjöru: afla og fuglaveiði í dröngixm eftir tiltölu: Ásamt lögfesti jeg með Vesturhús- um á móts við Austurhús allanl reka á Dyrhólahafnarfjöru til þess- ara ummerkja að Hátún að austan ber við Hildardrang að vestan, hjer að auki lögfesti jeg öll þau engjapláts sem Vesturhúsum hafa fvlgt ' af arilds (tíð) millum Hvammsár og Dauða og með rjettu fylgja ber. Pyrirbýð jeg hjeðan af hverjum manni nefndra 24 hundr- aða land og fjöru sjer að nytja brúka og beita nema mitt sje lof cður leyfi til. — Lögfesti jeg að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.